Hoggið þar sem hlífa skyldi

Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar fjallar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein. Hún gagnrýnir harðlega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem hún telur einfaldlega slæma pólitík.

Auglýsing

Í fréttum er það meðal ann­ars að íslenska krónan er enn og aftur að valda vanda, verð­bólgan er komin af stað og rík­is­stjórnin hefur end­ur­unnið fjár­laga­frum­varpið sitt áður en það kemur til 2. umræðu á þingi.

Við gerð fjár­mála­á­ætl­unar í vor og við fyrstu umræðu fjár­laga í sept­em­ber sl. vöruðum við í Við­reisn við því að þar réði ferð of mikil bjart­sýni varð­andi efna­hags­horfur á næst­unni. Nær væri að halda útgjalda­aukn­ingu í skefjum og beita þess í stað aga og skil­virkni til að nýta fjár­muni rík­is­ins sem best. Það er ein­fald­lega ávísun á vand­ræði ef helsti mæli­kvarði rík­is­stjórn­ar­innar á eigin störf er útgjalda­aukn­ing án nauð­syn­legar fram­tíð­ar­sýnar í hverjum mála­flokki, stefnu­mótun og for­gangs­röðun verk­efna.

Það var ekki hlustað í vor, ekki í sept­em­ber og því eru við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar nú við versn­andi horfum í rík­is­rekstri eðli­lega nið­ur­skurður útgjalda frá því frum­varpi sem kynnt var um miðjan sept­em­ber. Fjár­laga­nefnd Alþingis fékk nið­ur­skurð­ar­lista rík­is­stjórn­ar­innar afhentan fyrr í vik­unni og fjár­laga­frum­varpið fer í 2. umræðu á þingi á morgun svo breytt.

Auglýsing

Öryrkjar og aldr­að­ir, enn og aftur

Í hinum nýju til­lögum rík­is­stjórnar VG, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar má merkja rauðan þráð. Sá þráður er nið­ur­skurður í fyr­ir­hug­uðum útgjöldum til vel­ferð­ar­mála, en útgjöld til eldri borg­ara, öryrkja og heil­brigð­is­kerfis eru skorin niður um 7 millj­arða kr. frá 1. umræðu til 2. umræðu fjár­laga.

Óvið­un­andi staða hvað varðar fram­boð hjúkr­un­ar­rýma er ekki best geymda leynd­ar­mál lands­ins. Land­læknir hefur bent á að það vanti um 25% upp á að þær kröfur sem ríkið geri til rekstr­ar­að­ila séu fjár­magn­að­ar. Þetta þýðir á manna­máli að ríkið borgar ekki raun­virði fyrir þjón­ustu sem kraf­ist er af þeim sem reka hjúkr­un­ar­heim­ili í dag. Afleið­ingin er t.d. sú að flest sveit­ar­fé­lög reka hjúkr­un­ar­heim­ili fyrir íbúa sína með bull­andi halla og þurfa að greiða með rekstr­inum með því að taka fjár­muni af öðrum verk­efn­um.

Þá eru nýjar upp­lýs­ingar um bið eftir var­an­legri búsetu í hjúkr­un­ar­rýmum veru­legt áhyggju­efni. Á fyrsta ári boð­aðrar stór­sóknar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hefur fjölgað á biðlistum um 20%. Og nú á að skera fjár­magn til upp­bygg­ingar og end­ur­bóta á hjúkr­un­ar­rýmum fyrir aldr­aða niður um millj­arð í nýju til­lög­un­um.

Fram­lög til öryrkja áttu að aukast um 4 millj­arða kr. sam­kvæmt frum­varp­inu frá því um miðjan sept­em­ber. Til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar nú eru að skera 1,1 millj­arð kr. af þeirri aukn­ingu. Helstu rökin virð­ast þau að vel­ferð­ar­ráð­herra var ekki til­bú­inn með áætlun og öryrkjar lágu því vel við nið­ur­skurð­ar­hnífn­um. Það er synd því eins og margoft hefur komið fram, hafa öryrkjar sjálfir mjög skýra mynd af því í hvað þeir hefðu viljað verja þessum fjár­mun­um.

Fram­lög til nýrrar með­ferð­ar­bygg­ingar Land­spít­al­ans eru skorin niður um 2, 5 millj­arða kr. Þeirri ráð­stöfun fylgir áfram­hald­andi óhag­ræði í rekstri og fram­leng­ing á óvið­un­andi aðstöðu fyrir jafnt sjúk­linga sem starfs­fólk.

Síð­ast en ekki síst liggur nú fyrir að rík­is­stjórnin ætlar ekki að gera neitt til að bæta öldruðum og öryrkjum það upp gangi spár um aukna verð­bólgu eftir á næsta ári. Það mun að óbreyttu leiða til veru­legra kjara­skerð­inga fyrir þessa hópa.

Valtað yfir fjár­laga­nefnd

Það er rétt að halda því til haga að minni hækkun rík­is­út­gjalda en fyr­ir­huguð var, er ekki nið­ur­skurður rík­is­út­gjalda frá núgild­andi fjár­lög­um. Það er heldur ekki óeðli­legt að stigið sé á brems­una við núver­andi aðstæður og horfur í efna­hags­málum í ljósi þess hversu óvar­lega var farið í fyrstu umferð. Það eru hins vegar vinnu­brögðin sem eru veru­lega gagn­rýni­verð. Þetta er ein­fald­lega vond póli­tík.

Rík­is­stjórn VG, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar bítur svo höf­uðið af skömminni með því að svara ekki sjálf fyrir þessar nið­ur­skurð­ar­til­lög­ur, heldur varpar þeim yfir á fjár­laga­nefnd Alþing­is. Nefndin hefur setið í tvo mán­uði í umræðu um fjár­lög en er síðan gert að kyngja breyt­ing­ar­til­lögum rík­is­stjórn­ar­innar með litlum sem engum fyr­ir­vara. Þetta er ein­fald­lega aðför að sjálf­stæði nefnd­ar­innar og það er erfitt að ímynda sér að nefnd­ar­menn, hvort sem um er að ræða stjórn­ar­þing­menn eða þing­menn stjórn­ar­and­stöðu, séu hressir með þennan yfir­gang.

Von­andi hefur nefndin nýtt þó sér þá klukku­tíma sem hún fékk til að smíða til­lögur sem byggja á öðru en því að nið­ur­skurð­ar­hníf­ur­inn renni auð­veld­ast í gegnum mála­flokka öryrkja og aldr­aðra. Það er hins vegar borin von að rík­is­stjórn­ar­hluta fjár­laga­nefndar þyki það góð hug­mynd að aft­ur­kalla fyr­ir­hug­aða lækkun rík­is­stjórn­ar­innar á veiði­gjöldum til að koma í veg fyrir nið­ur­skurð hjá öldruðum og öryrkj­um.

Það má þó láta sig dreyma.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar