Allar okkar bestu óskir

Auglýsing

Það hefur rýrnað eitt­hvað í jóla­korta­pok­anum eftir árun­um, en jóla­kveðj­urnar í útvarp­inu virð­ast lifa enn góðu lífi. Sem er mikið fagn­að­ar­efni. Það er eitt­hvað svo ótrú­lega gott að hlusta á þessar kveðjur svona rétt fyrir aðfanga­dag. Dag­ur­inn sem allt stressið síð­ustu daga hefur snú­ist utan um. Kannski eru þessar kveðjur bara eitt­hvað sem ákveðnir aðilar tengja við jól­in. Ég sjálf tengi þær sterkt við æsku minnar jól, man eftir móður minni að þrífa til klukkan tvö um nótt sveitt og kvíðin að hlusta á jóla­kveðj­urnar og mér finnst þessi minn­ing góð, huggu­leg. Þökkum allar góðar stund­ir.

Kannski er ég skrítin en það er eitt­hvað við þessar kveðj­ur, eitt­hvað sem fær mig til að hugsa til fólks­ins sem sendi þær. Hvort þau hafa átt gott líf. Hvernig árið fór með þau og hvernig þau hafa það um hátíð­arn­ar. Hug­heilar kveðj­ur. Ég ímynda mér að sumir eigi bara oggu­lítið við­ar­tré og finn­ist það gott. Sitji og hlusti á útvarp­ið. Aðrir að strauja skyrtu fyrir jóla­boð­ið. Ég ímynda mér að það séu ein­hver þarna úti eins og mamma, einar með mopp­una á veggj­unum og rauð­kálið í pott­in­um. Með metnað og ákveðni fyrir að gera vel við fjöl­skyldu sína. Verða þreytt dag­inn eft­ir, en mjög stolt. Með bestu óskum um gæfu og gleði. Það er ein­fald­leik­inn sem virð­ist gefa mest. Ég fæ ekki einu sinni nema í mesta lagi eina kveðju stíl­aða til mín en ég hlusta á þær allar eins og þær séu allar til mín og minnar fjöl­skyldu. Með ósk um góð sam­skipti á kom­andi ári.

Ég skal vera alveg hrein­skil­in, ég var þarna með ykkur um dag­inn að hugsa allt illt um þessar hátíð­ir. Ég var korter í að kýla ein­hvern í umferð­inni fjórum dögum fyrir jól. Í Sam­eig­in­legu stresskasti af því að Siggi þarf meira en síðar bux­ur, pakk­arnir aldrei nógu stórir eða góð­ir. Ekki nógu dýr­ir. Við það að gefa ein­hverjum oln­boga­skot í síð­una í Bónus af því að það skal sko vera góð veisla. Gleymdi samt að kaupa nán­ast allt og þurfti að fara aftur af því að það er svo erfitt að hugsa með alla ofan í sér. Erf­ið­ara að þurfa fara oft, en þessi veisla skal vera góð. Megi nýtt ár vera ykkur gjöf­ult.

Auglýsing

Auð­vitað viljum við hafa gott að borða og að sjálf­sögðu viljum við gefa ást­vinum okkar gjafir og sýna þeim að okkur þykir vænt um þau. Hafa það huggu­legt og gera vel við okk­ur. Stundum þurfum við bara að láta af full­komn­un­ar­árátt­unni. Ég hugsa til mömmu minnar sem var af þeirri kyn­slóð­inni að það þurfti að baka að minnsta kosti fimm­tíu sortir og þrífa hvern ein­asta kima í hús­inu. Við gleymum bara oft hversu góðir litlu hlut­irnir eru. Núna hugsa ég til mömmu og verð smá leið að hafa ekki hjálpað henni meira. En á sama tíma hugsa ég hversu ánægð ég er að hafa átt hana og að hún hafi viljað gera allt ein­stak­lega flott og hátíð­legt fyrir okkur fjöl­skyld­una. Ég fann fyrir því og það var gott. Hún var örugg­lega ein tauga­hrúga. Nagli. Þökkum allt gott og lið­ið.

Í laufa­brauðs­gerð­inni í ár hugs­aði ég til þess hversu inni­legt það er að gera eitt­hvað í sam­ein­ingu. Stór­fjöl­skyldan saman að gera eitt­hvað, baka og skera út. Skapa í sam­ein­ingu. Sama má segja um skötu­veisl­una á Þor­lák þegar allt í einu eru komnir um fjöru­tíu manns í eitt hús að mana hvort annað í að borða illa lykt­andi fisk. Fjöl­skyldur að baka sam­an, börnin að gera kúlur og allir líta fram­hjá því þó að eitt þeirra hnerri aðeins í deig­ið. Ég hugs­aði að þetta væri svona eins og þegar við tölum um ítalska eld­hús­ið. Ég hef ákveðið að kalla þetta sam­ein­ing­ar­eld­húsið jól. Með ósk um fleiri stundir saman á kom­andi ári.

Því hátíð­irnar ættu að vera einmitt um það. Að gera eitt­hvað sam­an. Þrífa húsið saman og vera stolt af afrek­inu þegar að aðfanga­dagur rennur loks upp. Njóta sam­eig­in­lega afrakst­urs­ins. Að hlusta á jóla­kveðjur frá ókunn­ugu fólki og finna til hlýju yfir góðum og fal­legum orðum sem fara út í sam­fé­lag­ið. Hug­heilar kveðjur til allra lands­manna. Þökkum allar góðu stund­irnar á liðnum árum.

Það nefn­in­lega verður oft þannig að það sem situr eftir og ristir oft dýpra en allt dótið er kannski kortið frá yfir­manni sem þakkar í allri ein­lægni fyrir sam­starfið á árinu. Jóla­kort sem er stílað á glæ­nýtt par því að ætt­ingi reyndi af öllu megni að muna hvað nýi kærast­inn heit­ir. Kossar frá fólki í jóla­boð­inu sem maður hefur ekki hitt lengi og lyktin af litlum neg­ul­nöglum í mandar­ínu. Að standa saman í eld­hús­inu og einn gerir for­rétt og annar aðal­rétt, kannski er þriðji að gera til­raun að nýjum jóla­drykk til að gefa öllum að smakka. Það sjá lík­leg­ast allir að lyk­il­inn að þess­ari hug­leið­ingu er orðið “sam­an”. Vissu­lega vorum við öll saman í umferð­inni og í röð­inni að bölva í hljóði. En von­andi verðum við öll einnig saman í því að njóta og þakka fyrir það sem við höf­um. Kannski á næsta ári verðum við meira saman í því að minnka óþarfa og meta ein­földu hlut­ina. Gerum hátíð­legt saman en skiljum ekki ein­hvern eftir með allt á bak­inu. Við þekkjum þennan pistil öll, þetta er klisjan í bók­staf­lega öllum jóla­mynd­un­um. Samt gleymum við honum of oft innst inni. Stressumst upp og viljum dýr­ara og meira. Förum í sam­keppni um að vera best og flott­ust. En þegar maður hugsar aðeins út í það, þá er það ein­lægnin sem á vinn­ing­inn í hvert ein­asta sinn.

Með ósk um gleði­lega hátíð og far­sælt kom­andi ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None