Á ég að gera það?

Umhverfisverkfræðingur segir að það sé ekki lengur hægt að vera Indriði. Nú sé kominn tími aðgerða.

Auglýsing

Fyrir u.þ.b. 150 árum síðan hófst iðn­bylt­ingin svo­kall­aða. Sam­fé­lög okkar umbreytt­ust í fram­leiðslu­sam­fé­lög og á örskömmum tíma í neyslu­sam­fé­lög nútím­ans. Smátt og smátt fött­uðum við samt að þessi nýju sam­fé­lög okkar voru að taka sinn toll af nátt­úru­auð­lindum jarð­ar­inn­ar, heim­kynna okk­ar. Við eyddum vist­kerf­um, gengum hart á nátt­úru­auð­lind­ir, meng­uðum vatn, loft og jarð­veg og byrj­uðum örlaga­ríka veg­ferð sem ólík­legt er að náist að stöðva. Sú veg­ferð er lofts­lags­breyt­ingar af manna­völd­um.

Við vissum af lofts­lags­breyt­ingum fyrir meira en 100 árum síðan og árið 1960 hófust reglu­legar mæl­ingar á styrk koltví­oxíðs í and­rúms­loft­inu. Nið­ur­stöður mæl­ingar á næstu árum á eftir sýndu að hann jókst stöðugt frá ári til árs. Það var samt ekki fyrr en 1992 sem fyrsta alþjóð­lega lofts­lags­sam­komu­lagið var und­ir­ritað í Rio de Jan­eiro í Bras­ilíu sem var fylgt eftir með Kyoto bók­un­inni árið 1997 og svo Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu árið 2015. Í stuttu máli reyna þessi sam­komu­lög að tak­marka á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda af manna­völdum á alþjóða­vísu og er það í grunn­inn á ábyrgð stjórn­valda í hverju landi fyrir sig að ná mark­miðum þessa sam­komu­laga.

Svona stutt yfir­lit yfir lofts­lags­breyt­ingar og alþjóða­sam­komu­lög, sögu þeirra og til­gang væri efni í heila bók en stöldrum nú aðeins við. Nú þurfum við aðeins að líta nær okkur sjálf­um. Í nær­sam­fé­lagið frekar en alþjóða­sam­fé­lag­ið, í aðgerð­ar­á­ætlun rík­is­stjórnar Íslands í lofts­lags­málum frekar en Par­ís­ar­sam­komu­lagið og í rusla­tunn­una undir vask­inum frekar en í lands­á­ætlun um með­höndlun úrgangs (ekki að margir hafi séð né heyrt af þeirri áætl­un). Því ef við deilum orsökum lofts­lags­breyt­inga niður á alla íbúa jarð­ar, þá kemur í ljós að við berum öll ábyrgð. Vissu­lega er hún mis­mikil eftir því hvar við búum á jörð­inni en við erum öll ábyrg. Hvert okkar er valdur af lofts­lags­breyt­ing­um. Þó við séum ekk­ert endi­lega að reyna það. Þetta er bara stað­reynd. Bara það að vera til, að borða, búa í öruggu hús­næði og vera með aðgang að hrein­læti krefst orku og auð­linda sem jörðin okkar þarf að skaffa, og í leið­inni hljót­ast nær oft­ast nei­kvæð áhrif af því að nýta þessa orku og þessar auð­lind­ir.

Auglýsing

Við í okkar vest­rænu sam­fé­lög­um, sem eru hratt að verða stað­all­inn á heims­vísu, notum auð­lindir sem 1,7 til 2 jarðir geta gef­ið. Við eigum eitt stykki, ekki tvær, tíu eða hund­rað, við eigum eina jörð. Við erum sem sagt að kreista meira út úr okkar eina heim­ili heldur en það getur gefið til lengri tíma. Hvað ger­ist þá að lok­um? Dæmi: Þú átt milljón inn á banka og færð 10% vexti árlega, 100 þús­und krón­ur. Ef þú eyðir bara þessum 100 þús­und krónum á hverju ári þá áttu ennþá þessa milljón inná banka­bók sem skilar þér aftur 100 þús­und krónum árlega inn í fram­tíð­ina, gefið að þú notir bara 100 þús­und á ári. Ef þú síðan notar meira en þennan 100 þús­und kall árlega þá lækkar höf­uð­stóll­inn (upp­haf­leg millj­ón) og þú færð lægri vexti á hverju ári þangað til millj­ónin er búin (við­skipta­fræð­ingar og hag­fræð­ingar vin­sam­lega lítið fram hjá ein­fald­leika þessa dæm­is). Það er nokkurn veginn þetta sem er í gangi núna á jörð­inni. Við erum komin á þann stað að okkar lífs­stíll­inn okk­ar, okkar neyslu­mið­aði, einnota, eyðslu­freki lífs­stíll er að ganga fram af okkur sjálf­um. Birt­ing­ar­mynd­irnar eru allt í kring og alltaf í frétt­un­um. Útrým­ing dýra­teg­unda, lofts­lags­breyt­ingar með til­heyr­andi hækkun og súrnun sjáv­ar, minni upp­skera, öfl­ugri og tíð­ari ofsa­rign­ingar og þurrkar, plast­mengun í sjó og vatni og svo mætti lengi telja.

En fjand­inn hafi það að maður legg­ist upp í rúm og fari að grenja, þó Salka Sól hvetji mann til þess í þræl­skemmti­legu lagi með Baggalút. Ég segi nei söng Jónas Sig og það segi ég líka. Hristum nú allsvaka­lega upp í koll­inum á okkur og byrjum heima. Tökum stöð­una og spyrjum okk­ur: „hver eru mín áhrif á sam­fé­lagið og umhverfið mitt nær og fjær?“. Ertu að borða kjöt sjö sinnum í viku? Helm­ing­aðu það. Ertu að keyra í vinn­una? Gakktu, hjól­aðu á góð­viðr­is­dögum eða taktu strætó helm­ing­inn af tím­an­um. Kaupir þú vörur sem inni­halda pálma­ol­íu? Reyndu að hætta því þó það sé erfitt, hún er út um allt. Flýgur þú til útlanda í frí reglu­lega? Gerðu það sjaldnar og farðu frekar hring­inn, gakktu á fjall, farðu í tjaldúti­legu, í sum­ar­bú­stað eða upp á jök­ul. Kaupir þú ódýr föt oft á ári? Kauptu færri flíkur sjaldnar og kauptu flíkur sem end­ast leng­ur. List­inn heldur áfram og áfram og áfram.

Það hafa ýmsir vitnað í per­sónu Ind­riða úr þátta­röð­unum um Fóst­bræður í gegnum tíð­ina. Það koma upp aðstæður þar sem ein­hver aðili er svo hissa, svo for­viða, gátt­aður á því að hann sjálfur eigi að gera eitt­hvað. Þá getur verið gott að grípa til „og hver á að gera það, er það ég?!“.

En þessar aðstæður eru algeng­ari en við höld­um. Við höfum öll verið Ind­riði ein­hvern tím­ann, alla­vega innra með okk­ur. Þegar eitt­hvað órétt­læti, ósann­girni eða önnur vit­leysa á sér stað fyrir framan nefið á okk­ur, þá höfum við ekki gert neitt í því. Ein­hver annar átti að taka af skarið og gera. . . . eitt­hvað. En ekki leng­ur. Nú er komið að þér, og mér, því þó ég og þú munum kannski ekki taka eftir breyt­ing­unum þá skulum við muna það að lík­lega munu börnin okkar lifa til árs­ins 2100 og þau munu þekkja ein­stak­linga sem munu jafn­vel lifa til árs­ins 2200. Já, það er svona stutt í þessu fjar­lægu ártöl. Svo ég segi upp úr sóf­an­um, út á hjól­ið, inn með hringrás­ar­hugs­un, út með kjötið og fram fram fylk­ing!

Höf­undur er umhverf­is­verk­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar