Hvað nú?

Guðmundur Þorsteinsson segir að Íslendingar geti lagt sitt litla lóð réttu megin á vogarskálarnar varðandi loftlagsvandann. Það hafi Íslendingar gert með sölu raforku til álbræðslu, málmblendis, kísilvinnslu og gagnavera.

Auglýsing

Þeim, sem tjáðu sig um ástand og horfur nú um ára­mót­in, voru umhverf­is­málin ofar­lega í huga og er ekki að undra. Varla er lengur um mark­tækan ágrein­ing að ræða um að hlýnun loft­hjúps jarð­ar­innar vegna los­unar okkar á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum muni valda þeim breyt­ingum á veð­ur­fari sem munu ógna fjöl­mennum sam­fé­lögum og jafn­vel vist­kerf­unum í heild ef fram fer sem horf­ir. Ágrein­ing­ur­inn er aðeins um hve hraðar og gagn­gerðar breyt­ing­arnar verða, sem fer eftir því hversu til tekst með að draga úr þess­ari los­un.

Hlýnun loft­hjúps­ins hefur áhrif af tvennu tagi. Í fyrsta lagi munu stór svæði hætta að geta brauð­fætt íbú­ana vegna minnk­andi úrkomu og hækk­andi hita­stigs. Í öðru lagi veldur hlýn­unin hækk­andi sjáv­ar­stöðu, bæði með bráðnun jök­ul­íss og þenslu vatns­ins við hærra hita­stig. Talið er nær óhjá­kvæmi­legt að sjáv­ar­borð hækki af þessum sökum um hálfan metra á þess­ari öld og sumir spá miklu meiri hækk­un. Þá eru þétt­býl strand­svæði og lágreistar eyjar í hættu.

Þetta hvort tveggja er lík­legt til að raska svo búsetu á mögum þétt­býlum svæðum að búast má við stór­felldum fólks­flutn­ingum í þeim mæli sem ekki hafa áður sést. Við höfum nú þegar fundið smjör­þef­inn af slíku þar sem er hið títt­nefnda flótta­manna­vanda­mál í Evr­ópu sem hefur kallað fram vax­andi and­stöðu gegn við­töku land­flótta fólks. Við­brögð stjórn­valda í Banda­ríkj­unum á landa­mær­unum við Mexíkó benda ekki til þess að svona fólks­flutn­ingum verði tekið opnum örm­um! Það þarf ugg­laust fjörugra ímynd­un­ar­afl en mér er gefið til að gera sér við­hlít­andi grein fyrir þeim ósköpum sem af þessu gæti leitt. Í þessu sam­hengi tal­aði David Atten­borough um enda­lok þess sem við köllum sið­menn­ingu.

Auglýsing

Í sam­an­burði við slíkar ham­farir eru jafn­vel svo ömur­leg fyr­ir­bæri sem plast­mengun sjávar og útdauði nokk­urra dýra­teg­unda næsta létt­væg.

Ýmsir telja að nú þegar sé of seint í rass­inn gripið og hlýnun loft­hjúps­ins verði ekki stöðvuð úr þessu, hvað þá snúið við. Samt má ekki leggja árar í bát og vissu­lega er mark­visst unnið að því að fá ríki heims­ins til að bind­ast sam­tökum til að draga úr útblæstri en við ramman er þar reip að draga þar sem eft­ir­spurn eftir orku er gríð­ar­leg og sívax­andi og hún er að stærstum hluta fram­leidd með brennslu jarð­efna­elds­neyt­is.

Þarna getum við Íslend­ingar lagt okkar litla lóð réttu megin á vog­ar­skál­arnar þar sem við búum yfir nátt­úru­legum orku­lindum og það höfum við raunar gert með sölu raf­orku til álbræðslu, málm­blend­is, kís­il­vinnslu og gagna­vera og getum gengið enn lengra í þá átt.

Fyr­ir­ætl­anir í þá veru mæta hins vegar harðri and­stöðu fólks sem metur meira að varð­veita ásýnd lands­ins óbreytta en stuðla að því að skipta út brennslu jarð­efna­elds­neytis fyrir lítt meng­andi orku­vinnslu. Þegar þetta sama fólk læst hafa þungar áhyggjur af hlýnun jarðar finnst mér það komið í mót­sögn við sig sjálft.

Ágætt dæmi um slíkan tví­skinn­ung er mál­flutn­ingur Andra Snævar Magna­sonar í grein í Kjarn­anum og í Kast­ljósi 7. jan­ú­ar. Þar tal­aði hann eins og hann tryði því að við gætum stöðvað hinn orku­freka gröft eftir Bitcoin með því að neita að selja til þess raf­magn og að íslenskur orku­mála­stjóri gæti komið því til leiðar að álf­ram­leiðsla yrði skatt­lögð þannig að sá málmur yrði svo dýr að notkun hans yrði hætt að veru­legu leyti. Já, langt er nú seilst til rök­semda.

Engum þarf að bland­ast hugur um að væri þess­ari orku­freku starf­semi úthýst héðan yrði hún rekin ann­ars staðar og þá knúin með brennslu kola eða olíu með til­heyr­andi útblæstri koltví­sýr­ings. Því hlýtur svo gáf­aður maður sem Andri Snær að geta áttað sig á þó hann kjósi að tala á annan veg.

Það er vissu­lega vel meint að vernda fögur nátt­úru­fyr­ir­bæri svo afkom­endur okkar geti notið þeirra en kemur til lít­ils ef allt fer á versta veg. Það leiðir hug­ann að gam­alli mynda­sögu þar sem bjarg­vættur nokkur er látin segja við hinn nauð­stadda: „Hafðu engar áhyggj­ur, ég skal bjarga þér þó það kosti okkur báða líf­ið“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar