Nokkur orð um mistök og hugrekki

Auglýsing

Hver kann­ast ekki við skammar­til­finn­ing­una ofar­lega í kviðnum sem nístir mann þegar bent er á að maður hafi gert mis­tök?

Ég giska á að flest okkar þekki ágæt­lega þennan frum­stæða verk, ein­fald­lega vegna þess að við gerum öll mis­tök og okkur finnst það óþægi­legt því – eðli máls sam­kvæmt – ger­ast þau gegn vilja okk­ar.

Í gær var ég svo heppin að fá í fjórða sinn á einu ári að kenna nemum í heil­brigð­is­vís­indum í Háskóla Íslands um mann­rétt­indi. Í þetta sinn var þetta í Háskóla­bíó og um 400 fyrsta árs nemar sátu fyr­ir­lest­ur­inn varn­ar­lausir eldsnemma á mánu­dags­morgni, aug­ljós­lega komnir mis­langt í því ferli að snúa við sól­ar­hringnum eftir jóla­frí­ið.

Auglýsing

Mér fannst þau svo fal­leg svona saman komin – þessar sifj­uðu ungu mann­eskjur sem sumar munu hvítslopp­aðar ann­ast okkur í fram­tíð­inni á okkar varn­ar­laus­ustu stund­um.

Ég var með eina glæru í lokin sem bar fyr­ir­sögn­ina Trúnó og fjall­aði um mis­tök sem gerð eru í heil­brigð­is­kerf­inu. Ég deildi með nem­endum þeirri reynslu minni að sem lög­maður hefðu slík mis­taka­mál verið með þeim allra erf­ið­ustu sem ég fékkst við, ekki síst vegna þess að kerfið varð­ist svo hat­ramm­lega gegn við­ur­kenn­ingu mis­taka á allan hátt sem er afar kostn­að­ar­samt (bæði fjár­hags­lega og til­finn­inga­lega) fyrir þann borg­ara sem brotið er á.

Ég kastaði því fram þeirri hug­mynd að þau, sem heil­brigð­is­starfs­fólk fram­tíð­ar­inn­ar, myndu þróa nýja afstöðu sem væri sú að gang­ast við og læra af aug­ljósum mis­tökum frekar en hafna þeim og verj­ast fram í rauðan dauð­ann. Með þessum hætti væru meiri líkur á að allir lærðu af mis­tökum og að ein­stak­lingar þyrftu ekki að burð­ast með sekt­ar­til­finn­ingu vegna yfir­klórs og afneit­un­ar.

Ég fékk því miður stað­fest­ingu á því hversu langt við eigum í land þegar ein hug­rökk ung kona kall­aði yfir allan sal­inn í Háskóla­bíó: „Fyr­ir­gefðu, en okkur var kennt í hjúkr­un­ar­fræð­inni nýlega að við ættum aldrei að játa mis­tök!”

Ég svar­aði með þeim eina hætti sem ég gat út frá minni sam­visku: „Það er sið­ferði­lega út í hött.“

Eftir fyr­ir­lest­ur­inn spjall­aði ég við pró­fessor í lyfja­fræði sem benti á að hugs­an­lega þyrfti að lag­færa reglu­verkið svo heil­brigð­is­starfs­menn yrðu ekki gerðir per­sónu­lega ábyrgir fyrir dómi á mann­legum mis­tök­um. Ég held að það sé mjög góð hug­mynd upp að því marki að ekki hafi verið um víta­vert gáleysi að ræða (eins og t.d. ef ein­hver gerir mis­tök vegna ölv­unar í starfi eða eitt­hvað slíkt).

Ástæðan fyrir því að lög­reglu­of­beldi og lækna­mis­tök eru mun alvar­legri en ann­ars konar brot í starfi er sú að fólkið sem fyrir verður missir traust á því kerfi sem á að vernda það. Það eru engin önnur sam­bæri­leg kerfi sem geta gripið fólk í til­teknum aðstæð­um. Af minni reynslu að dæma upp­lifa þeir ein­stak­lingar sem lenda í svona málum hálf­gert auka­á­fall yfir þeim ofsa­kenndu varn­ar­við­brögðum sem kerfin sýna í stað þess að gang­ast við mis­tökum sín­um. Þá heggur gjarnan sá er hlífa skyldi. Fólk sem ber ótta gagn­vart heil­brigð­is­kerfi og lög­reglu er alger­lega ber­skjaldað á þeim ögur­stundum þegar örygg­is­nets er mest þörf.

Það að við­ur­kenna mis­tök, biðj­ast á þeim auð­mjúk­lega afsök­unar og sýna fram á að þau hafi verið notuð til að fyr­ir­byggja önnur sam­bæri­leg mis­tök, er að mínu mati, eina ábyrga leiðin til að fást við þá stað­reynd að mis­tök munu ávallt eiga sér stað í öllum okkar sam­eig­in­legum kerf­um.

Ég held að flestum þyki mjög vænt um heil­brigð­is­kerfið okkar og við værum mjög mörg til í að sjá hug­ar­fars­breyt­ingu í þessa átt. En slík hug­ar­fars­breyt­ing krefst að sjálf­sögðu hug­rekk­is. Hins vegar er það nú svo að með því að leggja niður varnir öðl­umst við gjarnan bæði styrk og kjark. Við þetta bæt­ist að hug­rakkar gjörðir ala af sér aukið hug­rekki. Út frá sömu for­sendum held ég að kerfi sem hrekkur í sjálf­virka og hat­ramma varn­ar­stöðu, þegar mann­leg mis­tök koma upp, grafi með slíkum við­brögðum undan sínum eigin stoð­um.

Við eigum að kenna ungu fólki ábyrgð, gagn­rýna hugsun og að standa með sjálfu sér.

Það að við­ur­kenna aldrei mis­tök heitir í mínum bókum aum­ingja­skapur og er eitruð afstaða í stóra sam­heng­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None