Evrópusambandið er ekki verndari skattaskjóla

Auglýsing

Í Silfr­inu á dög­unum var Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, í líf­legu við­tali um Evr­ópu­sam­band­ið. Í við­tal­inu fór ráð­herr­ann fyrr­ver­andi ítrekað með rangt mál um ESB og EES-­sam­starf­ið. Fjallað hefur verið um rang­færslur Jóns Bald­vins um EES-­samn­ing­inn á öðrum vett­vangi en hér ætla ég að leið­rétta röng og vill­andi ummæli hans um skatta­stefnu ESB. Í við­tal­inu full­yrti Jón Bald­vin m.a. að “skattsvikaparadís­ir” nytu verndar ESB og að fjár­magns­eig­endur réðu lögum og lofum í sam­band­inu. Kall­aði hann Jean-Claude Juncker, for­mann fram­kvæmda­stjórnar ESB, “vernd­ar­engil og guð­föður skattsvik­ara­kerf­is­ins í heim­in­um” og sagði hann “halda vernd­ar­hendi yfir því”.



Full­yrð­ingar ráð­herr­ans fyrr­ver­andi, um að ESB og fram­kvæmda­stjórn þess haldi vernd­ar­hendi yfir skatta­skjól­um, stand­ast enga skoð­un. Dæmin sýna þvert á móti að ESB vinnur hörðum höndum að því að ráð­ast gegn skattaund­anskotum bæði innan og utan sam­bands­ins og tryggja að stór­fyr­ir­tæki borgi sinn skerf í sam­eig­in­lega sjóði Evr­ópu­búa. Í þeirri vinnu er fram­kvæmda­stjórnin eng­inn vernd­ar­eng­ill skattsvik­ara, heldur er hún bein­línis í far­ar­broddi. Máli mínu til stuðn­ings ætla ég að nefna nokkur dæmi:



Auglýsing
  • Árið 2016 flutti banda­ríski tækniris­inn Google 19 millj­arða doll­ara af evr­ópskum hagn­aði sínum í skatta­skjól utan ESB. Google milli­færði pen­ing­ana frá írsku dótt­ur­fyr­ir­tæki sínu til hol­lensks fyr­ir­tækis og áfram til skúffu­fyr­ir­tækis í Bermúda sem í eigu ann­ars dótt­ur­fé­lags á Írlandi. Í fyrra sam­þykkti fram­kvæmda­stjórn ESB nýjar reglur sem tak­marka mögu­leika stór­fyr­ir­tækja á slíkum skattaund­anskot­um. Þökk sé hinum nýju reglum verða þessir gjörn­ingar bann­aðir frá árinu 2020. 
  • Nýlega kynnti fram­kvæmda­stjórnin reglu­gerð sem snýr að aðilum sem bjóða upp á leiðir til að flytja fjár­magn á milli landa í skatta­legum til­gangi. Reglu­gerðin setur þær skyldur á þessa aðila, hvort sem þeir eru banka­starfs­menn, end­ur­skoð­endur eða lög­fræð­ing­ar, að þeir til­kynni allar slíkar ráð­staf­anir til yfir­valda. Til­gang­ur­inn, að sögn fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, er að fæla þessa aðila frá því að aðstoða ein­stak­linga og fyr­ir­tæki við skattaund­an­skot. 
  • Það vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þegar fram­kvæmda­stjórnin tók sjö ríki sam­bands­ins fyrir og gagn­rýndi þau sér­stak­lega fyrir að stuðla að skattaund­anskot­um. Ríkin sjö eru Belgía, Kýp­ur, Ung­verja­land, Írland, Lúx­em­borg, Malta og Hol­land. Þessi ríki bjóða fyr­ir­tækjum ein­stak­lega hag­stæð skatta­skil­yrði og að mati fram­kvæmda­stjórn­ar­innar bitnar það á skatt­greið­endum í allri Evr­ópu. 
  • Stjórn­völd á Írlandi hafa legið undir ámæli fyrir að bjóða stór­fyr­ir­tækjum gríð­ar­lega skatta­af­slætti. Fram­kvæmda­stjórnin hefur m.a. brugð­ist við þessu með því að fyr­ir­skipa tækniris­anum Apple að end­ur­greiða Írlandi 13 millj­arða evra fyrir það sem fram­kvæmda­stjórnin kallar ósann­gjarnar skattaí­viln­an­ir. Ákvörðun fram­kvæmda­stjórn­ar­innar olli titr­ingi meðal stjórn­enda alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja, en bæði Apple og írsk stjórn­völd áfrýj­uðu ákvörð­un­inni til evr­ópskra dóm­stóla. 
  • Árið 2015 gerði ESB sam­komu­leg við Sviss um afnám banka­leyndar þar í landi. Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu geta aðilar með heim­il­is­festi innan ESB ekki falið skatt­skyldar tekjur í sviss­neskum bönk­um. Síðan þá hafa sams konar samn­ingar verið gerðir við And­orra, Lichten­stein og Mónakó. 
  • Fram­kvæmda­stjórnin birti á síð­asta ári svartan lista yfir skatta­skjól. Ríkin á list­anum áttu það sam­eig­in­legt að hafa neitað að vinna með ESB í átt að því að gera umbætur á skatt­kerfum sínum til að koma í veg fyrir skattaund­an­skot. 17 ríki voru upp­runa­lega á list­anum en í dag, tæpu ári síð­ar, eru þau aðeins fimm. Frá því að list­inn var birtur hafa því 12 ríki sam­þykkt að hefja sam­starf við ESB um að vinna gegn skattaund­anskot­u­m. 
  • Fram­kvæmda­stjórnin hefur unnið að inn­leið­ingu á sam-­evr­ópskum við­miðum til útreikn­ings á skatt­stofni fyr­ir­tækja sem starfa innan ESB. Reglu­gerð­inni, sem ber enska heitið Common consoli­dated cor­porate tax base, er m.a. ætlað að tryggja að fyr­ir­tæki greiði skatta í öllum ríkjum þar sem þau hafa starf­semi og að þau flytji ekki hagnað til ríkja þar sem fyr­ir­tækja­skattar eru hag­stæð­ar­i. 



Þetta sem ég hef nefnt hér að ofan er aðeins hluti af þeim aðgerðum sem Evr­ópu­sam­bandið hefur ráð­ist í til að berj­ast gegn skattaund­anskot­um. Dæmin tala sínu máli. Þau sýna að fram­kvæmda­stjórn ESB er eng­inn vernd­ari skatta­skjóla. Hún er þvert á móti í for­ystu í bar­áttu ESB fyrir því að allir ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki borgi sína skatta til sam­fé­lags­ins og að stærri hluti þeirra verð­mæta sem skap­ast í hinu alþjóða­vædda efna­hags­kerfi komi almenn­ingi í Evr­ópu til góða.



Á tímum fals­frétta og vin­sælda popúlista víða um heim er mik­il­vægt að stað­reyndum og réttum upp­lýs­ingum sé haldið á lofti í opin­berri umræðu. Jón Bald­vin Hanni­bals­son var ráð­herra utan­rík­is­mála í sjö ár. Hann leiddi Ísland inn í samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Maður með slíka vikt í umræðu um utan­rík­is­mál Íslend­inga ætti að vita betur en að fara fram með eins illa ígrund­aðar og vill­andi full­yrð­ingar um Evr­ópu­sam­bandið og hann gerði í Silfr­inu á dög­un­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None