Sumt þarf að banna

Auglýsing

Frá því að fjölda­fram­leiðsla hófst á plasti um miðja tutt­ug­ustu öld­ina hefur plast heldur betur rutt sér til rúms í lífi okkar og finn­ast nú plast­agnir m.a. í sjó, landi, lofti, fæðu og í vefj­u­m ­dýra og manna. Fram­leiðslan á plasti hefur auk­ist mikið á síð­ustu ára­tugum þar ­sem efnið er ódýrt, létt og auð­velt í fram­leiðslu. Jafn­framt er plast slitsterkt og end­ing­ar­tím­inn lang­ur. Þessi aukna fram­leiðsla og notk­un heims­byggð­ar­innar á plasti hefur leitt til þess að efnið er nú að finna í hverjum krók og kima jarð­ar­inn­ar. Meira en 8 milljón tonn af plasti endar í sjónum á hverju ári og hafa nú heilu plast­eyj­urnar mynd­ast m.a. í Kyrra­hafi, Atlands­hafi og Ind­lands­hafi. Plast er efni sem eyð­ist ekki í nátt­úr­unni heldur brotnar það niður í smærri ein­ingar þ.e. örplast. Örplast hefur fund­ist í fisknum sem við borð­um, krana­vatn­inu sem við drekkum og í loft­inu sem við öndum að okk­ur. Örplast er bók­staf­lega all­staðar í kring­um okkur en þar sem rann­sóknir eru komnar stutt á veg er erfitt að vita hversu ­mikil áhrif örplast hefur á heilsu manna. Það er þó ljóst að ýmsum skað­leg­um efnum er bætt út í plast við fram­leiðsl­una og við notkun á plasti geta þessi eit­ur­efni losnað úr læð­ingi og haft skað­leg áhrif á heilsu manna, dýra og um­hverfi.

Plast er efni sem end­ist í um þús­und ár en ein­hvern veg­inn hefur sóun­ar-­neyslu­menn­ing und­an­far­inna kyn­slóða þróað með­ ­sér það við­horf að líta á þetta end­ing­ar­góða efni sem einnota. Notk­unin er orðin svo óhemju mikil að plast er nú orðið að einu stærsta umhverf­is­vanda­máli sam­tím­ans.

Sam­kvæmt skýrslu Umhverf­is­stofn­un­ar ­Sam­ein­uðu Þjóð­anna (2018) hafa um 60 lönd lagt á bann eða ákveðið gjald til að ­draga úr notkun á einnota plasti og hafa þessar stjórn­valds­að­gerðir að mestu leyt­i snúið að plast­pokum og frauð­plasti. Ísland er ekki eitt af þessum lönd­um.

Auglýsing

Plast­poka­notkun hefur verið mikið í um­ræð­unni und­an­farið og ákveðin vit­und­ar­vakn­ing orðið varð­andi skað­semi „einnota“ plast­poka. Talið er að um einn til fimm trilljón plast­pokar séu not­aðir í heim­inum á hverju ári. Fimm trilljónir plast­pokar á ári sam­svara tíu milljón plast­pokum á mín­útu. Ef við myndum binda þessa plast­poka saman myndu þeir þekja land­svæði tvisvar sinnum stærra en Frakk­land. Ein­ungis um 9% af því plasti sem fram­leitt hefur verið í heim­inum hefur ver­ið end­ur­unnið en flest plast endar í urðun eða nátt­úr­unn­i. Plast, ólíkt gleri og áli, er ekki hægt að end­ur­vinna enda­laust heldur er ein­ungis hægt að end­ur­vinna það í ann­að plast af lélegri gæð­um. Eftir nokkrar umferðir af end­ur­vinnslu þarf því að fleygja plast­inu þar sem það mun taka margar aldir að brotna nið­ur. Ein plast­flaska mun t.d. lifa í ein­hverju formi á jörð­inni í að minnsta kosti 450 ár. Það er aug­ljóst að plast­far­ald­ur­inn er vandamál sem við munum ekki  flokka okkur í gegnum heldur þarf neyslan á einnota plasti að snar­minnka eða hrein­lega hætta. Til að raun­veru­leg­ar breyt­ingar á neyslu­mynstri geti átt sér stað þurfa stjórn­völd að taka af skar­ið. Stjórn­völd nota nú þeg­ar ým­iss stjórn­valds­tæki til að hafa áhrif á neyt­enda­hegðun og má þar nefna skatt á áfengi og tóbak. Þetta er talið rétt­læt­an­legt til að vernda heilsu okkar en ekki ­síður vegna sam­fé­lags­kostn­aðar af notk­un­inni.

Mörg lönd hafa sett reglu­gerðir varð­and­i plast­poka sem hefur skilað sér í bættri neyslu­hegð­un. Írland lagði t.d. skatt á plast­poka árið 2002, betur þekkt sem „PlasTax“. Skatt­ur­inn var lagður á í von um breytta neyslu­hegðun og auk­innar notk­unar á fjöl­nota burð­ar­pok­um. Aðgerð­in hafði þau áhrif að plast­poka­neysla Íra drógst saman um 90% á einu ári og enn­fremur varð aukin vit­und­ar­vakn­ing á fleiri umhverf­is­vanda­mál­um. For­dæmi Íra ­sýnir tví­mæla­laust fram á að nægi­lega há ­gjöld geta haft áhrif á neyslu­hegð­un.

Ísland hefur enn ekki sett neinar álög­ur eða bann á einnota plast­um­búðir en starfs­hópur sem skip­aður var af um­hverf­is­ráð­herra hefur lagt til að ýmsar einnota plast­vörur og inn­flutn­ingur á snyrti­vörum sem inni­halda örplast verði bann­að­ur. Jafn­framt stefnir Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, á að leggja fram frum­varp varð­and­i ­bann á einnota burð­ar­plast­pok­um.

Vert er að taka fram að plast­pok­inn skipt­ir að sjálf­sögðu ekki meg­in­máli í stóra sam­heng­inu þar sem fjöl­margar og í raun all­flestar ­neyslu­vör­ur, sem fara ofan í pokann, eru óum­hverf­is­væn­ar. Draga þarf úr all­ri ­neyslu ef vel á að vera. Hins vegar höfum við hvorki tíma né efni á að „for­gangs­raða“ þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Ef við getum minnkað neyslu á einnota, óþarfa plast­pok­um, þá eigum við að gera það. Enn­fremur gæti aðgerð af þessu tagi leitt til vit­und­ar­vakn­ingar á fleiri umhverf­is­vanda­málum sem við virð­umst vera blind­ari ­fyr­ir. Ef rúm­lega 60 önnur lönd í heim­inum hafa með ein­hverjum hætti bann­að ­notkun á plasti þá hljótum við á Íslandi að geta gert það sama.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None