Gömul valdapólitík bankar á dyrnar

Auglýsing

Árið er 2018. Tíu ár eru síðan efna­hags­kerfið hrundi og kröfur um ný stjórn­mál, nýja stjórn­ar­skrá og nýtt Ísland eru hávær­ar. Tvö ár eru frá því for­sæt­is­ráð­herra hrökkl­að­ist undan völdum eftir að hafa verið grip­inn glóð­volgur við að koma sér undan því að greiða skatta. Eitt ár er síðan önnur rík­is­stjórn hrökkl­að­ist frá völdum eftir að ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins reyndu að leyna því fyrir sam­starfs­flokkum sínum að pabbi for­manns­ins kvitt­aði undir að barna­perri fengi upp­reist æru og gæti starfað sem lög­mað­ur. Við Íslend­ingar fögnum 100 ára afmæli full­veld­is.

Það ber í bakka­fullan læk­inn þegar ég for­dæmi hegðun klaust­ur­sex­menn­ing­anna en læk­ur­inn verður þó senn tómur og fyrr en varir hefur aur­mælgi sex­menn­ing­anna fallið í gleymsk­unnar dá, ekki síst þegar við hristum haus­inn á ný yfir ein­hverju óskyldu hneyksl­is­máli. Við töldum botn­inum náð eftir hrun­ið. Síðan töldum við honum náð eftir birt­ingu Panama­skjal­anna. Enn og aftur töldum við botn­inum náð þegar ráð­herrar reyndu að hylma yfir þátt skyldra í upp­reist-æru mál­inu og nú teljum við botn­inum náð þegar umræddir sex­menn­ingar opin­bera sig á bar þar sem stjórn Mið­flokks­ins eins og hún leggur sig reyndi að tæla hálfan þing­flokk Fólks­ins yfir til sín og lét fúk­yrði falla um ýmsa kollega sína. Valdapóli­tík af gamla skól­anum með stæka man(n)­fyr­ir­litn­ingu. Er botn­inum þá loks­ins núna náð?

Það veltur allt á við­brögð­unum í fram­hald­inu. Þessi ummæli kom fólki í opna skjöldu en fæstum ætti þau að koma á óvart. Svona orð­ræða kemur bara ekki upp úr þurru, ekki einu sinni á svona fyll­er­íi. Þessi orð­ræða er ógeðs­felld birt­ing­ar­mynd íslenskrar stjórn­mála­menn­ing­ar. Hinnar sömu og við höfum nú í tíu ár reynt að upp­ræta en við­gengst enn á meðan óskrif­aðar reglur íslenskra stjórn­mála hafa ekki breyst. Ein­hvers staðar hafa þessir menn fyr­ir­myndir sínar og ein­hvern tím­ann virk­aði svona valda­taktík. Eini mun­ur­inn er að í dag eru menn gripnir og almenn­ingur umber ekki svona tal.

Auglýsing

Klaust­ur­sex­menn­ing­arnir hafa sagst ætla að læra af atviki þessu. Hins vegar gagn­ast lítið að læra fyrir prófið þegar þú er þegar fall­inn. Við munum eftir #metoo bylt­ing­unni. Hún var ein­ungis fyrir ári síð­an. Við sem fylgd­umst með drógum þann lær­dóm að konur hafa kerf­is­bundið þurft að þola áreiti og niðr­andi tal kyns síns vegna. Reynsla sem er okkur karl­mönnum fram­andi á margan hátt. Þetta fólk heldur hins vegar áfram svona tali í þeirri trú að það kom­ist upp með það. Lær­dóm­ur­inn átti hins vegar að vera sá að svona talar fólk ekki um náung­ann og svona hugsar fólk ekki um náung­ann. Sex­menn­ingar féllu allir á próf­inu og nú verða þeir ein­fald­lega að segja af sér þing­mennsku, allir sem einn.

En það er þó ekki bara prófið sem við þurfum að huga að, námskráin er mein­göll­uð. Því miður búum við enn við stjórn­mála­kerfi sem býður upp á svona leiki. Kerfi þar sem flokk­ur­inn er lyk­ill­inn að völd­um, leiðin liggur í gegnum ein­hvers konar ref­skák í kjöl­far alþing­is­kosn­inga og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn endar iðu­lega í rík­is­stjórn. Kerfi sem bíður upp á að etja stjórn­mála­mönnum og stjórn­mála­flokkum saman um annað en mál­efni og kerfi þar sem ráð­herrar kom­ast upp með vald­níðslu því stjórn­ar­þing­menn bíta ein­fald­lega á jaxl­inn til að missa ekki sín litlu áhrif með rík­is­stjórn­ar­að­ild­inni. Pýramídakerfi þar sem almenn­ingur fær völd einu sinni á fjög­urra ára fresti og á milli þess hugsa margir stjórn­mála­menn: “Ég má gera hvað sem ég vil því ég hef umboð og þið getið ekk­ert sagt því þið kusuð mig.” Þeir sem standa sig eru svo leystir út með sendi­herra­stöðu.

Það er ekki nóg að fár­ast yfir svona við­burði því á meðan stjórn­mála­kerfið og stjórn­mála­menn­ingin er hin sama mun hann end­ur­taka sig. Við getum fagnað 100 ára full­veldi en brýnna er hins vegar að kunna að fara með full völd. Núver­andi kerfi býður upp á sam­þjöppun valds. Stjórn­ar­skráin nýja bauð upp á valda­til­færslu til almenn­ings og #metoo var leið­rétt­ing á margra alda kyn­bund­inni valda­skekkju.

Hvaða leið viljum við fara og hvernig ætlum við að haga okkur á annarri öld full­veld­is­ins?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None