Til stuðnings frumvarpi um bann við umskurði á Íslandi

David Balashinsky fjallar um frumvarp til laga um bann við umskurði drengja en hann segir það tákna þá óum­flýj­an­legu og óstöðv­andi bar­áttu í þróun manns­ins í átt að meiri virð­ingu fyrir rétti barna og ein­stak­linga.

Auglýsing

Í fréttamiðlum hér og víða um heim hefur verið fjallað um að Alþingi sé með til skoðunar að víkka löggjöf um umskurð á stúlkum þannig að hún gildi einnig fyrir drengi, án læknisfræðilegrar ástæðu (þ.e. umskurður sem er framkvæmdur án þess að heilbrigðis ástæða liggi fyrir) og frumvarpið er núna hjá ríkisstjórninni. Þessi lög, ef samþykkt verða, myndu veita drengjum sömu lagalegu vernd – til 18 ára aldurs – gegn því að kynfæri þeirra verði skorin eins og stúlkur á Íslandi hafa haft síðan árið 2005 og í Bandaríkjunum síðan 1996.

Þar sem þetta frumvarp hefur fengið óréttlátar mótbárur frá samtökum sem berjast gegn gyðingahatri ADL (Anti-Defemation League) og öðrum sem túlka það sem árás á trúfrelsi og sérstaklega gegn gyðingum, þá langar mig gjarnan að útskýra hvers vegna ég, sem gyðingur, eins og margir gyðingar sem ég tala hér fyrir, styð frumvarpið. Ég er ekki eingöngu að skrifa til að bjóða fram opinberlegan stuðning okkar á frumvarpinu því við viljum að það sé þekkt að ADL samtökin sem berjast gegn gyðingahatri sem hafa lýst yfir andstöðu sinni, tala ekki fyrir alla gyðinga og þeir tala ekki fyrir okkur.

Ekki aðeins eru gyðingar víða um heim að yfirgefa þá hefð að umskera nýfædda drengi, heldur fer okkur fjölgandi sem erum virk í að binda enda á hana. Leyfið mér að byrja á því að útskýra hver við erum og hvað við trúum á. Við erum karlar og konur með mismunandi bakgrunn og víða að úr heiminum en það sem sameinar okkur er að við erum gyðingar og staðföst andstaða okkar á ósjálfráða umskurði á kynfærum barna. Sum okkar eru skilgreind sem gyðingar út frá þjóðerni og menningu á meðan önnur okkar eru gyðingar þar sem gyðingatrú er kjarninn í okkar trú og gildi. Sumir okkar hafa verið umskornir en aðrir ekki. Sumir okkar voru umskornir án okkar samþykkis út frá brit milah (bókstafleg merking er „sáttmáli umskurðar“, og er trúarleg athöfn umskurðar) á meðan aðrir meðlimir í okkar hóp voru umskornir vegna menningar hefðar því við fæddumst á ákveðnum tíma og stað og því dregin inn (hinsvegar valkvætt hjá foreldrum) í læknisfræðilega réttlættum ósjálfráða umskurði sem hefur verið svartur blettur á ungbarnalækningum í Bandaríkjunum síðustu hundrað og sjötíu ár eða svo. Við sem höfum gengið í gegnum ósjálfráða umskurð höldum ekki eingöngu því fram að á okkur hafi verið brotið, fyrir að hafa ekki haft val um breytingar á eigin líkama, heldur vorum við svipt grundvallar mannréttindum og reisn.

Auglýsing

Við afneitum ekki rótum okkar sem gyðingar og fyrir okkur sem aðhyllumst gyðingatrú, þá afneitum við ekki gyðingatrú okkar: Það sem við afneitum er ósjálfráða umskurður. Við afneitum því og erum á móti því af eftirfarandi ástæðum:

Í fyrsta lagi, þá höfnum við ósjálfráða umskurði vegna þess að við lítum á það að skera kynfæri á börnum án þeirra samþykkis sem brot á grundvallar mannréttindum þeirra um að fá að alast upp með alla sína líkamsparta ósnortna. Þess vegna erum við á móti öllum kynfæraskurði: Á kvenkyn, karlkyn eða intersex. Við trúum því að hver einasta manneskja hefur sjálfsagðan rétt á því að alast upp með þau kynfæri sem þau fæddust með.

Í öðru lagi, þá höfnum við þeirri staðhæfingu að ósjálfráða umskurður sé nauðsynlegur til að stunda gyðingatrú fyrir einstaklinginn sjálfann. Það er það ekki. Gyðingakonur þurfa ekki að sæta ósjálfráða umskurði og þær eru ekkert síður andlegar – né líta þær á sig sjálfa sem minna elskaðar af Honum (eða Henni) eftir því hvað þær trúa að sé skapari heimsins – en faðir þeirra, bræður, eiginmenn eða synir sem voru það. En beint að kjarnanum þá eru óteljandi drengir og menn sem eru gyðingar um allan heim – ekkert minna andlegir og ekkert minna helgir en okkar gyðinga bræður sem hafa skrifað gegn banni á ósjálfráða umskurði – sem voru ekki, sem nýburar, skilyrt í þessa fornu og ómanneskjulegu hefð. Gyðingdómur er háleit birtingamynd andlegrar og trúarlegrar skoðanir manna. Það er ekki hægt að minnka vægi hennar út frá stærð eða lögunar getnaðarlims manns; að halda öðru fram er að gera lítið úr gyðingdómi.

Í þriðja lagi, þá höfnum við þeirri staðhæfingu að skorin kynfæri sé nauðsyn til að gyðingdómur nái að lifa af sem samheldið trúarbragð. Það er það ekki. Sífellt fleiri trúaðir gyðingar eru að skipta út brit milah fyrir brit shalom (bókstafleg merking er „sáttmáli friðar“), sem er trúarleg athöfn sem þjónar nákvæmlega sama andlega og samfélagslega tilgangi eins og brit milah bara án líkamlegs skaða, án blóðs, án sársauka, án áfalls og án þess að brjóta á mannréttindum.

Í fjórða lagi, þá höfnum við þeirri staðhæfingu að ósjálfráða umskurður sé nauðsynlegur fyrir áframhaldandi tilveru gyðinga sem heild. Það er það ekki. Gyðingar voru til löngu fyrir tilkomu ósjálfráða umskurðar á ungabörnum sem skilyrði til trúariðkunar, við vorum til þrátt fyrir að ósjálfráða umskurður útvíkkaðist í þá róttæku aðgerðir sem hinn upphaflegi umskurður (peri'ah) er byggður á í dag, og við munum halda áfram að vera til löngu eftir að ósjálfráða umskurður hefur farið þá leið sem aðrar fyrrum nauðsynlegar trúarhefðir fóru sem ekki er fylgt eftir af meirihluta gyðinga (eins og fyrirtíðar blessun stúlkna) rétt eins og aðrar langvarandi og refsiverðar venjur svo sem fjölkvæni, að grýta til bana og þrælahald.

Í fimmta lagi, þá höfnum við þeirri staðhæfingu að ósjálfráða umskurður sé nauðsynlegur hluti til að vera gyðingur. Það er það ekki. Gyðingastúlka er ekki minni gyðingur en bróðir hennar. Gyðingadrengur sem fæðist af foreldrum sem er gyðingar er ekki minni gyðingur við að hafa ekki haft hluta af typpi sínum skorið af. Gyðingaætt er vegna gena, arfleiðar, fjölskyldulífs, uppeldis, gildum, hefðum og menningar manns. Einnig eins og nefnt er hér að ofan, vegna gyðingatrúar, þá er það vegna trúariðkunar.

Í sjötta lagi: Okkar andstaða gagnvart ósjálfráða umskurði er óaðskiljanleg út frá siðferði okkar og siðferðislegu trú sem við, sem gyðingar, er okkur kært. Okkar viðleitni að enda þennan umskurðarsið og öllum kynfæraskurði án heilbrigðisástæðu er út frá leiðarvísi okkar af hugmyndafræði tikkum Olam (bókstafleg merkin, „betri heimur“). Sú hugmyndafræði, á rætur sínar að rekja allavegna síðan árið 300 og kemur fram í Mishnah (samansafn af kennsluaðferðum rabbína, lögum og öðrum hefðum gyðinga sem var byrjað að rita niður eftir eyðileggingar á seinna musteri gyðinga árið 70), og hefur orðið samheiti um þá hugmynd að gyðingar eigi að vinna að félagslegu réttlæti. Það er ekki nóg fyrir okkur að andmæla kynfæraskurði fyrir okkur sjálf eða sem grunn hugmyndafræði. Hvati okkar er að binda endi á hann og tala fyrir þá sem ekki geta talað fyrir sig sjálf. Okkar sterka andstaða gegn ósjálfráða umskurði, er þannig ekki þrátt fyrir okkar gyðingatrú og gildi, heldur vegna þeirra.

Í sjöunda lagi, í andstöðu við áhyggjuefni ADL samtaka sem berjast gegn gyðingahatri og annarra, þá teljum við að áframhaldandi venja á ósjálfráða umskurði geta myndað mikla hættu (jafnvel í meira mæli) fyrir tilvist gyðingatrúar sem trúarbragðs og fyrir gyðinga sem heild en það sem bann myndi verða. Okkar áhyggjuefni vegna athugasemda sem við höfum fengið frá nokkrum sem hafa skilgreint sig sem „fyrrum gyðingar“ sökum reiði sinnar um hvað var gert við kynfæri þeirra sem ungabörn án þeirrar samþykkis, hafa ekki eingöngu hafnað brit milah heldur gyðingatrú og jafnvel hafnað tengslum sínum við gyðingauppruna sinn. Brit milah, leiddi þessa ólánsömu menn langt frá trúnni og sínu fólki, sem á endunum hrakti þá í burtu. Við óttumst að það muni ekki eingöngu halda áfram heldur aukast. Ósjálfráða umskurður hefur, í langan tíma, verið á skjön við nútímann, sérstaklega með tilliti til framfara í heiminum varðandi grundvallarmannréttindi. Við erum núna að verða vitni af þessum árekstrum og óheppilegar afleiðingar þróast með okkur í rauntíma. Eins og heimurinn hefur nútimavæðst, þá hefur brit milah orðið í vaxandi mæli ómögulegt að samræma nútíma hugmyndum um sjálfstæði og friðhelgi líkama einstaklinga. Það er óhjákvæmilegt, við óttumst, að sífellt fleiri gyðingar muni afsala gyðingdóm sínum og öllum gyðingatengslum ef þeir upplifa að þeirra afstaða að skera í kynfæri sé ófrávíkjanlega krafa og muni halda áfram að viðgangast.

Í áttunda lagi, þá höfnum við þeirri víðtæku fullyrðingu að hreyfingin um bann á ósjálfráða umskurði – og þröngri fullyrðingu að frumvarp til laga um bann sem er hjá ríkisstjórninni – sé ekkert meira en yfirvarp fyrir árás á gyðinga eða gyðingdóm. Við sem gyðingar á móti ósjálfráða umskurði sjáum þessa hreyfingu sem framsækna mannréttindabaráttu og við lítum á þessa löggjöf sem löngu tímabæra, að hafa drengi með – einnig gyðingabörn – innan verndunar umfangs núgildandi lagaramma þar sem umskurður kvenna hefur verið bannaður á Íslandi og um allan heim. Við lítum á frumvarpið til laga ekki sem árás á gyðinga heldur sem óhjákvæmilega og rökrétta niðurstöðu í nútímasamfélagi og vaxandi alþjóðlegra krafna varðandi mannréttindi og mannréttindi barna eins og tilgreint er af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1948 og Barnasáttmálanum (sem samþykkt var af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1989 og fullgiltur 1990 (á Íslandi 1992 en lögfestur árið 2013), og eins og sérstaklega er tekið fram í hluta af 37. gr. í a. lið „Ekkert barn sé látið sæta pyndingum eða annarri grimmilegri, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu“.

Auglýsing

Í níunda lagi, þá höfnum við þeirri staðhæfingu um þann rétt að þvinga nýbura eða barn í ósjálfráða umskurð með því að flokka það sem grundvallarréttindi „trúfrelsis“. Þó að við viðurkennum frelsi til að trúa (eða ekki að trúa, ef því er að skipta) sé grundvallaratriði, og þess vegna, algjört og takmarkalaust, þá höfnum við þeirri útvíkkun á því grundvallaratriði sem staðhæfingu um fullkomið frelsi til að framkvæma, sé einnig líka þess vegna, algjört og takmarkalaust. Við trúum að réttur einstaklings til að stunda sína eigin trú endi þar sem það byrjar að snúast um líkama annarra. Við trúum að grundvallarréttindi trúfrelsis afmarkist við þau grundvallarréttindi einstaklinga um að valda ekki öðrum líkamlegum skaða. Við trúum að eini einstaklingurinn sem hefur rétt á því að velja hvort að kynfæri þess (eða allir líkamspartar) verði afbakaðir, breytt, með ör, eða breytt með skurðaðgerð er einstaklingurinn sjálfur. Enginn annar hefur rétt á því að ákveða hvaða hlutar af typpi drengja hann má halda og hvaða hlutar eru skornir af. Við teljum það ekki róttæka eða jafnvel umdeilda afstöðu, hvað þá gyðingahatur eða rasisma gagnvart gyðingum eða múslimum. Þvert á móti, þá teljum við það einfaldlega vera frekar augljóslega í samræmi við nútíma viðhorf og grundvallar mannréttindi og mannlega reisn. Við trúum að enginn hefur rétt á því að skera hluta af typpi af ósjálfráða drengjum vegna trúarritninga, menningar, fegrunar, þæginda, samræmis, hefðar eða vafasamra og villandi réttlætinga varðandi heilbrigði og hreinlæti þegar það eru til fullkomlega árangursríkir valkostir sem ekki eru smitandi, skaðlegir, sársaukafullir eða varanlegir (bara eins og sápa og vatn og svo smokkar á fullorðinsárum).

Eftir að að hafa talið upp allt hér á undan, þá viljum við einnig að það sé vitað að við erum ekki andstæð umskurði í öllum aðstæðum. Þó við séum ekki sammála, þá styðjum við rétt manna til að velja að umskera sig fyrir hvaða ástæðu sem hann hefur þegar hann er fullorðinn og á þeim aldri að geta tekið upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Þegar hann er fær um gefa upplýst samþykki, þá samþykkjum við, á grundvelli sjálfstæðar og sjálfsákvörðunarréttar hans að breyta eigin líkama í samræmi við sína trú og gildi – hvort sem það er vegna trúar vegna uppruna eða annað. Þetta er líkami hans og ætti því að vera hans val. Við viðurkennum einnig félagslegt samhengi sem andstaða ADL samtakanna sem berjast gegn gyðingahatri og aðrar stofnanir gyðinga sem þetta frumvarp hafa vakið athygli á. Við erum fullkomlega meðvituð um sögu gyðingahaturs og ofsóknir forfeðra okkar í gegnum sögu Evrópu. Einnig viðurkennum við líka að þessar ofsóknir voru sýnilegar með banni við umskurð hjá fyrrum kynslóðum. Þegar þessi fyrri bönn voru sett á, eftir allt saman, þá voru þau hluti af skýru gyðingahatri, með aðgerðum stjórnvalda gegn gyðingum. Það er skiljanlegt, sérstaklega þar sem minningar af helförinni er enn fersk í huga okkar að nokkrir gyðingar heyri ógnandi bergmál úr svartri fortíð á sögu gyðingahaturs í Evrópu með núverandi áherslum að banna ósjálfráða umskurð. Slíkur ótti gæti jafnvel öðlast meiri staðfestingu og vægi í ljósi vaxandi þjóðernishyggju og útlendinga-og gyðingahaturs sem hefur átt sér stað beggja megin við Atlantshafnið á síðustu árum (sérstaklega síðustu tveimur árum).

En, sem gyðingar á móti ósjálfsráða umskurði, þá höfnum við kröftuglega þeirri staðhæfingu að nútíma hreyfing gegn umskurði (það ber að endurtaka, sem sækist eftir að allt bann verði sett á kynfæraskurði: Á stelpum, intersex börnum sem og drengjum) sé ekkert meira en birtingarmynd af fyrrum gyðingahatri. Reyndar misbýður okkur sú staðhæfing. Á meðan bann við umskurð frá öldum áður voru byggð á gyðingahatri en nútímahreyfing að banna ósjálfráða umskurð sem nær hámarki og endar þar að banna eingöngu ósjálfráða umskurð. Þau eru í grundvallaratriðum með mjög ólíkan uppruna því þau byggjast á heimssýn sem er í raun ólík í upphafi því þau rísa upp við ákveðna heimssýn og í raun aðskildir heimar. Fyrri bönn eiga uppruna sinn í þjóðernislegu- og trúarlegu hatri á meðan nútíma hreyfingar gegn umskurði eiga uppruna sinn um virðingu fyrir rétti yfir eigin líkama einstaklinga og þeirra heimspekilegu mótbárum gegn ofbeldi og þeim óþarfa að valda sársauka og þjáningum á ungabörnum. Fyrri bönn sóttust eftir að banna þennan forna, ósjálfráða aflimunar sið ekki vegna þess sem það gerir heldur hverjir framkvæmdu það. Nútíma hreyfing gegn umskurði sækist eftir að banna allan ósjálfráða umskurð ekki vegna þess hverjir það stunda heldur fyrir það sem það er.

Við höfnum einnig þeirri staðhæfingu um þau áhrif, jafnvel ásetningi, á fyrirhuguðu banni á ósjálfráða umskurði myndu gera gyðinga (eða múslima) óvelkomna personae noe gratae á Íslandi. Eins og Jonathan Greenblatt hjá ADL samtaka sem berst gegn gyðingahatri sagði: „Slíkt bann myndi þýða að engin gyðingafjölskylda gæti búið á Íslandi og það væri óhugsandi að samfélag gyðinga gæti haldið áfram í landi sem myndi banna brit milah“. Þessi staðhæfing fer algjörlega framhjá öllum þeim þúsundum gyðinga sem sniðganga brit milah og væru meira en til í að búa með fjölskyldu sinni – og ala upp börnin sín sem stoltir gyðingar – í landi þar sem brit milah er bannað með lögum. Hversu mörgum nýbökuðum foreldrum sem eru gyðingar hafa verið beittir þrýstingi – gegn eigin eðlishvöt sem foreldrar, gegn þeirra innsæi og gegn þeirra betri vitund – til að umskera syni sína? Við skynjum sífellt betur hversu mikill félagslegur þrýstingur á ósjálfráða umskurði nýbakaðir foreldrar verða fyrir af þeirra foreldrum, ættingum og öðrum í samfélagi þeirra sem aðallega og að lokum bera ábyrgð á því að viðhalda þessum skelfilega sið. Þversögnin er sú, í mótsögn við forsendur Jonathan Greenblatt að bann við ósjálfráða umskurði þurfi endilega að þýða endalok gyðinga á Íslandi, slíkt bann gæti jafn líklega haft öfug áhrif: innstreymi gyðinga sem myndu glaðir vilja byggja upp fjölskyldulíf sitt í landi þar sem þau eru laus við félagslegan þrýsting um að umskera börnin sín.

Það er ekkert í texta frumvarpsins sem einhver gæti réttilega dregið þá ályktun að hvatinn sé vegna gyðingahaturs (eða jafnvel hatri á Islam). Frumvarpið er lagt fram af þingmönnum Framsóknarflokksins, Vinstri grænna, Flokks fólksins og Pírata. Þó að Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins hafi verið bendlaðir við lýðskrum og áróður gegn innflytjendum, þá er frumvarpið einnig stutt af þingmönnum frá flokkum sem eru mest í tengslum við umhverfismálum, jafnrétti og frið (Vinstri grænir) og beint lýðræði (Píratar).

Þannig verður hver og einn að vega og meta alla þessa þætti og hugsanlega þýðingu á fyrirhugaðri löggjöf á móti sögulegum bakgrunn gyðingahaturs og nútíma útlendingahaturs og andúð innflytjenda með þjóðernishyggju á norðurhluta jarðar. Einnig hvort að fyrirhuguð lögggjöf eigi djúpar rætur sínar að rekja til þjóðernishyggju, útlendingahaturs og gyðingahaturs í grunninn, eins og sumir hafa sagt um hana og svipaðar löggjafir annarsstaðar, en eins og við viljum trúa, hvort sem það er, algjörlega andstæða, vegna vaxandi mannúðarsinnaðra og framsækinna hvata sem mótar hreyfinguna um ósnert kynfæri sem svo margir gyðingar eru hluti af sem eru mótfallin skilyrði um þvingaðan umskurð.

Eftir að við höfum vegið og metið alla þessa þætti, þá styðjum við þessa löggjöf algjörlega og með mikilli ákefð. Frumvarpið um bann við umskurð mun banna að skera í heilbrigð kynfæri drengja, sama hvaða persónulegar ástæður liggja að baki hjá foreldrum sem vilja að barnið sé umskorið, sama hver trú foreldra eða hvert þjóðerni þeirra er, jafnvel þó að hvati eða ástæða hjá þeim sem leggja fram frumvarpið geti verið á einhvern hátt ósanngjarn. Þetta tækifæri er of mikilvægt til að grípa það ekki. Réttur allra barna til að vera með ósnortin kynfæri er hugmyndafræði sem er komin til að vera. Fyrirhugað umskurðarbann, eins og við sjáum það, táknar þá óumflýjanlegu og óstöðvandi baráttu í þróun mannsins í átt að meiri virðingu fyrir rétti barna og einstaklinga. Í samræmi við gildi okkar sem gyðingar og hugmyndafræði tikkum olam, þá styðjum við þessar framfarir og erum stolt, sem gyðingar, að taka þátt í því.

Steinunn Ketilsdóttir og Sveinn Svavarsson sáu um þýðingu.

Hægt er að lesa greinina á ensku hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar