Ógnar eitthvað fullveldinu?

Fullveldishugtakið var til umfjöllunar í erindi dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík á dögunum.

Auglýsing

Að und­an­förnu hefur mikil umræða átt sér stað um full­veldið og alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar, ekki síst í tengslum við hinn svo­nefnda þriðja orku­pakka. Síð­ast­lið­inn föstu­dag flutti dr. Bjarni Már Magn­ús­son dós­ent við laga­deild HR erindi á ráð­stefn­unni Full­veldi og þjóðar­ör­yggi sem Þjóðar­ör­ygg­is­ráð og Alþjóða­mála­stofnun HÍ stóðu að. Erindi Bjarna nefnd­ist Ógnar eitt­hvað full­veld­inu? Meg­in­inn­tak erindis Bjarna var að sú athöfn ríkis að taka á sig alþjóð­legar skuld­bind­ingar feli í sér beit­ingu full­veld­is­réttar og sé því einn af eig­in­leikum full­veld­is­ins en feli ekki í sér skerð­ingu á því.

Erindið birt­ist í heild sinni hér að neð­an:



-----

Góðir gest­ir.

Auglýsing

Það sem ég ætla að segja hér á eftir byggir á grein­inni ytra full­veldi frá sjón­ar­hóli þjóða­réttar sem við Finnur Magn­ús­son lög­maður og aðjúnkt við laga­deild HÍ rit­uðum í bók­ina Frjálst og full­valda ríki. Bókin er gefin út af Sögu­fé­lag­inu í til­efni af full­veld­is­af­mæl­inu.

Innri og ytri full­veld­is­réttur

Full­veld­is­hug­takið á rætur sínar í þjóða­rétti og því verður að líta sér­stak­lega til hans þegar hug­takið er rætt. Til ein­föld­unar þá er hefð­bundið að greina full­veld­is­hug­takið í innri og ytri vídd. Með innri full­veld­is­rétti ríkis er átt við rétt þess til að ráða innri mál­efnum sínum en í ytri full­veld­is­rétti felst réttur þess til að koma fram á alþjóða­vett­vangi.

Óhætt er að full­yrða að mun meiri áhersla er lögð á innri full­veld­is­rétt í opin­berri umræðu um efnið hér­lend­is. Ytri hlið full­veld­is­ins hefur engu að síður grund­vall­ar­þýð­ingu. Allar götur síðan 1923 hafa alþjóð­legir dóm­stólar með reglu­legu milli­bili, nú síð­ast árið 2011, hafnað sjón­ar­miðum um að líta beri á alþjóð­legar samn­ings­skuld­bind­ingar ríkis sem skerð­ingu á full­veldi þess.

Alþjóða­skuld­bind­ingar sam­ræm­ast full­veld­inu

Alþjóða­dóm­stólar hafa litið svo á að samn­ings­skuld­bind­ingar leggi kvaðir á fram­kvæmd full­veld­is­réttar rík­is. Í þeim skiln­ingi að þær skuld­bindi ríkið til að fram­kvæma hann með ákveðnum hætti, en nið­ur­staðan hljóti ávallt að vera sú að ákvörðun um að taka á sig alþjóð­legar skuld­bind­ingar feli í sér beit­ingu full­veld­is­réttar og sé því einn af eig­in­leikum full­veld­is­ins. Grund­vall­ar­hugs­unin er að full­valda ríki getur ákveðið að setja sér sjálft tak­mörk með aðild að milli­ríkja­samn­ingum og alþjóða­stofn­un­um. Þetta er ríkj­andi skoðun í þjóða­rétti.

Full­veld­is­hug­takið er í þessum skiln­ingi eins og lög­ræð­is­hug­tak­ið: lög­ráða ein­stak­lingur sem ræður sig í vinnu eða tekur fast­eigna­lán hjá lána­stofnun fram­selur ekki lög­ræði sitt, heldur nýtir hann það. Þegar Ísland gerð­ist aðili að Sam­ein­uðu þjóð­un­um, NATO og EES var Ísland að nota full­veldi sitt en ekki skerða það. Það er svo önnur sjálf­stæð spurn­ing hvort að þátt­taka í slíku sam­starfi sam­ræm­ist stjórn­ar­skránni eða þjóni íslenskum hags­mun­um. Fjarð­rafokið í kringum Brexit sýnir að þótt ríki ákveði að taka þátt í viða­miklu alþjóða­sam­starfi, sem tak­markar athafna­frelsi þess, er ekki þar með sagt að sú ákvörðun sé óaft­ur­kræf.

Við­tekið við­horf í 100 ár

Merki­legt er að sjá hvernig sömu sjón­ar­mið um full­veld­is­hug­takið og alþjóð­legir dóm­stólar hafa sett fram voru notuð í mál­flutn­ingi helstu for­ystu­manna Íslend­inga í samn­inga­við­ræð­unum við Dan­mörku um sam­bands­lög­in. Í umræðum um sam­bands­lögin árið 1918 benti Bjarni Jóns­son frá Vogi á að hið óná­kvæma orða­lag „skerð­ing full­veld­is“ væri sjálfs­mót­sögn því annað hvort væri maður lif­andi eða dauð­ur; annað hvort væri um full­veldi að ræða eða ekki.

Sam­bæri­legur skiln­ingur birt­ist hjá Ein­ari Arn­órs­syni laga­pró­fess­or, t.d. í riti hans Þjóð­rétt­ar­sam­band Íslands og Dan­merkur sem kom út árið 1923. Í rit­inu fjallar Einar m.a. um það fyr­ir­komu­lag að Dan­mörk fari með utan­rík­is­mál Íslands skv. umboði. Í rit­inu bendir Einar á að vissu­lega tak­marki umboðið athafna­frelsi Íslands en segir svo:  

„[E]n tak­mörkun á athafna­frelsi ríkis sviftir það ekki alment full­veldi fremur en tak­mörkun á athafna­frelsi manns sviftir hann lög­ræði [...] Það, að Ísland getur veitt slíkt umboð, sýnir eitt með fleiru, að það er full­valda ríki, því að ekk­ert ófull­valda ríki – ef tala má um ófull­valda ríki – getur veitt öðru ríki umboð til að fara með eina teg­und mála sinna.“

Fjör­tíu árum síðar end­ur­róma þessi sjón­ar­mið í ræðu Ólafs Jóhann­es­sonar -þá laga­pró­fess­or, síðar for­sæt­is­ráð­herra- þar sem hann veltir upp full­veld­is­tak­mark­anir þær, sem t.d. leiða af þátt­töku í Efna­hags­banda­lagi Evr­ópu. Í ræð­unni benti Ólafur á að skuld­bind­ingar ríkja gagn­vart alþjóða­stofnun munu því oft­ast nær engu skipta um form­legt full­veldi rík­is. Gildir það almennt jafnt, þó að alþjóða­stofnun hafi verið fengið í hendur vald, sem stjórn­lögum sam­kvæmt á að vera hjá hand­höfum rík­is­valds. Það sé svo önnur spurn­ing hvort aðild að slíkri stofnun sam­ræm­ist stjórn­lögum hvers rík­is.

Er hægt að fram­selja full­veldi?

Í fram­haldi af þessu verður að benda á að hug­takið full­veld­is­fram­sal er oft notað í umræð­unni um alþjóða­mál hér­lendis um það þegar ríki tekur á sig þjóð­rétt­ar­legar samn­ings­skuld­bind­ing­ar. Hug­takið er ekki sér­ís­lenskt, enda finn­ast sam­bæri­leg hug­tök á öðrum tungu­mál­um. Almennt verður þó að telja að heppi­legra sé að ræða um fram­sal vald­heim­ilda frekar en full­veld­is­fram­sal. Af dómum alþjóð­legra dóm­stóla leiðir að það felst hrein­lega í full­veldi ríkja að geta fram­selt rík­is­vald til alþjóða­stofn­un­ar.

Rétt er að velta upp þeirri spurn­ingu hvort full­veldið minnki við fram­sal vald­heim­ilda. Hin hliðin á þeirri spurn­ingu er hvort hægt sé að efla full­veldi ríkis með ein­hverjum hætti. Í þessum orðum birt­ist sú hug­mynd að hægt sé að auka við eða minnka full­veldi ríkja. Slíkur þanka­gangur á sér litla stoð í þjóða­rétti. Full­veld­is­hug­takið er ekki hlut­fallstengt við til­tek­inn full­veld­is­stuð­ul. Annað hvort er maður lif­andi eða dauð­ur, annað hvort er um full­veldi að ræða eða ekki, eins og Bjarni Jóns­son orð­aði það. Þær land­fræði­legu ein­ingar sem telj­ast full­valda ríki eru allar jafn full­valda. Völd þeirra, áhrif og stjórn­skipu­lag er aftur á móti ólíkt.

Ógnir við full­veldið

Ef það er eitt­hvað sem ógnar full­veld­inu þá er það sá þröngi skiln­ingur á hug­tak­inu sem er ríkj­andi hér­lend­is. Með því að sneiða burt ytri hliðar full­veld­is­ins og líta fyrst og fremst á innri hliðar þess verður umræðan um full­veldið ævin­lega bjög­uð. Allar til­raunir til aflimunar á full­veld­is­hug­tak­inu eru sér­stak­lega vara­samar fyrir ríki sem byggir sín þjóðar­ör­ygg­is­mál að miklu leyti á milli­ríkja­samn­ingum og alþjóð­legri sam­vinnu. Auk þess sem þær eru í and­stöðu við sjón­ar­mið þeirra sem leiddu full­veld­is­bar­átt­una.

Takk fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar