Tölum um vegaskatt

Auglýsing

Sam­göngu­á­ætlun hefur verið til umfjöll­unar í umhverfis – og sam­göngu­nefnd Alþingis í allt haust. Gestir hafa komið fyrir nefnd­ina hvaðanæva af land­inu og lýst lélegu ástandi vega í sínu nærum­hverfi. Lái þeim hver sem vill, fjár­mögnun sam­göngu­bóta hefur ekki verið full­nægj­andi síð­ustu ár og ekki í takt við vænt­ingar né upp­safn­aða þörf. Og nú rétt fyrir þing­hlé, jókst þrýst­ingur veru­lega á að klára sam­göngu­á­ætl­un­ina fyrir jól en ákveðið var að geyma afgreiðslu hennar þar til á nýju ári.

Því kom það veru­lega á óvart að þegar aðeins nokkrir dagar voru eftir af haust­þingi, komu inn nýjar og óræddar til­lögur frá ráðu­neyti sam­göngu­mála um vega­gjöld, eða sér­stakan vega­skatt, til að fjár­magna fram­kvæmdir í sam­göngu­á­ætl­un. Þessar til­lögur um vega­skatt­inn er algjör umbylt­ing á fjár­mögn­un­ar­hug­myndum almennra sam­göngu­fram­kvæmda og hvergi að finna í sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en eru í takt við til­lögur sitj­andi for­manns umhverfis – og sam­göngu­nefnd­ar. Hann hefur verið í funda­her­ferð um landið síð­ustu mán­uði ásamt tveimur öðrum þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, til að boða jákvæð áhrif vega­skatts.

En í yfir­lýs­ingum sitj­andi nefnd­ar­for­manns og sam­göngu­ráð­herra sjálfs um vega­skatta í fjöl­miðlum að und­an­förnu, gleym­ist að lítið sem ekk­ert hefur verið rætt um þá skatt­lagn­ingu í umhverfis -og sam­göngu­nefnd Alþing­is. Það er því full­djarft og afskap­lega bratt af hálfu nefnd­ar­for­manns­ins sitj­andi að stað­hæfa í fjöl­miðlum að full sátt sé um þessar fjár­mögn­un­ar­leiðir þegar þær eru alveg óræddar í þing­nefnd­inni og á Alþingi. Öll þing­leg með­ferð til­lagna um vega­skatt er eftir og útfærsla þeirra. Spurn­ingum sem hefur ekki verið svarað eru til að mynda þess­ar;  Á vega­skatt­ur­inn að fjár­magna sam­göngu­fram­kvæmdir á því svæði sem rukkað er eða að renna í einn stóran pott sem verður svo ráð­stafað úr ? Hvernig verður fyr­ir­komu­lagið á þeim stóra potti ? Verður búið til ohf. fyr­ir­tæki í kringum þennan vega­skatt ? Erum við kannski að taka fyrstu skrefin í einka­væð­ingu á vega­fram­kvæmdum ? Hvað kostar að útbúa vega­skattsinn­heimtu ? Hver er raun­veru­leg kostn­að­ar­grein­ing á hug­myndum um vega­skatt ? Af hverju er 90% til­lagna starfs­hóps sam­göngu­ráð­herra um vega­skatt hring­inn í kringum höf­uð­borg­ar­svæðið ? Eiga höf­uð­borg­ar­búar að borga vega­skatt inn og út af höf­uð­borg­ar­svæð­inu en ekki að fá þá fjár­muni sem safn­ast í sam­göngu­bætur fyrir sitt svæði ? Og hvað með þær hug­myndir um vega­skatt innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem talað hefur verið um?

Auglýsing

Skattur á höf­uð­borg­ar­búa

Það er alveg ljóst að hug­myndir starfs­hóps sam­göngu­ráð­herra snú­ast um að höf­uð­borg­ar­búar greiði uppi­stöðu vega­skatts í land­inu, því flestar hug­myndir um inn­heimtu vega­skatts eru í kringum höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Kannski ekki að undra því mesta umferð á land­inu fer fram á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en þær til­lögur bæt­ast þá við aðrar fyr­ir­hug­aðar álögur sem allir nema höf­uð­borg­ar­búar munu njóta, því hug­myndir ann­ars starfs­hóps sam­göngu­ráð­herra um inn­an­lands­flug og flug­velli snú­ast um að nið­ur­greiða flug­far­gjöld lands­byggð­ar­fólks til Reykja­vík­ur. Sú nið­ur­greiðsla bæt­ist við núver­andi nið­ur­greiðslur á inn­an­lands­flugi og hljóðar upp á allt að 1 millj­arð á ári til við­bót­ar. Og það á tímum þegar við höfum und­ir­geng­ist Par­ís­ar­sam­komu­lagið um að draga úr útblæstri til að sporna við hlýnum loft­lags þegar við vitum að flug er einn af helstu örsaka­þáttum loft­meng­un­ar. Ef þessar nið­ur­greiðslur á flugi eru hugs­aðar sem styrkur til íbúa lands­byggð­ar­inn­ar, væri þá ekki nær að nýta frekar þennan tæpa millj­arð á ári í lang­þráðar umbætur í vega­kerf­inu á lands­byggð­inni eða jafn­vel til að bæta inn­viða­þjón­ustu á lands­byggð­inni ? Hvað um að efla almenn­ings­sam­göngur enn frekar í þágu umhverf­is­ins?

Flöt skatt­lagn­ing sem leggst meira á þau tekju­lægri

Vega­skattur er svokölluð fallandi skatt­lagn­ing (e. regressive taxation) en skemmst er að minn­ast þess að lands­fundur Vinstri hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs árið 2017 ályktaði gegn vega­gjöld­um, enda í takt við stefnu hreyf­ing­ar­innar í skatta­málum sem hefur beitt sér fyrir rétt­lát­ari, fjöl­þrepa­skiptri skatt­lagn­ingu og gegn flatri og fallandi skatt­lagn­ingu því hún leggst hlut­falls­lega meira á þau tekju­lægri en minna á þau efna­meiri. Lands­fundur VG hafn­aði hug­myndum um upp­bygg­ingu grunn­vega­kerfis byggðri á sér­stökum vega­tollum og taldi að vega­kerfið skuli vera byggt upp og við­haldið úr sam­eig­in­legum sjóð­um. Í þessu ljósi er líka vert að minna á að allar hug­myndir þeirra sem hafa tjáð sig mest um með­al­gjöld á vega­skött­unum eru mjög á reiki; nefndar hafa verið frá 140 krónur á ferð upp í 1000 krónur á ferð. Einnig hefur sitj­andi for­maður umhverfis og sam­göngu­nefndar talað fjálg­lega um afslátt á stór­n­eyt­end­ur, les­ist rútu­fyr­ir­tæki og bíla­leig­ur. Það skiptir miklu máli að þessar tölur séu nákvæmar og  út­færðar svo almenn­ingur geti myndað sér skoðun á mál­inu og að við öll getum lagt raun­veru­legt mat á hvernig vega­skatt­ur­inn leggst mis­jafnt á fólk.

Umhverf­is­skattur eða alls ekki ?

Ef við ætlum að sveigja af fjár­mögn­un­ar­leið sam­göngu­kerf­is­ins sem hefur verið við­höfð um ára­tuga­skeið, og ákveðum að vega­kerfi okkar og umbætur á því verði fjár­magn­aðar af sér­stakri skatt­heimtu veggjalda, til að mynda ef mark­miðið er að draga úr umferð í þágu umhverf­is­ins, þarf að útbúa skýra heild­ar­stefnu um efl­ingu almenn­ings­sam­gangna og skýr­ari, grænni sam­göngu­stefnu en nú er. Og vega­skattar geta ekki bara runnið í að fjár­magna fleiri jarð­göng, flýta sam­göngu­fram­kvæmdum og auka umferð­ar­flæði sem býður upp á hrað­ari og meiri umferð einka­bíla eins og bæði sam­göngu­ráð­herra og nefnd­ar­for­maður umhverfis og sam­göngu­nefndar hafa talað um. Ef vega­skattur á að þjóna græn­um, umhverf­is­vænum mark­miðum á borð við skil­yrta umferð­ar­töf til að draga úr bíla­um­ferð, þá þarf að vera skýrt að þeir fjár­munir sem munu safn­ast við vega­skatt­lagn­ing­una renni í efl­ingu almenn­ings­sam­gangna, flýti fram­kvæmdum við Borg­ar­línu, áfram­hald­andi vinnu við hjóla­stíga og efli til muna mögu­leika gang­andi fólks til að kom­ast á milli staða með öruggum hætti. Það er því miður ekki að sjá eða heyra núna en mun von­andi breyt­ast í með­ferðum þings­ins.

En til þess að tryggja fram­gang á nýrri fjár­mögn­un­ar­að­ferðum sam­göngu­fram­kvæmda sem eiga að þjóna grænum mark­mið­um, þarf líka að vinna að því í mun meiri sátt, sam­vinnu og með sam­tölum en ekki með dig­ur­barka­legum yfir­lýs­ingum sem ein­kennir karllæg stjórn­mál sem ættu að vera úr sér geng­in.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None