Heimsins besta móðir

Inga Auðbjörg Straumland fjallar um hvað það þýðir að vera góð móðir í aðsendri grein.

Auglýsing

Ein­hvern veg­inn datt ég í lukku­pott­inn við fæð­ingu. Ég veit ekki af hverju ég var útvalin af sjö millj­örðum jarð­ar­búa, en það bara vill þannig til að ég er heppn­asta mann­eskjan í ver­öld­inni. Ég á nefni­lega bestu mömmu í heimi.

Mamma mín er dásam­leg. Hún hringir í mig að fyrra­bragði og er til í að hlusta á hvaða sögu sem ég hef að segja; óspenn­andi trukka­sögur um dag­legt líf eða æsispenn­andi dramat­ískar frá­sagnir af sam­skiptum mínum við hina og þessa. Hún hrósar mér og finnst ég ein­hvern veg­inn vera langtum stór­kost­legri mann­eskja en ég get nokkurn tím­ann staðið und­ir. Hún hvetur mig áfram og leysir úr vanda­málum mínum þegar ég er ekki fær um það sjálf. Hún syngur með mér Se hvil­ken morg­en­stund raddað og eldar fyrir mig ljúf­fengan mat. Það eina sem okkur greinir á um er þegar hún heimtar að ausa í mig pen­ing­um, þrátt fyrir að vera bara á kenn­ara­laun­um. Þegar ég var ung­lingur og ákvað að bíða næt­ur­langt í bið­röð eftir Harry Potter og Fön­ix­regl­unni við Mál og menn­ingu á Lauga­vegi kom hún alla leið af Álfta­nesi með heitt kakó til að verj­ast kuld­an­um. Ekki bara fyrir mig sko, heldur fyrir alla í röð­inni. Í stórum potti. Svo er hún, með fullri virð­ingu fyrir hinum þrem­ur, ótrú­leg amma sem hefur enda­lausa þol­in­mæði og athygli að gefa. Stundum kemur hún og hjálpar mér að taka til þegar ég er að kikna undan álagi.

Hvað með börn­in?

Móð­ur­hlut­verkið hefur heldur betur verið í umræð­unni síð­ustu miss­eri. Ástæðan er sú að skoð­a­naglöðum komment­urum þykir sannað að Freyja Har­alds­dóttir sé með öllu óhæf til að verða móð­ir. Hún er kölluð öllum illum nöfn­um. Frekju­dolla. Veru­leikafirrt. Sjálfselsk. Hvað með börn­in?

Auglýsing

Fæstir þeirra sem hafa hæst í athuga­semdum þekkja Freyju per­sónu­lega eða hafa umgeng­ist ein­stak­linga með Not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð. Allt í einu er móð­ur­hlut­verkið smættað niður í bleyju­skipti og mat­ar­tíma. Þú getur ekki verið hæft for­eldri nema þú getir dílað við kúka­bl­eyju með þínum eigin hönd­um. Ég efast ekki um að hátt hlut­fall afskipta­samra í athuga­semdum hafi alið barn. Þrátt fyrir það virð­ist það gleym­ast út á hvað upp­eldi geng­ur, því að útlit og lík­am­legt atgervi Freyju er fólki svo fram­andi að stað­reynd­unum er drekkt með upp­hróp­un­um.

Mér hlotn­að­ist nýverið sá heiður að verða móð­ir. Ég skipti á bleyjum dag­lega. Ég gef stráknum mínum mál­tíðir mörgum sinnum á dag. Það er aug­ljós­lega lífs­nauð­syn­legt fyrir hann. Það er hins vegar bara pínu­lít­ill hluti af upp­eldi hans. Þegar frá sól­ar­hringnum hafa verið dregin 8 bleyju­skipti og 5 mat­máls­tímar standa eftir svona 20 tímar af ann­ars konar sam­neyti. Athygli og ást. Grettum og hlátri. Að kjá framan í unga­barn er langtum tíma­frekara og mik­il­væg­ara en að þvo því í fram­an. Að kenna barni móð­ur­málið með því að tala við það krefst meiri núvit­undar og við­veru en að bera á barn bossakrem. Hlut­verk mitt sem móðir stráks­ins er fyrst og fremst að vera til stað­ar.

Kúka­bl­eyjur og kommenta­kerfið

Freyja getur ef til vill ekki skipt á kúka­bl­eyju. Hún gæti senni­lega ekki séð um unga­barn án aðstoð­ar, frekar en aðrar athafnir dag­legs lífs sem hún þarf aðstoð við að takast á við. En hún er ekki án aðstoð­ar. Hún hefur aðstoð­ar­fólk sem tekur sér hlut­verk handa hennar og fóta. Von­andi mun sam­fé­lagið áfram sjá verð­mætið sem felst í því að gefa fötl­uðu fólki frelsið sem fæst með NPA-­stuðn­ingi, sem hefur nú verið lög­leidd­ur. Það er því ólík­legt að fólk sem er mjög hreyfi­haml­að, eins og til dæmis Freyja, missi þau rétt­indi sem það hef­ur. „Að­stoð­ar­mann­eskjan“ (í ein­tölu, með greini) sem fólkið í kommenta­kerf­unum nefnir gjarnan eru teymi ein­stak­linga í vakta­vinnu sem myndu vissu­lega þurfa að veita þessa lík­am­legu aðstoð en umfangið er háð aldri barns­ins. Ást­in, umhyggj­an, stuðn­ing­ur­inn og mann­eskjan sem væri til staðar allan sól­ar­hring­inn árin um kring er raun­veru­lega fóst­ur­for­eldr­ið. Óháð líkamlegu atgervi við­kom­andi ein­stak­lings.

Það sem gerir mömmu mína að bestu mömmu í heimi eru umhyggj­an, athygl­in, hvatn­ing­in, ást­in, hlust­un­ar­hæfnin og stuðn­ing­ur­inn. Við­mótið er það sem gerir hana að hæfri móð­ur. Þessu virð­ist Barna­vernd­ar­stofa reyndar vera sam­mála, en á vef Barna­vernd­ar­stofu stendur meðal ann­ars þetta:

Börn í fóstri eru alveg eins og önnur börn. Mis­mun­andi. Sam­eig­in­legt með þeim öllum er þörfin fyrir að hinir full­orðnu geti veitt þeim öryggi, umhyggju og ást. Fyrir börnin fjallar þetta oft um það sem flestir taka sem sjálf­sagðan hlut. Að ein­hver hjálpi þeim með heima­lær­dóminn, fylgi þeim á íþrótta­æf­ingu og hvetur þau frá hlið­ar­lín­unni. Ein­hver sem segir „góða nótt“ og sér til þess að þú sefur rótt. Allar næt­ur. Ein­hver sem er til­búin til að hlusta, til­búin til að spyrja og til­búin til að vera til staðar á erf­iðum tímum og góðum stund­um.

Hvergi sé ég minnst á bleyju­skipti. Hvergi sé ég minnst á að það sé nauð­syn­legt að geta spennt börn í bíl­stól­inn með eigin hönd­um. Öll áherslan á síð­unni er á and­legan stuðn­ing og hvatn­ingu. Allt sem þarna er talið upp getur fötluð mann­eskja gert.

Fag­leiki í fóst­ur­for­eldra­ferl­inu

Að öllu þessu sögðu, þá er það ekki mitt hlut­verk að leggja mat á það hvort Freyja Har­alds­dóttir sé hæf móð­ir. Til þess hef ég hvorki fag­menntun né reynslu. Það að hafa setið með henni í ensku­tímum í 9. bekk er ekki við­un­andi sönn­un­ar­gagn til að leggja til grund­vallar slíku mati. Ég er hins vegar alls ekki sann­færð um að lík­am­leg fötlun sé úrslita­þáttur þegar kemur að upp­eld­is­hæfni.

Það sem ég leyfi mér þó óhikað að hafa skoðun á eru rétt­indi fatl­aðs fólks til að hafa sömu tæki­færi og annað fólk í sam­fé­lag­inu. Það hef­urðu sann­ar­lega ekki ef þú færð ekki að njóta sama ferlis og aðrir umsækj­end­ur. Freyja fram­vís­aði fullt af með­mælum um hæfni hennar til að verða fóst­ur­for­eldri. Samt ákvað sál­fræð­ing­ur, sem aldrei hafði hitt Freyju, að ljóst mætti vera að hún væri ófær um að ann­ast barn. Hún fær ekki að sitja nám­skeið sem er, sam­kvæmt 9. grein reglu­gerðar Félags­mála­ráðu­neyt­is­ins um fóst­ur, hluti af mats­ferl­inu um hæfni ein­stak­lings til þess að ger­ast fóst­ur­for­eldri. Það mis­rétti, að lúta ekki sömu lög­málum og aðr­ir, finnst mér ekki í lagi.

Ef móðir mín myndi missa heils­una eða fatlast, yrði hún samt sem áður móðir mín. Hún gæti kannski ekki hjálpað mér við hús­verk­in, en í heild­ar­sam­heng­inu skiptir það engu máli. Ég er 32 ára heilsu­hraust mann­eskja og ætti alveg að geta séð um þau sjálf. Allt sem ég þarf er ein­fald­lega að hún elski mig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar