Ríkidæmið og hið sítengda samfélag

Auglýsing

Það er mik­il­vægt að vera maður með mönnum og vekja athygli. Þó við séum ein­ungis örfáar hræður á þessu landi að þá er hæg­ara sagt en gert að standa upp úr. Nú er hægt að auð­velda sér það mark­mið með notkun sam­fé­lags­miðla.



Sam­fé­lags­miðlar eru upp­spretta tæki­færanna, þar er hægt að öðl­ast frægð, frama og vel­vild með ein­ungis auð­veldum strokum á snjall­síma. Ein mynd, pósta, safna fjölda fylgj­enda.  Hins­vegar skal gæta þess að það virð­ist þó vera bein teng­ing á milli þess að fólk vilji fylgj­ast með manni og þess að eiga mjög marga flotta hluti. Með öðrum orð­um, vera ríkur og helst nokkuð fal­legur líka.

Ég, ver­andi mik­ill áhuga­maður um sam­fé­lags­miðla, því þeir eru jú spenn­andi og til margs nyt­sam­leg­ir, ákvað að safna í lista yfir góð ráð sem allir ættu að geta nýtt sér til að sýn­ast vera ríkir á miðl­un­um. Þetta ætti að hjálpa öllum til þess að stíga skrefið og verða ein­hvers virði í sam­fé­lag­inu.



Auglýsing
1. Farðu í mjög dýra tísku­vöru­verslun og fáðu að kaupa ein­ungis inn­kaupa­poka frá þeim, taktu síðan mynd af þér í bestu gæðum og frá bestu mögu­legu sjón­ar­hornum að flagga pok­unum eins og þú hafir verið að versla. Gott er að hafa marga poka og að þeir séu frá merkjum á borð við Gucci, Chanel og Ver­sace. Eitt­hvað sem hvaða hálf­viti sem er veit að selur vörur á okur­verði.



2. Kauptu fylgj­end­ur. Allir vita það að ímynd þín á sam­fé­lags­miðlum er aðal­merki þess að þú sért ein­hvers virði. Helst ef það er hægt að kaupa fylgj­endur sem setja læk á mynd­irnar líka. Orðið of aug­ljóst í dag ef að fylgj­enda­fjöldi stenst ekki við fjölda hjarta á mynd­um.





3. Splæstu einu sinni í Joe and the Juice og geymdu glas­ið. Gerðu alltaf boost heima og settu hann í Joe glasið þitt. Þannig munu allir halda að þú lítir á pen­inga sem áhyggju­laust fyr­ir­bæri sem hægt er að eyða í einnota óþarfa.



4. Semdu rapp­lag um hversu mik­inn pen­ing þú færð fyrir gigg. Athugið þó að þetta ráð hentar ein­ungis ef þú ert karl­mað­ur.



5. Kauptu þér drasl úti í búð og taktu flottar myndir af þér að nota draslið. Birtu mynd­irnar á sam­fé­lags­miðlum og ljúgðu því bara að þetta sé fyr­ir­tækja­spons. Fólk mun þá halda að þú sért merki­legri en aðrir því þú ert gang­andi aug­lýs­ing fyrir fyr­ir­tæki.









Ríki­dæmi hefur lengi vel verið æðsti draumur manns­ins og ímynd er ekk­ert eitt­hvað sem var fundið upp með til­komu sam­fé­lags­miðla. Við höfum ávallt upp­hafið ákveðnar sam­fé­lags­stöð­ur, ákveðna hluti og ákveðin íkon. Við setjum eitt­hvað á stall og til­biðjum það, verðum fúl ef við náum bara að vera eitt­hvað aðeins minna en meiri­hátt­ar. Öllu er stillt upp í full­komn­un; sjá feg­urð mína. Sjá allt þetta dót sem ég keypti eða keypti ekki. Sjá þessi dýru klæði úr hía­líni skreytt demönt­um, ein­ungis á færi örfárra að eign­ast. Sjá hið sjald­gæfa og hið almenna sem allir virð­ast vilja ná höndum á eftir smá.





Að vissu leyti er þetta spurn­ing um frelsi, við þráum frelsið og hin alda­gróna hug­mynd er að pen­ingar veiti okkur það frelsi. Að öðru leyti er þetta sam­fé­lags­lega mótuð þrá, það er sífellt verið að miðla til okkar að við ættum að vilja ákveðna hluti og að við ættum einnig að vilja líta út á ákveð­inn hátt. Nýj­ustu fréttir um hvaða lík­ams­form er í tísku núna eru síná­lægar og varla hægt að anda nema að það sé troðið upp í kokið á manni hvernig sé æski­legt að vera í nútíma­sam­fé­lagi. Ég bíð bara eftir til­kynn­ing­unni um að nú sé í  tísku að vera með sívaln­ings­laga oln­boga. Eða virki­lega stóra kálfa, hvernig væri það?





Við gætum farið alla leið í kenn­ingar um það hvernig pen­ingar eru upp­bygg­ing sam­fé­lags­ins og hvernig þeir séu ein­ungis ein­hvers virði vegna þess að við í sam­ein­ingu gáfum þeim eitt­hvert virði. Við gerum það sama með hluti og með ímynd­ir.





Það sem sam­fé­lags­miðl­arnir gera er að gefa okkur nýja veitu fyrir þessa org­andi þrá okkar að byggja upp eigin ímynd. Að fá að vera á stall­in­um. Þó þráin kemur auð­vitað frá fyr­ir­fram­gefnum stöðlum um hvernig hún skal vera hverju sinni. Það er einmitt fyndið að um leið og feg­urð­ar­sam­keppnin er úthrópuð tíma­skekkja í nútíma­legu og með­vit­uðu sam­fé­lagi og gerð nán­ast útlæg, að við tökum ekki eftir því að við höfum skapað okkur ramma með nákvæm­lega sömu hug­mynda­fræði bara inni á öðrum vett­vangi. Við segjum okkur í sífellu að inni á hinum nýja leik­vangi séu það við sem semjum leik­regl­urnar sjálf -  en er það svo? Erum við ekki bara föst í eilífri feg­urð­ar­sam­keppni, núna höfum við bara filt­era og for­rit til að hjálpa okk­ur. Það mætti mögu­lega líta á þetta sem lýð­ræð­is­legra umhverfi, hér inni fá allir jafnt rými til að taka þátt. Hins­vegar erum við stöðugt föst í þeim leik að hampa bara vissum þátt­um. Við öll sjálf­skip­aðir dóm­ar­arn­ir. Eru þeir sem ná ekki þessum gæða­stimpli, sem stað­fest­ist nú með fjölda læka, þá ekki sjálf­krafa úr leik?





Ég er ekki að skamm­ast út í sam­fé­lags­miðla, mér finnst þeir frá­bær­ir. Þeir opna umræð­ur, sýna fjöl­breyti­leika og gefa í grunn­inn öllum jafnt tæki­færi. Það sem ég er að reyna segja er að annað gildir þó um sam­fé­lagið sjálft. Og ég er heldur ekki að segja að við hættum að hverfa aftur í gamla tíma, af því að þá í raun giltu sömu regl­ur, það var bara öðru­vísi umgjörð utan um þær. Við þurfum hins vegar að vera með­vituð um hvað er verið að miðla til okkar og hvaða afstöðu við viljum taka til þess. Nú eru snapp­arar og grammarar mikið í sviðs­ljós­inu og okkur finnst gaman að fylgj­ast með þeim. Þar kemur blússandi gægju­þörf okkar allra inn í þetta. Sam­fé­lags­miðla­stjarna; þetta er svo nýr starfs­tit­ill að það er ekki einu sinni til almenni­leg reglu­gerð um laun þeirra. Miðl­arnir virka á svip­aðan hátt eins og aðrir miðl­ar, jú vissu­lega erum við með venju­legt fólk sem stjórnar þeim og þeir eru mjög per­sónu­legir en hvernig við stillum upp og skrá­setjum á mjög skylt við tíma­rit og aug­lýs­ingar stórrisanna. Það er auð­vitað ekk­ert skrít­ið, við höfum lært af miðlaum­hverfi æsku okk­ar.



Það hefur vissu­lega verið mikil vakn­ing í sam­fé­lag­inu okkar um þetta en ég ótt­ast að hið rétta týn­ist samt stundum í und­ir­með­vit­und og áhrifagirni sál­ar­inn­ar. Sann­leik­ur­inn um að þetta sé allt bara sjón­hverf­ing. Hviss bamm búmm. Hér sé sjón­ar­spil.



Ég sjálf stend mig stundum að því að drukkna í hring­iðunni. Líða illa og vilja upp­hefja sjálfið með læki. Nei fyr­ir­gefðu, læk­um. Vilja vera ein af þeim sem njóta vel­vild­ar. Þá er vert að horfa aðeins á þetta frá öðrum sjón­ar­horn­um, anda djúpt, sam­þykkja leik­ritið og hafa gaman af - en vera allan tím­ann með­vituð um að þetta sé bara ein önnur upp­setn­ing­in.









Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None