Myndlist og jafnrétti

Auglýsing

Fár vik­unnar snýst um myndir Gunn­laugs Blön­dals í Seðla­bank­anum og með­ferð­ina á þeim. Þær voru settar í geymslu enda höfðu þær stuðað ein­hvern starfs­mann­inn. 

List er ekki bara skraut og feg­urð. Hlut­verk list­ar­innar er bein­línis að hreyfa við okk­ur. Það sem er svo dásam­lega fal­legt en um leið sorg­legt við þetta mál er að þessi gömlu og borg­ara­legu verk geta enn hneyksl­að. Og við öll erum að ræða þetta, sem er í sjálfu sér gott - og það án þess að hafa séð verkin því Seðla­bank­inn leyfir ekki mynda­tökur fjöl­miðla á þeim. 

List getur sann­ar­lega stuðað svo mikið að fólk á erfitt með að sinna starfi sínu. Ég er dæmi um það enda ætti ég að vera að gera eitt­hvað allt annað en að skrifa þessa grein en get ekki hætt að hugsa um þetta. Ýmis lista­verk geta líka verið stuð­andi. Ég held t.d. að ég gæti ekki unnið mikið ef "Almar í kass­anum" væri hérna á skrif­stof­unni hjá mér. Hugs­an­lega myndi hann samt venj­ast. 

Auglýsing

Það er heldur ekk­ert að því í sjálfu sér að færa lista­verk til. Eig­in­lega er það nauð­syn­legt svo við höldum áfram að sjá þau og skynja á nýjan leik því við verðum gjarna samdauna umhverfi okkar og hættum að taka eftir því. Dæmi um vel­heppn­aðar til­færslur verka í opin­beru rými eru t.d. "Vatns­ber­inn" eftir Ásmund Sveins­son sem færður var af holt­inu við Veð­ur­stof­una niður í miðbæ þar sem upp­runa­legu vatns­ber­arnir unnu sín störf og "Óþekkti emb­ætt­is­mað­ur­inn" eftir Magnús Tóm­as­son sem nú er ekki fal­inn í sundi heldur skundar í átt að ráð­hús­inu. Þessi verk öðl­uð­ust nýtt sam­hengi við til­færsl­una en þau voru heldur ekki sett í geymslu. 

Í Kast­ljósi gær­kvölds­ins var rætt við Ólöfu Krist­ínu Sig­urð­ar­dóttur safn­stjóra Lista­safns Reykja­víkur og Hug­rúnu Hjalta­dóttur sér­fræð­ing hjá jafn­rétt­is­stofu. Það var um margt athygl­is­vert spjall og sumt var bein­línis óþægi­legt fyrir list­unn­anda og -áhuga­mann­eskju sem jafn­framt er femínisti að hlusta á. Verst fannst mér að heyra Hug­rúnu tala um list sem skraut því þótt mörg verk, jafn­vel þau sem hér eru til umræðu, séu fal­legt er fag­ur­fræði ein­ungis eitt hlut­verk list­ar­innar og sum verk eru alls ekki fal­leg og eiga ekki heldur að vera það.  

Í Kast­ljós­þætt­inum kom líka fram að verkin sem hafa verið fjar­lægð eru tvö. Annað var á skrif­stofu yfir­manns en hitt var með öðrum verk­um, por­trettum af jakka­fata­klæddum körlum sem allir höfðu verið banka­stjórar Seðla­banka Íslands og því vænt­an­lega allir meira og minna borið ábyrgð á rússi­ban­areið  ís­lensku krón­unn­ar. Hvort það verð­skuldar eilíft líf á striga er spurn­ing.

Í við­tal­inu sagði Hug­rún að mik­il­vægt væri að stjórn­endur velti fyrir sér vinnu­staða­menn­ingu og ímynd. Gott og vel. Einu sinni fór ég á fund í Fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Þá hafði engin kona enn gegnt stöðu fjár­mála­ráð­herra. Á vegg í fund­ar­her­berg­inu voru myndir af öllum þeim körlum sem þá höfðu verið fjár­mála­ráð­herrar á Íslandi. Mynd­irnar þökktu vegg­inn og tugir karla störðu á mann - stelpu sem var að þykj­ast vera stjórn­mála­mað­ur. Það var ansi yfir­þyrm­and­i. 

Engar konur hafa enn verið seðla­banka­stjórar á Íslandi þótt nú sé árið 2019. Það er eitt­hvað sem þeir karlar sem stýra þeirra stofnun ættu að hug­leiða og hvað það þýðir fyrir bæði ímynd og vinnu­staða­menn­ing­una á þeim bæ. 

Það sem mér er fyr­ir­munað að skilja í þessu máli er ansi margt. Eitt er t.d. það hvernig borg­ara­legt verk eftir Gunn­laug Blön­dal getur stuðað ein­hvern en það er nú samt galdur list­ar­innar - hún talar við okkur á til­finn­ingaplan­inu. Annað sem ég skil alls ekki er hvers vegna Jafn­rétt­is­stofa virð­ist hafa lagt það til við Seðla­bank­ann, eftir að til hennar var leit­að, að til þess að leysa vanda­málið - bæta vinnu­staða­menn­ingu og ímynd SÍ - væri rétt­ast að fjar­lægja kon­urnar af veggj­unum en ekki jakka­fata­klæddu karl­ana. Hvernig í ósköp­unum getur það verið í þágu jafn­réttis að minna alla starfs­menn Seðla­bank­ans á það á hverjum degi þegar þeir labba fram hjá öllum jakka­fata­klæddu körlunum að þeir séu staddir í karla­heimi?

Er ekki frekar kom­inn tími til að pakka jakka­fata­klæddu feðra­veld­inu niður í geymslu?



Hjördís

Myndin "Hjör­dís" (2007) eftir Lindu Ólafs­dótt­ur. Birt með góð­fús­legu leyfi lista­manns­ins. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None