Hækkun á fæðingarorlofi nýtist ekki þeim tekjulágu

Ósk Dagsdóttir fjallar um misskiptingu auðs þegar kemur að fæðingarorlofi í aðsendri grein.

Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, aug­lýsti í vik­unni breyt­ingu hjá fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði sem hann segir að nýt­ist þeim tekju­lágu. Það er ekki rétt.

Á síð­ustu tveimur árum hafa hámörk í fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði hækkað um 230 þús­und. Á sama tíma hafa lág­mörk hækkað á bil­inu 11 til 24 þús­und og þeir sem ekki geta unnið fá aðeins 77 þús­und en þeir sem eru í lág­tekju­störfum eða námi fá 177 þús­und krón­ur. Hækk­unin á hámarki er því hærri en það sem þeir sem hafa lægstu launin eða eru í námi fá. Hámarks­greiðslur eru átt­faldar lág­marks­greiðsl­ur.

Enn er aðeins hægt að fá 80% úr sjóðnum óháð tekjum þannig að það eru aðeins þeir sem hafa 650 þús­und krónur eða meira sem geta nýtt hækk­un­ina að ein­hverju leyti en 750 þús­und þarf til þess að full­nýta hana. Á sama tíma fær sá sem er með 300 þús­und krónur í laun aðeins 240 þús­und krónur í fæð­ing­ar­or­lof.

Auglýsing

Fæð­ing­ar­or­lof hefur ekki verið lengt neitt og er því í mesta lagi 9 mán­uðir ef báðir for­eldrar hafa efni á að taka það. Erfitt er að finna umönnun fyrir börnin eftir það og alveg ljóst að þau eru mjög ung til að yfir­gefa for­eldra sína. Þá bregða margir á það ráð að reyna að dreifa orlof­inu á lengri tíma en ljóst hlýtur að þykja að ekki er miklu til að dreifa fyrir suma.

Nú veit ég ekki hvort Ásmundur Ein­ar, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, haldi að 750 þús­und séu lág laun eða hvort hann sé að reyna að blekkja með orðum sín­um: „Nú stígum við stærra skref með umtals­verðri hækkun sem er til þess fallin að koma tekju­lágum for­eldrum til góða.“ En hvað sem kemur til þá eru þessi orð fjarri sann­leik­anum þar sem ein­ungis þeir sem hafa með­al­tekjur eða hærri njóta þess­arar hækk­un­ar.

Stefnu­yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­innar um að ein­henda sér í að „búa þannig um hnút­ana að hér verði gott að lifa og starfa fyrir unga sem aldna“ stenst engan veg­inn þegar börnum er mis­munað strax frá fæð­ingu. Það er ótækt að börn þurfi að alast upp við fátækt, skort og óvið­un­andi aðstæð­ur. Pen­ing­arnir eru til en fara til þeirra sem minnst þurfa á þeim að halda.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar