Þegar samtalið fór óvart úr reykfylltu bakherbergi yfir til okkar sem heima sitjum.

Auglýsing

Ég við­ur­kenni að fyrstu við­brögð við lestur frétt­ar­innar um stóra klaust­ur­málið á mið­viku­dags­kvöldið voru  þessi: Hversu oft þurfum við að kyngja svona rugli? Hvenær mun þetta fólk virða hlut­verk sitt, sem snýst um að þjóna ­sam­fé­lag­inu en ekki bara sjálfu sér?  Auð­vit­að vakti þetta bara hneykslun og ógeðs við­brögð hjá mér.

Hér gefst tæki­færi fyrir mig til að við­ur­kenna að ég skild­i aldrei af hverju ég mætti svo mik­illi and­stöðu og virð­ing­ar­leysi sem þing­kona. Ég túlk­aði það að mestu leyti þannig að þetta væri annað hvort vegna upp­runa míns eða íslensku­kunn­áttu eða ákvörð­unar okkar í Bjartri fram­tíð um að mynda ­rík­is­stjórn sem var dauða­dæmd frá upp­hafi. Sann­leik­ur­inn er hins vegar annar og liggur hér meðal ann­ars í stóra Klaust­ur­sam­tal­inu.

Á alþingi er margt heið­ar­legt fólk sem vill þjóna sam­fé­lag­in­u. Við eigum að mæta því og hug­sjón þess oftar með virð­ingu og gefa því meira ­pláss í umræð­unni. Við eigum síður að verð­launa þá þing­menn með end­ur­kjöri og langri ­þing­setu, sem til dæmis láta almannafé greiða fyrir akstur sinn þrisvar sinnum í kringum land­ið, brjóta lög, bregð­ast trausti og fela pen­inga í skatta­skjól­um.

Auglýsing

Því meira sem ég heyri og les um klaust­ur­mál­ið,  finn ég fyrir meiri og dýpri þörf að hugs­a vel um hvað þetta sam­tal segir okk­ur. Hvaða þýð­ingu hefur það fyrir sam­fé­lag­ið ­sem heild? Ég tel að hér sé tæki­færi til breyt­inga. Tæki­færi til að ræða hvað við viljum sem sam­fé­lag, hver okkar sam­fé­lags­legu gildi eru og hvers konar fólk við viljum fá í þjón­andi hlut­verk sem kjörnir full­trúar í stjórn­mál­um.

Hér voru karlar og kona að stunda póli­tík,  þar sem val á orða­lagi sýnir  hroka og skort á sið­ferð­is­legri dóm­greind. Póli­tík­ ­sem oft er stunduð í reyk­fylltum bak­her­bergj­um. Hér er alls ekki bara um að ræða sam­tal sem fór úr böndum vegna neyslu áfeng­is. Hér voru flokks­bræður og ein systir þeirra að hnykkja póli­tíska vöðva í þeim til­gangi að styrkja flokk s­inn á Alþingi, í bland við lág­kúru­legt slúður og kjaftæði.

Ég er ekki  að afsaka eða hrút­skýra þetta sem „bara póli­tík“. Ég er að segja að það var ein­hver til­gangur með þessu við­bjóðs­lega þriggja tíma sam­tali. Til­gangur og hegð­un, sem okkur venju­legt fólk hefur alltaf grunað að væri til staðar og er nú stað­fest. Það var fært úr reyk­fylltu bak­her­bergi og beint til okkar sem heima sitj­um.

Ræðum aðeins um sið­ferði. Sið­ferði er gildi en ekki hug­lægt ­fyr­ir­bæri, sem hægt er að afsaka vegna hversu mikið áfengi við drekk­um. Sið­ferði er hægt að lýsa sem góðri eða slæmri hegð­un, heið­ar­legri fram­komu og hæfn­i til að skilja mun­inn á réttu og röngu. Svo  er mik­il­vægt að muna að til eru bæði skráð­ar­ og óskráðar sið­ferð­is­reglur sem oft­ast tengj­ast sam­skiptum okkar við annað fólk og það sam­fé­lag sem við erum hluti af.

Á Íslandi er að finna siða­reglur fyrir hvaða stétt sem hægt er að hugsa sér, allt frá Alþingi yfir í ræst­ing­ar­störf. Ég leyfi mér að full­yrða að ef ræsti­tæknir bryti Siða­regl­ur ÍSS Ísland, svo dæmi sé tek­ið, þá væri við­kom­andi lík­leg­ast rek­inn. Hvað með alþing­is­menn? Hér þurfum við að staldra við og við­ur­kenna að við höf­um aftur og aftur þurft að horfa upp á sið­ferð­is­bresti, þar sem rík­is­stjórnir hafa ­sprungið oftar en einu sinni. Ráð­herrar og þing­menn  og -konur sitja samt fast áfram og ná meira að segja oft­ast að end­ur­nýja umboð sitt.

Hvaða til­gangi þjóna siða­reglur ef þær eru ekki virt­ar? Hvað ef  við mundum laga siða­reglur alþing­is ­meira að sam­fé­lag­inu en alþingi sjálfu? Tengja siða­reglur alþingis við þær siða­regl­ur ­sem almennir borg­arar fara eftir í öðrum þjón­andi störf­um. Munið að þing­menn og ­konur eiga að þjóna sam­fé­lag­inu en ekki sjálfum sér eða flokk sín­um. Ég held til dæmis að til­gang­ur­inn með siða­reglum félags­ráð­gjafa eigi alveg heima á Al­þingi og  hjá alþing­is­mönn­um.  „Grund­völl­ur ­fé­lags­ráð­gjafar er virð­ing ­fyrir mann­gildi og sér­stöðu hvers ein­stak­lings og trú á getu hans til að nýta hæfi­leika sína til fulln­ustu. Mark­mið félags­ráð­gjafar er að vinna að lausn ­fé­lags­legra og per­sónu­legra vanda­mála og sporna við félags­legu rang­læt­i. ­Fé­lags­ráð­gjafi vinnur gegn mann­rétt­inda­brotum hvar svo sem þau eiga sér stað“. 

Ég held að við getum öll verið sam­mála um að það sam­tal sem við urðum nú vitni að, bar engin merki um sið­ferð­is­lega hegðun eða hugs­un. Það er mjög mik­il­vægt að við höfum óvart fengið að hlusta á þetta sam­tal, eins ó­þægi­legt og það er. Hvað ef við hefðum ekki fengið að heyra það? Hefði þetta ­fólk beðið nokkurn mann eða konu afsök­un­ar? Hvað hefðum við sagt ef Ólafur og ­Karl Gauti væru allt í einu komnir yfir í Mið­flokk­inn án þess að við vissum hvað lægi á bak við þetta? Eða ef Gunnar Bragi væri sjálfur kom­inn til­ F­inn­lands sem sendi­herra Íslands?

Hneykslun okkar er í raun­inni bara end­ur­vakn­ing  á þeim til­finn­ingum sem tengj­ast  hrun­inu, Panama­skjöl­un­um, Wintris, MeToo, Lands­rétti og  upp­reist æru. Eng­inn, sem þar sat er sak­laus á neinn hátt, þeim sem gerir eða segir ekk­ert er jafn sek­ur og sá sem aðhefst eitt­hvað. Sama gildir um okk­ur, við­ur­kennum að við höfum rétt á að vera hneyksl­uð. VIÐ getum notað þetta tæki­færi og sett mörk og skil­yrði um hvers konar sam­fé­lag við vilj­um. Látum menn og kon­ur, sem ákveða að haga sér­ svona,  og jafn­vel þau sem kjósa að ger­a ekki neitt, greiða fyrir það.  Ísland er lýð­ræð­is­ríki og við höfum fullan rétt á að skil­greina hvernig  landi við viljum búa í og hvaða siða­reglur við viljum að okkar kjörnu full­trúar fylgi eft­ir. Ekki fleiri Wintris- eða Klaust­ur­mál á okkar vakt, virðum okkar vilja og virðum okkur sjálf.

Svo getum við velt því fyrir okkur hvort staðan væri önn­ur ef alþingi hefði virt vilja 67% kjós­enda undir lok 141. lög­gjaf­ar­þings vorið 2013 og  sam­þykkt frum­varp að nýrri ­stjórn­ar­skrá til laga, og fært þannig aukin völd til okk­ar. Gæti verið að  þá ríkti meira traust og virð­ing milli­ al­menn­ings og alþing­is? Bara pæl­ing…

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None