Hvað er „modern monetary theory“?

Ólafur Margeirsson fjallar um „modern monetary theory“ í aðsendri grein. Hann segir að enga grundvallarþekkingu þurfi í hagfræði til að geta lesið sér til um hvernig peningakerfið virkar í raun og hvetur hann því fólk til að lesa sér til um málefnið.

Auglýsing

Hver sem fylgist með efna­hags­frétt­um, sér­stak­lega í Banda­ríkj­un­um, hefur séð umfjöllun um „modern monet­ary the­ory“ eða MMT. En um hvað snýst þetta í stuttu máli?

Lýs­ing á raun­veru­leik­anum

Þrátt fyrir nafnið er MMT ekki teóría. Grund­völlur MMT er fyrst og fremst lýs­ing á því hvernig pen­inga­kerfið virkar, sér­stak­lega hvað varðar skatt­heimtu, bók­anir greiðslna, myndun pen­inga og ákvörðun vaxta­stigs á til­teknu gjald­miðla­svæði. MMT fjallar um alla anga pen­inga- og greiðslu­kerf­is­ins, s.s. banka­kerf­ið, vaxta­myndun og virkni opin­berra fjár­mála. Hver og einn angi bygg­ist á þeirri grund­vall­ar­sýn, stað­festri m.a. af mann­fræði, sögu og lög­fræði, að pen­ingar séu ekki hlutir heldur hug­mynd. Virði pen­inga er þannig ekki byggt á því úr hverju þeir eru búnir til heldur hvort fólk treysti þeim sem fulln­að­ar­greiðslu á skuld­um, sem geymslu verð­mæta og mæli­ein­ingu á virði.

MMT-drifnar hug­mynd­ir, s.s. atvinnu­bóta­vinna (e. job guar­an­tee) og áherslan á að lækka megi skatta eða auka útgjöld rík­is­sjóðs í mynt­inni sem hann gefur sjálfur út án þess að eiga á hættu á gjald­falli rík­is­sjóðs, eru byggðar á raun­veru­legri virkni pen­inga­kerf­is­ins. Þetta er ólíkt „hefð­bund­inni“ hag­fræði sem bygg­ist á for­sendum um það hvernig pen­inga­kerfið virkar og byggir svo hag­fræði­kenn­ingar í fram­haldi af þeim for­send­um.

Auglýsing

Þessi stað­reynd – að MMT bygg­ist á raun­veru­legri virkni pen­inga­kerf­is­ins meðan „hefð­bund­in“ hag­fræði bygg­ist á for­sendum um virkni þess – hefur þær afleið­ingar að MMT og hefð­bundin hag­fræði kom­ast að ólíkum nið­ur­stöðum um hvernig efna­hags­leg kerfi virka. Grund­velli MMT um opin­ber fjár­mál má t.d. lýsa með sex atrið­um:

  1. Hringekja pen­inga byrjar á því að hið opin­bera vill kaupa vöru og þjón­ustu (t.d. manna lög­gæslu eða leggja veg).

  2. Skatt­heimta ríkis í ákveð­inni mynt býr til þegna sem vilja selja vöru og þjón­ustu fyrir við­kom­andi mynt svo þeir geti borgað álagða skatta – ellegar enda í fang­elsi. Hið opin­bera gefur út mynt­ina sem það heimtar skatt­ana í og borgar með henni fyrir þá vöru og þjón­ustu sem það vill kaupa. Þegnar sam­þykkja hina ann­ars verð­lausu mynt því hún er eina myntin sem ríkið sam­þykkir sem fulln­að­ar­greiðslu á álögðum skött­um.

  3. Hið opin­bera er eini aðil­inn sem gefur út mynt­ina sem það heimtar að skattar séu borg­aðir með.

  4. Hringekja pen­inga byrjar því á að hið opin­bera til­kynnir skatt­heimtu fyrst, nýmyndar næst pen­inga til að borga fyrir þá vöru og þjón­ustu sem það vill kaupa og að lokum borga þegnar rík­is­ins álagða skatta með hinum nýmynd­uðu pen­ing­um.

  5. Halli á rekstri rík­is­sjóðs er sparn­aður einka­geirans, þ.e. tekjur (út­gjöld rík­is­sjóðs) að frá­dregnum útgjöldum (skatt­heimta rík­is­sjóðs). Útgáfa rík­is­skulda­bréfa umbreytir reiðufé og inni­stæðum á banka­reikn­ingum í við­kom­andi seðla­banka, sem bera lága eða enga vexti, í rík­is­skulda­bréf sem bera hærri vexti.

  6. Skuldir rík­is­sjóðs eru upp­söfnuð fyrri útgjöld rík­is­sjóðs sem enn hafa ekki verið heimt til baka til rík­is­sjóðs í formi skatt­heimtu.

MMT, umsvif rík­is­ins og Key­nes­ismi

Þeir sem skilja MMT og hvernig pen­inga­kerfið virkar hafa í dag­legri umræðu frekar hall­ast að því að hið opin­bera eigi að auka útgjöld sín til að ná fram ýmsum póli­tískum og efna­hags­legum mark­mið­um. Því ef vanda­málið er verð­bólga en ekki halla­rekstur rík­is­sjóðs, hví ætti rík­is­sjóður þá ekki að eyða meiri pen­ing­um?

En fólk sem aðhyllist minni umsvif hins opin­bera ættu einnig að vera drifin af því að skilja MMT vel því það er fylli­lega eðli­leg nið­ur­staða þess sem skilur MMT að hið opin­bera eigi að minnka umsvif sín, t.d. með því að minnka skatta. Því ef rík­is­sjóður þarf ekki að vera rekin á núlli eða með afgangi, hví ættu þá skattar að vera svona háir?

Þá er það svo að margir sem horfa á MMT-drifnar hug­myndir um aukin útgjöld hins opin­bera segja að þarna sé ekk­ert annað en (neó) Key­nes­ismi á ferð­inni, s.s. að hið opin­bera eigi að stuðla að nægi­lega mik­illi eft­ir­spurn í hag­kerf­inu sé kreppa til að halda atvinnustigi uppi.

En mun­ur­inn er mik­ill. Innan neó-Key­nes­isma má finna hug­myndir og for­sendur um end­an­legt magn af pen­ing­um, að vextir ákvarð­ist af lán­an­legum sjóðum (e. loana­ble funds the­or­y), að halla­rekstur á rík­is­sjóði hækki vaxta­stig og að bankar þurfi inn­lán fyrst til að geta lánað útlán svo nokkur dæmi séu tek­in. Innan MMT er hins vegar lögð áhersla á að pen­ingar eru gerðir með því að skrifa þá niður á blað (eða í tölvu) svo það er óend­an­legt magn af þeim í boði (sem þarf alls ekki að þýða að það sé skyn­sam­legt að búa þá til), vaxta­stig ákvarð­ast fyrst og fremst að pen­inga­mála­stefnu við­kom­andi seðla­banka, vextir ákvarð­ast ekki af fram­boði og eft­ir­spurn láns­fjár, halla­rekstur á rík­is­sjóði lækkar vaxta­stig (því magn af reiðufé eykst) og bankar þurfa engin inn­lán til að búa til útlán (sem m.a. seðla­bankar Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Þýska­lands hafa stað­fest).

Og hvað með það?

Fyrir Íslend­inga, sem gefa út næst­minnstu fljót­andi mynt heims, skiptir máli að skilja MMT vel. Enn í dag er talað um það á Íslandi að bankar þurfi inn­lán til að búa til útlán, sem er ekki rétt. Þá er talað um að það verði að minnka skuldir rík­is­sjóðs, m.a. til að lækka vexti og minnka skatt­byrði. En þar sem rík­is­sjóð­ur, í gegnum Seðla­banka Íslands, eykur pen­inga­magn í umferð í hvert skipti sem hann borgar fyrir eitt­hvað er engin hætta á því að hann verði gjald­þrota þegar kemur að skuld­bind­ingum í ISK. Í Japan eru rík­is­skuldir um 250% af lands­fram­leiðslu, þar eru vextir í kringum 0% og engum dettur í hug að háar rík­is­skuldir leiði til hás vaxta­stigs eða hættu á gjald­falli rík­is­sjóðs. Hið sama gildir á Íslandi, sama hversu háar rík­is­skuldir eru í ISK. Lækkun skulda rík­is­sjóðs hefur aldrei og mun aldrei hafa áhrif á vaxta­stig á Íslandi meðan Íslend­ingar gefa út sína eigin mynt.

MMT leggur ekki áherslu á að rík­is­sjóður eigi að skulda eða vera rek­inn með halla. Lögð er áhersla á að fram­kvæmd fjár­laga skuli horfa fram­hjá þessum atrið­um, því fyrir rík­is­sjóð sem gefur út sína eigin fljót­andi mynt skipta þau ekki máli svo lengi sem verð­bólgu og atvinnu­leysi er haldið niðri. Ef halla­rekstur er óþarfi til að ná fram mark­miðum um lága verð­bólgu og lágt atvinnu­leysi þá er hann óþarfi. En er vilji til þess að lækka skatta? Ekk­ert mál, svo lengi sem það veldur ekki verð­bólgu, sama hversu stór hall­inn verður á rík­is­sjóði.

Þá er lögð á það mikil áhersla innan MMT í hvað rík­is­sjóður eyðir pen­ing­unum sem hann býr til frekar en hvort halli sé á rekstr­inum eða hvort skuldir séu að byggj­ast upp. Þannig ætti t.d. (póli­tísk) umræða um hvort leggja eigi áherslu á iðn­að­ar­upp­bygg­ingu eða umhverf­is­vernd af hendi hins opin­bera frekar að byggj­ast á hvort slíkt valdi verð­bólgu eða atvinnu­leysi en ekki hvort halli verði á rekstri rík­is­sjóðs.

Gæði opin­berra útgjalda skiptir þannig miklu máli í MMT. Ef ætl­anin er t.d. að fjár­magna myndun starfa á hið opin­bera að gera það á sem hag­kvæm­astan og bestan hátt, alveg eins og talað er um dags­dag­lega, jafn­vel þótt rík­is­sjóður geti aldrei farið á haus­inn í íslenskri krónu. Þannig leggur MMT áherslu á að öll fjár­lög ættu að vera með grein­ingu á því hvernig verð­bólga og atvinnu­leysi myndu þró­ast væru þau fram­kvæmd meðan lít­inn gaum ætti að gefa spurn­ing­unni hvort fjár­lögin leiði til halla á rekstri rík­is­sjóðs eða ekki. For­gangs­röðun opin­berra verk­efna skiptir enn miklu máli og halla­rekstur rík­is­sjóðs skiptir enn miklu máli – bara ekki út af þeirri ástæðu að hætta sé á að rík­is­sjóður fari á haus­inn. Því það getur hann aldrei svo lengi sem ISK er lög­eyrir á Íslandi.

Aðgengi­legt les­efni fyrir alla

Góðan skiln­ing á virkni pen­inga­kerf­is­ins skortir á Íslandi. Enga grund­vall­ar­þekk­ingu í hag­fræði þarf að hafa til að geta lesið sér til um hvernig pen­inga­kerfið virkar í raun og eru allir les­endur þess­arar greinar hvattir til að lesa sér til um mál­efn­ið! Byrja má á verkum War­ren Mos­ler, Steph­anie Kelton, og L. Randall Wray svo nokkur dæmi séu tek­in.

Höf­undur er doktor í hag­fræð­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar