Græðgisvæðing Alþingismanna

Svanur Kristjánsson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir að þingmenn virði að vettugi hvatningu og fordæmi forseta Íslands.

Auglýsing

Á kjör­degi Alþing­is­kosn­inga 29. októ­ber 2016 ákvað Kjara­ráð að hækka mán­að­ar­legt þing­far­ar­kaup alþing­is­manna úr rúmum 760.000 krónum í réttar 1.100.000  krón­ur. Þetta var hvorki meira né minna 45 pró­senta launa­hækkun (!). Nú standa fyrir dyrum almennir kjara­samn­ingar og margir verka­lýðs­leið­togar hafa lýst því yfir að kröfur félag­anna muni taka mið af þessum launa­hækk­un­um.

Úrskurðir Kjara­ráðs, þar áður Kjara­dóms, hafa áður vakið hörð við­brögð í sam­fé­lag­inu. Í maí­mán­uði árið 1992 kvað Kjara­dómur upp úrskurð um mikla hækkun til handa alþing­is­mönn­um, ráð­herrum, for­seta Íslands, dóm­urum og öðrum emb­ætt­is­mönn­um. Minnst var hækk­unin til for­seta (27%) og ráð­herra (28%) en mest til for­seta Alþingis (97%). Þing­far­ar­kaup – laun þing­manna – hækk­aði um 37%.

Úrskurður Kjara­dóms þótti ógna stöð­ug­leika á vinnu­mark­aði, því nokkru áður hafði verið samið um 1,7 pró­senta hækkun launa í kjara­samn­ingum á almennum vinnu­mark­aði.  Úr­skurð­ur­inn olli upp­námi í land­inu öllu. Alþingi var komið í sum­ar­leyfi og gat því ekki brugð­ist við með laga­setn­ingu. Sjálf­stæð­is­flokkur og Alþýðu­flokkur sátu í rík­is­stjórn undir for­ystu Dav­íðs Odds­son­ar,. Rík­is­stjórnin beindi þeim til­mælum til Kjara­ráðs að end­ur­skoða úrskurð­inn, en ráðið taldi sig bundið af lög­um. Rík­is­stjórnin gaf þá út bráða­birgða­lög með sam­þykki for­seta Íslands, Vig­dísar Finn­boga­dótt­ur. Þar var úrskurður Kjara­ráðs felldur úr gildi og lagt fyrir að úrskurða í sam­ræmi við hækk­anir almennt á vinnu­mark­aði – sem og ráðið gerði í júlí 1992. Allir kjara­hópar lands­ins fengu því 1,7 pró­senta launa­hækk­un.

Auglýsing

Morg­un­blaðið fagn­aði nið­ur­stöð­unni: „Úr­skurður Kjara­dóms nú er stað­fest­ing á því, að þetta mál er leyst að því leyti, að ekki er lengur hætta á póli­tísku upp­námi í land­in­u.“ (14. júlí 1992). Rík­is­stjórnin sýndi sem­sagt mikla ábyrgð og kom í veg fyrir átök á vinnu­mark­aði.

Alþingi ógildir úrskurð Kjara­dóms

Í end­ur­skoðun almennra kjara­samn­inga haustið 2005 varð sam­komu­lag um 2,5 pró­senta launa­hækk­un. Kjara­dómur úrskurð­aði hins vegar í des­em­ber sama ár 6,5 pró­senta hækkun til þeirra sem undir dóm­inn heyrðu – þar á meðal til þing­manna og ráð­herra. Við völd var rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks. Umfram­hækkun Kjara­dóms­launa þótti ógn­væn­leg og brýnt að grípa til laga­setn­ing­ar. Í árs­byrjun 2006 felldi Alþingi úr gildi úrskurð Kjara­dóms og lög­festi 2,5 pró­senta hækkun og að úrskurðir Kjara­dóms ættu til árs­loka 2006 að „taka mið af samn­ings­bundnum hækk­unum á almennum vinnu­mark­að­i.“

Fjár­mála­ráð­herra, Árni M. Mathies­en, vitn­aði í fram­sögu­ræðu sinni á þingi til athuga­semda frum­varps­ins:

„Í ljósi þeirra áhrifa sem úrskurður Kjara­dóms gæti haft á stöðu vinnu­mark­aðs­mála, þar á meðal nýgert sam­komu­lag aðila vinnu­mark­að­ar­ins, og þeirra ófyr­ir­sján­legu áhrifa sem slíkt hefði á stöð­ug­leika í efna­hags­mál­um, er nauð­syn­legt að bregð­ast við ákvörðun Kjara­dóms …“

Rík­is­stjórn og Alþingi öxl­uðu ábyrgð og tryggðu áfram frið á vinnu­mark­aði.

For­seti Íslands afsalar sér kaup­hækkun – og hvetur Alþingi til hins sama

Á kjör­degi Alþing­is­kosn­inga 29. októ­ber 2016 ákvað Kjara­ráð að hækka mán­að­ar­legt þing­far­ar­kaup alþing­is­manna úr rúmum 760.000 krónum í réttar 1.100.000  krón­ur. Þetta var hvorki meira né minna 45 pró­senta launa­hækk­un, eins og fram kom hér í byrj­un. Laun ráð­herra og for­seta Íslands hækk­uðu einnig umtals­vert. Laun þeirra hópa sem heyra undir Kjara­ráð hafa í heild hækkað mjög frá og með árinu 2011. Þannig eru laun for­sæt­is­ráð­herra ásamt þing­far­ar­kaupi til dæmis 111 pró­sent hærri nú en þá.

Við­brögð sam­taka á vinnu­mark­aði og alls almenn­ings voru öll á sama veg: Hækk­an­irnar voru taldar út úr öllu korti og talið var að þær myndu bein­línis valda hörðum stétta­á­tök­um. Sam­tök launa­fólks myndu krefj­ast álíka hækk­ana ef úrskurður Kjara­ráðs yrði ekki dreg­inn til baka líkt og gert var 1992 og 2006.

Almenn­ingi var ofboð­ið, sem og for­seta Íslands sem kall­aði til blaða­manna­fundar á Bessa­stöð­um. Þar sagði hann meðal ann­ars: „Ég bað ekki um þessa kaup­hækk­un. Ég vissi ekki af þess­ari kaup­hækk­un. Margir þing­menn hafa lýst andúð á þess­ari ákvörðun Kjara­ráðs. Ég vænti þess að þingið vindi ofan af þess­ari ákvörð­un.“ For­set­inn kvaðst ekki vilja skipa þing­inu fyrir verkum enda væri slíkt ekki í hans verka­hring. Hugur hans í mál­inu væri hins vegar ljós og sjálfur myndi hann sjá til þess að að hækk­unin færi ekki í sinn vasa heldur rynni til góð­gerð­ar­mála.

Við­brögð Alþingis og rík­is­stjórnar voru með allt öðrum hætti en árin 1992 og 2006. Ákall for­seta Íslands og þjóð­ar­innar var ein­fald­lega huns­að. Við­brögð Alþingis og rík­is­stjórnar voru með allt öðrum hætti en árin 1992 og 2006. Vegna bráða­birgða­laga 1992 fengu ráða­menn ein­ungis sömu hækkun og aðrir hópar (1.7%) í stað tug­pró­senta launa­hækkun sem Kjara­dómur úthlut­aði. Ekki var  þar nú til umræðu að aft­ur­kalla hækk­an­irnar með lögum og voru þær þó marg­faldar á við við árið 2005 þegar ógild var 4 pró­sentu­stiga hækkun umfram almennar launa­hækk­an­ir.

Þegar til kast­anna kom reynd­ist svo vera sam­staða meðal allra stjórn­mála­flokka, nema Pírata, að láta ákvarð­anir Kjara­ráðs standa óbreytt­ar.

Eftir standa Alþingi Íslend­inga og rík­is­stjórn rúin trausti vegna sér­hygli og sjálftöku. Í stað þess að stuðla að sátt er efnt til ófrið­ar. Fyrri ráða­menn Íslands voru vissu­lega ekki galla­lausir en þeir sáu þó sóma sinn í að halda sig innan sama kjar­ara­mma og almenn­ingi var ætlað að búa við. Núver­andi ráða­menn virð­ast hins vegar stjórn­ast mest af eigin hags­mun­um; þeir ætla að skammta fólk­inu í land­inu 4 pró­senta kaup­hækkun í kom­andi kjara­samn­ingum en halda sjálfir eftir sínum mikla hlut.

Ekk­ert sýn­ist geta staðið í vegi fyrir græðg­i­svæð­ingu núver­andi íslenskra þing­manna – ekki einu sinni hinn rétt­sýni for­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son.

Höf­undur er pró­­fessor emeritus í stjórn­­­mála­fræði við Háskóla Íslands.

Heim­ild:

Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, Jón Reynir Trausta­son. 2016. “Guðni gefur launa­hækk­un­ina sína og vill að Alþingi breyti ákvörðun kjara­ráðs”. Stundin – www.­stund­in.is – 2. nóv­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar