Hækkun á fæðingarorlofi nýtist ekki þeim tekjulágu

Ósk Dagsdóttir fjallar um misskiptingu auðs þegar kemur að fæðingarorlofi í aðsendri grein.

Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, aug­lýsti í vik­unni breyt­ingu hjá fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði sem hann segir að nýt­ist þeim tekju­lágu. Það er ekki rétt.

Á síð­ustu tveimur árum hafa hámörk í fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði hækkað um 230 þús­und. Á sama tíma hafa lág­mörk hækkað á bil­inu 11 til 24 þús­und og þeir sem ekki geta unnið fá aðeins 77 þús­und en þeir sem eru í lág­tekju­störfum eða námi fá 177 þús­und krón­ur. Hækk­unin á hámarki er því hærri en það sem þeir sem hafa lægstu launin eða eru í námi fá. Hámarks­greiðslur eru átt­faldar lág­marks­greiðsl­ur.

Enn er aðeins hægt að fá 80% úr sjóðnum óháð tekjum þannig að það eru aðeins þeir sem hafa 650 þús­und krónur eða meira sem geta nýtt hækk­un­ina að ein­hverju leyti en 750 þús­und þarf til þess að full­nýta hana. Á sama tíma fær sá sem er með 300 þús­und krónur í laun aðeins 240 þús­und krónur í fæð­ing­ar­or­lof.

Auglýsing

Fæð­ing­ar­or­lof hefur ekki verið lengt neitt og er því í mesta lagi 9 mán­uðir ef báðir for­eldrar hafa efni á að taka það. Erfitt er að finna umönnun fyrir börnin eftir það og alveg ljóst að þau eru mjög ung til að yfir­gefa for­eldra sína. Þá bregða margir á það ráð að reyna að dreifa orlof­inu á lengri tíma en ljóst hlýtur að þykja að ekki er miklu til að dreifa fyrir suma.

Nú veit ég ekki hvort Ásmundur Ein­ar, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, haldi að 750 þús­und séu lág laun eða hvort hann sé að reyna að blekkja með orðum sín­um: „Nú stígum við stærra skref með umtals­verðri hækkun sem er til þess fallin að koma tekju­lágum for­eldrum til góða.“ En hvað sem kemur til þá eru þessi orð fjarri sann­leik­anum þar sem ein­ungis þeir sem hafa með­al­tekjur eða hærri njóta þess­arar hækk­un­ar.

Stefnu­yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­innar um að ein­henda sér í að „búa þannig um hnút­ana að hér verði gott að lifa og starfa fyrir unga sem aldna“ stenst engan veg­inn þegar börnum er mis­munað strax frá fæð­ingu. Það er ótækt að börn þurfi að alast upp við fátækt, skort og óvið­un­andi aðstæð­ur. Pen­ing­arnir eru til en fara til þeirra sem minnst þurfa á þeim að halda.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar