Veggjöld, fátækraskattar og hamingjan

Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl skrifar.

Auglýsing

Í veggjöldum liggur sá mögu­leiki að jafna fjár­hag og félags­leg gæði ólíkra sam­fé­lags­hópa á Íslandi.

Í kort­unum er að vinnu­hópur á vegum Sam­göngu­ráðu­neytis leggi fram til­lögu um veg­tolla til sam­þykktar á þingi í jan­ú­ar. Fátt er jafn umdeilt og nýjar leiðir til að skatt­leggja almenn­ing og engin und­an­tekn­ing er á því í þessu máli. Fátækra­skattur er orð sem mikið er fleygt í umræð­unni og það er auð­velt að vera  sam­mála þeirri full­yrð­ingu að veggjöld séu einmitt fátækra­skattar miðað við þær til­lögur sem fyrir liggja. Það á að gera fólki auð­veld­ara að velja bíl­inn, en jafn­framt dýr­ara.

Ekki hægt að vera sam­mála/ó­sam­mála veg­tollum

Þegar gjöld eru tekin af almenn­ingi verða þau alltaf að skoð­ast í sam­hengi við það sem ríkið eða sveit­ar­fé­lög nota þau í. Hluti af þeim gjöldum sem við greiðum í gegnum útsvar er til dæmis not­aður í að nið­ur­greiða leik­skóla­dvöl barna. Þetta er ákveðin grunn­þjón­usta sem allir greiða fyrir og flestir eru sáttir við þá útfærslu að for­eldrar sem nýta sér leik­skól­ana greiði meira en þeir sem ekki eiga börn í leik­skóla. Einnig borga þeir for­eldrar sem eiga mörg börn í leik­skóla meira en þeir sem eiga eitt. Það sama má segja um veg­tolla og tafagjöld. Grunn­urin er löngu til­bú­inn en í hvað verður auka­gjald­takan af not­enum nýtt?

Auglýsing

Núver­andi til­lög­ur 

Meiri­hluti Umhverf­is- og sam­göngu­nefndar hefur lagt til að gjöld verði tekin á þremur stofnæðum í og við Reykja­vík, í jarð­göngum og við nýfram­kvæmdir sem stytta veg­kafla á lands­byggð­inni. Allt á þetta að fjár­magna fleiri jarð­göng, nýfram­kvæmdir á lands­byggð­inni og síð­ast en ekki síst nýfram­kvæmdir sem auka umferð­ar­flæði innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins líkt og tvö­fald­anir vega og mis­læg gatna­mót.

Aukið flæði umferðar = meiri umferð

Ein­hvers­staðar í ferl­inu hefur minn­is­blaðið um upp­fyll­ingu Par­ís­ar­sátt­mál­ans glat­ast á leið­inni til Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. Aukið flæði umferðar í einka­bílum býður upp á meiri umferð, jafn miklar tafir og meiri útblást­ur. Það er ekk­ert leynd­ar­mál í hinum upp­lýsta heimi að séu mögu­leikar á umferð­ar­flæði auknir mun umferð aukast á því svæði og tafir ekki minnka. Þetta hefur nú þegar sannað sig á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem og ann­ars stað­ar. Fólki fjölgar og það velur þær leiðir þar sem mestar líkur eru á góðum milli­tíma. Það mun hrúg­ast í bíl­unum sínum á hin nýju land­freku mis­lægu gatna­mót og þeysa um breiða tvö­falda vegi með hljóð­mönum á báða bóga og ná frá­bærum milli­tíma nema, já nema, þegar allir aðrir ætla að gera það nákvæm­lega sama á sama tíma. Þá fer allt í sama horfið og þótt allir séu í raf­magns­bíl­unum sínum þá menga þeir líka í fram­leiðslu, förgun og notk­un.

Nýt­ist efna­minni best

Eina leiðin til þess að veg­tollar og tafagjöld innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins nýt­ist bæði þeim sem borga og Íslandi í að ná sínum mark­miðum er að fjár­festa í betri innviðum fyrir fólk sem ferð­ast gang­andi, hjólandi og með almenn­ings­sam­göng­um. Það er einnig eina leiðin til að bjóða þeim sem minna hafa milli hand­anna að ferð­ast ódýr­ara á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, meira að segja ódýr­ara en það er að ferð­ast núna með bíl, fyrir veg­tolla. Sam­kvæmt útreikn­ingum FÍB kostar það á milli 93 og 162 þús­und að reka nýjan bíl á mán­uði, það er fyrir utan lána­greiðsl­ur. Þetta gera um 1.1 til 2.3 millj­ónir á ári. Auð­vitað er hægt að reka gamlan bíl en þá koma við­gerðir upp á móti sem eru oft óvæntur og óþægi­legur kostn­að­ur. Það eru ekki margir mögu­leikar fyrir efna­m­inna fólk til að bæta hag sinn um milljón eða meira á ári með einni aðgerð. Þess vegna myndu skil­yrt veggjöld nýt­ast þeim best.

Stuðn­ingur við veggjöld

Stuðn­ingur Sam­taka um bíl­lausan lífs­stíl við veg­tolla og tafagjöld á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er algjör­lega ein­skorð­aður við að inn­koman verði skil­yrt til upp­bygg­ingu vist­vænna sam­gangna. Að nota inn­kom­una í að auka umferð einka­bíla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þ.a.l. meng­un, allt til þess að auka umferð­ar­flæði tíma­bund­ið, er hrein­lega galið. Skil­yrða þarf inn­kom­una til þess að stuðla að hraðri upp­bygg­ingu hágæða almenn­ings­sam­gangna(­les­ist Borg­ar­lín­u), bæta núver­andi strætó­kerfi, bæta deili­kerfi og teng­ingu þeirra við almenn­ings­sam­göng­ur, byggja hágæða hjóla­stíga­kerfi og bæta öryggi gang­andi veg­far­enda. Þetta er eina leiðin til að koma til móts við efna­m­inna fólk, bæta umferð­ar­flæði og stand­ast alþjóð­legar skuld­bind­ingar í lofts­lags­mál­um. Allt í sömu aðgerð­inni. Í kaup­bæti fáum við svo betri loft­gæði, minni örplasts­mengun, minni hljóð­meng­un, meiri hreyf­ingu, meiri úti­veru, betur stæð heim­ili, líf á göt­urnar og almennt meiri ham­ingju.

Þar til ákvörðun um að veggjöld verði ein­ungis notuð til byggja upp og styrkja inn­viði fyrir vist­væna far­ar­máta liggur fyrir geta Sam­tök um bíl­lausan lífs­stíl ekki stutt hug­myndir meiri hluta Umhverf­is- og sam­göngu­nefndar um veggjöld, langt því frá.

Stjórn Sam­taka um bíl­lausan lífs­stíl:

Björn H. Sveins­son – for­maður

Val­gerður Hún­boga­dóttir – vara­for­maður

Axel Kaaber – með­stjórn­andi

Björn Teits­son – með­stjórn­andi

Taka skal fram að und­ir­rituð taka ekki afstöðu í þess­ari grein til gjald­töku í göngum og við nýfram­kvæmdir á lands­byggð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar