Dónakallar ganga í Klaustur

Auglýsing

Um dag­inn var ég þing­maður í viku í fyrsta sinn í ríf­lega fimm ár. Það var ansi gaman en líka for­vitni­legt. Það var margt breytt og að mér fannst flest til batn­að­ar. Sam­skipti þing­manna og almenns starfs­fólks þings­ins voru t.d. mun frjáls­legri en á árunum 2009-13 - og hafði þá þó víst slaknað á form­leg­heit­un­um. Hluti af því ánægju­lega var líka að í þetta skiptið var þing­mennskan bara tíma­bund­in. Ég vissi að ég slyppi út aftur eftir nokkra daga. Því þótt ég hafa ólækn­andi áhuga á stjórn­málum þá yfir­tekur þing­mennskan allt manns líf og maður afsalar sér vissum rétt­ind­um, t.d. til að skipu­leggja tíma sinn og segja það sem manni sýn­ist hvar sem er og hvenær sem er. Þótt þetta væri bara vika og eig­in­lega ekki alvöru þing­mennska þá fór lífið engu að síður úr skorð­um. Samt varði ég engum tíma í að tala við almenn­ing, sækja mál­þing úti í bæ eða lesa þykkar skýrslur eins og góðir alvöru­þingmenn þurfa að ger­a. 

En ég varð líka vör við breyt­ingu á þing­lið­inu og aðrar áherslur í þing­stör­f­unum en þegar við vorum í hrein­gern­ingu og rústa­björgun eftir hrun­ið. Það vakti t.d. athygli mína að tölu­verðar umræð­ur, í formi atkvæða­skýr­inga, urðu um skýrslu­beiðni. Um slíkar beiðnir gildir að níu þing­menn (sami fjöldi og situr í hverri þing­nefnd) getur óskað eftir skýrslu. For­sætis­nefnd og sér­fræð­ingar þings­ins rýna orða­lag og meta hvort beiðnin sé tæk og hvort verkið sé vinn­an­legt. Eftir það eru greidd atkvæði um hvort leyfa skuli skýrslu­gerð­ina. Ekki minn­ist ég þess að nokkurn tím­ann hafi verið gert veður út af skýrslu­beiðni 2009-13 (en kannski mis­minnir mig). Nú var hins vegar vesen en beðið var um skýrslu um stöðu þjóð­kirkj­unnar og tengsl hennar við rík­is­valdið umfram önnur trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Og það mátti greini­lega ekki skoða! Þing­menn fóru í ræður til að útskýra af hverju þetta væri hættu­legt og aðför að þjóð­kirkj­unni. Meðal þeirra sem tjáðu sig voru Ólafur Ísleifs­son og  Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son en alls sam­þykktu 19 þing­menn ekki þessa beiðni, 24 sögðu já, aðrir voru fjar­ver­andi. Engir Mið­flokks­menn sam­þykktu skýrslu­beiðn­ina né þing­menn Flokks fólks­ins, auk þess sem nokkrir Fram­sókn­ar-, Sjálf­stæð­is­menn og Vinstri grænir voru sama sinn­is. Þetta fannst mér merki­legt. Var að skap­ast þéttur hópur sann­krist­inna þing­manna á Alþingi? Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að sjálf er ég trú­laus en virði öll trú­ar­brögð. Mér finnst ekk­ert að því að taka saman þessar upp­lýs­ing­ar. 

Í ljósi þessa áhuga þing­manna á krist­inni trú var kannski ekki skrítið að þeir hafi gengið í klaustur þótt Klaustrið sem um ræðir sé bara pöbb. Í þessu sam­hengi er er rétt að benda á að orðið pöbb er íslenskun á enska orð­inu pub sem er stytt­ing á public hou­se, þ.e. staður þar sem allur almenn­ingur getur gert sig heima­kom­inn. Það er því ekki undir neinum kring­um­stæðum hægt að líta á pöbba sem prí­vat­rými.

Auglýsing

Til er mál­tækið "Öl er innri mað­ur". Þegar fólk drekkur áfengi verður það málglað­ara og það losnar um höml­ur. Það breytir hins vegar ekki um per­sónu­leika eða skiptir um skoð­anir en hugs­an­lega  brýst ýmis­legt upp á yfir­borðið sem ann­ars væri vel falið. Það sem fékk að flakka á Klaust­ur­barnum hjá þeim sex þing­mönnum sem þar sátu var hrein við­ur­styggð og ég ætla ekki að hafa það eft­ir. Við­brögðin hafa líka verið ömur­legt yfir­klór hjá flestum þeirra. Þeir hafi í raun ekk­ert gert að sér, kannski drekki þeir ekki nóg, þeir meintu aunt en ekki cunt og hafi bara verið að ljúga. Þeir segja að í raun hafi þeir ekki valdið neinum skaða og að orðin sem þarna hafi verið notuð séu þeim fram­andi eins og þeir séu börn á mál­töku­skeiði sem séu bara enn að læra ný orð eða ein­hverjir aðrir hafi sagt þau. Og svo séu þeir búnir að biðj­ast afsök­un­ar. 

En það sem þarna fór fram er óaf­sak­an­legt eins og t.d. ráð­herra mennta- og menn­ing­ar­mála hefur bent á. Og skað­inn sem þetta fólk hefur valdið með orðum sínum er óbæt­an­leg­ur. Það er ógjörn­ingur að bera virð­ingu fyrir Alþingi við þessar aðstæð­ur. Það sem þarna fór fram er ekki einka­mál þing­manna og það verður að hafa afleið­ing­ar. 

Alþing­is­menn eru ein­göngu bundnir við sann­fær­ingu sína og eigi við neinar reglur frá kjós­endum sín­um, eins og segir í stjórn­ar­skránni, bæði þeirri nýju og gömlu. Það sjálf­stæði er mik­il­vægt í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi. Í þessu til­felli stang­ast það hins vegar á við rétt ann­arra þing­manna til vinnu­um­hverfis sem er laust við ofbeldi, rétt ann­ars starfs­fólks Alþingis til þess sama, rétt þeirra sem eru kall­aðir fyrir nefndir Alþing­is, þing­inu til ráð­gjafar til að þurfa ekki að mæta þessum sora­kjöftum í hús­næði þings­ins eða jafn­vel á nefnd­ar­fundum eins og stóð til í dag. Og síð­ast en ekki síst rétt almennra borg­ara til þess að þeir kjörnu full­trúar sem eiga að gæta hags­muna þeirra séu ekki apa­k­ett­ir, svo notuð séu þeirra eigin orð. 

Við erum sem þjóð enn og aftur í vanda. Það er óhugs­andi að þetta fólk segi ekki af sér og sitji áfram sem þing­menn. Þau verða að víkja, öll sex. Ann­ars er full­veldið sem við ætlum að fagna á morgun bara brand­ari. Hér þurfum við öll að taka höndum saman og ákveða að vinna ekki með þessu fólki sem hefur sýnt af sér eins ótrú­lega mann­fyr­ir­litn­ingu og við höfum lesið um í fjöl­miðlum síð­ustu daga.  Það er eina leiðin út úr þessu. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None