Þrjár klukkustundir af sannleik

Auglýsing

Orðin skullu á honum eins og úthafs­alda; brotn­uðu á honum þannig að salt­vatnið flæddi ofan í lung­un; drekktu hon­um. Hann sökk mátt­vana ofan í þessa til­finn­ingu þangað til hann vissi ekki lengur hvar hafið byrj­aði og tárin end­uðu. Hvernig gátu ein­föld orð sært svona djúpt? Hver setn­ing nýr rýt­ingur í bakið sem nú þegar var orðið eins og á broddgelti. Fyrst var það Sig­urður Ingi sem hafði tekið allt sem hann átti eftir eitt and­ar­tak af veik­leika og núna Lilja; fyrst hægri höndin hoggin af, svo sú vinstri. Núna var hann bara einn, handa­laus og einn í þessum óend­an­lega haf­sjó. Hún var vinur minn. Elsku vinur minn. Ekk­ert sem hafði verið sagt við hann í póli­tík, í líf­inu, í heim­inum hafði sært hann svona mik­ið.

Sig­mundur Davíð á erfitt með margt; erlend mat­væli, mæt­ing­ar­skyldu í vinnu, nútíma­bygg­inga­list, klíníska söfn­un­ar­áráttu, að sleppa tök­unum á mennta­skóla­ár­un­um, skatta­lög, mál­efna­lega gagn­rýni, Gísla Mart­ein Bald­urs­son, tap­særi, eðli sann­leik­ans, fót­sýk­ingar og að greina á milli ólíkra hljóða, svo fátt eitt sé nefnt. Erf­ið­ast á hann samt með að biðj­ast afsök­un­ar. Meira að segja þegar hans póli­tíska líf er að veði getur hann ekki sagt orðin beint út og ein­lægt; auð­mýktin klín­ist á milli tann­ana á honum eins og munn­fylli af hráu hakki á tekexi eða ómót­stæði­legri súkkulaði­köku með per­um.

Auglýsing
Alltaf skal það vera sama for­múlan; hópur eða ein­stak­ling­ur, oft­ast vel stæðir karl­menn á miðjum aldri, segja eða gera eitt­hvað sem er svo stór­kost­lega heimsku­legt að stærstur hluti sam­fé­lags­ins fer á hlið­ina. Þegar vöndur umræð­unnar hefur flengt þetta fólk rétti­lega í nokkra daga skríða alltaf nokkrir skunkar út úr skugg­an­um, alveg slig­aðir af ger­enda­með­virkni. Hvernig væri nú að gefa þessum mönnum smá frið? Það er ógeðs­legt hvernig sam­fé­lagið tekur þetta aum­ingja fólk svona af lífi. Hver hefur ekki gert mis­tök? Ég segi bara sá yðar sem synd­laus er kasti fyrstu fimm hund­ruð stein­unum í aldr­aða, öryrkja, fatl­aða og kon­ur; bón­us­stig ef þú hæfir ein­hvern sem er bæði öryrki og kona. Ég meina, hver hefur ekki lent í því að hamra í sig svona tólf Vík­ing sterka og baktala svo alla núlif­andi Íslend­inga þind­ar­laust í þrjár klukku­stund­ir?

En hvaða flugu­maður rík­is­stjórn­ar­innar var það sem kom hler­un­ar­bún­aði fyrir þarna inni til þess að koma höggi á þessa bljúgu sam­fé­lags­þjóna? Úr hvaða mein­fýsna fylgsni kom þessi sið­lausa fyr­ir­sát og árás á einka­líf þessa fólks? Það var ekki njósn­ari eða ill­kvitt­inn blaða­maður eða útsend­ari erlendra kröfu­hafa. Nei, þetta var Bára Hall­dórs­dótt­ir, 42 ára gömul fötl­uð, hinsegin kona með gamlan, brot­inn Sam­sung Galaxy A5 síma. Kona sem sat undir því að hlusta á valda­mestu stétt þjóð­ar­innar tala á þennan hátt um fólk eins og hana á opin­berum vett­vangi. Það er stóra sam­sær­ið. Stóra plottið gegn Sig­mundi.

Það er fullt af sveittum mið­aldra fret­hönum þarna úti sem eru meira en til­búnir til að stökkva fram og segja okkur að hafa okkur hæg; að nú séu til­finn­ingar okkar komnar út í ofstæki og ein­elti. Rík­is­rekn­asti málsvari einka­fram­taks­ins, Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, setti upp sinn föð­ur­leg­asta yfir­læt­is­svip eftir frá­bært við­tal Kast­ljóss við Lilju Alfreðs­dóttur þar sem hún lýsti til­finn­ingum sínum gagn­vart þeirri ofbeld­is­fullu orð­ræðu sem hún upp­lifði frá Sig­mundi og sex­menn­ing­un­um. Auð­vitað á Lilja ekki að vera svona við­kvæm, taka þessu svona inn á sig. Hún þarf bara smá karl­mann­legt sigg á þessa við­kvæmu kven­legu húð sína. Kona! Þér eruð hyster­ísk! Þér ættuð að láta eig­in­mann yðar róa yðar þöndu taug­ar.

Fólk er nefni­lega hyster­ískt, eða að mis­skilja, eða að ýkja eða gera úlf­alda úr mýflugu. Það sem var sagt var tekið úr sam­hengi og þótt það hafi ekki verið tekið úr sam­hengi þá eru hvort eð er allir aðrir að segja það líka, og Sig­mundur getur sannað það. Hann er til­bú­inn að nefna nöfn, eið­svar­inn. Hann er nefni­lega bara fórn­ar­lamb sjúkrar menn­ingar á þingi þar sem allir þing­menn ganga um og segj­ast loks­ins hafa fundið skrokka sem typpið á þeim dugi í. Einu mis­tök hans er að hafa burð­ast með það á bak­inu að hafa heyrt þetta, að hann hafi ekki staðið upp og sagt eitt­hvað fyrr. Eina sem hann hefur á sam­visk­unni er að vera of bljúgur og blíð­ur. Ein­kenn­is­merki sannra lygara er að halda að allir aðrir séu lygarar líka.

Fyrir utan allt mann­hat­rið og fáfræð­ina sem opin­ber­að­ist þarna væri for­vitni­legt að heyra hvað þetta fólk er búið að kosta íslenska rík­ið. Heilu þing­fund­irnir og þing­nefnd­ar­fund­irnir hafa ekki farið í neitt annað en að ræða þetta mál og svo er Ásmundur Frið­riks­son búinn að vera keyr­andi stans­laust í kringum hverfið sitt með mið­stöð­ina á fullu í kvíða­kasti yfir því að eitt af svona 15.000 sam­tölum sem hann hefur átt um hvað Björn Leví Gunn­ars­son sé mik­ill skít­hæll leki í fjöl­miðla.

En við getum öll andað létt­ar. Alþingi Íslend­inga, okkar valda­mesta stofnun ætlar ekki að tækla þetta mál með neinum vett­linga­tök­um, ó nei. Það er nefni­lega búið að kalla saman siða­nefnd Alþing­is. Hún mun halda marga fundi yfir langt tíma­bil og að lokum skila ráð­gef­andi nefnd­ar­á­liti um hvort siða­reglur alþingis hafi verið brotn­ar. Það er eins og Sun Tzu sagði í The Art of War: „Ekk­ert blað er jafn beitt og hnífur lang­dreg­inn­ar, vald­lausrar bjúrókrasíu“. Ég er viss um að allt þetta fólk muni segja af sér þegar minn­is­blað nefnd­ar­innar verður lagt fyrir þing­ið, því ekki getur þingið rekið það, eða lýst van­trausti á það, eða bara gert nokkurn skap­aðan hlut. Þau þurfa bara að finna það í sinu eigin hjarta að segja af sér. Full­komið kerfi.

Í verð­laun fáum við full­kom­lega óstarf­hæfa stjórn­ar­and­stöðu þannig að núna er rík­is­stjórnin bara með frítt spil til að gera nokkurn veg­inn hvað sem henni sýn­ist varð­andi veiði­gjöld, inn­flutn­ing á kjöti eða hvert annað kjaftæði sem fólki gæti dottið í hug. Banna inn­flutt kjöt, banna inn­flutta osta. Bönnum allt inn­flutt. Allt skal vera fram­leitt á Íslandi úr íslensku hrá­efni. Við smíðum bara okkar eigin bíla, úr íslensku kjöti og beinum sem ganga fyrir mör og mjólk. Sig­urður Ingi hefur loks Calígúl­ískt svig­rúm til að skipa hrút­inn Mola for­mann yfir Fram­kvæmda­nefnd búvöru­samn­inga og eng­inn getur sagt neitt. Gleði­lega kjara­samn­inga.

Það sem gerir þetta mál samt svona ein­stakt er sann­leik­ur­inn. Burt séð frá áfeng­inu og man­í­unni þá var það sem náð­ist þarna þrjár klukku­stundir af per­sónu­legum sann­leika þessa fólks, algjör­lega ósí­aður og órit­stýrð­ur. Þetta eru hliðar stjórn­mála­fólks sem við sjáum sjaldn­ast. Á alþingi er afreks­fólk í svörum án svara. Engin afstaða afdrátt­ar­laus eða sönn. Allt er sölu­mennska, snáka­olía og óljós, fljót­andi hug­mynda­fræði. Það er því svo raf­magnað þegar gríman fell­ur. Og ég skil þau að hafa bara sleppt þessu öllu út þarna; það hlýtur að vera óbæri­legt að byrgja allan þennan skít inni alla daga. Það sem þau finna núna er að það er aldrei hægt að setja grímuna aftur upp. Krókó­díla­tárin hafa orsakað of mik­inn bjúg. Hún passar ekki á leng­ur. Sama hvað þau segja eða gera héðan í frá verður því aldrei trúað heldur mun það bara óma líkt og sels­hljóð full­kom­innar örvænt­ing­ar; reið­hjólabremsa á óheppi­legum tíma á Aust­ur­velli. Póli­tíska lífi þeirra er lok­ið, þau bara vita það ekki enn.

Auglýsing
Nema Sig­mund­ur. Sig­mundur er jafn eilífur og geim­rykið sem við erum öll sköpuð úr. Engir hnífar tolla í kevl­ar-bak­inu á hon­um. Strax er ég far­inn að heyra raddir fólks sem hvíslar því að þetta sé allt plott. Plott til að koma Sig­mundi frá. Ger­ræð­is­öflin vilja nefni­lega losna við hann því hann einn getur losað okkur frá valda­el­ítum þessa lands. Ein­hvern veg­inn tókst honum nefni­lega að skapa sér ein­hverja ímynd sem bjarg­vættur litla manns­ins; ridd­ar­inn sem stóð uppi í hár­inu á erlendu kröfu­höf­unum og bönk­un­um. Prins­inn sem færði fé úr vösum hinna ríku í hendur almenn­ings. Stundum þarf sterkan, umdeildan leið­toga til þess að fella gamla valda­kerf­ið.

En hvern var talað um þegar gríman féll? Var talað illa um vondu banka­menn­ina? Var talað niður til valda­el­ít­unnar sem búin er að merg­sjúga þetta land? Var gert grín að auð­mönnum og hræ­gömm­um? Nei, það var gert grín að fötl­un­ar­aktí­vistum og öryrkj­um, það var gert grín að kyn­ferð­is­brot­um, mann­rétt­indum og sterkum kon­um. Sex­menn­ing­arnir eru ekki málsvarar neins nema síns eigin rass­gats, og hafa aldrei ver­ið. Það er ekk­ert stórt sam­særi, bara 42 ára gömul kona með sóma­kennd sem gaf okkur sem þjóð tæki­færi til að vera við­stödd ein­lægan sann­leik þessa fólks.

Ef þið viljið að þjóðin hætti af ofsækja ykk­ur, að hat­rið og ofstækið gegn ykkur hætti þá er það ekk­ert mál. Á einu and­ar­taki verður þetta yfir­stað­ið; berið ábyrgð á því sem þið sögð­uð. Nei, ekki með því að puðra út ein­hverri and­vana afsök­un­ar­beiðni í hálfum hljóð­um. Segið af ykk­ur. Það er ábyrgð í verki. Segið af ykk­ur.

Og Sig­mundur Davíð er ekki ridd­ari neins. Hann er ekki bjarg­vættur hinna litlu eða fátæku. Hann er ekki kom­inn til að bjarga okkur úr klóm hrægamma og valda­el­ítu. Hann er bara enn einn auð­mað­ur­inn og elít­u-poplúlist­inn sem þráir ekk­ert annað en að verða smá máls­grein í sög­unni. Vel gert, það tókst. En núna ertu búinn. Láttu okkur vera. Segðu af þér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None