Hækkun á fæðingarorlofi nýtist ekki þeim tekjulágu

Ósk Dagsdóttir fjallar um misskiptingu auðs þegar kemur að fæðingarorlofi í aðsendri grein.

Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, aug­lýsti í vik­unni breyt­ingu hjá fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði sem hann segir að nýt­ist þeim tekju­lágu. Það er ekki rétt.

Á síð­ustu tveimur árum hafa hámörk í fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði hækkað um 230 þús­und. Á sama tíma hafa lág­mörk hækkað á bil­inu 11 til 24 þús­und og þeir sem ekki geta unnið fá aðeins 77 þús­und en þeir sem eru í lág­tekju­störfum eða námi fá 177 þús­und krón­ur. Hækk­unin á hámarki er því hærri en það sem þeir sem hafa lægstu launin eða eru í námi fá. Hámarks­greiðslur eru átt­faldar lág­marks­greiðsl­ur.

Enn er aðeins hægt að fá 80% úr sjóðnum óháð tekjum þannig að það eru aðeins þeir sem hafa 650 þús­und krónur eða meira sem geta nýtt hækk­un­ina að ein­hverju leyti en 750 þús­und þarf til þess að full­nýta hana. Á sama tíma fær sá sem er með 300 þús­und krónur í laun aðeins 240 þús­und krónur í fæð­ing­ar­or­lof.

Auglýsing

Fæð­ing­ar­or­lof hefur ekki verið lengt neitt og er því í mesta lagi 9 mán­uðir ef báðir for­eldrar hafa efni á að taka það. Erfitt er að finna umönnun fyrir börnin eftir það og alveg ljóst að þau eru mjög ung til að yfir­gefa for­eldra sína. Þá bregða margir á það ráð að reyna að dreifa orlof­inu á lengri tíma en ljóst hlýtur að þykja að ekki er miklu til að dreifa fyrir suma.

Nú veit ég ekki hvort Ásmundur Ein­ar, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, haldi að 750 þús­und séu lág laun eða hvort hann sé að reyna að blekkja með orðum sín­um: „Nú stígum við stærra skref með umtals­verðri hækkun sem er til þess fallin að koma tekju­lágum for­eldrum til góða.“ En hvað sem kemur til þá eru þessi orð fjarri sann­leik­anum þar sem ein­ungis þeir sem hafa með­al­tekjur eða hærri njóta þess­arar hækk­un­ar.

Stefnu­yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­innar um að ein­henda sér í að „búa þannig um hnút­ana að hér verði gott að lifa og starfa fyrir unga sem aldna“ stenst engan veg­inn þegar börnum er mis­munað strax frá fæð­ingu. Það er ótækt að börn þurfi að alast upp við fátækt, skort og óvið­un­andi aðstæð­ur. Pen­ing­arnir eru til en fara til þeirra sem minnst þurfa á þeim að halda.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar