Nýsköpun er vaxandi, en hversu umfangsmikil er hún?

Ragnheiður H. Magnúsdóttir skrifar um nýsköpun á Íslandi.

Auglýsing

Nýsköpun hefur oft á tíðum verið afgreitt sem krútt­leg og stundum sem „eitt­hvað ann­að”. En núna eru teikn á lofti, æ fleiri eru að tala um nýsköp­un, mik­il­vægi þess að byggja brú á milli vís­inda­starfs og atvinnu­lífs og við sem þjóð erum að átta okkur á að nýsköpun getur verið alvöru „business”.

Sam­tök iðn­að­ar­ins og fleiri hafa á und­an­förnum árum beitt sér fyrir nýsköpun og tekið þátt í breyt­ingu á nýsköp­un­ar­lögum sem hefur m.a. haft í för með sér aukið fram­lag til end­ur­greiðslu á rann­sóknar og þró­un­ar­kostn­aði. Unnið er að nýsköp­un­ar­stefnu á vegum ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, sett hefur verið saman nefnd á vegum for­sæt­is­ráð­herra sem vinnur að skýrsl­unni Ísland og fjórða iðn­bylt­ing­in, fjöldi umsókna til tækni­þró­un­ar­sjóðs hafa aldrei verið fleiri, nýsköp­un­ar­hug­mynd­irnar sem fara í gegn­um Iceland­ic startups fara fjölg­andi, nýsköp­un­ar­keppnir og hakka­þon eru á hverju strái og svona mætti lengi telja.

Á dög­unum kom rit frá Við­skipta­ráði undir heit­inu Nýsköp­un­ar­heit — 10 aðgerð­ar­til­lögur til að efla nýsköpun í íslensku sam­fé­lagi. Þarna eru að finna 10 til­lögur sem ég hvet sem flesta til að skoða. Ein af aðgerð­ar­til­lög­unum sem Við­skipta­ráð ætlar að beita sér fyrir er að til verði mæla­borð nýsköp­unar sem er algjör­lega frá­bært. Mæla­borð sem þetta hjálpar okkur sem þjóð að átta okkur á hvert umfang nýsköp­unar í raun og veru er, hver þró­unin er og hvert stefn­ir. Miðað við vöxt­inn þá ættu þetta að vera nokkuð spenn­andi upp­lýs­ing­ar.

Auglýsing
Nú veit ég ekki hvað Við­skipta­ráð er komið langt með aðgerð­ar­til­lög­una en hér er óska­listi frá áhuga­mann­eskju um nýsköpun og tækni sem vel­komið er að nýta inn í hug­mynda­vinn­una ef áhugi er fyrir hendi.

 • Fjöldi nýstofn­aðra fyr­ir­tækja

 • Fjöldi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja (setja meira en 10% af veltu í nýsköp­un)

 • Fjöldi nýsköp­un­ar­hraðla

 • Fjöldi einka­leyfa

 • Fjöldi styrkja veittir til nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja (bæði almennt og skipt niður á atvinnu­vegi)

 • End­ur­greiðsla vegna R&Þ

 • Útflutn­ings­tekjur nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja

 • Fjöldi rann­sókn­ar­stofa (labs) og nýsköp­un­ar­setra

 • Fjöldi og upp­hæð erlendra styrkja (t.d. Horizon 2020 styrkja)

 • Fjár­fest­inga­upp­hæð einka­að­ila í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum og nýsköp­un­ar­verk­efnum

 • Fjöldi nýsköp­un­ar­verk­efna sem hafa það mark­mið að bæta opin­bera þjón­ustu

 • Fjöldi fólks með dokt­ors­gráður (PhD)

 • Fjöldi fólks með masters­gráður

Þetta er alls ekki tæm­andi listi en þetta ætti að hjálpa til við að sýna umfang­ið. Væri gaman að heyra frá öðrum hvað fleira kæmi til greina?

Nýsköp­un­ar­landið Ísland. Áfram gakk.

#áframný­sköpun #hug­vit­ið­er­málið

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Smitum fjölgar um eitt á milli daga.
Tuttugu og eitt smit og átta utan sóttkvíar
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með COVID-19 hérlendis í gær. Minnihluti þeirra, eða átta manns, voru utan sóttkvíar við greiningu.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar