Hvernig kostnaði við einkavæðingu er velt á bankagjaldkera

Konur á tiltölulega lágum launum í bankakerfinu, hafa fengið að finna fyrir miklu óréttlæti sem má rekja til einkavæðingar bankanna.

Auglýsing

Hlut­falls­deild Líf­eyr­is­sjóðs banka­manna hefur stefnt rík­is­sjóði  og þeim fyr­ir­tækjum sem sjóðs­fé­lagar vinna hjá vegna þess tjóns sem deildin og sjóðs­fé­lagar hafa orðið fyrir vegna ófull­nægj­andi upp­gjörs á skuld­bind­ingum með til­heyr­andi skerð­ingum rétt­inda og líf­eyr­ir­s­greiðslna til sjóð­fé­laga. Þegar  minnst er á banka­menn kemur mörgum í hug ofur­laun og bónus­ar, en sú mynd á alls ekki við það fólk sem þessi þróun bitnar á. Stærstur hluti þeirra er konur á til­tölu­lega lágum laun­um. Stærstur hluti þeirra félags­manna Hlut­falls­deildar sem hefur orðið fyrir skerð­ingum hefur unnið eða vinnur í Lands­bank­anum og því er ekki úr vegi að fara yfir þessa þróun með augum hinnar dæmi­gerðu konu sem vinnur eða hefur unnið í Lands­bank­an­um.

Hlut­falls­deildin er ekki fjöl­menn. Í lok árs­ins 2017 voru líf­eyr­is­þegar 999 þar af 691 kona. Með­al­aldur líf­eyr­is­þega var 74 ár og með­al­laun 200.595 kr. Greið­andi sjóð­fé­lagar voru 155 þar af 128 kon­ur. Með­al­aldur greið­andi sjóð­fé­laga var 60 ár og með­al­tal mán­að­ar­rétt­inda til líf­eyris 297.882 kr. Allir sjá að þarna er alls ekki um hálauna­hóp að ræða. Aðild­ar­fyr­ir­tæki sjóðs­ins eru: Lands­bank­inn hf., Seðla­banki Íslands, Valitor hf., Reikni­stofa bank­anna hf., Sam­tök starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja og Rík­is­sjóð­ur.

Upp­hafið

Sagan byrj­aði þannig að rétt fyrir alda­mót ákvað íslenska ríkið að breyta Lands­banka Íslands sem þá var rík­is­banki í hluta­fé­lag og einka­væða hann (Lands­banki Íslands hf. fór á haus­inn í hrun­in­u). Vegna þessa vildi ríkið losna við óvissa skuld­bind­ingu úr bókum bank­ans og dótt­ur­fé­laga hans en um 75% af líf­eyr­is­skuld­bind­ingum banka­manna mátti rekja til Lands­banka Íslands hf. Mark­miðið með þessum aðgerðum var að fá hærra verð fyrir bank­ann við einka­væð­ingu hans rétt eftir síð­ustu alda­mót.

Auglýsing

Sam­komu­lag náð­ist um afnám ábyrgðar á líf­eyr­is­skuld­bind­ingum og var yfir­lýst mark­mið þess að þáver­andi sjóð­fé­lagar skyldu vera jafn­settir og var áður en ábyrgðin var afnum­in. Líf­eyr­is­kjör þáver­andi sjóð­fé­laga áttu þannig að vera jafn­trygg eins og ábyrgð aðild­ar­fé­lag­anna og rík­is­sjóðs stæðu að baki þeim. Á móti kom gagn­gjald í tvenns konar formi. Ann­ars vegar greiðsla inn í sjóð­inn vegna reikn­aðs mis­munar eigna og skuld­bind­inga hlut­falls­deildar vegna þegar áfall­inna skuld­bind­inga og hins vegar í formi hærra hlut­falls líf­eyr­is­ið­gjalds, 14,4%, til að mæta skuld­bind­ingum vegna fram­tíð­ar­rétt­inda þáver­andi sjóð­fé­laga, en hlut­fallið var áður 8%. Stofnuð var sér­stök deild, Hlut­falls­deild, innan Lífs­eyr­is­sjóðs banka­manna um þessi rétt­indi sem upp­gjörið varð­aði og var hún lokuð fyrir nýjum sjóð­fé­lög­um.

Þetta sam­komu­lag skipti auð­vitað veru­legu máli fyrir hags­muni ein­stak­linga og segja má að öll áhætta á efndum þess hafi verið lögð á sjóð­inn og þar með einnig á við­kom­andi ein­stak­linga. Sam­komu­lagið var flók­ið, sner­ist afnám ábyrgðar á líf­eyr­is­skuld­bind­ingum og byggði á ára­tuga fram­tíð­ar­mati til­tek­inna for­sendna.

For­sendur stóð­ust ekki

Fljót­lega kom í ljós að þróun mála hafði í veru­legum mæli vikið frá þeim for­sendum sem sam­komu­lagið byggði á. Það leiddi til þess að gert var sér­stakt við­bót­ar­sam­komu­lag árið 2006 til að mæta frá­vikum vegna launa­þró­un­ar, en laun innan banka­kerf­is­ins höfðu hækkað veru­lega meira en sam­komu­lagið gerði ráð fyr­ir.

Þrátt fyrir það sam­komu­lag hafa mál haldið áfram að þró­ast á verri veg, aðal­lega vegna þess að lífs­eyr­is­taka hefur á seinni árum haf­ist fyrr en for­sendur gerðu ráð fyrir sem veldur því að iðgjöld eru greidd í styttri tíma og líf­eyrir greiddur leng­ur. Vegna þess að mark­mið sam­komu­lags­ins frá 2006 hafa ekki náðst hefur nú þegar þurft að skerða rétt­indi sjóð­fé­laga um tæp 10% og ljóst að skerða þarf þau enn frekar ef sam­komu­lag­inu fæst ekki breytt.  Af þessu er ljóst að verð­mæti þess end­ur­gjalds sem sjóð­ur­inn hlaut við gerð sam­komu­lags­ins ekki verið í sam­ræmi við það sem aðilar stefndu að.

Mat á tjóni

Eftir mikil japl, jaml og fuður tókst hlut­falls­deild að fá fram mat frá dómskvöddum mats­manni um stöðu deild­ar­inn­ar. Nið­ur­staða þeirrar mats­gerðar er sú að fyr­ir­tækin sem standa að sjóðnum hefðu miðað við verð­lag árs­ins 1997 átt að greiða rúm­lega 7,5 millj­arða kr. fyrir áfallnar skuld­bind­ingar en greiddu um 6,1 millj­arð kr. Þá hefði nauð­syn­legt heild­ar­ið­gjald til að mæta kostn­aði við líf­eyr­is­skuld­bind­ingar þurft að vera 20,63% í stað 18,4%.

Miðað við þessa mats­gerð er nið­ur­staðan nokkuð skýr. Sam­komu­lagið frá 1997 um upp­gjör ábyrgðar skuld­bind­ingum hallar á sjóð­fé­laga um sem nemur 5,4 millj­arða króna á verð­lagi í árs­lok 2015 miðað við breyt­ingu á verð­lagi. Miðað við þróun launa hefur hallað á sjóð­fé­laga sem nemur 8,3 millj­örðum króna. Dóms­málið sem nú er í gangi gengur út á að leið­rétta þennan mis­mun gagn­vart sjóðn­um, en aðild­ar­fyr­ir­tæki sjóðs­ins og rík­is­sjóður hafa ítrekað neitað að ganga til samn­inga á grund­velli mats­ins.

Hvað er að?

Hlut­falls­deild telur að sam­komu­lagið frá 1997 hafi verið ósann­gjarnt þegar það var gert og því beri að breyta þannig að beitt sé sann­girn­is­mæli­kvarða til þess að fá fram þá nið­ur­stöðu sem aug­ljós­lega  var stefnt að, þ.e. að líf­eyr­is­rétt­indum sjóð­fé­laga yrði ekki stefnt í hættu.

Sam­komu­lagið var þannig úr garði gert að stór hluti ávinn­ings til t.d. Lands­banka Íslands hf. og rík­is­sjóðs kom til strax, þ.e. afnám ábyrgðar á líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um. Verð­mæti gagn­gjalds­ins til sjóð­fé­laga var hins vegar háð óvissu. Þrátt fyrir að sjóð­fé­lagar hafi fengið ein­greiðslu vegna upp­gjörs ábyrgðar og iðgjalda­greiðslur hafi verið hækk­aðar vegna fram­tíð­ar­rétt­inda, þá báru sjóð­ur­inn og sjóð­fé­lagar ein­hliða áhættu til ára­tuga af þróun líf­eyr­is­skuld­bind­inga og ann­arra for­sendna sem sam­komu­lagið byggði á.

Það er almenn skoðun meðal sjóð­fé­laga að verð­mæti end­ur­gjalds hafi verið ósann­gjarnt gagn­vart sér og einnig sú ein­hliða áhætta sem þeir tók­ust á hendur vegna end­ur­gjalds­ins. Þannig hafi efni sam­komu­lags­ins verið óeðli­lega hag­stætt aðild­ar­fyr­ir­tækjum sjóðs­ins. Þá telur sjóð­ur­inn að það hafi verið ósann­gjarnt að láta hann og sjóð­fé­laga eina bera áhættu af sam­komu­lagi sem gert var fyrir til­stuðlan og vegna hags­muna íslenska rík­is­ins og Lands­banka Íslands hf. Þá telur sjóð­ur­inn að það hafi verið sér­stak­lega ósann­gjarnt að setja alla áhættu á fullum efndum sam­komu­lags­ins á hlut­falls­deild og sjóð­fé­laga, enda ljóst að erfitt yrði að bregð­ast við breyt­ingum á for­send­um.

Eftir að bætt var úr for­sendu­bresti vegna launa­þró­unar með við­bót­ar­sam­komu­lag­inu árið 2006, þá hefur skipt mestu um frá­vik frá sam­komu­lag­inu að líf­eyr­is­taka hefur haf­ist fyrr en for­sendur gerðu ráð fyrir sem veldur því að iðgjöld eru greidd í styttri tíma og líf­eyrir greiddur leng­ur. Þá hefur nýt­ing á sk. 95 ára reglu verið mun meiri en reiknað var með í sam­komu­lag­inu. Hins vegar hefur ávöxtun fjár­muna sjóðs­ins verið yfir við­miði sam­komu­lags­ins en það er sá þáttur sem sjóð­ur­inn getur haft mest áhrif á. Þannig hefur grund­völlur sam­komu­lags­ins raskast til tjóns fyrir sjóð­fé­laga - þrátt fyrir góða ávöxtun eigna á tíma­bil­inu.

Tekið á hópum með mis­mun­andi hætti

Gjald­ker­arnir úr Lands­bank­anum fá hins vegar ekki sömu með­ferð og ýmsir aðrir starfs­menn sem unnu hjá rík­inu á sínum tíma. Eitt dæmi um það er að við banka­hrunið í októ­ber 2008, þegar Lands­bank­inn hf. tók yfir inn­lenda starf­semi Lands­banka Íslands hf. sem fór á hausinn, tók íslenska ríkið á sig ábyrgð á greiðslum líf­eyr­irs­skuld­bind­inga bank­ans til fyrr­ver­andi æðstu starfs­manna bank­ans og maka þeirra. Þá lítur það óneit­an­lega skringi­lega út í ljósi jafn­ræð­is­reglu 65. gr. stjórn­ar­skrár­innar og líf­eyr­is­réttar skv. 76. gr. stjórn­ar­skrár­innar að íslenska ríkið skuli neita að taka ábyrgð á líf­eyr­is­skuld­bind­ingum þess­ara fyrrum starfs­manna sinna sem voru banka­gjald­kerar í ljósi samn­inga rík­is­ins við aðra hópa um svipuð mál.  Í lok árs­ins 2016 var gert sam­komu­lag við Banda­lag háskóla­manna, BSRB og Kenn­ara­sam­band Íslands um Líf­eyr­irs­sjóð starfs­manna rík­is­ins (LSR) þar sem fram­kvæmt var upp­gjör á ábyrgð ríkis­ins gagn­vart LSR með ein­greiðslu upp á rúma 100 millj­arða króna auk fram­lags í sér­stakan var­úð­ar­sjóð ef for­sendur myndu ekki ganga eft­ir. Einnig skuld­batt íslenska ríkið sig til við­ræðna um frek­ari fram­lög til LSR, ef nið­ur­staða síð­ari útreikn­inga sýndi fram á frek­ari fjár­þörf LSR.

Með þessum hætti hafa banka­gjald­kerar í raun þurft að bjóða fram sín breiðu bök til þess að bera byrðar af hluta­fé­laga­væð­ingu, einka­væð­ingu og gjald­þroti Lands­banka Íslands hf. á meðan full ábyrgð er tryggð gagn­vart skuld­bind­ingum æðstu starfs­manna bank­ans og full rétt­indi ann­arra rík­is­starfs­manna tryggð. Það á greini­lega ekki það sama við um Jón og séra Jón.

Ari Skúla­son er for­maður stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs banka­manna og hag­fræð­ingur í Hag­fræði­deild Lands­bank­ans.

Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar