Hugleiðingar um hamingjuna sem markmið

Auglýsing

Hver er til­gangur lífs­ins? Flestir myndu glotta og svara með hæðni „góð spurn­ing“ eða „þegar stórt er spurt…“ og gefa þannig til kynna að auð­vitað er ekki hægt að svara slíku „rugli“. Það er þó þannig að flest erum við að glíma við þessa spurn­ingu á hverjum degi, án þess að vera endi­lega með­vituð um það.

Það er rétt að ef spurt er um eig­in­legan til­gang lífs­ins þá er fátt um svör (nema kannski talan 42). Margir telja sig finna vís­bend­ingar í Bibl­í­unni eða öðrum trú­ar­ritum en sem trú­leys­ingi og/eða níhílisti myndi maður halda því fram að til­gang­ur­inn væri eng­inn; að lífið væri til­viljun og þ.a.l. til­gangs­laust.

Ef ég er spurður um til­gang míns eigin lífs þyrfti ég lík­lega að staldra aðeins við því þar gæti mögu­lega leynst svar. En ég nenni auð­vitað ekki að dvelja lengi við slíkar vanga­veltur og varpa fram þeirri hressu stað­hæf­ingu að til­gangur lífs­ins er ein­fald­lega að njóta þess, að „haffa kamman og liffa líf­inu“ eins og góður maður sagði eitt sinn. Málið dautt og hitt­umst á „happy“ eftir vinnu. Það skondna er að það er margt sem bendir til þess að þetta sé rétta svar­ið; til­gangur lífs­ins er ein­fald­lega að njóta þess. En þá kviknar önnur og mun erf­ið­ari spurn­ing; hvað er að njóta?

Auglýsing

Það hlýtur þá að vera ham­ingj­an. Er ekki aðal málið að vera ham­ingju­söm/­sam­ur? Varla er hægt að njóta lífs­ins án henn­ar? Eða hvað? En hvað er ham­ingja og hvað gerir okkur ham­ingju­söm? Ást­in? Börn­in? Eru það skil­yrði fyrir ham­ingju? En hvað með pen­inga? Þarf mann­eskja ekki að vera rík og/eða far­sæl (helst fal­leg líka) til að öðl­ast ham­ingj­una? Eða er nóg að vera bara hress?

Miðað við hvað við erum almennt upp­tekin af ham­ingj­unni – en einnig óham­ingj­unni; þung­lynd­inu og kvíð­anum – er merki­legt hvað við virð­umst oft illa tengd grund­vall­ar­merk­ingu henn­ar. Allt sem er gam­an, gott, skemmti­legt og veitir okkur ánægju gerir okkur ham­ingju­söm, er það ekki?

Til að geta talað um ham­ingj­una þarf hug­takið að hafa skýra merk­ingu og því er oft gerður grein­ar­munur á „ham­ingju“ (e. happiness) og „ánægju“ (e. plea­sure). Skoðum þetta aðeins.

Ham­ingja er ein­hvers­konar vellíð­an­ar-á­stand sem dvelur djúpt í sál­ar­lífi okkar og ein­kenn­ist m.a. af ást, ein­lægni, óeig­ingirni, sátt og stöð­ug­leika. Það er athygli­vert að þótt ham­ingjan geti sjálf verið mikil og mátt­ugt fyr­ir­bæri er upp­lifun hennar sjaldn­ast sterk eða til­finn­inga­rík; þ.e. við erum ekki endi­lega að springa úr gleði á hverri stundu þótt við séum mjög ham­ingju­söm. Ham­ingjan er ekki (á ekki að vera) mark­mið í sjálfu sér með inn­byggðum on/off takka. Það tekur tíma að öðl­ast sanna ham­ingju og hún er ein­hvern vegin alltaf í stöðugri vinnslu. Henni má frekar líkja við ferða­lagið heldur en áfanga­stað­inn.

Ánægjan er hins vegar öfl­ugri lífs­reynsla. Hún er nær því að vera eins­konar vellíð­an­ar-­til­finn­ing sem við upp­lifum sem ákafa og taf­ar­lausa gleð­i(vímu). Ánægjan er ekki lang­vinn enda sækj­umst við eftir henni aftur og aftur og hún er mark­mið í sjálfu sér. Það væru e.t.v. ýkjur að flokka þessa ánægju undir nars­isíska nautn­ar­hyggju en þeir sem „njóta lífs­ins“ með þessum hætti finna „ham­ingj­una“ í þess­ari skyn­miklu en skamm­vinnu ánægju sem yfir­leitt birt­ist okkur í hvers­dags­legri neyslu s.s. að borða góðan mat, kaupa sér ný föt/síma, drekka áfengi, spila tölvu­leiki eða horfa á Fri­ends.

Auð­vitað gerum við okkur (flest) full­kom­lega grein fyrir því að sumt er gott fyrir okkur og annað er bara gott. Aristóteles var alveg með þetta. Til að öðl­ast sanna ham­ingju þarf maður að rækta garð­inn sinn en ekki bara háma í sig súkkulað­irús­ínur allan dag­inn. En erum við á góðu róli á hinum gullna með­al­vegi? Nennum við að eyða tíma í að rækta sanna ham­ingju þegar nautn­in/á­nægju­víman er rétt handan við horn­ið?

Ef marka má umræðu og rann­sóknir um aukna van­líðan í hinum vest­rænu vel­ferð­ar­sam­fé­lögum (sér­stak­lega hjá börnum og ungu fólki) er vissu­lega áhuga­vert að hug­leiða aðeins um ham­ingj­una. Höfum við e.t.v. of grunnan skiln­ing á þetta fyr­ir­bæri? Er ekki lík­legt að við séum að rugla saman ham­ingju og ánægju? Orð­ræða okkar virð­ist benda til þess. Við erum rosa­lega ham­ingju­söm með nýja sím­ann okk­ar, þegar við fáum útborgað eða þegar ein­hver vin­sæll „lækar“ tístið okk­ar. Við erum ham­ingju­söm þegar það er frí í skól­anum og hvað þá þegar kemur ný sería af River­dale.

Ham­ingjan spilar einnig stórt hlut­verk í aug­lýs­ingum og mark­aðs­hyggju. Nyt­semi hluta er ekki lengur mik­il­væg­asti kost­ur­inn þegar kemur að því að aug­lýsa vörur heldur upp­lifunin og statusinn; hvernig varan lætur okkur líða með okkur sjálf. Allir gang­hæfir bílar geta komið okkur frá A til B á svip­uðum tíma en splúnku­nýr Range Rover gefur manni bara eitt­hvað extra – kannski ham­ingj­una?

Auð­vitað er margt annað sem veitir okkur „ham­ingju“ en þetta gæti verið ein skýr­ing á van­líðan okk­ar: Við sækj­umst öll eftir ham­ingj­unni en þegar við loks­ins teljum okkur finna hana (á þessum grunna „ánægju“ vett­vangi) þá upp­lifum við samt ekki raun­veru­lega ham­ingju. Við áttum okkur ekki á að við höfum gild­is­fallið ham­ingj­una. Það er nefni­lega eitt sem gleym­ist að fattast: Ham­ingjan og gild­is­matið eru hlið­stæð fyr­ir­bæri.

Önnur skýr­ing gæti verið sú að án þess að vera endi­lega með­vituð um það þá erum við í stöðugri og mis­kunn­ar­lausri sam­keppni um ham­ingj­una. Þetta er betur þekkt sem lífs­gæða­kapp­hlaup­ið. Það er að vísu ekki hægt að vinna þessa keppni en það er sann­ar­lega hægt að tapa. Við tökum flest öll ósjálf­viljug þátt í þessu und­ar­lega kapp­hlaupi án þess að hafa nokkuð að segja um reglur eða mark­mið. Kap­ít­al­ism­inn sér um það: Árangur og vel­gengni eru þar grund­vall­ar­for­sendur ham­ingj­unnar því án vel­gengni er varla hægt að njóta lífs­ins og vera ham­ingju­sam­ur; hafa það gott og geta leyft sér hitt og þetta. Hið „góða líf“ birt­ist okkur sem sjálfa á úlf­alda í Marra­kesh þar sem yoga- og hug­leiðslu­nám­skeið veitir manni inn­blást­ur, eykur ein­beit­ingu og árangur til að verða besta útgáfan af sjálfum sér.

En það er ein brenglun sem vert er að benda á í þessu sam­hengi. Í sam­fé­lagi sem er gegnum sýrt af kap­ít­al­ísku gild­is­mati er það við­tek­inn „sann­leik­ur“ – í anda amer­íska draumsinns – að allir eigi mögu­leika á frama og vel­gengni en reglur hins frjálsa sam­keppn­is­mark­aðar eru þó með þeim hætti að maður upp­sker eins og maður sáir. Þannig birt­ist okkur rétt­læt­ing hins efna­hags­lega ójöfn­uð­ar: Ríkt fólk verð­skuldar nefni­lega ríki­dæmi sitt og efna­hags­lega vel­megun vegna fram­lags síns, dugn­aðar eða ann­arra yfir­burða: Það hefur (hlýtur að hafa) lagt sig meira fram en aðrir og náð þannig rétt­mætum árangri.

Þótt vissu­lega finn­ist dæmi um sjálf­skap­aða efna­hags­lega vel­gengni vitum við flest að þessi stað­hæf­ing er bara bull og að ekki er hægt að alhæfa með slíkum hætti. Flestir millj­arð­ar­mær­ingar verða ríkir eftir allt öðrum leiðum t.d. með því að erfa auð­ævi, svind­la, arð­ræna eða fá gef­ins aðgang að auð­lindum þjóða. En þessi glap­sýn gefur engu að síður tón­inn: Ríkir eiga skilið að vera ríkir og fátækir eru bara fátæk­ir. Ef maður nýtur ekki vel­gengni í líf­inu – er alger lúser skv. reglum lífs­gæða­kapp­hlaups­ins – er ekk­ert óeðli­legt að við­kom­andi finni ekki ham­ingj­una og þ.a.l. ein­hvern til­gang með líf­inu. Ef þú ert ósátt(­ur) við hlut­skipti þín og slök lífs­gæði ertu minnt(­ur) á að ábyrgðin liggur alfarið hjá þér: Það er ekki kap­ít­al­ism­anum að kenna ef þig skortir metn­að, aga og vilja til að ná árangri og „sigra“ í líf­inu.

Þegar þessu er stillt svona upp þá er ekk­ert skrýtið að ungt fólk upp­lifir þung­lyndi og kvíða; að fólk flýi raun­veru­leik­ann með afþr­ey­ingu og vímu­efnum þrátt fyrir allan þennan hag­vöxt og enda­lausu vel­ferð. Álagið er gíf­ur­legt. Ef við erum ekki ham­ingju­söm þá er til­gang­ur­inn eng­inn; lífið ónýtt. Krafan um ham­ingj­una er alger. Eitt sinn var algengt að spyrja hvort pen­ingar veiti okkur ham­ingj­una en í dag er spurn­ingin hvernig ham­ingjan geti veitt okkur pen­inga. Hún er for­senda vel­gengn­innar og vel­gengnin for­senda ham­ingj­unn­ar. Þess vegna verðum við alltaf að vera ham­ingju­söm. Við erum alltaf í lífs­gæða­kapp­hlaup­inu. Ef eitt­hvað er að þá bara „feik­um“ við ham­ingj­una. Er ekki allt gott að frétta? Ert ´ekki bara hress?

En hvað getum við gert? Viljum við hætta þessu rugli og upp­lifa sanna ham­ingju? Þá þurfum við breyt­ing­ar. Það góða er að við þurfum ekki að hætta öllu eða úti­loka allt sem okkur finnst gaman og gott. Við þurfum bara að upp­færa nýtt gild­is­mats-­stýri­kerfi og end­ur­ræsa harða diskinn.

Við þurfum að öðl­ast raun­veru­legt frelsi. Til þess þurfum við að losa okkur skil­yrða­laust undan oki nýfrjáls­hyggj­unn­ar; hinnar kap­ít­al­ísku stýr­ing­ar. Ein­stak­lings­frelsið sem þar er talið for­senda vel­gengni og ham­ingju er alls ekki raun­veru­legt frelsi heldur blekk­ing; eins­konar lyf­leysa (e. place­bo): Við erum alls ekki frjáls til að vaxa og dafna á eigin for­send­um. Auk þess veitir slíkt frelsi okkur ekki sanna ham­ingju vegna þess að því fylgir engin ábyrgð. Það er nefni­lega ekki frelsið sem veitir okkur ham­ingju heldur ábyrgðin sem frels­inu fylg­ir.

Sama gildir um lífs­gæða­kapp­hlaup­ið. Við verðum að sætta okkur við að eina leiðin til að sigra er að sleppa tak­inu; að játa okkur sigruð. Ham­ingjan felst nefni­lega einnig í því að upp­lifa von­brigði, sárs­auka og van­líð­an. Upp­lifum allt til­finn­inga­svið ham­ingj­unn­ar. Lærum að lifa upp á nýtt (það er ekk­ert nýtt). Það er kom­inn tími á nýja Upp­lýs­ingu. Við þurfum að vakna, rífa okkur upp úr doð­anum og afþr­ey­ing­unni og stíga inn í raun­veru­leik­ann. Við þurfum að velja rauðu pill­una.

En við getum líka farið inn á jákvæðsál­fræð­i.is, skráð okkur á masterklassa í ham­ingju­hæfni þar sem við lærum að kyssa pen­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None