Nýsköpun er vaxandi, en hversu umfangsmikil er hún?

Ragnheiður H. Magnúsdóttir skrifar um nýsköpun á Íslandi.

Auglýsing

Nýsköpun hefur oft á tíðum verið afgreitt sem krútt­leg og stundum sem „eitt­hvað ann­að”. En núna eru teikn á lofti, æ fleiri eru að tala um nýsköp­un, mik­il­vægi þess að byggja brú á milli vís­inda­starfs og atvinnu­lífs og við sem þjóð erum að átta okkur á að nýsköpun getur verið alvöru „business”.

Sam­tök iðn­að­ar­ins og fleiri hafa á und­an­förnum árum beitt sér fyrir nýsköpun og tekið þátt í breyt­ingu á nýsköp­un­ar­lögum sem hefur m.a. haft í för með sér aukið fram­lag til end­ur­greiðslu á rann­sóknar og þró­un­ar­kostn­aði. Unnið er að nýsköp­un­ar­stefnu á vegum ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, sett hefur verið saman nefnd á vegum for­sæt­is­ráð­herra sem vinnur að skýrsl­unni Ísland og fjórða iðn­bylt­ing­in, fjöldi umsókna til tækni­þró­un­ar­sjóðs hafa aldrei verið fleiri, nýsköp­un­ar­hug­mynd­irnar sem fara í gegn­um Iceland­ic startups fara fjölg­andi, nýsköp­un­ar­keppnir og hakka­þon eru á hverju strái og svona mætti lengi telja.

Á dög­unum kom rit frá Við­skipta­ráði undir heit­inu Nýsköp­un­ar­heit — 10 aðgerð­ar­til­lögur til að efla nýsköpun í íslensku sam­fé­lagi. Þarna eru að finna 10 til­lögur sem ég hvet sem flesta til að skoða. Ein af aðgerð­ar­til­lög­unum sem Við­skipta­ráð ætlar að beita sér fyrir er að til verði mæla­borð nýsköp­unar sem er algjör­lega frá­bært. Mæla­borð sem þetta hjálpar okkur sem þjóð að átta okkur á hvert umfang nýsköp­unar í raun og veru er, hver þró­unin er og hvert stefn­ir. Miðað við vöxt­inn þá ættu þetta að vera nokkuð spenn­andi upp­lýs­ing­ar.

Auglýsing
Nú veit ég ekki hvað Við­skipta­ráð er komið langt með aðgerð­ar­til­lög­una en hér er óska­listi frá áhuga­mann­eskju um nýsköpun og tækni sem vel­komið er að nýta inn í hug­mynda­vinn­una ef áhugi er fyrir hendi.

 • Fjöldi nýstofn­aðra fyr­ir­tækja

 • Fjöldi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja (setja meira en 10% af veltu í nýsköp­un)

 • Fjöldi nýsköp­un­ar­hraðla

 • Fjöldi einka­leyfa

 • Fjöldi styrkja veittir til nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja (bæði almennt og skipt niður á atvinnu­vegi)

 • End­ur­greiðsla vegna R&Þ

 • Útflutn­ings­tekjur nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja

 • Fjöldi rann­sókn­ar­stofa (labs) og nýsköp­un­ar­setra

 • Fjöldi og upp­hæð erlendra styrkja (t.d. Horizon 2020 styrkja)

 • Fjár­fest­inga­upp­hæð einka­að­ila í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum og nýsköp­un­ar­verk­efnum

 • Fjöldi nýsköp­un­ar­verk­efna sem hafa það mark­mið að bæta opin­bera þjón­ustu

 • Fjöldi fólks með dokt­ors­gráður (PhD)

 • Fjöldi fólks með masters­gráður

Þetta er alls ekki tæm­andi listi en þetta ætti að hjálpa til við að sýna umfang­ið. Væri gaman að heyra frá öðrum hvað fleira kæmi til greina?

Nýsköp­un­ar­landið Ísland. Áfram gakk.

#áframný­sköpun #hug­vit­ið­er­málið

Stöðnun á fasteignamarkaðnum
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2 prósent milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3 prósent og verð á sérbýli lækkaði um 0,5 prósent.
Kjarninn 23. júlí 2019
Gestur Pétursson
Nýr framkvæmdastjóri hjá Veitum
Stjórn Veitna hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júlí 2019
Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar