Íslenska lífeyrisundrið

Auglýsing

Þegar lög um skyldu­trygg­ingar líf­eyr­is­rétt­inda frá árinu 1997 voru sam­þykkt áttu þau að tryggja líf­eyr­is­rétt­indi sem námu 56% af með­al­launum yfir starfsæv­ina miðað við 10% iðgjald í 40 ár. Síðan þá hefur örorku­byrði sjóð­anna, sem og lífald­ur, hækkað sem varð til þess að iðgjöld voru hækkuð árið 2006 í 12% til að standa undir sama lof­orði. Á árunum 2016 til 2018 var iðgjaldið hækkað um 3,5% og er í dag 15,5% af öllum laun­um.

Það skal tekið fram að ein­göngu er fjallað um hug­mynda­fræð­ina eða rétt­inda­á­vinnsl­una en ekki fjár­fest­inga­sögu sjóð­anna, rekstr­ar­kostnað og raun­veru­lega getu þeirra til að ávaxta sig með þeim hætti sem þeir gera, sem gefur hið end­an­lega svar um hvað við fáum í líf­eyri eftir að vinnu­skyldu lýk­ur.

Rétt­indi okkar í sjóð­unum eru reiknuð út miðað við 40 ára inn­greiðslu en stað­reyndin er sú að starfsævi á Íslandi er að með­al­tali 11 árum lengri en Evr­ópu­búa. Þannig greiðum við mun lengur í líf­eyr­is­sjóði eða frá 16 til allt að 70 ára. Miðað við 50 ára inn­greiðslu og sömu útreikn­inga og líf­eyr­is­sjóð­irnir sjálfir nota breyt­ist staðan mik­ið.

Auglýsing

Upp­reiknað út frá með­al­tekjum félags­manna VR frá 16 til 67 ára.

Við­bót­ar­fram­lag í sér­eigna­sjóð er í dag 2 til 4% frá launa­fólki og 2% frá atvinnu­rek­end­um. Þessi við­bót gefur um 18,6% til 28% rétt­indi ef reiknað er á sama grunni og gert er með sam­trygg­ing­ar­kerfi líf­eyr­is­sjóð­anna.

15,5% iðgjald gefur 76% með­al­laun í líf­eyr­is­rétt­indi miðað við 40 ára inn­greiðslu.

15,5% iðgjald með 4% sér­eign gefur 94,6% með­al­laun í líf­eyr­is­rétt­indi miðað við 40 ára inn­greiðslu.

15,5% iðgjald með 6% sér­eign gefur 104% með­al­laun í líf­eyr­is­rétt­indi miðað við 40 ára inn­greiðslu.

Greiðslur í líf­eyr­is­sjóði geta því verið allt að 21,5% af launum alla starfsæv­ina.

Raunin er sú að launa­fólk er lengur á vinnu­mark­aði en í 40 ár og því eru rétt­indi í raun hærri, auk þess sem margir líf­eyr­is­sjóðir eru með hærri rétt­indi en lág­markið sem samið er um.

Miðað við 15,5% fram­lag og inn­greiðslur frá 16 ára til 67 ára er sjóðs­fé­lagi í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna að vinna sér inn 105,1% líf­eyr­is­rétt­indi af með­al­ævi­tekj­um.

15,5% iðgjald með 6% sér­eign gefur 160,6% með­al­laun í líf­eyr­is­rétt­indi miðað við 50 ára inn­greiðslu­tíma.

Nið­ur­staðan er því sú að þegar líf­eyr­is­rétt­indi eru reiknuð yfir 100% af með­al­ævi­tekjum bendir það til þess að kerfið sé offjár­magn­að.

Mun sjóð­unum takast að greiða hærri með­al­ævi­tekjur í líf­eyri? Hljómar of gott til að vera satt.

Stað­reyndin er sú að allar líkur eru á að sjóð­unum tak­ist ekki að standa við gefin lof­orð um hlut­fall af ævi­tekj­um. Fyrst ber að nefna mark­aðs­á­hættu sjóð­anna sem er í ein­földu máli sú að sjóð­irnir geta í dag staðið undir líf­eyr­is­greiðslum með iðgjöldum og þurfa því ekki að selja eign­ir.

Mark­aðs­á­hættan mun því koma fram af fullum þunga þegar kerfið er full­þroskað og sjóð­irnir þurfa að selja eignir til að standa undir greiðsl­um. Hvaða áhrif munu nið­ur­sveiflur hafa á líf­eyr­is­kerfið frá þeim tíma­punkti þegar sjóð­irnir þurfa að losa eignir í fram­tíð­ar­inni?

Einnig er sjóð­söfn­un­ar­kerfið í eðli sínu við­kvæmt. Það tekur heila starfsævi að byggja upp rétt­indi í umhverfi þar sem mark­aðir taka dýfu á 6 til 8 ára fresti og alvar­legar fjár­málakreppur eru í sögu­legu sam­hengi 4 til 5 sinnum yfir starfsæv­ina. Nú svo ef ein­hver ein­ræð­is­herr­ann fer öfugu megin fram úr ein­hvern morg­un­inn eða eitt­hvert stór­veldið vill kom­ast í frek­ari álnir í fjar­lægum lönd­um, sem gæti leitt af sér heims­á­tök, er ljóst að sjóð­söfn­un­ar­kerfi heims­ins getur hrun­ið.

Einnig má benda á stærð kerf­is­ins og áhrif þess á hag­kerfið og lífs­kjör almennt en heild­ar­eignir sjóð­anna í sept­em­ber 2018 námu 4.217 millj­örðum króna. Þar af voru inn­lendar eignir 3.112 millj­arðar króna. Við útreikn­ing á trygg­inga­fræði­legri stöðu líf­eyr­is­sjóða er gert ráð fyrir að ávöxtun í fram­tíð­inni þurfi að vera 3,5% plús hækkun á verð­lagi. Þetta þýðir að líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa að ná að lág­marki 3,5% ávöxtun til að geta staðið við sín lof­orð um greiðslu líf­eyr­is. Þessi ávöxt­un­ar­krafa líf­eyr­is­sjóð­anna gerir kröfu að íslenskt sam­fé­lag greiði að lág­marki 109 millj­arða króna á ári til sjóð­anna í formi hárra verð­tryggðra hús­næð­is­vaxta og mik­illar arð­sem­is­kröfu á inn­lendu verð­bréfa­safni sem aftur þrýstir niður kaup­gjaldi og heldur álagn­ingu uppi.

Þessi mikla og háa arð­sem­is­krafa skerðir því sann­an­lega lífs­kjörin sem verka­lýðs­hreyf­ingin er alltaf að reyna að hífa upp en vextir eru um 300% hærri á Íslandi miðað við Norð­ur­löndin og verð­munur á nauð­synja­vörum og húsa­leigu eru vart sam­an­burð­ar­hæf­ur. Verka­lýðs­hreyf­ingin er því miður oft í mót­sögn við sjálfa sig þar sem margir af hátt­settum verka­lýðs­for­ingjum hreyf­ing­ar­innar sitja báðum megin borðs, í stjórnum líf­eyr­is­sjóða og sem for­ystu­menn verka­lýðs­fé­laga og þekkj­ast oft á því að lítið sem ekk­ert heyr­ist frá þeim í umræð­unni þegar kemur að kerf­is­breyt­ing­um, nema þá til að verja núver­andi fyr­ir­komu­lag.

Einnig geta sjóð­irnir ekki komið að inn­viða­upp­bygg­ingu með hóf­samri ávöxt­un­ar­kröfu heldur eru þeir í eðli sínu mjög áhættu­sæknir til að hámarka arð. Það er því líka ákveðin mót­sögn í lögum um skyldu­trygg­ingar líf­eyr­is­rétt­inda þar sem sjóð­unum er bæði skylt að leita ávallt bestu kjara og einnig taka til­lit til lang­tíma sjón­ar­miða.

Úr grein af heima­síðu Lands­sam­bands líf­eyr­is­sjóða:

Árið 2017 námu iðgjöld og sér­stök auka­fram­lög til sam­trygg­inga og sér­eigna­deilda líf­eyr­is­sjóða 272 millj­örðum kr. Útgreiddur líf­eyrir á sama tíma, ásamt öðrum tengdum útgreiðsl­um, nam um helm­ingi þeirrar fjár­hæð­ar. Nettó inn­streymi á liðnu ári var því um 136 millj­arðar kr. Á sama tíma námu greiðslur til líf­eyr­is­sjóð­anna, í formi afborg­ana og vaxta, um 200 millj­örðum kr..

Fjár­fest­inga­þörf sjóð­anna er því gríð­ar­lega mikil og sömu­leiðis álagið á hag­kerf­ið. Kröfur um aðkomu líf­eyr­is­sjóð­anna í upp­bygg­ingu á hús­næð­is­mark­aði eða inn­viða upp­bygg­ingu virð­ast vera smá­aurar í sam­hengi efna­hags­reikn­ings líf­eyr­is­sjóð­anna. Þó sam­fé­lags­legur ávinn­ingur væri að slíkri aðkomu, ef tekið er til­lit til lang­tíma hags­muna almenn­ings, þá er við­horf þeirra sem stjórna of mark­aðs­drif­ið.

Stjórn­endur kerf­is­ins og varð­hundar þess hafa misst sjónar af því hvar hin raun­veru­lega sam­fé­lags­lega ábyrgð og lífs­gæði sjóð­fé­laga liggja en hægt er að rekja ástæður veik­ingu krón­unnar vegna líf­eyr­is­sjóð­anna sem fara með fjár­magn úr landi. Einnig er fyr­ir­séð að stórar kyn­slóðir líf­eyr­is­þega munu enda eigna­litl­ar, með háar hús­næð­is­skuld­ir, á líf­eyri með til­heyr­andi fram­færslu­vanda.

Það er ljóst að skoða verður betur hvaða áhrif kerfið hefur á lífs­kjör almenn­ings á meðan við erum á vinnu­mark­aði og stöðu ólíkra hópa sem eru á líf­eyri eða nálg­ast líf­eyr­i­s­töku. Við þurfum að spyrja hvort kerfið sé orðið of íþyngj­andi fyrir hag­kerfið og hags­muni almenn­ings.

Það er ekki mik­ill metn­aður í því að lifa sem þræll alla ævi til að halda uppi lof­orðum eða hug­mynda­fræði sem eru jafn brot­hætt og ber­skjölduð og líf­eyr­is­kerfið sann­an­lega er. Það gengur ekki að halda áfram á sömu braut og hækka iðgjöld til að standa undir kerf­is­bundnum nið­ur­sveifl­um, hækkun lífald­urs eða auk­inni örorku­byrði. Eða flýja það óum­flýj­an­lega að kerfið verði full­þrosk­að.

Svo má spyrja sig hvaða sam­trygg­ing sé í því að lág­launa­fólk fái sama hlut­fall af lág­tekjum sínum í líf­eyri og hálauna mað­ur­inn, sem aftur er mun lík­legri til að eiga auka sparnað og skuld­laust þak yfir höf­uð­ið, og þarf þar af leið­andi lægri fram­færslu en sá sem ekk­ert á. Það er ekki mikil sam­trygg­ing í því.

Verka­lýðs­hreyf­ingin í sam­vinnu við stjórn­völd og atvinnu­lífið þurfa því að stofna starfs­hóp til að end­ur­skoða kerfið í heild sinni og koma með til­lögur að úrbót­um. Sú vinna þarf að byrja strax.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None