Excelágóði og flæðiságóði

Auglýsing

Það má nálg­ast ákvarð­anir um fjár­fest­ingar á marga vegu, en eitt sem er lítið fjallað um er mis­mun­ur­inn á því að stefna að Excel­á­góða eða flæð­isá­góða.

Excel­á­góða­hugsun snýst um að leggja áherslu á töl­una sem táknar beinan hagnað á til­tek­inni aðgerð á til­teknu augna­bliki. Með því að gleðja Stóra Excel skjalið á Himnum með hámörkun beins reikn­an­legs hagn­aðar eru rétt­læt­ing­arnar óhagg­andi og allir geta skilið þær. Í þeirri nálgun er nán­ast alltaf best að borga upp skuldir í efsta for­gangi, þar sem vextir kosta pen­inga.

Und­an­tekn­ingin er ef þú dettur niður á díl þar sem hægt er að fjár­festa og fá meiri ágóða en vext­irnir kosta. Þetta kallast ­vaxta­muna­við­skipti, og eru ær og kýr margra sem ætla sér að verða rík­ir.

Auglýsing

Allt er betra í flæði

En sé litið fram­hjá klass­ísk­ustu gerðum auð­jöfra – verð­bréfa­miðl­ara og álíka – og að þeim sem eru rík­astir allra, þá sést að þeir fjár­festa allir í flæð­isá­góða. Flæð­isá­góði snýst um að ein­beta sér að því hvar er hægt að búa til sjálf­bært flæði sem gefur enda­laust af sér. Í þeirri hugsun skiptir auð­vitað máli að halda kostn­aði niðri, og vaxta­kostn­aður er ekki þar und­an­skil­inn, en oft er skyn­sam­legra sam­kvæmt þess­ari nálgun að sætta sig við aðeins hærri kostnað til skamms tíma ef það gefur tæki­færi til að byggja nýtt flæði.

Til dæmis gæti ein­hver útgerð veitt þorsk úr sjón­um, fryst hann um borð, hent honum beint í gám og sent úr landi, og fengið 50 kr. á kílóið í hagnað þegar allt er sam­an­tek­ið. Og fyr­ir­tækið gæti vissu­lega rétt­lætt það að gera þetta í stað þess að koma með fisk­inn ferskan í land, full­vinna hann þar, og selja til­búna fisk­rétti úr landi með 40 kr. hagnað per kíló þegar upp er stað­ið. Því gagn­vart Excel skjal­inu er hreini ágóð­inn betri með Excel­á­góða­hugs­un­inni, svo munar 10 kr. á kíló!

En miklu fleiri njóta góðs í sam­fé­lag­inu þegar áherslan er á flæð­ið. Virð­is­aukn­ingin á sér stað í nær­tæk­ari keðju. Og það er lík­legra að það geti leitt af sér frek­ari tæki­færi í fram­tíð­inni. Flæð­is­hugs­unin skilar bæði góðum pen­ing og meiri mögu­leikum á meiri pen­ingum í fram­tíð­inni. Það sem þarf að gera til að njóta þessa ávinn­ings er að lengja í virð­is­keðj­unni, sem skilur eftir sig ýmis­konar afleiddan hagn­að, ávinn­ing og sam­fé­lags­legan ábáta.

Hvernig á rík­is­sjóður að virka?

Meðan það er ekki hægt fyrir almenn­ing sem á ekk­ert í útgerð­inni eða öðrum fyr­ir­tækjum að gera heimt­ingu á því að útgerðin hugsi út frá flæð­inu, þá er algjör­lega eðli­legt að gera heimt­ingu á því að ríkið hugsi svona. Ímyndum okkur tvo val­kosti:

1) Við greiðum niður skuldir upp á 10 millj­arða króna.

2) Við eyðum 10 millj­örðum króna í inn­viða­upp­bygg­ingu.

Í báðum til­fellum fara 10 millj­arðar út úr rík­is­sjóði, en í öðru til­fell­inu fer pen­ing­ur­inn bara til kröfu­hafa og þá er sagan búin. Vaxta­kostn­aður rík­is­sjóðs lækkar og Stóra Excel skjalið á Himnum er ánægt.

Í hinu til­fell­inu fær fullt af fólki vinnu við að byggja upp inn­við­ina, heim­ilin geta notað inn­við­ina til að spara og fyr­ir­tækin geta notað þau til að græða. Sam­fé­lög vaxa og dafna, og þótt þau vissu­lega þurfi enn að bera vaxta­kostn­að­inn af þessum tíu millj­örð­um, þá eru þau lík­lega betur í stakk búin til þess.

Ávinn­ing­ur­inn af val­kosti 1 er að auð­reikn­an­legir vextir sparast, en ávinn­ing­ur­inn af val­kosti 2 er vanda­samt að reikna í raun, en gæti mögu­lega gefið marg­falt meira af sér.

Rík­is­skuldir eru ekki (endi­lega) vondar

Flæð­is­hugs­unin stendur fyrir sínu. Hún víkur frá ríkj­andi kreddum um að allar rík­is­skuldir séu nauð­syn­lega slæmar með því að gang­ast við því að stundum sé rétt­læt­an­legt að eyða pen­ingum til að græða pen­inga. Þessi regla þykir góð í öllum rekstri, en ein­hverra hluta vegna hafa sjálf­skip­aðir ridd­arar hag­vaxt­ar­ins kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hún eigi ekki við ef eig­andi rekst­urs­ins er sam­fé­lagið allt.

Fyrir vikið hefur öll áhersla síð­ustu rík­is­stjórna, sem allar hafa keyrt rík­is­sjóð á grund­velli harð­lín­u-Excel­hyggju, verið á að greiða niður opin­berar skuld­ir. Sem er að sumu leyti ágætt: Skuld­irnar eftir hrunið voru gríð­ar­legar og á mjög háum vöxt­um. Þetta voru því dýrar skuldir sem var skyn­sam­legt að greiða upp, jafn­vel innan flæð­is­hugs­un­ar. En á ein­hverjum tíma­punkti þarf að spyrja sig hvort ekki sé hugs­an­lega meiri sam­fé­lags­legur ávinn­ingur af því að byggja upp í stað­inn fyrir að greiða nið­ur.

Helsta hættan við þá hugsun að rík­is­skuldir séu alltaf slæmar er að fólk fest­ist í rekstr­ar­hag­fræði­legri hugsun um ­þjóð­hag­fræði­legt vanda­mál. Þetta leiðir af sér að stór verk­efni verður ómögu­legt að fjár­magna (sbr. Land­spít­al­ann og Sunda­braut­ina), með­al­stór verk­efni verða einka­vædd (sbr. Vaðla­heið­ar­göng), við­hald er sett í lægri for­gang þannig að ­eignir skemm­ast (sbr. Vatns­nes­veg), sjálf­virk rétt­læt­ing er fyrir sölu hverskyns eigna í þágu mark­miðs­ins að upp­ræta skuld­irnar (sbr. Kaup­þing), þjón­ustugæði rýrna (sbr. heil­brigð­is­kerf­ið), mögu­leikar á einka­sparn­aði fólks og fyr­ir­tækja í hag­kerf­inu verða minni (sbr. fjár­fest­ing­ar­vand­ræði Líf­eyr­is­sjóð­anna) og efna­hags­legum nið­ur­sveiflum er mætt með nið­ur­skurði (sbr. við­brögð flestra ríkja Evr­ópu við hrun­in­u).

Hag­vöxtur trompar aðhald

Miklar og dýrar rík­is­skuldir eru vara­samar og ber að forð­ast. Hag­fræð­ing­arnir Car­men Rein­hart, Vincent Rein­hart og Kenn­et­h Rogoff hafa sýnt sterka fylgni milli þess að rík­is­skuldir fari ­yfir 90% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) og að hægist um í hag­kerfum til lengri tíma. Það finn­ast líka fá lönd þar sem ­vaxta­kostn­aður rík­is­skulda er jafn hár og á Íslandi. Meira að ­segja Grikk­land er með ódýr­ari lang­tíma­skuld­bind­ingar en Ísland (5,39% á Íslandi, 4,94% í Grikk­land­i).

En nettó rík­is­skuldir Íslands eru 21,1% af VLF, og hag­fræð­ingar eru farnir að efast um að það sé snið­ugt að vera með þetta lágt skulda­hlut­fall. Oli­vier Blanchard, fyrrum yfir­hag­fræð­ingur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, hefur til að mynda bent á að ef hag­vöxtur er meiri en vaxta­stig rík­is­skulda verður auð­veld­ara að eiga við skuld­irn­ar. Þá hefur hag­fræð­ing­ur­inn Nicholas Crafts sýnt að hag­vöxtur umfram vexti hafi gert meira til að minnka skulda­á­lag rík­is­sjóðs Bret­lands en aðhald og tekju­af­gang­ur.

Stöðugt fleiri nið­ur­stöður af þessu tagi eru að birt­ast eftir því sem hag­fræð­ingar yfir­gefa nýklass­ísku nálg­un­ina í þág­u nú­tíma­pen­inga­hag­fræð­innar (e. Modern Monet­ary The­or­y). Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (IMF) hefur nú við­ur­kennt að aðkom­a þeirra að svelti­stefnu­kröfum gagn­vart Grikk­landi hafi orðið til þess að hag­kerfið gat ekki vaxið til að geta staðið und­ir­ skuld­irn­ar.

Í þessu felst að innan vissra marka sé betra að fjár­festa í hag­vaxt­ar­auk­andi aðgerðum frekar en að greiða niður skuld­irnar – það skapar betra flæði fyrir alla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None