Þrjú góð ráð til að standa við nýársheitin

Ingrid Kuhlman segir að ef fólk vill gera breytingar þurfi það að skora innra talið á hólm.

Auglýsing

Í byrjun árs eru margir sem ein­setja sér að til­einka sér nýja og góða siði og leggja vonda siði til hlið­ar. Hér fyrir neðan eru þrjú góð ráð sem ættu að hjálpa þér við að standa við nýárs­heit­in:

1. Leggðu mat á hversu til­bú­in(n) þú ert

Sam­kvæmt Dr. John Norcross sál­fræð­ingi, sem hefur í yfir 30 ár rann­sakað breyt­ingar og það sem virkar í tengslum við þær, er um að ræða fimm stig þegar breyt­ingar eru ann­ars veg­ar: Frum­hug­leið­inga­fasann, hug­leið­inga­fasann, und­ir­bún­ings­fasann, fram­kvæmda­fas­ann og við­halds­fas­ann.

Í frum­hug­leið­inga­fas­anum finnum við fyrir þrýst­ingi til að gera breyt­ing­ar, en það sem við viljum breyta er okkur ekki endi­lega fylli­lega ljóst. Við veitum hegð­un­ar­breyt­ingum jafn­vel mót­stöðu. Norcross segir að í þessum fasa ættum við ekki að grípa til aðgerða alveg strax.

Auglýsing

Í hug­leið­inga­fas­anum byrjum við alvar­lega að íhuga þær breyt­ingar sem okkur langar til að gera, en við erum hugs­an­lega á báðum áttum og skortir sjálfs­traust eða vissu. Þetta er góður tíma­punktur til að vega og meta alla kosti og galla breyt­ing­anna og taka lítil und­ir­bún­ings­skref.

Í und­ir­bún­ings­fas­anum er mik­il­vægt að hækka orku­stig­ið, tryggja að við höfum nægan tíma fyrir breyt­ing­arn­ar, ákveða mark­mið og tíma­setn­ingar og ræða við aðra um áform okk­ar.

Fram­kvæmda­fas­inn snýst, eins og nafnið gefur til kynna, um aðgerðir og síðan tekur við við­halds­fas­inn. Margir telja að við­halds­fas­inn sé erf­ið­ast­ur, en höfum við kom­ist vel í gegnum fyrstu fjóra fasana erum við sterk­ari á svell­inu í þessum síð­asta fasa.

Að leggja mat á hversu til­búin við erum getur komið í veg fyrir að við tökum eitt skef áfram og tvö aftur á bak.

2. Náðu tökum á þínu innra tali

Ein af ástæð­unum fyrir því að það er áskorun að standa við sett mark­mið er að okkar innri gagn­rýn­andi rekur fleyg millu þess hvar við erum og þess hvert við stefn­um. Röddin í höfði okkar er eins og grimmur þjálf­ari sem dregur kjarkinn úr okk­ur, lít­il­lækkar okkur og grefur undan okk­ur. Þegar við reynum að gera breyt­ingar er eins og hljóð­styrkur innri radd­ar­innar hækki.

Þegar við setjum okkur sem dæmi mark­mið um að hreyfa okkur meira segir innri röddin okkar vin­gjarn­lega:

  • „Sofðu bara aðeins leng­ur. Þú þarft ekki að hlaupa í dag, þú þarfn­ast hvíld­ar.”

  • „Væri ekki ljúft að fara beint heim í stað þess að fara í rækt­ina? Þetta er búið að vera svo langur og strangur dag­ur.”

  • „Þú stóðst þig mjög vel í gær. Þú átt skilið að taka því rólega í dag.”



Vanda­málið er að þegar við förum eftir þessum ráð­legg­ingum breyt­ist innri röddin mjög fljótt í:

  • „Þú ert svo lat­ur. Ég vissi að þér myndi ekki takast þetta”.

  • „Þú nærð aldrei neinum mark­mið­um. Það er lík­lega best að gef­ast bara upp strax.”

  • „Fannst þér þú standa þig vel? Einmitt!”

Ef við viljum gera breyt­ingar þurfum við að skora innra talið á hólm, t.d. með því að:

  • taka eftir gagn­rýn­is­rödd­inni þegar hún laumar sér inn í hugs­anir okkar og reynir að senda okkur skila­boð þar sem hún getur komið í veg fyrir að við náum settum mark­mið­um.

  • skrifa niður gagn­rýnistalið í annarri per­sónu, t.d. “Þú ert svo heimsk, það er ekki séns á að þér tak­ist þetta.” Með því að nota aðra per­sónu sköpum við smá fjar­lægð milli radd­ar­innar í höfði okkar og okkur sjálfra.  

  • svara innri rödd­inni með því að skrifa niður sam­úð­ar­fullt og raun­hæft svar. Þannig aukum við trú á eigin getu. Hafðu svörin í fyrstu per­sónu, t.d. “Það tekur mig kannski smá tíma að ná tökum á nýjum hlut­um, en ég er fylli­lega hæf(­ur) til þess.”

3. Sýndu góð­vild í eigin garð (e. sel­f-compassion)

Góð­vild í eigin garð færir okkur aukna vellíð­an, bjart­sýni, seiglu og sjálfs­virð­ingu og hjálpar okkur við að ná settum mark­mið­um. Sam­kvæmt Dr. Kristin Neff, sem er frum­kvöð­ull í rann­sóknum á vel­vild í eigin garð, sam­anstendur hún af þremur þátt­um: 1) að sýna sjálfum sér skiln­ing og stuðn­ing og skipta harðri sjálfs­gagn­rýni út fyrir mild­ari og jákvæð­ari orð, m.ö.o. að koma fram við okkur sjálf eins og við myndum koma fram við góðan vin; 2) að við­ur­kenna að þján­ingar og það að ná ekki settu marki sé sammann­leg reynsla; við séum öll á sama báti; og 3) að fylgj­ast með nei­kvæðum til­finn­ingum án þess að vera gagn­tek­inn af þeim, ýkja þær, dæma eða bæla.

Fólk sem sýnir sjálfu sér hlýju, sam­kennd og skiln­ing er lík­legra til að leggja sig fram, ekki af því að það vill vekja aðdáun ann­arra eða sjálfs sín heldur af því að það vill læra og vaxa. Það axlar ábyrgð á mis­tökum og tekst á við þau með jafn­að­ar­geði.



Ef við viljum standa við nýárs­heitin þurfum við að vera ákveðin og sýna seiglu þegar kemur að innri rödd­inni en mildi og vin­gjarn­leika í fram­kom­unni við okkur sjálf.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar