Fjárfestingar í grænni framtíð

Sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum skrifar um ávinningin af því að gefa út græn skuldabréf.

Auglýsing

Umhverfismál hafa verið í brennidepli á undanförnum árum, ekki síst vegna Parísarsamkomulagsins. Samkvæmt því munum við Íslendingar ásamt 194 þjóðum miða að því að halda hækkun á meðalhitastigi jarðar vel innan við 2 gráður frá meðalhitastigi jarðar fyrir iðnbyltingu. Til að ná þessu metnaðarfulla takmarki þarf samhent átak hins opinbera og einkageirans ásamt almennum vilja til að setja þetta markmið í forgang.

Græn skuldabréf

Í tengslum við þetta hefur mikill vöxtur verið á markaði með skuldabréf sem eru kölluð græn og gefin eru út til að fjármagna verkefni sem ætlað er að vinna gegn neikvæðum breytingum í náttúrunni af mannanna völdum. Dæmi um slík verkefni eru uppbygging orkuvera sem koma í stað annarra óumhverfisvænna orkugjafa eða uppbygging samgöngumannvirkja sem stuðla að minni útblæstri koltvísýrings.

Vísbendingar eru um að fjárfestar geri í auknum mæli kröfu um að fjárfestingar þeirra standist skoðun þegar kemur að þáttum eins og umhverfisvernd, samfélagslegri ábyrgð og góðum stjórnarháttum. Þó svo við mætti búast að slíkar áherslur myndu takmarka fjárfestingakosti hafa rannsóknir gefið vísbendingu um að fjárfestar sem huga að slíkum atriðum njóti að minnsta kosti sömu kjara og þeir sem gera það ekki.  Þó er vert að benda á að útgefendur grænna fjárfestingakosta skuldbinda sig til að uppfylla kröfur um upplýsingagjöf og fylgja skilyrðum um í hvað megi nota fjármunina.

Auglýsing

Ávinningur grænna skuldabréfa

Ávinningurinn sem hlýst af því að gefa út græn skuldabréf er meðal annars fólginn í að gefa skýr skilaboð um stefnu viðkomandi fyrirtækja í umhverfismálum ásamt því að geta leitað til fjárfesta sem leggja áherslu á þessa þætti í sínum fjárfestingum. Því geta útgefendur grænna skuldabréfa notað útgáfuna í markaðsstarfi og staðfest viðleitni sína til að hafa jákvæð áhrif. Jafnframt verður sífellt algengara að lífeyrissjóðir og einkafjárfestar geri kröfur um að ákveðnum hluta fjárfestinga þeirra sé stýrt í slík verkefni sem gæti aukið eftirspurn eftir grænum skuldabréfum þegar fram líða stundir með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir útgefendur.

Vaxandi markaður - Norðurlöndin taka af skarið

Samkvæmt Climate Bond Initiative, alþjóðlegum samtökum sem vinna að því að nýta fjármagnsmarkaði til að spyrna við neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga, óx útgáfa á grænum skuldabréfum um 78% árið 2017 frá árinu 2016 í um 178 milljarða Bandaríkjadollara. Jafnframt er gert ráð fyrir miklum vexti næstu árin. Bandaríkin, Kína og Frakkland eru stærstu aðilarnir á þessum markaði en þó hafa Norðurlöndin vakið athygli fyrir sínar útgáfur og eru að mörgu leyti talin leiðandi á þessu sviði. Á undanförnum árum hafa Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Finnland stigið ákveðin skref inn á þennan markað og í ár reið Landsvirkjun á vaðið fyrir hönd okkar Íslendinga með 200 milljón dollara útgáfu á grænum skuldabréfum og lagði þannig áherslu á umhverfislega kosti raforkuframleiðslu okkar Íslendinga.

Innlendur markaður verður til

Reykjavíkurborg gaf nýlega út grænt skuldabréf til að fjármagna m.a. gerð göngu- og hjólastíga, uppbyggingu hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla og innleiðingu LED lýsingar. Með útgáfunni tók borgin af skarið sem  fyrsti innlendi aðilinn til að gefa út grænt skuldabréf í íslenskum krónum og sendi þannig skýr skilaboð um umhverfisstefnu borgarinnar. Jafnframt hafa fleiri aðilar lýst yfir áhuga á grænni útgáfu, ekki síst vegna aukins áhuga fjárfesta á slíkum fjárfestingakostum.

Búast má við að innlendur markaður með græn skuldabréf  eigi eftir að vaxa nokkuð á næstu árum. Því er vert fyrir þá sem þurfa að fjármagna  verkefni  með jákvæðum umhverfisáhrifum, hvort sem það eru sveitarfélög, ríki eða fyrirtæki, að skoða græna útgáfu á skuldabréfum og fjárfesti þannig í bættu umhverfi.

Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar