Svínað á öryrkjum

Auglýsing

Þegar ég var þing­maður á árunum 2009-13 hitti ég oft fólk sem hafði lent í alls­konar hremm­ingum í kerf­inu. Þessar sögur voru margar hverjar lyg­inni lík­astar og stundum trúði maður þeim vart. Þá reiddi fólk fram gögn - greiðslu­yf­ir­lit, úrskurði umboðs­manns Alþingis og tölvu­pósts­sam­skipti og maður skamm­að­ist sín fyrir að vera hluti af þessu batt­er­íi.

Á þessum tíma kynnt­ist ég konu sem stundum mót­mælti á Aust­ur­velli. Hún sagði mér frá aðstæðum sín­um. Hún var öryrki og gift manni frá ríki innan ESB. Þar höfðu þau búið um hríð og þess vegna fékk hún næstum engar örorku­bæt­ur. Ég man upp­hæð­ina ekki nákvæm­lega en mán­að­ar­greiðslan var langt innan við 50.000 krón­ur. Vegna tekna maka, sem þó voru óveru­leg­ar, átti konan enga rétt á fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­lags­ins. Þau lifðu á loft­in­u. 

Þetta gat nú ekki átt að vera svona fannst mér og vildi endi­lega hjálpa eða í það minnsta reyna að skilja þetta. Konan sagði mér að hún væri í sam­bandi við starfs­mann Öryrkja­banda­lags­ins og saman væru þau að reyna að þoka þessu máli áfram. Umbeðin kom hún mér í sam­band við þann hjá ÖBÍ sem var að vinna í þessum málum og ég bauð fram aðstoð mína - ef það væri eitt­hvað sem ég gæti gert. 

Auglýsing

Starfs­maður ÖBÍ tók mér fagn­andi og útskýrði fram­kvæmd­ina fyrir mér og að ÖBÍ teldi þetta gróft brot á mann­rétt­indum fólks. Þau hjá banda­lag­inu ættu þó í mestu erf­ið­leikum með að fá þetta leið­rétt eða vinna í mál­inu því þau hefðu enga hug­mynd um hve stór hópur þetta væri, hvaða fólk þetta væri og hve miklar skerð­ing­arnar væru. Ítrekað hefði verið leitað til stjórn­valda og stof­anna en ÖBÍ fengi ein­fald­lega engar upp­lýs­ing­ar. 

Almennir þing­mann hafa lítil völd en þeir geta spurt spurn­inga og kraf­ist svara. Því lagði ég fram fyr­ir­spurn til ráð­herra 25. febr­úar 2013 um skerð­ingar á greiðslum örorku­líf­eyr­is­þega vegna búsetu í útlöndum á árunum 2009-12. Svarið barst 15. mars sama ár og þá var umfangið loks ljóst. Þessar upp­lýs­ingar voru til í kerf­inu allan tím­ann, Trygg­ing­ar­stofnun vildi bara ekki láta þær af hendi. Stuttu seinna var kosið og ég hætti á þingi og gat því ekki fylgt mál­inu frekar eft­ir.

Nú hefur umboðs­maður Alþingis sent frá sér álit um að íslensk lög og  fram­kvæmd Trygg­ing­ar­stofn­unar stang­ist á við evr­ópu­reglu­gerð um sam­ræm­ingu almanna­trygg­inga­kerfa. Reglu­gerðin byggir á grunn­reglum EES-rétt­ar­ins um frjálsa för fólks, og henni er ætlað að koma í veg fyrir að fólk sem flytur milli ríkja innan EES-­svæð­is­ins missi almanna­trygg­inga­rétt­indi sem það hefur áunnið sér í við­kom­andi ríkj­u­m. 

Nú sitja ein­hverjir starfs­menn Trygg­ing­ar­stof­unar sveittir við að reikna út hvað ríkið skuldar öryrkjum sem búið hafa í útlöndum en sam­kvæmt fréttum ætlar ríkið ein­ungis að leið­rétta svikin fjögur ár aftur í tím­ann. Annað er sagt fyrnt þótt svikin hafi senni­lega staðið yfir síð­ustu 25 ár. Ég er ekki lög­fræð­ingur en ég veit ekki betur en að fyrn­ing­ar­frestur rofni eða fram­leng­ist ef reynt er að rukka kröf­una. Það veit ég að Öryrkja­banda­lagið hefur reynt eftir bestu getu og þeim upp­lýs­ingum sem legið hafa fyrir hverju sinni, sem og ein­stak­lingar sem orðið hafa fyrir barð­inu á þessum svikum rík­is­ins. Á sama tíma leggja sveit­ar­fé­lögin á ráðin um hvernig hægt sé að ná fjár­hags­að­stoð sem greidd var þessum hópi öryrkja til bak­a. 

Getum við ekki bara ákveðið hér og nú að hætta að vera fávit­ar, leið­rétt þessi mis­tök og gætt þess að koma ekki svona fram við fólk í fram­tíð­inni? Eða ætlar ríkið virki­lega að draga lapp­irn­ar, láta öryrkja standa í mála­ferlum og tapa mál­inu svo eftir sjö ár fyrir mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu?



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None