Vegatollar og höfuðborgarsvæðið

Auglýsing

Síð­ustu daga hef ég mikið spáð í hvernig toll­arnir eiga að vera fram­kvæmdir og hvernig ráð­stafa á því fjár­magni sem kemur úr þeim. Þetta hefur verið í umræð­unni síð­ustu daga eftir að yfir­lýs­ing kom um mik­inn stuðn­ing flokk­ana við þessa hug­mynd. Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða og mjög mikið til af gögnum og umræðum frá því að hún kom upp fyrst. Mask­ína gerði könnun sem fór fram dag­ana 24. febr­úar til 6. mars 2017 sem er með nokkrum lyk­il­tölum sem gott er að horfa á án þess að farið sé mjög djúpt í mál­efn­ið. Hægt er að finna heild­ar­skjalið hér.

Til að taka fyrir vega­toll­ana eru nokkrir hlutir sem áhuga­vert er að horfa á. Ætla ég því að skipta þessu upp í nokkur mis­mun­andi sjón­ar­horn og taka hvert fyrir sig. Fyrsta sjón­ar­hornið er hvernig kostn­að­ur­inn dreif­ist milli lands­manna. Jú það á að loka höf­uð­borg­ar­svæð­inu af með tollum sem þýðir að allir ferða­menn þurfa að greiða tölu­verða tolla en einnig þeir sem sækja sér atvinnu í borg­inni, eða heil­brigð­is­þjón­ustu, eða já mjög margir aðrir sem sækja þurfa sér­hæfða þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Enda þegar skoðað er hverjir eru á móti toll­unum eftir búsetu kemur skýrt fram að þeir sem eru búsettir á Suð­ur­landi og Reykja­nesi eru flestir á móti þeim eða miðað við þessa könnun tæp 75%. 

Það eru göng víðs vegar um landið sem fólk myndi þurfa að greiða fyrir að fara í gegnum og mögu­lega undir svip­uðum skil­yrð­um. Mun­ur­inn liggur þó í því að verið sé að greiða fyrir not á dýrum göngum á móti venju­legum veg. Þegar við horfum til hversu margir munu keyra í gegnum toll­ana sem verið er að ræða um að setja í kringum höf­uð­borg­ar­svæðið á móti lands­byggð­inni vakn­aði ein spurn­ing hjá mér. Mun fjár­magnið sem kemur inn á hverju toll­svæði vera varið í fram­kvæmdir innan þess? Sem sagt þeir sem greiða fyrir að keyra inn til Reykja­vík­ur, verður sá pen­ingur not­aður í að bæta Hell­is­heið­ina, brú yfir Ölf­us, klára tvö­földun á Reykja­nes­braut, Sunda­braut. Hitt er að minnst af þessum gjöldum verða greidd af þeim sem eru búsettir í Reykja­vík og þar af leið­andi ætti að tak­marka hversu mikið af þessu fé fer í upp­bygg­ingu þar. Hver vega­tollur hlýtur af vera hugs­aður fyrir visst svæði, líkt og að fara í gegnum göng­in, og verið að rukka fyrir að fara Hell­is­heið­ina. Þar af leið­andi er hvergi verið að borga tolla fyrir að keyra inní Reykja­vík.

Auglýsing

Næsta sjón­ar­horn sem kemur upp er hvort ég hafi val­kost um eitt­hvað ann­að? Ef ég er neyddur til að keyra í gegnum toll­ana þá er þetta ein­föld skatt­lögn en ekki vega­toll­ar. Hérna er ég ekki ein­göngu að ræða að hafa aðra vegi sem hægt er að keyra heldur hvernig eru almenn­ings­sam­göng­ur. Núna vinnur mak­inn minn í bænum og ég ein­hverja daga en búum við á Sel­fossi og keyrum við því á milli. Þegar ég fór að skoða hvar toll­arnir yrðu settir er ekki annar val­kostur fyrir okkur en að keyra í gegnum hann og greiða. Til að kom­ast inn til Reykja­víkur án þess að borga til þar ann­að­hvort að keyra Suð­ur­standa­veg­inn og fram hjá Kleif­ar­vatni og inn í Hafn­ar­fjörð eða gegnum Þórs­mörk (ef toll­ur­inn verður þeim megin við) og inn í Hafn­ar­fjörð­inn. Hvor­ugt af þessu er raun­veru­legur val­kostur þar sem þessir vegir eru ekki í for­gangi með mokstur og ófærir þegar það er snjór, fyrir utan hversu mikið þetta bætir við ferð­ina. Þá fór ég að skoða almenn­ings­sam­göng­ur. Eini val­kost­ur­inn okkar er að taka rútu frá Sel­fossi og inn til Reykja­vík­ur, þar sem konan vinnur niður á Granda og ég á oft­ast erindi mið­svæðis horfði ég til þess að enda ein­hvers staðar þar. Fyrst tók ég fyrir hvernig hún kæm­ist til vinnu. Hún vinnur 10:00 – 18:00 virka daga líkt og margir ef þú ert í versl­un. Til að hún nái að mæta klukkan 10:00 þyrfti hún að taka strætó frá Sel­fossi 7:23 og yrði komin þá 8:45 niður í vinnu sem er ekki ásætt­an­legt þar sem hún þyrfti að bíða í rúman klukku­tíma áður en vinnan myndi hefj­ast. Þá var heim­leiðin eft­ir. Hún myndi þurfa að vera komin út í strætó skýli fyrir 18:09, sem sagt 9 mín­útu eftir lokum á versl­un­inni, til að ná strætó heim og þá tæki 1 klukku­tíma og 45 mín­útur að kom­ast. Ef hún missir af þeim þá er ekki næsti sem hún getur tekið fyrr en 21:15!. Nið­ur­staðan var fljót­lega sú að fara fram hjá þeim tvöfaldar næstum vega­lengd­ina og strætó tvö­faldar ferða­tím­ann (miðað við að minnka við sig vinnu og vera aldrei sein út), hvor­ugt af þessu er því raun­veru­legur val­kost­ur.

Þriðji og síð­asta sjón­ar­hornið er hvernig ætlum við að sjá upp­bygg­ing­una á nágranna­byggðum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Staðan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mjög ein­föld þegar kemur að búsetu­mál­um, ekki nægi­lega góð. Það er ekki verið að byggja næg hús­næði miðað við fólks­fjölg­un, inn­viðin í öllum rekstri sveit­ar­fé­lag­anna þarf að ná að aðlaga sig að þessum stækk­un­um, sam­göng­ur, almenn­ings­sam­göng­ur, inn­viðin svo eitt­hvað sé nefnt. Sveit­ar­fé­lögin í kring hafa tekið við sér í upp­bygg­ingu til að bjóða ódýr­ari hús­næði fyrir utan höf­uð­borg­ar­svæðið og fólk geti þá sótt vinnu í borg­inni. Þetta tekur visst álag af upp­bygg­ing­unni sem þarf að eiga sér stað í borg­inni og er í sam­ræmi við þá þróun sem hefur gerst ann­ars staðar í heim­in­um. Fjöl­skyldu­fólk býr í úthverfum sem eru 30-45 mín­útna keyrslu frá mið­bæn­um, sem vill svo til að er svipuð keyrsla og til nágranna sveit­ar­fé­lag­anna við borg­ina. Það hækkar alltaf verðið að búa í borgum og sér­stak­lega mið­svæðis í þeim. Þeir sem vilja stærri hús, garð, minna áreiti og annað álíka leita því í úthverfin eða nágranna sveit­ar­fé­lög­in. Vega­tollar er bein skatt­lögn til við­bótar fyrir þessa hópa, hópa sem skil­grein­ast í mörgum til­vikum sem barna­fjöl­skyld­ur, eða jafn­vel þeir sem hafa ekki efni á eigin hús­næði í Reykja­vík og flytja því á þessi svæði. Tel ég að frekar en að setja upp tolla til að skatt­leggja auka­lega þá sem ákveða að flytja frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu að hvetja þurfi til þess. Þetta myndi létta á hús­næð­is­vand­anum sem á sér stað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Síð­asta sem eng­inn virð­ist benda á. Þetta er skatt­lögn sem mun nán­ast ein­göngu leggj­ast á þá sem ekki búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu! Engir toll­ar, gjöld eða álíka mun koma þar né verið að leggja meira í það að draga úr umferð á því svæði. Ein­göngu til að kom­ast inn og út úr borg­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None