Hverju skila 17 nýir aðstoðarmenn?

Auglýsing

Nýlega voru sam­þykktar breyt­ingar á lögum um þing­fara­kaup alþing­is­manna og þing­fara­kostnað á sama tíma á fjár­lög næsta árs voru afgreidd. Helstu frétt­irnar eru þær að aðstoð­ar­mönnum þing­flokka er fjölgað um 17 tals­ins og fram­lög til stjórn­mála­flokka hækkuð um 20%, það eftir tvö­földun árinu áður. Lög sem allir þing­flokkar kvitt­uðu und­ir. Við því var búist að afgreiðsla þessi félli ekki í kramið hjá fólki í hverra augum stjórn­mála­menn skömmt­uðu sjálfum sér og má fyrir vikið heyra margar upp­hróp­anir á athuga­semdum vef­miðla sem og á sam­fé­lags­miðl­u­m. 



Nú kann að vera að þessi ráð­stöfun sé rétt­læt­an­leg. Að setja lög er heil­mikil vinna: Vanda þarf texta til að minnstur vafi leiki og afla þarf heil­mik­illa upp­lýs­inga til þess að unnt sé að taka upp­lýstar ákvarð­anir um hvernig á að kjósa. Jafn­framt að mála­fjöldi hefur auk­ist og jafn­vel orðið flókn­ari. 

Auglýsing



Þegar litið er á stað­reyndir máls­ins er eitt ljóst: Stjórn­mála­menn er að skammta sjálfum sér. Þing­menn fara með fjár­veit­inga­vald­ið, hið sama og færir stjórn­mála­flokkum aukna fjár­muni og þing­mönnum auka 17 aðstoð­ar­menn. 





Á sama tíma og Alþing­is­menn rétt­læta fjár­þörf sína er auð­velt að benda á fjár­þörf ann­arra. Til að mynda er Háskóli Íslands enn þá veru­lega fjársvelt­ur. Jafn­vel þó að Háskól­inn skori hátt á alþjóð­legum listum birt­ist fjár­skort­ur­inn svo sann­ar­lega í dag­legri starf­semi hans: Kenn­arar eru lengi að svara nem­endum þar sem þeir hafa tekið á sig auknar skyld­ur, starfs­fólk er að drukkna og er því seint til svar­anna þegar kemur að nið­ur­skurði og loks­ins má nefna Rann­sókn­ar­sjóð sem ekki hefur bol­magn í að styrkja það fræða­fólk sem þarf og verð­skuldar styrk og neyð­ist því til þess að vinna fyrir sér ann­ars staðar eða leita út fyrir lands­stein­anna. Þetta er dæmi sem ég tek úr mínu eigin umhverfi og þekki því fjár­þörf­ina jafn­vel og stjórn­mála­mað­ur­inn sem sam­þykkir í atkvæða­greiðslu að ráða fleiri aðstoð­ar­menn. Mig hryllir við að heyra dæmi frá lækni sem þarf að sinna sjúk­lingi á spít­ala sem ekki hefur pláss fyrir hann.



Þannig er ljóst að Alþingi er ekki eina íslenska stofn­unin sem þarf á auknu fjár­fram­lagi að halda. Ólíkt öðrum stofn­unum hins vegar fær Alþingi ein­hverju ráðið um eigin kjör. Slíkt er á mörk­unum að geta talist eðli­leg­t. 



Þá liggur eftir sú spurn­ing hvernig starf­semi Alþingis verður háttað eftir breyt­ing­una og hvort þessi ráð­stöfun sé endi­lega sú rétta til að styrkja starf­semi þess. Hefði t.d. verið hægt að ráða 17 starfs­menn með sér­þekk­ingu í stað 17 póli­tískra aðstoð­ar­manna? Væru fjár­munir betur settir í höndum frjálsra félaga­sam­taka á borð við Sam­tökin 78 eða Öldu, félag um Lýð­ræði og Sjálf­bærni, sem hvor um sig veita gjarnan umsagnir um lag­frum­vörp. Hefði verið hægt að nota þessa fjár­muni til þess að skoða hvernig hægt væri að gera þing­sköp almennt skil­virk­ari og vand­aðri eða jafn­vel hvort búa mætti til nýja umgjörð um Alþingi með auk­inni aðkomu almenn­ings að mál­u­m? 



Hverju munu þessir 17 aðstoð­ar­menn skila: Betri stjórn­málum og vand­aðri afgreiðslu mála í þágu almenn­ings eða valda­bar­áttu á nýju stigi? Við höfum í raun enga trygg­ingu fyrir fyrr­nefnda kost­in­um, flokkar ráða sína aðstoð­ar­menn póli­tískt og, eru gerðar neinar mennt­un­ar­kröfur og störfin eru í raun sjaldn­ast aug­lýst. Þetta er í raun baga­legt þar sem Alþingi hefur því miður ekki það traust sem til þarf. Þar má vel rök­styðja að það eru einmitt stjórn­mála­flokk­arn­ir, þó í mis­miklu mæli, sem eigi þar sök á. Ólík­legt verður því að þessi ráð­stöfun skili sér í auknu trausti á Alþingi eða bættra vinnu­bragða.  



Það er alveg ljóst að taka þarf Alþingi og stjórn­kerfi Íslands til heild­ar­end­ur­skoð­unn­ar, núver­andi kerfi er staðnað og úr sér geng­ið. Það ger­ist þó ekki á einni nóttu heldur er lang­tíma­verk­efni. Þar til verðum við, nú þegar þing­menn hafa fengið bót á sinni vinnu­að­stöðu, að gera strang­ari kröfur til Alþing­is­manna og stjórn­mála­flokka um betri stjórn­mál á Alþingi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None