Hækkun á fæðingarorlofi nýtist ekki þeim tekjulágu

Ósk Dagsdóttir fjallar um misskiptingu auðs þegar kemur að fæðingarorlofi í aðsendri grein.

Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, aug­lýsti í vik­unni breyt­ingu hjá fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði sem hann segir að nýt­ist þeim tekju­lágu. Það er ekki rétt.

Á síð­ustu tveimur árum hafa hámörk í fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði hækkað um 230 þús­und. Á sama tíma hafa lág­mörk hækkað á bil­inu 11 til 24 þús­und og þeir sem ekki geta unnið fá aðeins 77 þús­und en þeir sem eru í lág­tekju­störfum eða námi fá 177 þús­und krón­ur. Hækk­unin á hámarki er því hærri en það sem þeir sem hafa lægstu launin eða eru í námi fá. Hámarks­greiðslur eru átt­faldar lág­marks­greiðsl­ur.

Enn er aðeins hægt að fá 80% úr sjóðnum óháð tekjum þannig að það eru aðeins þeir sem hafa 650 þús­und krónur eða meira sem geta nýtt hækk­un­ina að ein­hverju leyti en 750 þús­und þarf til þess að full­nýta hana. Á sama tíma fær sá sem er með 300 þús­und krónur í laun aðeins 240 þús­und krónur í fæð­ing­ar­or­lof.

Auglýsing

Fæð­ing­ar­or­lof hefur ekki verið lengt neitt og er því í mesta lagi 9 mán­uðir ef báðir for­eldrar hafa efni á að taka það. Erfitt er að finna umönnun fyrir börnin eftir það og alveg ljóst að þau eru mjög ung til að yfir­gefa for­eldra sína. Þá bregða margir á það ráð að reyna að dreifa orlof­inu á lengri tíma en ljóst hlýtur að þykja að ekki er miklu til að dreifa fyrir suma.

Nú veit ég ekki hvort Ásmundur Ein­ar, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, haldi að 750 þús­und séu lág laun eða hvort hann sé að reyna að blekkja með orðum sín­um: „Nú stígum við stærra skref með umtals­verðri hækkun sem er til þess fallin að koma tekju­lágum for­eldrum til góða.“ En hvað sem kemur til þá eru þessi orð fjarri sann­leik­anum þar sem ein­ungis þeir sem hafa með­al­tekjur eða hærri njóta þess­arar hækk­un­ar.

Stefnu­yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­innar um að ein­henda sér í að „búa þannig um hnút­ana að hér verði gott að lifa og starfa fyrir unga sem aldna“ stenst engan veg­inn þegar börnum er mis­munað strax frá fæð­ingu. Það er ótækt að börn þurfi að alast upp við fátækt, skort og óvið­un­andi aðstæð­ur. Pen­ing­arnir eru til en fara til þeirra sem minnst þurfa á þeim að halda.

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar