Kirkja og kristni í ólgusjó

Örn Bárður Jónsson segir þá sem gagrýna kirkju og kristni vera velkomið að gera það, en biður um sanngirni og virðingu í tjáskiptum. Kærleiksboðskapur Krists muni þó aldrei úreldast og kirkja hans ekki heldur.

Auglýsing

Á Íslandi og víða í hinum vest­ræna heimi ber meir og meir á afskipta­leysi fólks og áhuga­leysi þegar kemur að kirkju og kristni. Heim­ur­inn breyt­ist ört og net­væð­ing heims­ins hefur mikil áhrif og tekur stærri og stærri hluta af tíma fólks. Upp­lýs­inga­miðlun í net­miðlum er í smá­skömmt­um, brota­kennd miðl­un, sem tekur minna og minna mið af sam­hengi hlut­anna. Ofan á þetta bæt­ast svo fals­fréttir af ýmsu tagi. Gagn­rýni á kirkju og kristni er á köflum nokkuð her­ská og óvæg­in. Öll höfum við lífs­sýn eða gil­da­grunn sem líf okkar hvílir á. Lífs­sýn er í reynd ákveðið form trúar enda þótt í sumum til­fellum sé ekki um að ræða lífs­sýn sem byggir á hug­myndum um hand­an­ver­andi Guð. Boðun lífs­gilda er og verður ætíð ein­hvers­konar birt­ing­ar­mynd trú­boðs.

Hugs­anafljótið

Skoðum aðeins grund­völl vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja. Þau hafa þegið allt sitt vit, öll sín gildi, alla sína hugsun og skiln­ing á veru­leik­an­um; allar hug­myndir um mann­eskj­una, um þjóð­fé­lag­ið, um rétt­læti, jafn­rétti, skipt­ingu gæða, ábyrgð fólks hvert á öðru og hvað eina sem við teljum auð vest­rænnar menn­ing­ar. Allt er þetta komið úr einni og sömu upp­sprettu.

Auglýsing
Páll heit­inn Skúla­son, heim­spek­ingur og fv. rektor Háskóla Íslands, rit­aði eitt sinn um upp­sprettu vest­rænnar hugs­un­ar. Hann not­aði lík­inga­mál og tal­aði um hugs­anafljót­ið. Þetta mikla fljót vest­rænnar vizku er myndað af tveimur elf­um. Ann­ars vegar rennur í það hin grísk/fílósífska elfur og hins vegar hin gyð­ing/kristna. Þessar tvær elfar mynda hugs­anafljótið mikla.

Grikkir voru margir miklir hugs­uð­ir, en þeir voru ekki mikið fyrir það að  óhreinka hendur sínar og stunda lík­am­lega vinnu. Til þess voru þrælar og amb­átt­ir. Hebr­ear eða Gyð­ingar voru meira fyrir mold­ina og fundu til skyld­leik­ans við duft­ið. Kunn eru orð Gamla testa­ment­is­ins: „Af jörðu ertu kom­inn. Að jörðu skaltu aftur verða. „Séra Hall­grímur Pét­urs­son, einn af þekkt­ustu full­trúum hins gyð­ing/kristna arfs í íslenskir menn­ing­ar­sögu, sagði það saman með þessum orð­um: „Hold er mold, sama hverju það klæð­ist.” Grikkir hefðu því varla stundað miklar rann­sóknir á hinum efn­is­lega heimi en Gyð­ingar og kristnir gátu auð­veld­lega grafið hendur sínar í mold og mykju ef þess var þörf. Grikkir trúðu á marga guði og goð­mögn í efn­inu, í jörð­inni. Þess vegna voru þeir ófúsir að grafa þar og raska ró guð­anna. Í hebr­eskri hugsun er hins vegar skilið á milli Guðs og sköp­un­ar­innar sem er efn­is­leg en ekki and­leg sem slík og því í lagi að skoða hvað þar er að finna.

Þýzki, lúth­erski guð­fræð­ing­ur­inn, Friedrich Gog­ar­ten (1887-1967) fjall­aði um sam­runa hins grísk/fíló­sófíska straums og hins gyð­ing/kristna í sínum fræðum og sagði að nútíma­vís­indi væru bein afurð þeirra. Leiða má af hans hugsun að það afrek að koma mönnum til tungls­ins og til baka hefði aldrei gerst ef þessir straumar hefðu ekki runnið saman í einn.Hugsanafljóðið. Mynd: Örn Bárður Jónsson

Hvar eru áhrif hugs­anafljóts­ins helzt sýni­leg í heim­in­um? Páll Skúla­son sagði einkum tvennt vitna um áhrif hugs­anafljóts­ins á heim­inn: starf krist­innar kirkju um ver­öld víða og alþjóð­leg vís­indi.

Vís­indi og trú eru ekki and­stæður og til eru mörg dæmi þess að krist­inn kirkja hafi stutt vís­indi og bein­línis stuðlað að vís­inda­rann­sóknum í ald­anna rás enda þótt til séu einnig dæmi um að valda­menn innan hennar hafi ekki í hvert sinn hoppað hæð sína af gleði yfir nýjum upp­götv­unum vís­inda­manna. Slíkt á sér enn stað í heim­inum að fólk við­ur­kenni ekki nýjar upp­götv­anir og áherslur vís­inda. Dæmi úr sam­tím­anum er afstaða þeirra sem telja hlýnun lofts­lags nátt­úr­unni sjálfri að kenna og vilja um leið náða mann­kyn af glæpum sínum gegn líf­rík­inu. Kirkju og kristni hefur verið velt upp úr hinum nei­kvæðu dæmum í ald­anna rás af and­stæð­ingum henn­ar, en þeir hinir sömu, vilja lítt kann­ast við jákvæða afstöðu kirkj­unnar til vís­inda. Minna má á að margar af merk­ustu mennta­stofn­unum ver­aldar eiga rætur sínar í kirkj­unni, til dæmis helztu háskólar Evr­ópu og Banda­ríkj­anna.

Hugs­anafljótið mikla. Þaðan koma allar helstu hug­myndir okkar um líf­ið, um til­vist okk­ar, um sam­fé­lag­ið, um heim­inn og hið stóra sam­hengi allra hluta.

Eigum við að kasta burt þessum arfi og halda að við getum búið til ein­hvern nýjan lífs­grund­völl án róta, án tengsla við for­tíð­ina?

Þeim fjölgar sem misst hafa til­finn­ing­una fyrir mik­il­vægi þessa arfs og halda að þeir geti búið til eitt­hvað nýtt úr engu, í ein­hvers­konar hug­mynda­fræði­legu tóma­rúmi.

Lífs­sýn og trú

Í Nor­egi, þar sem ég hef búið s.l. 4 ár, hef ég séð í fjöl­miðlum talað um hlut­lausa lífs­sýn, eitt­hvað sem hér er kallað liv­synsnøytralt. Er eitt­hvað slíkt til í raun og veru? Þess­ari hugsun er m.a. beitt til að úti­loka trú­ar­brögð, trú­ar­leg tákn og tján­ingu trúar í hinu almenna rými eins og þjóð­fé­lagið er stundum kall­að. Tveir norskir þing­menn rit­uðu um þetta í dag­blað fyrir ári eða svo og vildu banna alla trú í hinu almenna rými. Þar á bara að vera pláss fyrir hlut­lausa lífs­sýn. Ég and­mælti þess­ari hugsun í grein sem ég skrif­aði í dag­blaðið Vårt land. Þar birti ég eft­ir­far­andi þanka­gang.Er til hlutlaus lífssýn? Mynd: Örn Bárður JónssonEr til hlut­laus lífs­sýn? Nei, að mínu viti er hún ekki til. En það eru til ólíkar hug­myndir um lífið og til­ver­una, margs­konar sýnir á líf­ið, en engin þeirra getur tekið sér það vald að skil­greina sig sem hlut­lausa. Hlut­laus lífs­sýn er ekki til fremur en hring­laga fer­hyrn­ingur eða fer­hyrndur hring­ur. Slíkir ómögu­leikar eru kall­aðir ref­hvörf (ox­imoron) innan mælsku­list­ar­innar (rhetor­ic). Ref­hvörf eru notuð til að tjá það sem ekki er til, er í mót­sögn við sig sjálft. Ref­hvörfum er beitt bæði í bundnu og óbundnu máli og þau birt­ast t.d. þegar orðum gagn­stæðrar merk­ingar er blandað sam­an. Dæmi um ref­hvörf eru heitur snjór eða harð­dug­legur let­ingi.



Hlut­laus lífs­sýn er því ekki til en til eru ólíkar lífs­sýnir og það ber að virða. Lífs­sýn er trú á sinn hátt enda þótt ekki sé um að ræða trú á hand­an­ver­andi Guð. En trú er það eigi að síður að hafa lífs­sýn. Þá er einnig mik­il­vægt að rætt sé af ein­urð, heið­ar­leika og sann­girni, um hug­mynda­fræði hverrar lífs­sýn­ar. Þannig skiljum við betur hvert ann­að. Ef við dorgum í hugs­anafljót­inu finnum við margt sem getur hjálpað okkur að skilja það sem er líkt og ólíkt. Hugs­anafljótið geymir marga túlk­un­ar­lykla að þeim til­vist­ar­spurn­ingum sem flest okkar glíma við.



Hvað er okkur boðað í „saklausum” frétta­þátt­um?

Á aðvent­unni, nánar til­tekið hinn 19. des­em­ber 2018, var sagt frá banda­rískum trú­boða í Morg­un­út­varpi RÚV sem tek­inn var af lífi af frum­byggjum á eyju nokk­urri í Aust­ur­lönd­um. Hann hafði haldið þangað til að boða þeim kristna trú. Sagt var frá skól­anum í Banda­ríkj­unum sem þjálf­aði hann og aðra til að fara um heim­inn og kristna fólk. Þetta var frétt um skrýtnar hug­myndir og fávíst fólk. Var þessi frétt bara til­vilj­un? Eða var hún kannski sett fram til að sýna fram á fávisku krist­ins trú­boðs og þar með krist­inna manna - og einmitt á aðvent­unni? Ég spyr.



Auglýsing
Nýlega las ég á net­síðu frétta­mið­ils á Íslandi umfjöllun um frjá­mála­mis­ferli tveggja erlendra manna í útlönd­um. Annar var sagður vera prests­son­ur. Ég skrif­aði blaða­mann­inum og bað um upp­lýs­ingar um ættir hins manns­ins en fékk engin svör. Hvers vegna var því haldið til haga að annar mað­ur­inn væri prests­son­ur? Var það vegna for­dóma blaða­manns­ins í garð kirkju og kristni?



Ára­mótaskaupið 2018 var enn eitt dæmið um vafa­sama túlkun á atburðum sem áttu sér stað á árinu. Mér fannst örla á for­dómum og fyr­ir­litn­ingu á þjóð­kirkj­unni í nokkrum atriðum sem voru miður smekk­leg. Vafa­samt má telja að alhæfa um heilar stofn­anir og starfs­stéttir út frá ein­stökum atvikum og gjörðum ein­stak­linga, hverra mál hafa ekki komið til kasta dóm­stóla.

Marg­vís­leg áhrif krist­innar trúar og kirkju

Nú er það svo að kristin trú er ekki bara til í einni „stærð”. Hún er til í mörgum stærðum og mynd­um. Á Norð­ur­löndum hefur til að mynda þró­azt það sem kalla má mann­eskju­legur krist­in­dómur (human­isti­sk). Hinar evang­el­ísk lúth­ersk þjóð­kirkjur á Norð­ur­löndum þykja til­tölu­lega frjáls­lynd­ar. Þær hafa á sinn hátt lagt grunn að bestu sam­fé­lögum ver­aldar með mann­skiln­ingi sínum og gild­um. Þessi sam­fé­lög skora jafnan hæst í heimi í öllum könn­unum sem mæla lífs­gæði eins og jafn­rétti, rétt­læti, skipt­ingu gæða, lífs­kjör, heil­brigð­is­þjón­ustu, glæpi, spill­ingu og fleiri atriði. Þessi þjóð­fé­lög hafa þró­ast á grunni kenn­inga kirkj­unnar um mann­líf og sam­fé­lag. Að mótun þess­ara þjóð­fé­laga hafa komið auk kirkj­unn­ar, stjórn­mála­öfl, sam­tök launa­fólks, atvinnu­rek­end­ur, skólar og mennta­stofn­an­ir, menn­ing og list­ir, svo dæmi séu tek­in. Þetta er lit­ríkur vef­ur, ofinn úr hug­myndum úr hugs­anafljót­inu, fagur refill sem birtir með þráðum sínum sögu þess­ara merku þjóða.

Trú­boð­inn sem sagt var frá á Rúv, er að mínu áliti, full­trúi þröng­sýnnar guð­fræði, sem er býsna útbreidd í Banda­ríkj­un­um. Svo­nefnir Evang­elicals eru af refor­mertum stofni, kalvínskum grunni, og meðal þeirra þrífst víða þröng­sýn guð­fræði, trú á bók­staf og í mörgum til­fellum tor­tryggni í garð vís­inda. Við­horf úr ranni kirkna af þessum toga birt­ast t.d. í öfga­fullri og skelfi­legri mynd í hegðun núver­andi for­seta Banda­ríkj­anna og grunn­hyggnum mál­flutn­ingi hans sem hegðar sér oft eins og illa upp alinn stráklingur sem skeytir hvorki um heiður né skömm. Íslensk kristni er ekki af þessum meiði. Hún er aftur á móti gróð­ur­reitur góðra hugs­ana, hlut­mengi í hinum nor­ræna garði, sem mótað hefur mann­líf og þjóð­fé­lag á Íslandi í þús­und ár.

Kirkjan sem slík er félags­skapur fólks sem trúir á Krist og kær­leiks­kenn­ingar hans. Kirkjan er söfn­uður breyzkra manna, karla og kvenna. Í gegnum ald­irnar hefur þessi hópur fólks leit­azt við að þrosk­azt að skiln­ingi og inn­sæi og oft með góðum árangri. En sú leið til þroska hefur á sama tíma verið þyrnum stráð þar sem for­dómar og fáfræði hafa bland­azt inn í umræð­una. Slíkt hendir ekki bara það mengi sem við köllum kirkju. Hið sama hendir mengið þjóð­fé­lag, mengið þjóð eða þjóð­ar­brot, mengið konur eða mengið karl­ar.

Vinur minn vitur og vís hitti mann á förnum vegi fyrir tæpum 20 árum sem sagð­ist hafa fengið nóg af Þjóð­kirkj­unni og skráð sig úr henni.

- Og hvers vegna ger­irðu það, spurði vinur minn.

- Ég gerði það vegna bisk­ups­ins, hans Ólafs Skúla­son­ar, svar­aði hann.

- Jæja, sagði vinur minn og spurði á móti: Varstu í kirkj­unni vegna hans?

Hvers vegna ert þú í kirkj­unni? Og svo spyr ég líka þau sem hafa yfir­gefið hana: Hvers vegna skráðir þú þig úr kirkj­unni? Er það vegna þess að ein­hver prestur hefur sagt eitt­hvað ógæti­legt eða eitt­hvað sem þú sam­þykkir ekki eða gert eitt­hvað alvar­legt af sér? Er það vegna launa bisk­ups­ins? Er það vegna þess að þú heldur að kirkjan sé á fram­færi rík­is­ins og vilt ekki sjá að Þjóð­kirkjan hefur afhent rík­inu eignir uppá millj­arða­tugi. Samn­ing kirkju og ríkis vill ríkið nú svíkja eftir 21 ár. Ég sagði á sínum tíma að það væri glapræði að láta ríkið hafa gull­forða kirkj­unnar og fá í stað­inn papp­írs­samn­ing sem stjórn­mála­menn túlka sér í hag á hverjum tíma í atkvæða­leit í póli­tískum hrá­skinna­leik. Ástæð­urnar þínar sem hefur yfir­gefið kirkj­una kunna að vera marg­vís­leg­ar, en ég spyr: Stand­ast þær rök og vit­ræna gagn­rýni í öllum til­fell­um? For­eldrar þín­ir, ömmur og afar, langömmur og langafar, sem fylgdu þús­und ára íslenskri hefð og báru þig til skírn­ar, voru þau öll vit­grannir kján­ar, eða vildu þau bara í ein­lægri trú sinni fela þig á vald því æðsta og feg­ursta sem þau þekktu og búa þig þannig undir að lifa af í við­sjár­verðum heimi eftir hug­mynda­fræði Krists og undir vernd hans?

­Þjóð­kirkjan er ver­ald­leg stofnun og tím­an­leg sem leit­ast við að þjóna eilífum gild­um. Henni eru mis­lagðar hendur eins og öðrum jarð­neskum félögum og stofn­un­um. Hún hefur til að mynda oft á tíðum reynst fara klaufa­lega með sín mál á vett­vangi fjöl­miðla. Hún virkar stundum ögn bernsk í háttum á hinu ver­ald­lega sviði. Hvers vegna tapar Þjóð­kirkjan t.d. máli efti máli fyrir dóm­stól­um? Þarf yfir­stjórn kirkj­unnar ekki að fá betri ráð­gjöf á sviði lög­fræði og dóms­mála?Hvers vegna kemur Þjóð­kirkjan svo illa út í fjöl­miðlum sem raun ber vitni? Ég nefni stjórn­sýslu innan kirkj­unnar sem er ekki nógu vönduð eða skil­virk þegar ég ber hana saman við norsku kirkj­una. Hér er verk að vinna og ekki bara innan kirkj­unnar heldur í þjóð­fé­lag­inu öllu.

Gott og vel. Kirkjan er mis­tæk. En hvað með að leggja kirkj­una til hliðar um stund og gleyma henni sem stofnun og mann­legu félagi, en huga að grunni kirkj­unn­ar, Kristi sjálf­um? Ertu á móti hon­um? Ertu á mót kær­leiks­boð­skap hans? Ertu á móti kenn­ingum hans um mis­kunn, náð, fyr­ir­gefn­ingu, við­ur­kenn­ingu á öllu fólki, sam­stöðu með kon­um, skiln­ingi hans á ólíkum við­horfum fólks og lífs­hátt­um? Hef­urðu lesið Nýja testa­mentið og kynnt þér afstöðu Jesú til fólks á sínum tíma. Ertu virki­lega á móti hon­um? Segja má að hann og Sókrates séu helstu hugs­uðir og full­trúar hinna tveggja elfa sem mynda hugs­anafljót­ið. Ertu á móti þeim og þeirra hug­mynd­um? Hvor­ugur þeirra skrif­aði staf á bók en eru báðir þekktir fyrir hugs­anir sínar gegnum skrif ann­arra. Báðir voru dæmdir af yfir­völdum og teknir af lífi fyrir skoð­anir sín­ar. En þar með var áhrifum þeirra ekki lok­ið.

Ég er í kirkj­unni vegna þess að þar finn ég Krist og boð­skap hans. Ég hitti þar líka mann­eskjur af öllu tagi, breyskar mann­eskj­ur, bara breyskar, mis­tækar eins og allar aðrar mann­eskj­ur, en betra vinnu­um­hverfi hef ég hvergi fundið og hef þó víða kom­ið.

Hversu djúpt hef­urðu hugsað afstöðu þína til lífs­ins, til fólks og heims? Hefur þú vit til að koma með eitt­hvað betra og dýpra en það sem fyllir hugs­anafljótið og hefur tekið mörg þús­und ár að þroskast og þróast?

Maður nokkur hitti prest og sagði með fyr­ir­litn­ingu að hann hefði engan áhuga á kirkj­unni vegna þess að þar væru bara ein­tómir hræsnar­ar. Prestur svar­aði og sagði: Hér er nú alltaf pláss fyrir einn í við­bót!

Gagn­rýn­is­raddir

Á íslenskum fjöl­miðlum starfar margt gott fólk og vel mein­andi en á hinum síð­ari árum tel ég hafa sótt þangað ein­stak­lingar sem virka mjög upp­teknir af því að gagn­rýna kirkju og kristni. Þetta er í flestum til­fellum ungt fólk með tak­mark­aða lífs­reynslu eða skiln­ing á sögu og menn­ingu. Það telur sig margt vera hlut­laust og trú­laust en boðar samt trú sína - sem það kann­ast þó ekki við sem trú - með ekki síður miklum ákafa en trú­boð­inn sem frum­byggjar myrtu í Asíu og sagt var frá á RÚV á aðvent­unni. Fjöl­miðlar eru ekki nógu prinsipp fastir að mínu mati því þeir leyfa starfs­fólki í allt of mörgum til­fellum að vafra um í eigin hug­mynda­heimi og for­dómum án þess að vera rót­festir í gil­da­grunni síns mið­ils - ef hann er þá til á annað borð.

Ég tel að grunn­skólar hafa brugð­ist hvað varðar miðlun hinna jákvæðu gilda sem bár­ust til lands­ins með kristn­inni. Ég hef hitt kenn­ara sem veigr­uðu sér við að kenna krist­in­fræði vegna þess að þeir töldu sig ekki nógu trú­aða? Hver hefur kraf­ist þess að kenn­arar þurfi að játa kristna trú til þess að kenna um hana? Þurfa þeir að vera múslimar til að kenna um islam? Hvers vegna yfir­gáfu Íslend­ingar sína gömul trú og tóku Kristni? Höfðu þeir ekki fundið betri lífs­grund­völl en þeir höfðu fyr­ir? Fram­halds­skólar kenna varla staf um kristni eða kristna guð­fræði. Við lærum ekki að hugsa á guð­fræði­legum nótu og varla heldur heim­speki­leg­um. Og því er umræðan eins og raun ber vitni á Alþingi, í fjöl­miðl­um, á net­miðlum og yfir latte- og expresso­boll­um. Við erum ekki flink sem þjóð í rök­ræðum og erum fákunn­andi í að ræða trú okk­ar. Margir eiga sína barna­trú sem aldrei hefur þó fengið að þroskast með rökræðum og því er hún lítt rædd.

Auglýsing
Kirkjan hefur stundað sitt trú­boð í tvö þús­und ár og hún getur verið stolt af ávöxtum þeim sem heil­brigð trú og góð guð­fræði hafa borið í ald­anna rás, en verður eins og allir aðrir að kann­ast við mis­tök sín og bernsku­syndir á hverjum tíma. Hið sama á við um stjórn­mála­menn, valda­menn og aðra í ald­anna rás. Ísland var ekki bara mótað af einu mengi, kirkj­unni. Kirkjan er eins og ég og þú, hún er lif­andi veru­leiki, sem leit­ast við að lifa og þroskast í mann­legu sam­fé­lagi. Við erum öll mis­tæk. Öll höfum við for­dóma af ýmsu tagi. For­dómar eru eins og arfi sem sækir að góðum gróðri. Verk­efni dag­anna er að reita arf­ann úr eigin beði. Trú­boð­arnir sem ganga harð­ast fram gegn kirkj­unni virð­ast oft byggja mál­flutn­ing sinn á hreinum for­dómum og oft á fáfræði enda leið­ast þau effin tvö oft­ast hönd í hönd. Við höfum öll for­dóma gegn ein­hverju eða ein­hverj­um. Hvernig væri að líta í eigin barm og kannst við eigin tak­mark­an­ir, en líta svo upp úr arf­a­num og skoða sög­una og menn­ing­una sem skap­ast hefur í and­legum beðum og lysti­görðum vest­rænnar menn­ing­ar? Og þá er vert að gleyma ekki hugs­anafljót­inu mikla, vizku þess og þeim áhrifum sem það hefur haft á okkur öll. Hvaðan fengum við Íslend­ingar rit­menn­ingu okk­ar? Hvar liggja rætur heil­brigð­is­kerf­is­ins og skól­anna? Þær liggja í kirkj­unni sem sinnti sjúkum fyrr á öldum í miklum mæli, einkum á þeim sviðum sem heim­ilin réðu ekki við og kirkjan kom á kennslu ung­menna í kjöl­far nýrrar kirkju­skip­anar eftir lok mið­alda.

Trú, lífs­gildi og boðun

Hverju trúir þú? Hvaða trú boðar þú? Hvaða lífs­við­horf? Þú ert trú­boði hvort sem þú vilt eða þorir að kann­ast við það eða ekki. Ég boða mína trú og gengst við því og skamm­ast mín ekki fyrir það. Ég boða þá trú sem ég tel að hafi fært mér góðan og heil­brigðan lífs­grund­völl.

Lífs­við­horf má ræða, um hug­mynda­fræði má þrátta. Hug­mynda­fræði af öllum toga þarf að ræða og þrátta um. Hinn póli­tíski rétt­trún­að­ur, sem svo er nefnd­ur, er stundum sagður bor­inn uppi af fólki á vinstri væng stjórn­mál­anna en fyr­ir­finnst í öllu hinu póli­tíska lit­rófi held ég. Þessi rétt­trún­aður leyfir ógjarnan að við Vest­ur­landa­búar ræðum til dæmis inn­tak og hug­mynda­fræði islam. Slíkt er talin van­virð­ing við múslima. En það má eftir sem áður tæta í sundur kirkju og kristni án þess að full­trúar sama rétt­trún­aðar lyfti sínum litla fingri. Við verðum að fá að ræða hug­mynda­fræð­ina, fá að fara í bolt­ann, án þess að tækla fólkið sjálft. Kristin hug­mynda­fræði hefur verið tætt í sundur og brotin til mergjar í tvö þús­und ár og enn stenzt hún gagn­rýni.

Þið, sem harð­ast gagn­rýnið kirkju og kristni, búið við vest­ræn mann­rétt­indi, sem sprottin eru úr hugs­anafljót­inu, sem Sókrates og Kristur eru helstu full­trúar fyr­ir. Ykkur er vel­komið að halda áfram gagn­rýni ykk­ar. Tjá­skipti eru mik­il­væg og gagn­rýni er þörf. Tján­ing­ar­frelsi er stjórn­ar­skrár­var­inn réttur okkar allra. Gagn­rýni á kirkju og kristni, á guð­fræði­kenn­ingar og túlkun kirkj­unnar á veru­leik­anum er ekki ný af nál­inni. Kirkjan hefur sætt gagn­rýni í tvö þús­und ár. And­stæð­ingar kirkju og kristni kunna að vinna ein­hverja sigra með gagn­rýni sinni á hverjum tíma. Ég er ekki að fara fram á að ekki megi gagn­rýna kirkj­una en ég bið um sann­girni og virð­ingu í tjá­skipt­um. Ég virði það að fólk hafi aðra trú en ég en ég bið fólk að skil­greina þá trú sína ekki á grund­velli illsku í garð kirkju og kristni heldur á eigin for­send­um.

Sú gagn­rýnin á kirkju og kristni, sem hent er á lofti nú á tím­um, var þegar fyrir hendi á fyrstu öldum kristn­inn­ar. Öll rökin hefur kirkjan þekkt í tvö­þús­und ár. Ekk­ert er nýtt undir sól­unni, segir í mál­tæk­inu. Kirkjan hefur stað­ist þetta allt og svarað því öllu með sínum rökum fyrir margt löngu og gerir áfram með því að boða kær­leiks­boð­skap Krists í orði og verki.

Kær­leiks­boð­skapur Krists mun ekki úreld­ast og kirkjan lifir áfram. Íslenska þjóð­kirkjan siglir nú í kröppum sjó en hún á hann að sem megnar að lægja  vind og sjó. Þegar Pétri post­ula hafði opin­ber­ast hver Jesús væri í raun, sagði Jesús við hann: „Þú ert Pét­ur, klett­ur­inn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigr­ast.” (Matt 16.18)

Með bestu óskum um bless­un­ar­ríkt nýtt ár.

Höf­undur er sókn­ar­prestur í Nes söfn­uði í Nor­egi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar