Prímatar í pólitík

Soffía Sigurðardóttir veltir fyrir sér prímatahegðun í nútímasamfélagi eftir Klaustursmálið svokallaða.

Auglýsing

Prímata­hegðun er okkur með­fædd, en sið­menntin lærð. Því grynnra sem sið­menntin rist­ir, því sterkar kemur prímat­inn í ljós. Fyrir mig, sem hef áhuga á dýra­at­ferl­is­fræði, vakti sam­tal nokk­urra stjórn­mála­manna á Klaustu­barnum afar áhuga­verða stúdíu á athæfi nútíma prímata af mann­kyni.

Mann­kynið er ein af dýra­teg­undum jarð­ar­inn­ar. Við teljum okkur oft trú um að við höfum sagt skilið við dýrs­legan upp­runa okk­ar, en hann er samt þarna undir niðri og dýrið í okkur birt­ist á ýmsan hátt. Mann­kynið er hluti af stofni prímata og er líka bæði rán­dýr og bráð. Prímatar búa í sam­fé­lögum og hafa með sér flókið sam­skipta­kerfi og strangt valda­kerfi. Eins og fleiri dýra­teg­undir búa þeir yfir hvöt­inni til að vernda afkvæmi sín og vegna sam­fé­lags­skip­unar sinnar líka hvöt­inni til að vernda sam­fé­lagið sitt. Því síð­ar­nefnda fylgir oft tals­verð íhalds­semi, þ.e. það liggur bein­ast við að verja það sam­fé­lags­kerfi sem fyrir er, en ekki að breyta því.

Við búum ennþá yfir frum­hvöt­um, en höfum bætt við okkur æ flókn­ara sam­skipta­kerfi og sið­fræði. Það er einmitt í sið­fræð­inni sem við sjáum okkur frá­brugðin öðrum dýrum jarð­ar­inn­ar. Því miður er sið­mennt ekki öll jafn góð og inni­ber sitt af hverju af ofríki, kúg­un, und­ir­gefni, und­ir­för­li, umhyggju, gæsku, sam­hjálp, virð­ingu, fróð­leiks­fýsn, víð­sýni, þröng­sýni, frjáls­lyndi og stjórn­lyndi. Sið­fræðin var lengi sett í reglur sem trú­ar­brögð og rækt­aði þar bæði nokkra kosti og skelfi­lega ljótan boð­skap líka. Að hætti prímata setti hún sam­fé­lags­skip­an­ina í ströng boð, fann valda­kerf­inu trú­ar­lega rétt­læt­ingu, en boð­aði líka umhyggju, sem þó var tak­mörkuð við það að ógna ekki valda­kerf­inu. Það er ótrú­lega seint sem húman­ism­inn kom fram sem sið­bót á trú­ar­brögð­unum og fór að boða mann­gildi, mannúð og mann­rétt­indi ofar stétt­skipt­ingu og hafn­aði mis­virð­ingu fólks.

Auglýsing

Sú sið­fræði sem við til­einkum okkur ristir mis djúpt. Sú sem ristir dýpst verður lífs­gildi, en sú sem ristir grunnt verður aðeins henti­stefna, sýnd þegar hentar en leys­ist upp á stund­um. Þær stundir eru t.d. aðstæður sem valda hömlu­leysi, svo sem þegar menn reiðast, verða hræddir eða neyta áfeng­is. Þegar sið­mennt­aði prímat­inn dettur í'ða, skol­ast yfir­borðið af fyrst og þær rætur sem liggja dýpra koma skýrar í ljós. Þess vegna fannst mér svo áhuga­vert að skoða sam­skipti póli­tísku prímatanna sem ræddu saman á Klaust­ur­barn­um. Þarna var frum­stæða prímata­sam­fé­lagið með sinni ströngu skip­an, karl­kyns höfð­ingi ætt­bálks­ins, aðrir príma­ta­karla í hans innsta hring, önnur karl­dýr sem átti að fá til liðs við ætt­bálk­inn og svo konan sem hafði afmarkað leyfi til að blanda sér í umræð­una og var sett ofaní við þegar hún spillti móralnum með vit­lausum athuga­semd­um. Til við­bótar höfðu þeir til­einkað sér svo­lítið af sið­fræði, oflæti, und­ir­för­li, öfund og smjað­ur, sem þeir voru sann­trú­aðir um að þyrfti til að við­halda ætt­bálknum og höfð­ingj­an­um. Nýtil­komin sið­fræði þeirra hafði skol­ast af við skvettu af áfengi, svo sem allar hug­myndir um jafnan rétt fólks óháð kyn­ferði, kyn­hneigð, fötlun og fleiri lít­il­magn­andi eig­in­leikum þeirra sem voru þeim sjálfum síðri.

Það athygl­is­verð­asta við sam­töl þessa fólks var ekki sóða­lega orð­bragð­ið, það var bara van­mátt­ugt gól van­sældar þeirra yfir hlut­skipti sínu, sem þeir höfðu gert sér meiri vænt­ingar um. Það athygl­is­verða kom fram í end­ur­rit­inu á Kvenna­bla­did.is á hinni póli­tísku sýn þeirra á sjálfa sig og hvern ann­an. Þeir vilja hafa gam­alt sam­fé­lags­legt kerfi og eru óhressir með þær stofn­anir sam­fé­lags­ins sem þeir töldu eiga að við­halda kerf­inu en hafa verið að boða ein­hverjar breyt­ing­ar. Þar voru týnd til nýi þing­flokk­ur­inn Píratar sem er ekki að verja kerfið á Alþingi, Alþýðu­sam­bandið sem er komið í verka­lýðs­bar­áttu og kirkjan sem hefur fjölgað konum í klerka­stétt og tekið á kyn­ferð­is­brotum og varið mann­rétt­indi óboð­inna útlend­inga og óhefð­bundin hjóna­bönd.

Þeir hafa ekki þroskast upp úr prímata­sam­fé­lag­inu, það má ekki á milli sjá hvorir dást meira að höfð­ingja ætt­bálks­ins, höfð­ing­inn sjálfur eða liðs­menn­irn­ir. Þeir verja tals­verðum tíma í að árétta þörf­ina á að hafa valdastrúktúr með höfð­ingja og Sig­mundur Davíð er einmitt, að eigin áliti og hinna, slíkur höfð­ingi. Þessi höfð­ingja­þrá er bæði beitan sem Mið­flokks­menn bjóða tví­menn­ing­unum úr Flokki fólks­ins og til­efnið fyrir ljótasta orð­bragði Karls Gauta, þegar hann býsnast yfir því að konan sem er for­maður í hans flokki sé ekki sá leið­togi sem ætt­bálkur þarf að hafa. Hann kemur úr valda­karla­sam­fé­lagi vald­stjórn­ar­innar þar sem prímata­skipu­lagið rík­ir. Það hvarflar ekki að honum að fjórar full­orðnar mann­eskjur geti starfað saman án þess að hafa valdap­íramída með gór­illu­karl á toppn­um.

Hvað er prímata­skipu­lag í nútíma? Það er höfð­ingi, holl­usta við höfð­ingj­ann og refs­ing við að rísa upp gegn hon­um, vit­und um að upp­hefð þín komi frá höfð­ingja þín­um, vonin um að hljóta þá upp­hefð, vilj­inn til að verja höfð­ingj­ann og klekkja á öllum óvinum hans, aðdáun og smjaður upp­á­við, trúin á hinn sterka og með því andúðin á því veika. Fylgi­fiskur þessa óskapn­aðar er oflæti höfð­ingj­ans, þrá­hyggja fylgj­and­ans og ofstæki í garð allra sem ógna þessu fyr­ir­myndar skipu­lagi. Til að við­halda þessu kerfi er engum með­ulum hafn­að, til þess þarf að beita klækjum og falsi, sú nauð­syn brýtur lög, skráð og óskráð. Þessi heims­mynd þeirra ristir svo djúpt að hún veldur óbeit á öllum þeim sem raska henni, þaðan kemur óbeitin á öllum þeim þjóð­fé­lags­hópum sem sam­þykkja ekki prímata­sam­fé­lagið eða falla ekki að því.

Þessir prímatar heyra í almenn­ings­á­lit­inu, þeir heyra raddir þeirra sem vilja frelsi, lýð­ræði, mann­rétt­indi, jöfn­uð, umhverf­is­vernd og sitt­hvað fleira sem hefur ekk­ert með upp­bygg­ingu prímata­sam­fé­lags að gera. Þeir vita að þeir tapa stríði gegn þessum hug­myndum og fylgja því spak­mæl­inu: Ef þú getur ekki sigrað þá, gakktu í lið með þeim. Þeir skreyta sig fjöðrum þess­arra hug­mynda, enda hvað gerir góður liðs­maður ekki til að verja ætt­bálk sinn. Samt pirra þessar hug­myndir þá, þeir vilja ekki fá sam­keppni um völd frá konum sem hafa önnur sjón­ar­mið og pirr­ingur þeirra út í konur vex með vax­andi áhrifum kvenna. Þeir líta á allan veik­leika sem ógn við prímata­sam­fé­lag sitt sem byggir á völdum hins sterka. Þess vegna hafa þeir í raun óbeit á öllum sem þeim finnst ekki sterkir, þess vegna líta þeir niður á fatlað fólk og fleiri þjóð­fé­lags­hópa. Dags dag­lega geta þeir alveg sýnt þessu fólki vin­áttu en ná samt ekki að líta á það sem jafn­ingja. Hinn sið­mennt­aði prímati seg­ist bera jafna virð­ingu fyrir öllu fólki og nefnir því til stuðn­ings að eiga vin sem sé svona og svona, en bætir ekki við því sem und­ir­vit­und hans veit, að hann sjálfur er þeim miklu fremri.

Við sjáum þetta prímata­sam­fé­lag í litlum flokkum og stórum ríkj­um, í gömlum sam­fé­lögum og nýj­um, fjar­lægum löndum og heima­landi okk­ar, frum­skógum og borg­um. Prímata­skipu­lagið er sam­fé­lags­kerfi byggt á valdap­íramída, sem þolir hvorki lýð­ræði né jafn­rétti.

Langar þig ekki að kom­ast lengra á þró­un­ar­braut­inni og verða að sið­mennt­uðu mann­kyni? Langar þig ekki að úrelda prímatann úr póli­tík­inni?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar