Ég er kampavínskommúnisti!

Auður Jónsdóttir rithöfundur sökkti sér í djúpar vangaveltur um kalda-stríðs-slangur. Ertu kampavínskommúnisti, lambrúskókapítalisti eða margarítuþjóðræknissinni?

Auglýsing

Um dag­inn rakst ég á glað­beittan mann sem sagði: Komm­ún­ist­inn mætt­ur! En þú ert nú bara kampa­vínskomm­ún­isti – er það ekki?

Hvað áttu við með kampa­vínskomm­ún­isti? spurði ég og velti fyrir mér hvort ég hefði unnið mér inn stimp­il­inn komm­ún­isti með síð­asta pistl­inum mínum um Tind­er-­menn­ingu mið­aldra Íslend­inga eða af því að móð­ur­afi minn var kenndur við komm­ún­isma; hafði ég kannski skrif­aði eitt­hvað með þannig slag­síðu fyrir ein­hverjum árum, löngu búin að gleyma því? ­Mað­ur­inn svar­aði: Nú, það er mann­eskja sem skreytir sig með vinstri­skoð­unum en drekkur kampa­vín með öll­um.

Næsta dag hringdi ég í vin­konu mína, nokkuð gagn­rýna í hugs­un, og spurði: Er ég kampa­vínskomm­ún­isti?

Auglýsing

Hvað mein­arðu? fliss­aði hún svo ég útskýrði mál­ið.

Dísúss, and­varp­aði hún. Má nú bara fólk með til­teknar skoð­anir drekka kampa­vín og tala við alla?

Svo þér finnst að ég eigi að drekka kampa­vín og tala við alla? spurði ég ráð­villt.

Já, sagði hún ákveð­in. En ekki hvað? Meiri dell­an. Við hvern varstu eig­in­lega að tala?

Ronald Reagan og Margaret ThatcherNú, bara einn af öllum þessum sem ég tala við, tafs­aði ég og varð hugsað til ann­arrar vin­konu minnar sem er gagn­rýn­inn félags­fræð­ingur og ímynd­aði mér að hún myndi segja: Rit­höf­undar og lista­menn standa utan kerf­is­ins og geta því talað við öll mengi, þeir geta ógnað og breytt leik­reglum sam­fé­lags­ins – og þeir geta líka mis­notað það vald. En mönnum sem vilja halda leik­regl­unum óbreyttum stafar oft ógn af þeim sem koma úr óhefð­bundnum áttum og nota þá gam­al­dags brenni­merk­ingar til að þagga niður í fólki.

Pæl­ingar þessar voru komnar inn á svo líf­legt grátt svæði að ég drakk kampa­vín í hug­an­um. Var skil­grein­ing manns­ins á mér sem kampa­vínskomm­ún­ista til­raun til að svipta mig rödd af því að komm­ún­isti er skammar­yrði og hægt að nota kampa­vín til marks um for­rétt­indi? Eða var hún rétt­mæt ábend­ing um mis­notkun á félags­legu dekri? Eða leikur íhalds­manns að bresku kalda-­stríðs-slangi til að aðskilja póli­tískan sam­bræð­ing stétta: Champagne soci­alist. Grátt svæði!

Að skilja frekar en stimpla

Vet­ur­inn 2003 til 2004 stund­aði ég dönsku­nám í skóla fyrir inn­flytj­endur í Kaup­manna­höfn en námið gekk jafn­framt út á að aðlaga fólk að dönsku sam­fé­lagi. Í bekknum var fólk frá ýmsum heims­álfum og kenn­ar­inn hug­sjóna­rík kona. Hún fékk bekk­inn til að rök­ræða sam­fé­lags­leg mál­efni og einn dag­inn áttum við Múhameð, apó­tek­ari frá Marokkó, að diskút­era hvort leyfa ætti gift­ingar sam­kyn­hneigðra í kirkj­um. Ég átti að vera á móti þeim. Múhameð hlynntur þeim.

Múhameð, sem var per­sónu­lega á móti þeim, átti í basli með að tala þvert um hug sér meðan ég, hlynnt gift­ingum sam­kyn­hneigðra, fór í Mor­fís-gír­inn og not­aði hunda- og kattarök á lélegri dönsku til að þjarma að honum sem brosti sam­mála hverju orði. Kenn­ar­inn hvatti nem­endur til að meta and­stæð rök svo umræðan mætti þró­ast og spegla sem flest sjón­ar­horn. Ég þurfti að setja mig inn í hug­ar­heim Múhameðs og hann inn í hug­ar­heim minn. Nota­drjúg aðferð; að reyna að skilja aðra frekar en stimpla þá.

Þýski skól­inn

Tíu árum síðar stund­aði ég þýsku­nám í Berlín í skóla fyrir inn­flytj­end­ur. Skól­inn lagði minni áherslu á aðlög­un, meiri á smá­smugu­lega mál­fræði. Ef mig minnir rétt eru aðeins fjöru­tíu pró­sent borg­ar­búa inn­fæddir Berlín­ar­bú­ar, aðrir aðkomu­fólk frá öðrum löndum og hér­aðs­löndum í Þýska­landi. Íbú­arnir til­neyddir að aðlaga sig hver að öðrum frekar en óljósri þjóð­rækn­is­legri hug­mynd. En þar voru nem­endur líka æfðir í að rök­ræða sam­fé­lags­leg mál­efni. Oft urðu umræð­urnar áhuga­verðar og leystu upp klisju­kennda stimpla þegar raddir frá svo ólíkum löndum tók­ust á um mál­efnin með virð­ingu að leið­ar­ljósi. Í hinu fjöl­menna Þýska­landi fá gráu svæð­in, vot­lendi umræð­unn­ar, að njóta sín á ýmsan hátt en um leið halda margir á lofti með­vit­und um ábyrgð­ina sem fylgir því að fjalla um við­kvæm mál­efni.

Fyrr­ver­andi mað­ur­inn minn sagði einu sinni að hann sakn­aði þýskrar sam­fé­lags­um­ræðu á Íslandi því í íslenskri umræðu fengju gráu svæð­in, sem oft væru þau athygl­is­verðustu, svo tak­markað and­rými. Hér fá hlut­irnir of sjaldan að vera flóknir og marg­slungnir í umræð­unni. Við klisju­stimplum hvert annað og afgreiðum málin hratt, margur eftir því sem til­hlýði­leg­ast þykir í hans félags­lega mengi. Það sem rúm­ast ekki innan þess­ara mengja fer á bál hug­lægrar bóka­brennu, þar sem flæk­ings­legri hug­myndir fuðra upp.

Margradda nútíma­menn­ing

Á Íslandi hafa stjórn­mála­flokkar og stór­fjöl­skyldur jaðrað við að vera eins og ætt­bálkar um leið og fámennið gerir að verkum að hags­munir eru oft óheppi­lega sam­flækt­ir. Nokkuð sem stuðlar að því að við per­sónu­gerum okkur sjálf og aðra út frá skoð­un­um, stimplum og félags­mengj­um. Þetta háir opin­berri umræðu sem virkar oft óþarf­lega tak­mörk­uð.

Fámennið stuðlar jafn­framt að því að í flóknum umræðu­efnum skortir stundum sér­tæka sér­fræð­inga og mál­svæðið er of lítið til að geta haldið úti ríku­legri flóru þunga­vigtar fjöl­miðla sem greina margradda mál í nútíma­menn­ingu. Því reynir á okkur að við­halda lífs­skil­yrðum fjöltóna sam­fé­lags­um­ræðu með því að forð­ast úrelta klisju­stimpla og þora að þróa skoð­anir okk­ar, líka með því að melta það sem við erum ósam­mála því kannski leyn­ist þar sann­leiks­korn sem gæti dýpkað sjón­ar­horn okk­ar.

Kommúnistar með kampavín eru ekki það sama og kampavínskommúnistar.Opin­ber umræða er lif­andi vera, hún þrífst ekki án okkar en er um leið æðri okk­ur, eins subbu­leg og hún getur orð­ið. Hún leiðir okkur áfram til skiln­ings, þó að við römbum í blind­götur – svo lengi sem hún villist ekki í skipu­lagða hat­urs­orð­ræðu eða álíka ófögn­uð. Ábyrgð okkar felst í því að reyna að skilja skoð­anir okk­ar, upp­runa þeirra og greina fyrir hvað þær standa; þróa þær vit­rænt og þora að skipta um skoðun ef hún reyn­ist vera búll­sjitt.

Popúl­ismi hvers mengis

Í Berlín bjó ég í hverfi sem mæld­ist áber­andi vinstri­s­innað í kosn­inga­út­tektum fjöl­miðla en þar sötr­aði fólk freyði­vín með sunnu­dags­bröns­inum og las gagn­rýnar múr­steina­greinar í helg­ar­blöð­un­um, enda til­heyrir þunga­vigtar fjöl­miðlun sem slík hvorki vinstr­inu né hægrinu, þó að skoð­anir ráði ein­hverju um val fólks á blöð­um. Hún á bara að standa undir nafni því þýskir fjöl­miðla­neyt­endur krefj­ast þess eins og þeir krefj­ast að geta keypt freyði­vín fyrir svo lít­inn pen­ing að meira að segja útjaskaði þjónn­inn á kaffi­hús­inu hefur efni á að fá sér kampa­víns­bröns.

Þar myndu fáir kalla mig komm­ún­ista nema ég hefði verið opin­ber­lega virk í jað­arsellu. Nokkuð sem ég hef oft upp­lifað á Íslandi þar sem orð­ræðan á til að vera pólaríseruð á gam­al­dags hátt. Þar virð­ist stundum skipta meira máli hver þú ert í augum ein­hverra frekar en það sem þú hefur að segja þá og þeg­ar. Afi þinn, fæddur 1902, var komm­ún­isti, þú ert það líka. Þú skrif­aðir eitt­hvað mis­gáfu­legt fyrir fimm árum og allar götur síðan hef­urðu verið það, sama hvað annað þú skrif­ar.

Kannski skilj­an­legt við­mót í umhverfi þar sem þykir of sjálf­sagt að tals­menn sér­hags­muna fái til­skilið rými til að breiða út boð­skap sinn án þess að mæta nógu oft raun­veru­legri grein­ingu og gagn­rýni; þar sem má auð­veld­lega halda þurrausnum klisjum á lofti. Hug­tökin hægri og vinstri standa enn fyrir sínu, nauð­syn­leg grein­ing­ar­tæki í marg­slungnum veru­leika, en um leið er nútím­inn svo flók­inn að hann krefst fleiri grein­ing­ar­tækja til að nota með þeim svo við getum hugsað sjálf­stætt í hverju máli og sneitt hjá freist­ing­unni að fylgja skoð­ana­hann­aðri hjörð. Þess­ari þrá eftir inn­byggðum popúl­isma hvers meng­is, sam­þykki félags­nets­ins í hverju máli.

Jú, verum í og með kampa­vínskomm­ún­istar – lambrúskókapít­alistar eða margar­ítu­þjóð­rækn­is­sinnar – þó að við eigum bara fyrir dreitli úr ódýrri Cava-flösku eða séum óvirkir alkar sem drekka epla­gos. Verum alls­konar en um leið miklu meira en það – frekar en hjakka bara í gömlu for­múl­un­um; með því að hanga í klisju­stimplum tak­mörkum við hugsun okkar og spólum í viðjum þeirra. Það er áskorun að greina hug­tök á síð­asta sölu­degi meðan við búum til alls­konar ný hug­tök og segjum alls­konar í leit að skiln­ingi, líka vit­leysu. Og það er allt í lagi að segja eitt­hvað heimsku­legt. Stundum þarf maður þess til að geta sagt eitt­hvað gáfu­legra á morg­un. Kannski eitt­hvað mik­il­vægt, þó ekki væri nema til að skerpa eigin skiln­ing. Flóknar ver­ur. Við. Og það má. Vera flók­ið.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiÁlit