Hvað nú?

Guðmundur Þorsteinsson segir að Íslendingar geti lagt sitt litla lóð réttu megin á vogarskálarnar varðandi loftlagsvandann. Það hafi Íslendingar gert með sölu raforku til álbræðslu, málmblendis, kísilvinnslu og gagnavera.

Auglýsing

Þeim, sem tjáðu sig um ástand og horfur nú um ára­mót­in, voru umhverf­is­málin ofar­lega í huga og er ekki að undra. Varla er lengur um mark­tækan ágrein­ing að ræða um að hlýnun loft­hjúps jarð­ar­innar vegna los­unar okkar á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum muni valda þeim breyt­ingum á veð­ur­fari sem munu ógna fjöl­mennum sam­fé­lögum og jafn­vel vist­kerf­unum í heild ef fram fer sem horf­ir. Ágrein­ing­ur­inn er aðeins um hve hraðar og gagn­gerðar breyt­ing­arnar verða, sem fer eftir því hversu til tekst með að draga úr þess­ari los­un.

Hlýnun loft­hjúps­ins hefur áhrif af tvennu tagi. Í fyrsta lagi munu stór svæði hætta að geta brauð­fætt íbú­ana vegna minnk­andi úrkomu og hækk­andi hita­stigs. Í öðru lagi veldur hlýn­unin hækk­andi sjáv­ar­stöðu, bæði með bráðnun jök­ul­íss og þenslu vatns­ins við hærra hita­stig. Talið er nær óhjá­kvæmi­legt að sjáv­ar­borð hækki af þessum sökum um hálfan metra á þess­ari öld og sumir spá miklu meiri hækk­un. Þá eru þétt­býl strand­svæði og lágreistar eyjar í hættu.

Þetta hvort tveggja er lík­legt til að raska svo búsetu á mögum þétt­býlum svæðum að búast má við stór­felldum fólks­flutn­ingum í þeim mæli sem ekki hafa áður sést. Við höfum nú þegar fundið smjör­þef­inn af slíku þar sem er hið títt­nefnda flótta­manna­vanda­mál í Evr­ópu sem hefur kallað fram vax­andi and­stöðu gegn við­töku land­flótta fólks. Við­brögð stjórn­valda í Banda­ríkj­unum á landa­mær­unum við Mexíkó benda ekki til þess að svona fólks­flutn­ingum verði tekið opnum örm­um! Það þarf ugg­laust fjörugra ímynd­un­ar­afl en mér er gefið til að gera sér við­hlít­andi grein fyrir þeim ósköpum sem af þessu gæti leitt. Í þessu sam­hengi tal­aði David Atten­borough um enda­lok þess sem við köllum sið­menn­ingu.

Auglýsing

Í sam­an­burði við slíkar ham­farir eru jafn­vel svo ömur­leg fyr­ir­bæri sem plast­mengun sjávar og útdauði nokk­urra dýra­teg­unda næsta létt­væg.

Ýmsir telja að nú þegar sé of seint í rass­inn gripið og hlýnun loft­hjúps­ins verði ekki stöðvuð úr þessu, hvað þá snúið við. Samt má ekki leggja árar í bát og vissu­lega er mark­visst unnið að því að fá ríki heims­ins til að bind­ast sam­tökum til að draga úr útblæstri en við ramman er þar reip að draga þar sem eft­ir­spurn eftir orku er gríð­ar­leg og sívax­andi og hún er að stærstum hluta fram­leidd með brennslu jarð­efna­elds­neyt­is.

Þarna getum við Íslend­ingar lagt okkar litla lóð réttu megin á vog­ar­skál­arnar þar sem við búum yfir nátt­úru­legum orku­lindum og það höfum við raunar gert með sölu raf­orku til álbræðslu, málm­blend­is, kís­il­vinnslu og gagna­vera og getum gengið enn lengra í þá átt.

Fyr­ir­ætl­anir í þá veru mæta hins vegar harðri and­stöðu fólks sem metur meira að varð­veita ásýnd lands­ins óbreytta en stuðla að því að skipta út brennslu jarð­efna­elds­neytis fyrir lítt meng­andi orku­vinnslu. Þegar þetta sama fólk læst hafa þungar áhyggjur af hlýnun jarðar finnst mér það komið í mót­sögn við sig sjálft.

Ágætt dæmi um slíkan tví­skinn­ung er mál­flutn­ingur Andra Snævar Magna­sonar í grein í Kjarn­anum og í Kast­ljósi 7. jan­ú­ar. Þar tal­aði hann eins og hann tryði því að við gætum stöðvað hinn orku­freka gröft eftir Bitcoin með því að neita að selja til þess raf­magn og að íslenskur orku­mála­stjóri gæti komið því til leiðar að álf­ram­leiðsla yrði skatt­lögð þannig að sá málmur yrði svo dýr að notkun hans yrði hætt að veru­legu leyti. Já, langt er nú seilst til rök­semda.

Engum þarf að bland­ast hugur um að væri þess­ari orku­freku starf­semi úthýst héðan yrði hún rekin ann­ars staðar og þá knúin með brennslu kola eða olíu með til­heyr­andi útblæstri koltví­sýr­ings. Því hlýtur svo gáf­aður maður sem Andri Snær að geta áttað sig á þó hann kjósi að tala á annan veg.

Það er vissu­lega vel meint að vernda fögur nátt­úru­fyr­ir­bæri svo afkom­endur okkar geti notið þeirra en kemur til lít­ils ef allt fer á versta veg. Það leiðir hug­ann að gam­alli mynda­sögu þar sem bjarg­vættur nokkur er látin segja við hinn nauð­stadda: „Hafðu engar áhyggj­ur, ég skal bjarga þér þó það kosti okkur báða líf­ið“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar