Sigur Búsáhaldabyltingar - Hvers vegna?

Svanur Kristjánsson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, hvetur Íslendinga til að vera áfram reiða yfir manngerðu óréttlæti en gera einnig kröfu til hvers og eins um að hafa á sjálfum sér gát.

Auglýsing

Hrunið 2008 kom yfir íslenska þjóð eins og þruma úr lofti á heið­skírum sum­ar­degi. Fáeinir „úr­tölu­menn” höfðu að vísu allt frá árinu 2006 varað við yfir­vof­andi falli íslensku bank­anna og íslenska fjár­mála­kerf­is­ins í heild. Íslenskir ráða­menn og sér­fræð­ingar vís­uðu þessum spá­dómum á bug. Útlend­ingar væru ein­fald­lega öfund­sjúkir yfir hinu ein­stæða afreki Íslend­inga að vekja í genum vík­inga­þjóð­ar­innar útrásar­eðlið af margra alda dvala og hasla sér völl í hörðum heimi alþjóð­legra fjár­mála og við­skipta­lífs.

Í huga þorra Íslend­inga afhjúpaði Hrunið bitran sann­leika um eigið þjóð­fé­lag: Hrunið var heima­til­bú­ið. Heimskreppa eða styrj­aldir voru þar ekki orsaka­vald­ar. Land­inu hafði lengi ekki verið stjórnað í þágu almenn­ings. Leið­ar­ljós íslenskra ráða­manna voru sér­hags­munir hinna ríku og vold­ugu. Spill­ing, van­hæfni, fúsk og frænd­hygli stjórn­aði gerðum valda­fólks í stjórn­mál­um, fjár­mála­kerfi og opin­berum eft­ir­lits­stofn­un­um. (Sak­næmt athæfi kom einnig við sögu. Þannig dæmdi Lands­réttur þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra fyrir van­rækslu í starfi á grund­velli 17. gr. í stjórn­ar­skrá. Dóm­stólar hafa dæmt 40 eig­end­ur, æðstu stjórn­endur og starfs­fólk fjár­mála­stofn­ana og fyr­ir­tækja vegna efna­hags­brota í aðdrag­anda Hruns­ins. Sam­an­lagðar refs­ingar þeirra sem hafa verið sak­fellt nema heilli öld).

Hin sig­ur­sæla Bús­á­halda­bylt­ing

Meg­in­ein­kenni íslenskra íslenskrar lýð­ræð­is­þró­unar lík­ist íslensku veð­ur­lagi. Þar skipt­ast á fal­legir sól­skins­dagar og djúpar lægð­ir. Á stundum er mjög öflug og hröð lýð­ræð­is­þró­un. Þannig efldist lýð­ræðið mjög um og eftir alda­mótin 1900 – ekki síst fyrir til­stuðlan áhrifa­mik­illar kvenna­hreyf­ingar með stuðn­ingi margra valda­karla. Við­brögð karl­veld­is­ins við fram­gangi beins lýð­ræðis og auk­inna kven­rétt­inda var siðan að þrengja að lýð­ræð­inu í land­inu m.a. með því að binda kosn­inga­rétt kvenna við 40 ára sem skyldi lækka um eitt ár á hverju ári. Kosn­inga­réttur karla var 25 ár. Við full­veld­is­töku og Sam­bands­lög 1918 neydd­ust íslenskir vald­hafar til að færa kosn­inga­rétt kvenna til sam­ræmis við kosn­inga­rétt þeirra í Dan­mörku - 25 ár).

Auglýsing
Hrunið 2008 var vitn­is­burður um öng­stræti íslensks lýð­ræð­is. Þjóðin sá að vald­hafar rufu ein­hliða hinn helga sátt­mála um sam­fé­lag þar sem trún­að­ar­sam­band á að ríkja milli vald­hafa og fólks­ins. Vald­hafar fá tíma­bundið umboð frá fólk­inu til að stjórna land­inu og er treyst til að stjórna í almanna­þágu. Eftir Hrunið ríkti kreppa lýð­ræðis í land­in­u. Um 70% Íslend­inga töldu sam­kvæmt könn­unum að stjórn­mála­menn­irnir væru spillt­ir. Í land­inu ríkti almenn reiði, jafn­vel hat­ur, og van­traust í garð ráða­manna og stofn­ana sam­fé­lags­ins. Fljót­lega hófust fjöl­menn mót­mæli í land­inu sem fengu sam­eig­in­legt heiti „Bús­á­halda­bylt­ing­in.” Kjarni mót­mæl­anna voru úti­fundir hvern laug­ar­dag á Aust­ur­velli undir stjórn aðgerð­ar­lista­manns­ins Harðar Torfa­sonar – sá fyrsti 11. októ­ber 2008 en hinn síð­asti 14. mars 2009. Hver og einn ein­asti fundur ein­kennd­ist af þeirri trú að vald­hafar hefðu með gerðum sínum fyr­ir­gert rétti sínum til að stjórna og ættu að víkja hvort sem væri í rík­is­stjórn, Alþingi eða Seðla­banka Íslands. Full­veld­is­rétt­ur­inn væri hjá þjóð­inni sem nú aft­ur­kall­aði umboð ráða­manna. Vald­hafa skyldu víkja og ný rík­is­stjórn taka við. Síðan yrði boðað til nýrra þing­kosn­inga eins skjótt og auðið væri.

Allar kröfur Bús­á­halda­bylt­ing­ar­innar náðu fram að ganga. Rík­is­stjórnin var neydd til að fara frá og ný rík­is­stjórn undir for­ystu Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur tók við en Jóhanna naut þá mik­ils traust almenn­ings sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum rétt eins og nýr fjár­mála­ráð­herra Stein­grímur J. Sig­fús­son. Aðal­banka­stjóra Seðla­bank­ans var sagt upp störf­um. Alþing­is­kosn­ingar haldnar um vor­ið. Eftir Hrun íslenska lýð­veld­is­ins uxu sprotar end­ur­nýj­unar lýð­ræð­is. Bús­á­halda­bylt­ingin var því sig­ur­sæl en spurn­ingin er: Hvaða bar­áttu­að­ferðir útskýra vel­heppnuð mót­mæl­in? Svarið er m.a. í for­ystu aðgerða­lista­manns­ins Harðar Torfa­son­ar.

Aðgerða­lista­mað­ur­inn Hörður Torfa­son

Nýlega kom út bókin „Bylt­ing – Sagan sem breytti Íslandi” eftir Hörð Torfa­son. Þar lýsir Hörður frá sínu sjón­ar­horni Bús­á­halda­bylt­ing­unni og byggir þar mikið á dag­bókum sem hann hélt á tímum mót­mæl­anna.

Bókin hefst reyndar á stuttri en hnit­mið­aðri frá­sögn af ævi og reynslu höf­und­ar. Hörður var einn fyrstur Íslend­inga á síð­ari árum til að opin­bera sam­kyn­hneigð sína. Á Íslandi var óbæri­legt að vera og hann flýr til Kaup­manna­hafn­ar. „Of­sótt­ur, land­laus, eigna­laus og skuld­ug­ur. Mér fannst ég bæði hafa mis­tekið mig í líf­inu og vera gróf­lega mis­not­aður og svik­inn. Samt leit ég aldrei á mig sem eitt­hvert fórn­ar­lamb. Það hvarfl­aði aldrei að mér að kenna öðrum um.” (Bls. 14).

Hörður ákveður að svipta sig lífi en hættir við á síð­ustu stundu:

„Það fauk í mig að hugsa til þess að ég hafði ætlað að gef­ast upp. Höfnun er eitt það erf­ið­asta sem mann­eskja upp­lifir en ekki óyf­ir­stíg­an­leg. Fram til þessa hafði ég unnið gegn henni með list­sköp­un. Öll sú sköpun mín var nauð­syn­leg æfing fyrir þetta áfall.

Þarna hóf ég, ansi reik­ull í fyrstu, að leggja grunn að því að verða aðgerða­lista­maður sem beitti list­rænum aðferðum í rétt­inda­bar­áttu. Halda minni stefnu ákveð­inn og fastur fyr­ir”. (bls. 15).

Ára­tugum saman beitti söngvaskáldið Hörður Torfa­son list­rænum hæfi­leikum í bar­áttu sam­kyn­hneigðra og allra ann­arra sem sem ofsóttir voru, nið­ur­lægðir og hrakyrt­ir. Söngv­arnir voru per­sónu­legir og sögðu oft bitran sann­leika um óvild og hat­ur. Und­ir­tón­inn er samt ætíð kær­leikur og ást. Trúin á að vonin og lífið sigri að lokum í sam­fé­lag­inu rétt eins og hann sjálfur sigr­aði myrkrið í eigin lífi með að axla ábyrgð á sjálfum sér.

Auglýsing
Lífsleikni Harðar Torfa­sonar varð upp­skrift að sig­ur­sælum mót­mælum Búá­halda­bylt­ing­ar­innar sem varð nán­ast að list­rænum við­burð­um. Á Aust­ur­valla­fund­unum ríkti frjósöm reiði fjöld­ans sem birt­ist m.a. í mál­efna­legum snjöllum ræðum karla og kvenna. Ætíð var tón­list og síðan tók við takt­fastur hljómur potta og panna sem var í senn kveðju­lag til gamla Íslands og hvatn­ing til nýrra tíma, nýs lýð­veldis á Íslandi. Ávallt voru mót­mælin frið­söm. Þegar hætta skap­að­ist á beinum árásum á Alþing­is­húsið skip­uðu mót­mæl­endur sér - merktir í gult - til varnar lög­regl­unni og þing­hús­inu. Á hverjum fundi kall­aði Hörður til fólks­ins m.a. „Viljum við frið­söm mót­mæli ?” Svar fólks­ins var ætíð ját­andi – og við það var stað­ið.

Að hafa gát á sjálfum sér

Eitt er að axla þá skyldu hvers og eins að berj­ast gegn mann­gerðu órétt­læti, kúgun og ofbeldi en allt annað að svara rangs­leitni með stjórn­lausri reiði og hatri. Bús­á­halda­bylt­ingin beindi reiði fjöld­ans í frið­saman far­veg. Höfð voru að leið­ar­ljósi hug­sjónin sem Hörður Torfa­son stóð fyr­ir:

„ALDREI AÐ GLEYMA KÆR­LEIK­ANUM OG ÁST­INNI” (bls. 146).

Í Bús­á­halda­bylt­ing­unni gerðu mót­mæl­endur vissu­lega kröfur um að van­hæfir vald­hafar vikju til hliðar og nýir tækju við. En mót­mæl­endur gerðu und­an­tekn­inga­lítið einnig kröfur til sjálfs síns: Að mót­mæla með frið­sam­legum hætti; láta ekki hatur og óvild ráða orðum sínum og gerð­um; að hafa gát á sjálfum sér.

Á árunum eftir Hrun stofn­aði and­ófs­fólk Borg­ara­hreyf­ing­una sem bauð fram í kosn­ingum 2009 og fékk rúm­lega 7% og fjóra þing­menn. Mar­grét Tryggva­dótt­ir, þing­kona hreyf­ing­ar­inn­ar, hefur í bók sinni Úti­stöður lýst því þegar „reið­asta fólkið á Íslandi stofnar stjórn­mála­flokk”. Fljót­lega leyst­ist hreyf­ingin upp í frumparta í hatrömmum inn­an­flokksá­tök­um, gagn­kvæmum svika­brigslum og per­sónu­legri óvild. Annað afsprengi Hruns og Bús­á­halda­bylt­ing­ar, Pírat­ar, standa nú á tíma­mótum vegna inn­an­flokks­vanda sem Hall­dór Auðar Svans­son, fyrrum borg­ar­full­trúi flokks­ins lýs­ir:

„Nið­ur­staðan er að rót vand­ans má rekja til þess að menn­ing flokks­ins gengur bein­línis út á að vægð­ar­laus gagn­rýni er dyggð, og þar megi síst af öllu und­an­skilja flokks­fé­laga, þar sem við viljum jú ekki vera hræsnar­ar. Hegðun sem gengur út á tor­tryggni og hörku er verð­launuð og henni hampað – á meðan til­burðir til að draga heil­brigð mörk í sam­skiptum og byggja brýr eru skotnar nið­ur.”

Bókin „Bylt­ing – Sagan sem breytti Íslandi” eftir Hörð Torfa­son er nefni­lega skyldu­lesn­ing fyrir Pírata (já það þarf einnig að lesa bækur til að dýpka skiln­ing á líf­inu og ver­öld­inni) sem og okkur öll: Að sýna kær­leika og ást eins og við megnum í öllum aðstæð­um. Rétt­látur mál­staður rétt­lætir ekki hat­ur, óvild eða per­sónu­legt stjórn­leysi í sam­skiptum við aðra. Verum áfram reið yfir mann­gerðu órétt­læti en gerum einnig kröfu til hvers og eins um að hafa á sjálfum okkur gát.

Heim­ild­ir:

„Dæmd til einnar aldar í fang­elsi”. Ruv.is 7. okt. 2017

Þórður Snær Júl­í­us­son. 2018. Kaupt­hink­ing – Bank­inn sem átti sig sjálf­ur.

Hörður Torfa­son. 2018. Bylt­ing – Sagan sem breytti Íslandi.

Mar­grét Tryggva­dótt­ir. 2014. Úti­stöð­ur.

Höf­undur er ­pró­fessor emeritus í stjórn­mála­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar