Loftslagsvá – 410ppm

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fjalla um loftslagsmál í aðsendri grein en hann segir að eftir því sem loftslag jarðar verður harðvítugra gagnvart mannkyninu muni jörðin sýna okkur betur og betur hvað hún gefur lítið fyrir pólitíkina.

Auglýsing

Spurn­ingin er löngu hætt að vera hvort lofts­lags­breyt­ingar séu raun­veru­legar (já), og jafn­vel hætt að vera hvort að stjórn­mála­menn skilji almennt lofts­lags­breyt­ingar (nei), og er orðin hvort stjórn­málin séu með raun­hæfa áætlun til að bjarga mann­kyn­inu og líf­væn­leika plánet­unnar okkar (sjáum til­...).

Ný skýrsla Milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) er einn hrika­leg­asti hryll­ings­lestur sem hægt er að hugsa sér. Stysta mögu­lega sam­an­tekt hljómar þannig að eini mögu­leiki okkar til að tak­marka hnatt­ræna hlýnun á árunum 2030 til 2052 við 1.5°C með­al­aukn­ingu á heims­vísu, felst í örum orku­skiptum og umsvifa­miklum breyt­ingum á iðn­að­ar­ferl­um. Tölu­verð föngun kolefn­is­út­blást­urs getur hægt á þess­ari nið­ur­stöðu, en ein­göngu breyt­ingar munu stöðva hana.

Nýjar mæl­ingar frá upp­hafi árs 2019 sýna að CO₂ í and­rúms­loft­inu er nú komið upp í rúm­lega 410ppm, sem er það mesta magn CO₂ í and­rúms­loft­inu und­an­farin átta hund­ruð þús­und ár, sam­kvæmt ískjarna­sýn­um.

Auglýsing

Þróun CO2 síðastliðin 800.000 ár. Mynd: Peter Gleick, US National Academy of Science.

Milljón tonna mark­miðið

Þegar þessar nið­ur­stöður eru bornar saman við lofts­lags­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar kemur glögg­lega í ljós að áætl­unin mun ekki bjarga okkur að óbreyttu.

Metár Íslands í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda var 2008, en 2016 vorum við komin niður í 4,3 millj­ónir tonna koltví­sýr­ings árlega. Til að ná mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins þarf Ísland að minnka losun í minnsta lagi um tæp­lega milljón tonn á ári fyrir 2030. Í ljósi þessa höfum við 11 ár til að draga úr umfram los­un, sem væri línu­legur sam­dráttur um 90 þús­und tonn árlega.

En í sann­leika sagt er það ekki nóg. Til að vera á örugg þarf tölu­vert meiri sam­drátt, en IPCC mælir með nettó núll losun fyrir árið 2055, ef áhrif skulu hald­ast innan þol­marka. Til að ná því þarf línu­legan sam­drátt um 119 þús­und tonn á ári. Hvert ár sem við bíðum með aðgerðir eykst vanda­mál­ið.

Ómark­viss áætlun

Áætlun rík­is­stjórn­ar­innar gerir ekki ráð fyrir neinum tölu­settum sam­drætti. Það á að verja 1.5 millj­örðum króna í upp­bygg­ingu inn­viða fyrir raf­bíla, og gera á nýskrán­ingu bíla sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti ólög­lega árið 2030. Þá á að verja 4 millj­örðum í kolefn­is­bind­ingu, sem er mik­il­vægt skref en seinkar bara nið­ur­stöð­unni. Þetta, ásamt öðrum aðgerðum sem snú­ast aðal­lega um rann­sókn­ir, gerir sam­tals 6 millj­arða króna, yfir fimm ára tíma­bil, eða rétt rúmur millj­arður króna á ári.

Aðeins einn af þremur flokkum rík­is­stjórn­ar­innar hefur gert sig út fyrir að vilja laga þetta ástand, en það er Vinstri hreyf­ingin – Grænt fram­boð. Þegar áætl­unin er skoðuð þá lítur út fyrir að stuðn­ingur umhverf­is­vernd­ar­flokks­ins VG við rík­is­stjórn­ar­sam­starfið hafi verið keypt fyrir tæp­lega 0.1% af árlegum fjár­lögum rík­is­ins í stuðn­ing við óraun­hæfa áætlun sem gerir ekki neitt gagn í stóra sam­heng­inu. Blaða­manna­fundur var hald­inn um þessi 0.1% fjár­laga, þar sem handa­veif­ingar sýndu ekki á nokkurn hátt fram á að sam­dráttur um 116 þús­und tonn á ári næð­ist.

Raun­hæfur mögu­leiki

Það er hægt að ná mark­mið­inu, en þörf er á tals­vert beitt­ari nálgun til þess en þá sem rík­is­stjórnin hefur lagt til. Hluti af lausn­inni væri að koma til móts við elds­neyt­is­þörf inn­an­lands með inn­lendri fram­leiðslu.

Með fjár­fest­ingu í efna­ferlum sem ganga út á föngun koltví­sýr­ings frá verk­smiðjum og virkj­unum gætum við náð 10-15% af leið­inni fyrir lok 2020. Slík fjár­fest­ing skilar sér til baka í þjóð­ar­búið sam­stundis í formi sam­dráttar í kostn­aði vegna inn­flutts jarð­efna­elds­neyt­is.

Það má ná ein­hvers­staðar á milli 5-10% árangri til við­bótar með því að lög­festa við­auka við MAR­POL samn­ing­inn, svo að skip á íslensku haf­svæði hætti að brenna svartolíu og fari spar­legar með elds­neyti. Við gætum jafn­framt gert auknar kröfur til elds­neyt­is­skil­virkni en sá samn­ingur gerir ráð fyr­ir., Sem dæmi væri hægt að kveða á um 10-15% met­anól íblöndun eða að ný skip keyri aðal­vélar sínar á raf­hlöð­um, sem hlaðnar eru með ljósa­vél – hybrid skip.

Þá getum við bannað inn­flutn­ing á fólks­bílum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti fyrr, til dæmis 2025. Þá eru 7 ár til stefnu, og til­efni til að gefa í; slíkt gæti náð 10-15% árangri, og meira eftir því sem á líð­ur. Full­komin raf­bíla­væð­ing er samt ekki raunsæ á litlum sjö árum, þannig að áhersla yrði að vera á því að bæta veru­lega í almenn­ings­sam­göng­ur.

Þessar örfáu til­lögur koma okkur tæp­lega hálfa leið að árlegum sam­drætti til árs­ins 2021, og hugs­an­lega lengra, en sam­hliða fjór­földun á fjár­magni til skóg­ræktar og öðrum aðgerðum til bind­ingar koltví­sýr­ings þá getum við keypt okkur smá­vegis tíma.

Sam­dráttur um 119 þús­und tonn á ári er yfir­stíg­an­legt vanda­mál, en ekki meðan áætl­unin er byggð á handa­veif­ingum og von­gleði. Þörf er á nýrri áætlun sem tekur af festu á þessu vanda­máli.

En, heim­ur­inn

Ísland ber ábyrgð á losun um 4,3 millj­ónum tonna af koltví­sýr­ingi árlega. Í heim­inum eru losuð um 21 millj­arðar tonna árlega. Okkar hlutur er aðeins 0.02% af losun á heims­vísu. Það má enn­fremur fegra okkar hlut með því að gera grein­ar­mun á losun CO₂ á beinni ábyrgð stjórn­valda og CO₂ sem skrif­ast á alþjóða­sam­fé­lag­ið, t.d. vegna skipa­flutn­inga milli landa og milli­landa­flugs. Við getum líka stælt okkur af ýmsum jarð­varma­verk­efnum um allan heim sem hefur orðið til þess að minnka útblástur ann­arra ríkja.

En eftir stendur þessi 21 millj­arður tonna, sem við þurfum að minnka niður í nán­ast ekki neitt. Ein­hver gæti sagt að þáttur Íslands sé svo lít­ill að við þurfum ekk­ert að hafa neinar áhyggj­ur. Á móti má þó segja að ef Ísland, með öllum sínum end­ur­nýj­an­legu orku­auð­lind­um, getur ekki leyst þetta vanda­mál, hvernig í ósköp­unum á nokk­urt annað land að geta gert það?

Tæki­færið okk­ar, ef svo mætti kalla, felst í því að það land sem leysir vanda­málið á undan öllum öðrum ríkjum mun njóta góðs af því, í formi orð­spors sem og í pen­ing­um. Við myndum getað flutt út lausn­ina til þeirra landa sem gengur verr að draga úr sinni losun og hjálpað þeim þannig – og mann­kyn­inu öllu – að ná mark­mið­inu. En þetta ger­ist ekki nema að við ákveðum að þetta sé for­gangs­mál og stefnum hag­kerfi lands­ins bein­línis að því að leysa þetta vanda­mál.

Tím­inn líður

Á meðan við vinnum í að setja okkur mark­mið fyrir 2030 erum við að missa um 5% þess tíma sem við höfum til stefnu, bara á tím­anum milli hausts­ins 2018 og vors 2019. Ef við nýtum næstu 5% tím­ans jafn illa, virð­ast minnk­andi líkur á að við náum mark­mið­inu í reynd.

Hugs­an­lega verður til ein­hvers­konar póli­tísk fegr­un­ar­að­gerð sem má nota til að skapa þá ímynd að við höfum staðið okkur vel. En eftir því sem lofts­lag jarðar verður harð­vít­ugra gagn­vart mann­kyn­inu mun jörðin sýna okkur betur og betur hvað hún gefur lítið fyrir okkar póli­tík.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar