Hækkun á fæðingarorlofi nýtist ekki þeim tekjulágu

Ósk Dagsdóttir fjallar um misskiptingu auðs þegar kemur að fæðingarorlofi í aðsendri grein.

Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, aug­lýsti í vik­unni breyt­ingu hjá fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði sem hann segir að nýt­ist þeim tekju­lágu. Það er ekki rétt.

Á síð­ustu tveimur árum hafa hámörk í fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði hækkað um 230 þús­und. Á sama tíma hafa lág­mörk hækkað á bil­inu 11 til 24 þús­und og þeir sem ekki geta unnið fá aðeins 77 þús­und en þeir sem eru í lág­tekju­störfum eða námi fá 177 þús­und krón­ur. Hækk­unin á hámarki er því hærri en það sem þeir sem hafa lægstu launin eða eru í námi fá. Hámarks­greiðslur eru átt­faldar lág­marks­greiðsl­ur.

Enn er aðeins hægt að fá 80% úr sjóðnum óháð tekjum þannig að það eru aðeins þeir sem hafa 650 þús­und krónur eða meira sem geta nýtt hækk­un­ina að ein­hverju leyti en 750 þús­und þarf til þess að full­nýta hana. Á sama tíma fær sá sem er með 300 þús­und krónur í laun aðeins 240 þús­und krónur í fæð­ing­ar­or­lof.

Auglýsing

Fæð­ing­ar­or­lof hefur ekki verið lengt neitt og er því í mesta lagi 9 mán­uðir ef báðir for­eldrar hafa efni á að taka það. Erfitt er að finna umönnun fyrir börnin eftir það og alveg ljóst að þau eru mjög ung til að yfir­gefa for­eldra sína. Þá bregða margir á það ráð að reyna að dreifa orlof­inu á lengri tíma en ljóst hlýtur að þykja að ekki er miklu til að dreifa fyrir suma.

Nú veit ég ekki hvort Ásmundur Ein­ar, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, haldi að 750 þús­und séu lág laun eða hvort hann sé að reyna að blekkja með orðum sín­um: „Nú stígum við stærra skref með umtals­verðri hækkun sem er til þess fallin að koma tekju­lágum for­eldrum til góða.“ En hvað sem kemur til þá eru þessi orð fjarri sann­leik­anum þar sem ein­ungis þeir sem hafa með­al­tekjur eða hærri njóta þess­arar hækk­un­ar.

Stefnu­yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­innar um að ein­henda sér í að „búa þannig um hnút­ana að hér verði gott að lifa og starfa fyrir unga sem aldna“ stenst engan veg­inn þegar börnum er mis­munað strax frá fæð­ingu. Það er ótækt að börn þurfi að alast upp við fátækt, skort og óvið­un­andi aðstæð­ur. Pen­ing­arnir eru til en fara til þeirra sem minnst þurfa á þeim að halda.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Óljóst hvernig sveitarfélög eigi að bera sig að við uppsetningu neyslurýma
Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði nýlega inn umsögn við reglugerð um neyslurými. Sambandið segir sveitarfélög „hafa ekki góða reynslu af því að verkefni með fremur óskýrri sameiginlegri ábyrgð séu fjármögnuð með skúffupeningum“
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar