Krafan er: Enginn undir miðgildi

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir mikilvægt að ákvarðanir á vinnumarkaði og hjá hinu opinbera um lágmarksframfærslu byggi ekki á fölskum forsendum.

Auglýsing

Sú krafa sem heyr­ist hvað hæst í yfir­stand­andi kjara­samn­inga­lotu um að laun dugi fyrir fram­færslu er afar skilj­an­leg. Í kröfu­gerð SGS segir t.d. að „launa­fólk geti fram­fleytt sér á dag­vinnu­launum og þau mæti opin­berum fram­færslu­við­mið­u­m“. Nýjasta dæmið um þessa áherslu má sjá í grein starfs­manns Efl­ingar, Stef­áns Ólafs­son­ar, í Kjarn­anum þann 3. jan­úar síð­ast­lið­inn. Lestur þeirrar greinar leiðir þó ber­lega í ljós að krafan um að laun dugi fyrir opin­berum fram­færslu­við­miðum bygg­ist á slysa­legum mis­skiln­ingi.

Í grein­inni er not­ast við dæmi­gert neyslu­við­mið félags­mála­ráðu­neyt­is­ins (áður vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins) fyrir barn­lausan ein­stak­ling árið 2017 á verð­lagi árs­ins 2018. Árið 2017 var þetta við­mið 223 þús­und krónur en skv. höf­undi grein­ar­innar var það 229 þús­und krónur árið 2018. Fyrir utan að horft er fram­hjá vaxta- og hús­næð­is­bótum er vand­inn er sá að við­mið þetta er ekki með nokkru móti eðli­legur mæli­kvarði fyrir ein­hvers­konar „lág­marks fram­færslu­kostn­að­i“. Skoðum nán­ar.Skjáskot úr grein Stefáns Ólafssonar, starfsmanns Eflingar. Þar notast hann við dæmigert neysluviðmið fyrir barnlausan einstakling fært á verðlag 2018, sem byggist á miðgildi útgjalda þeirrar heimilisgerðar samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar.

Auglýsing
Tilgangur neyslu­við­miða félags­mála­ráðu­neyt­is­ins skv. skýrslu ráðu­neyt­is­ins er „…að veita heim­ilum í land­inu aðgang að við­miðum til hlið­sjónar við áætlun eigin útgjalda. Auk þess geta slík við­mið komið að notum við fjár­hags­ráð­gjöf fyrir ein­stak­linga og verið til hlið­sjónar þegar teknar eru ákvarð­anir um fjár­hæðir sem tengj­ast fram­færslu.“ Þá segir í fram­hald­inu að neyslu­við­mið „… eru hvorki end­an­legur mæli­kvarði á hvað telst nægj­an­leg neysla ein­stakra heim­ila né dómur um hvað ein­stakar fjöl­skyldur þurfa sér til fram­fær­is.“ Túlkun ráðu­neyt­is­ins á birt­ingu þess­ara neyslu­við­miða er þannig í and­stöðu við rök­stuðn­ing verka­lýðs­fé­laga á kröfum um stór­fellda hækkun launa­taxta. Rétt er að nefna að fleiri fram­færslu­við­mið eru til, t.d. við­mið umboðs­manns skuld­ara sem byggir á sam­bæri­legri aðferða­fræði.

Neyslu­við­mið félags­mála­ráðu­neyt­is­ins eru tvö. Ann­ars vegar er það fyrr­nefnt dæmi­gert við­mið sem bygg­ist á mið­gildi neyslu heim­ila eftir fjölda barna og full­orðna, auk ann­arra þátta, sam­kvæmt rann­sókn Hag­stofu Íslands. Það við­mið end­ur­speglar útgjöld heim­ilis sem eru meiri en hjá helm­ingi sam­bæri­legra heim­ila en minni hjá hinum helm­ingi heim­ila. Við þetta við­mið er not­ast í fyrr­nefndri grein – neyslu­við­mið þar sem eng­inn skal vera með minni neyslu en helm­ingur lands­manna. Eðli máls­ins sam­kvæmt er frá­leitt og ómögu­legt að nota slíkt við­mið sem lág­mark­s­við­mið.

Hins vegar eru það grunn­við­mið sem „…eiga að gefa vís­bend­ingu um hver lág­marks­út­gjöld geti verið í ákveðnum útgjalda­flokk­um“. Þau við­mið eru hjá flestum heim­il­is­gerðum um 40-60% lægri en dæmi­gerða við­mið­ið. Til dæmis er dæmi­gert neyslu­við­mið, án hús­næð­is, fyrir barn­lausan ein­stak­ling á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 229 þús­und krónur á verð­lagi 2018 á meðan grunn­við­mið er 95 þús­und krónur (223 og 93 þús­und á verð­lagi 2017 sbr. graf). Með rök­semdum Stef­áns Ólafs­sonar hér að ofan er því lág­marks­fram­færsla fyrir barn­lausan ein­stak­ling, með hús­næði, nær því að vera um 220 þús­und krónur á mán­uði á verð­lagi 2018, þ.e. sam­tala grunn­við­miðs (95 þús­und krón­ur) og það sem kallað er lág­marks­hús­næð­is­kostn­aður (125 þús­und krón­ur). Það er tölu­vert lægri upp­hæð en útborguð lág­marks­laun eru í dag.Samanburður á neysluviðmiðum félagsmálaráðuneytisins.

Þessi notkun á dæmi­gerðu neyslu­við­miði félags­mála­ráðu­neyt­is­ins setur köfu­gerðir verka­lýðs­fé­lag­anna í nýtt sam­hengi. Beit­ing þessa við­miðs við kröfu­gerð veldur því að þriðju hæstu lág­marks­laun í heimi dugi ekki til að lifa af og leiða til kröfu um að útborguð lág­marks­laun nán­ast tvö­fald­ist á skömmum tíma. Eðli kröf­unnar um 425.000 króna skatt­frjáls lág­marks mán­að­ar­laun kemur enn skýrar í ljós þegar hún er borin saman við nið­ur­stöður Hag­stof­unnar um reglu­leg laun full­vinn­andi ein­stak­lings. Með­al­laun­in, sem voru 585 þ.kr. árið 2017, skila nán­ast jafn miklu í vas­ann og ætluð lág­marks­laun eða 427 þ.kr eftir skatt. Þannig myndi laun­þegi á lág­marks­launum ná að lifa skv. dæmi­gerðu neyslu­við­miði félags­mála­ráðu­neyt­is­ins. Fleiri dæmi eru um þessa notkun á mið­gildi útgjalda (dæmi­gerða neyslu­við­mið­ið) sem mæli­kvarða á lág­marks­fram­færslu og það skýrasta er lík­lega í aug­lýs­ingu LÍV, SGS og VR sem birt­ist í októ­ber á síð­asta ári.Auglýsing LÍV, SGS og VR sem birtist síðastliðið haust. Þar er miðgildi neysluútgjalda einnig notað sem mælikvarði á framfærslu á lágmarkslaunum.

Góð sam­fé­lög leggja sig fram um að fólk fái tæki­færi til þess að afla tekna fyrir sig og sína svo það geti lifað sóma­sam­legu lífi. Ef það stendur ein­hverjum ekki til boða, t.d. vegna veik­inda eða fötl­un­ar, þá á sam­fé­lagið og vel­ferð­ar­kerfið að grípa fólk og styðja við það. Krafan um að lág­marks­laun og bætur dugi fyrir fram­færslu er því eðli­leg og skilj­an­leg. Vand­inn er sá að ekki er til einn mæli­kvarði á hvað þarf til fram­færslu líkt og félags­mála­ráðu­neytið bendir á.

Mik­il­vægt er að ákvarð­anir á vinnu­mark­aði og hjá hinu opin­bera um lág­marks­fram­færslu byggi ekki á fölskum for­send­um. Þess vegna þarf að halda til haga að það er stærð­fræði­lega ómögu­legt að eng­inn geti verið undir Með­al­-Jóni og -Gunnu þegar kemur að neyslu heim­ila, nema neysla allra sé sú sama líkt sést á með­fylgj­andi sýni­dæmi. Krafan um að laun fylgi dæmi­gerðum neyslu­út­gjöldum getur því aldrei verið grund­völlur ákvarð­ana um launa­breyt­ingar í land­inu og er skað­leg upp­lýstri umræðu. Von­andi eru slík vinnu­brögð ekki það sem koma skal í kjara­við­ræðum árs­ins 2019.

Höf­undur er hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs Íslands.Mynd: Viðskiptaráð

Krafa verka­lýðs­fé­lag­anna er að allir geti staðið straum af mið­gild­is­út­gjöldum sem gengur aðeins upp ef útgjöld allra eru þau sömu eins og hópur B sýn­ir. Verði aftur á móti gengið að kröf­unum mun mið­gildi neyslu­út­gjalda hækka, sem kallar á frek­ari hækkun lág­marks­launa til sam­ræmis við dæmi­gerða neyslu­við­mið­ið. Þannig mynd­ast spírall sem engan enda tek­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar