Flugeldafár

Evrópumet í Svifryksmengun. Doktor í lögfræði veltir fyrir sér flugeldafári og hagsmunum almennings, og hvernig þeir eru best varðir.

Auglýsing

Í upp­hafi síð­asta árs var að öllum lík­indum slegið Evr­ópu­met í svifryks­mengun í Smára­hverfi í Kópa­vogi sam­kvæmt opin­berum mæl­ing­um. Um nýaf­staðin ára­mót var meng­unin þrisvar sinnum minni en árið áður. Hún var þó sautján­falt yfir hættu­mörkum eins og rík­is­valdið skil­greinir þau. Meng­unin virð­ist að mestu stafa frá flug­elda­skot­gleði íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Skað­semi svifryks

Af lestri minn­is­blaðs Kópa­vogs­bæjar um var­huga­verða mengun í Dal­smára um ára­mót frá í sept­em­ber verður varla dregin önnur ályktun en að um hættu­legt ástand sé að ræða. Í minn­is­blað­inu segir m.a:

„Ýmis efna­sam­bönd er að finna í flug­eldum og mörg þeirra eru skað­leg heilsu manna og dýra. Áhrif svifryks á heilsu manna er m.a. háð stærð agn­anna en minnstu agn­irnar ... kom­ast djúpt í lungu manna og geta safn­ast þar fyrir eða farið út í blóð­rás. Ef málmar eða PAH sam­bönd eru í ryk­inu eykst hættan enn frekar fyrir heilsu manna. Smæstu agn­irnar eru taldar geta haft veru­leg áhrif á heilsu og þroska barna. Helstu sjúk­dómar sem raktir eru til svifryks­meng­unar eru önd­un­ar­færa­sjúk­dómar og hjarta- og æða­sjúk­dóm­ar.“

Auglýsing

Í minn­is­blað­inu er m.a. hvatt til að „skoðuð sé betur mögu­leg hætta af málmum í flug­eldum og áhrifum á jarð­veg og umhverfi með mögu­legum lang­tíma­á­hrifum á lýð­heilsu.“ Í minn­is­blað­inu er auk þess bent á að „rann­sóknir á upp­söfn­uðum málmum í jarð­vegi eru fáar ef nokkrar í umhverfi brenna og flug­elda­sýn­inga en ljóst er að málm­arnir í flug­eld­unum safn­ast ein­hvers­staðar fyr­ir.“ Í þessu sam­hengi má benda á að íþrótta­svæði Breiða­bliks, grunn- og leik­skóli eru skammt frá mæli­stöð­inni í Dal­smára.

Rétt­ur­inn til heil­næms umhverfis

Í umræð­unni um þessi mál hefur lítið farið fyrir laga­legum rök­um. Hér verður reynt að draga fram nokkrar rök­semdir sem ekki hafa fengið mikla athygli:

1. Í stjórn­ar­skrár­inni er ákvæði sem kveður á um að allir skuli njóta frið­helgi einka­lífs, heim­ilis og fjöl­skyldu. Sam­bæri­legt ákvæði er að finna í Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Sam­kvæmt dóma­fram­kvæmd Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu fellur réttur til heilsu­verndar og heilsu­fars ein­stak­linga undir frið­helgi einka­lífs sem liður í þeim rétti að geta notið einka­lífs og heim­ilis á frið­sælan hátt.

2. Í Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem lög­festur hefur ver­ið, er kveðið á um skyldu aðild­ar­ríkja til að við­ur­kenna rétt barns til að njóta besta heilsu­fars sem hægt er að tryggja. Auk þess er kveðið á um skyldu aðild­ar­ríkja samn­ings­ins til að gera allar þær ráð­staf­anir sem væn­legar eru til árang­urs og við eiga í því skyni að ryðja úr vegi hefðum sem eru skað­legar heil­brigði barna. 

3. Í Alþjóða­samn­ingnum um félags­leg, efna­hags­leg og menn­ing­ar­leg rétt­indi, sem Ísland er aðili að, hvílir sú skylda á aðild­ar­ríkjum hans að við­ur­kenna rétt sér­hvers manns til þess að njóta lík­am­legrar og and­legrar heilsu að hæsta marki sem unnt er. 

4. Í Félags­mála­sátt­mála Evr­ópu, sem Ísland er aðili að, kemur fram að aðild­ar­ríki hans skuld­bindi sig til að gera við­eig­andi ráð­staf­an­ir, í því skyni að tryggja, að réttur til heilsu­verndar sé raun­veru­lega, er miði m.a. að því að útrýma eftir því sem auðið er orsökum heilsu­leys­is.

5. Í EES-­samn­ingnum segir m.a. að aðgerðir samn­ings­að­ila á sviði umhverf­is­mála skuli grund­vall­aðar á þeim meg­in­reglum að girt skuli fyrir umhverf­is­spjöll. Auk þess kemur fram að kröfur um umhverf­is­vernd skulu vera þáttur í stefnu samn­ings­að­ila á öðrum svið­u­m. 

6. Óbeina til­vísun til rétt­ar­ins til heil­næms umhverfis má ráða af mark­miði laga um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, þ.e. „að búa lands­mönnum heil­næm lífs­skil­yrði og vernda þau gildi sem fel­ast í heil­næmu og ómeng­uðu umhverf­i.“

7. Meðal und­ir­stöðu­reglna í inn­lendum sem og alþjóð­legum umhverf­is­rétti er hin svo­nefnda var­úð­ar­regla. Rök­semdin að baki regl­unni er óvissa. Þrátt fyrir óvissu ber eftir sem áður að grípa til fyr­ir­byggj­andi var­úð­ar­ráð­staf­ana jafn­vel þótt ekki sé mögu­legt að sýna fram á orsaka­tengslin á milli til­tek­inna afhafna og áhrifa þeirra.

Réttur brot­inn?

Í ljósi ofan­greinds verður að spyrja hvort að íslenska ríkið standi vörð um rétt íbúa Smára­hverfis í Kópa­vogi til heilsu­verndar og heilsu­fars með því reglu­verki sem nú er til staðar um flug­elda í ljósi mæl­inga um svifryks­mengun um ára­mót. Lyk­il­spurn­ingin hér er hvort rík­is­vald­inu sé stætt á að heim­ila sölu varn­ings sem virð­ist valda jafn mik­illi mengun og raun ber vitni. End­ur­skoðun á mála­flokknum þarf að eiga sér stað.

Grund­vall­ar­hlut­verk rík­is­valds­ins

Björg­un­ar­sveit­irnar eru fyr­ir­ferða­mestur í sölu flug­elda. Spyrja verður hvort það sé eðli­legt að einka­að­il­ar, mest megnis í sjálf­boða­vinnu (sem er virð­ing­ar­vert), sinni einu af grund­vall­ar­hlut­verkum rík­is­valds­ins — að verja borg­ar­ana fyrir hættu og bjarga þeim úr hættu. Til að standa straum af kostn­aði  — sem væri rök­rétt að væri greiddur af rík­inu — flytja þessir aðilar inn og selja vöru sem hefur mengun í för með sér, veldur tjóni á munum og skaðar fólk (í sumum til­fellum var­an­lega). Oft er látið eins og það sé hálf­gerð skylda að versla umrædda vöru af björg­un­ar­sveit­unum svo þær geti sinnt hlut­verki rík­is­valds­ins. Á rík­is­valdið ekki að koma meir að þessum mála­flokki eða hrein­lega taka hann yfir? Er ekki eitt­hvað bogið við þetta?

Höf­undur er íbúi Smára­hverfis í Kópa­vogi og dós­ent við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar