Fjárfestingar í grænni framtíð

Sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum skrifar um ávinningin af því að gefa út græn skuldabréf.

Auglýsing

Umhverf­is­mál hafa verið í brennid­epli á und­an­förnum árum, ekki síst vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Sam­kvæmt því munum við Íslend­ingar ásamt 194 þjóðum miða að því að halda hækkun á með­al­hita­stigi jarðar vel innan við 2 gráður frá með­al­hita­stigi jarðar fyrir iðn­bylt­ingu. Til að ná þessu metn­að­ar­fulla tak­marki þarf sam­hent átak hins opin­bera og einka­geirans ásamt almennum vilja til að setja þetta mark­mið í for­gang.

Græn skulda­bréf

Í tengslum við þetta hefur mik­ill vöxtur verið á mark­aði með skulda­bréf sem eru kölluð græn og gefin eru út til að fjár­magna verk­efni sem ætlað er að vinna gegn nei­kvæðum breyt­ingum í nátt­úr­unni af mann­anna völd­um. Dæmi um slík verk­efni eru upp­bygg­ing orku­vera sem koma í stað ann­arra óum­hverf­is­vænna orku­gjafa eða upp­bygg­ing sam­göngu­mann­virkja sem stuðla að minni útblæstri koltví­sýr­ings.

Vís­bend­ingar eru um að fjár­festar geri í auknum mæli kröfu um að fjár­fest­ingar þeirra stand­ist skoðun þegar kemur að þáttum eins og umhverf­is­vernd, sam­fé­lags­legri ábyrgð og góðum stjórn­ar­hátt­um. Þó svo við mætti búast að slíkar áherslur myndu tak­marka fjár­fest­inga­kosti hafa rann­sóknir gefið vís­bend­ingu um að fjár­festar sem huga að slíkum atriðum njóti að minnsta kosti sömu kjara og þeir sem gera það ekki.  Þó er vert að benda á að útgef­endur grænna fjár­fest­inga­kosta skuld­binda sig til að upp­fylla kröfur um upp­lýs­inga­gjöf og fylgja skil­yrðum um í hvað megi nota fjár­mun­ina.

Auglýsing

Ávinn­ingur grænna skulda­bréfa

Ávinn­ing­ur­inn sem hlýst af því að gefa út græn skulda­bréf er meðal ann­ars fólg­inn í að gefa skýr skila­boð um stefnu við­kom­andi fyr­ir­tækja í umhverf­is­málum ásamt því að geta leitað til fjár­festa sem leggja áherslu á þessa þætti í sínum fjár­fest­ing­um. Því geta útgef­endur grænna skulda­bréfa notað útgáf­una í mark­aðs­starfi og stað­fest við­leitni sína til að hafa jákvæð áhrif. Jafn­framt verður sífellt algeng­ara að líf­eyr­is­sjóðir og einka­fjár­festar geri kröfur um að ákveðnum hluta fjár­fest­inga þeirra sé stýrt í slík verk­efni sem gæti aukið eft­ir­spurn eftir grænum skulda­bréfum þegar fram líða stundir með til­heyr­andi jákvæðum áhrifum fyrir útgef­end­ur.

Vax­andi mark­aður - Norð­ur­löndin taka af skarið

Sam­kvæmt Clima­te ­Bond Ini­ti­ati­ve, alþjóð­legum sam­tökum sem vinna að því að nýta fjár­magns­mark­aði til að spyrna við nei­kvæðum áhrifum lofts­lags­breyt­inga, óx útgáfa á grænum skulda­bréfum um 78% árið 2017 frá árinu 2016 í um 178 millj­arða ­Banda­ríkja­doll­ara. Jafn­framt er gert ráð fyrir miklum vexti næstu árin. Banda­rík­in, Kína og Frakk­land eru stærstu aðil­arnir á þessum mark­aði en þó hafa Norð­ur­löndin vakið athygli fyrir sínar útgáfur og eru að mörgu leyti talin leið­andi á þessu sviði. Á und­an­förnum árum hafa Sví­þjóð, Nor­eg­ur, Dan­mörk og Finn­land stigið ákveðin skref inn á þennan markað og í ár reið Lands­virkjun á vaðið fyrir hönd okkar Íslend­inga með 200 milljón doll­ara útgáfu á grænum skulda­bréfum og lagði þannig áherslu á umhverf­is­lega kosti raf­orku­fram­leiðslu okkar Íslend­inga.

Inn­lendur mark­aður verður til

Reykja­vík­ur­borg gaf nýlega út grænt skulda­bréf til að fjár­magna m.a. gerð göngu- og hjóla­stíga, upp­bygg­ingu hleðslu­stöðva fyrir raf­magns­bíla og inn­leið­ing­u LED ­lýs­ing­ar. Með útgáf­unni tók borgin af skarið sem  fyrsti inn­lendi aðil­inn til að gefa út grænt skulda­bréf í íslenskum krónum og sendi þannig skýr skila­boð um umhverf­is­stefnu borg­ar­inn­ar. Jafn­framt hafa fleiri aðilar lýst yfir áhuga á grænni útgáfu, ekki síst vegna auk­ins áhuga fjár­festa á slíkum fjár­fest­inga­kost­um.

Búast má við að inn­lendur mark­aður með græn skulda­bréf  eigi eftir að vaxa nokkuð á næstu árum. Því er vert fyrir þá sem þurfa að fjár­magna  verk­efni  með jákvæðum umhverf­is­á­hrif­um, hvort sem það eru sveit­ar­fé­lög, ríki eða fyr­ir­tæki, að skoða græna útgáfu á skulda­bréfum og fjár­festi þannig í bættu umhverfi.

Höf­undur er sjóðs­stjóri hjá Íslands­sjóð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar