Fjórða veldis veggjöld

Auglýsing

Varð­andi gjöld almennt hlýtur sann­gjarn­asta inn­heimt­u að­ferðin að vera sú: að þeir greiði sem njóti. Nema þá helst í til­fellum þar ­sem hallar á ein­stak­linga sökum ástæðna sem þeir ráða ekki við, svo sem vegna ­fötl­unar eða fátækt­ar. En almennt er sann­gjarn­asta reglan að þeir sem taka af ein­hverri auð­lind greiði fyrir sinn skerf.

Hvernig á þetta við þegar kemur að nýt­ingu vega­kerf­is­ins? Um­ræðan um veggjöld virð­ist ein­skorð­ast við að rukka fast gjald fyrir hverja bif­reið. En er þetta sann­gjörn skipti? Nú eru ekki öll öku­tæki eins og áhrif þeirra á vega­kerfið ekki þau söm­u.  Það ­sem breytir mestu í þessu er: öxul­þungi öku­tæk­is­ins.

Auglýsing

Fjórða veldis reglan

Til­raunir á áhrifum slits á vegi leiða í ljós að tvö­földun í öxul­þunga jafn­gildir 16 ­földun í ferð­um. Sem sagt hver tvö­földun á öxul­þyngd jafn­gildir 2 í veld­inu 4 fjölda ferða. Þetta er vel rann­sökuð og almennt við­ur­kennd stað­reynd. Sem með­al­ ann­ars er til grund­vallar þunga­tak­mörk­unum á þjóð­vegum um allan heim og ­sér­stakra skatta á þyngri öku­tæki.

Fjórða veldis reglan með bifreið sem er 0,5 tonn öxulþungi sem upphafspunkt.

Á þess­ari mynd má sjá hvernig slit á vegum veld­is-fald­ast. Bíll af létt­ustu gerð gæti haft öxul­þunga í kringum 0,5 tonn. En hámarks leyfi­leg­ur öx­ul­þungi sumra teg­unda bif­reiða er 11,5 tonn. (nánar um öxul­þunga reglur hér). Sem er 23 ­földun á þyngd.

En með fjórða veldis regl­unni má sjá að ein ferð á bif­reið ­með 11,5 tonna öxul­þunga slítur vegum til jafns á við 279.841 ferðir bif­reiða ­með öxul­þunga upp á 0,5 tonn. Ef rukka ætti létta fólks­bíl­inn um eina krónu í veggjald, þá væri rétt­látt að rukka þunga öku­tækið um 279.841 krónur fyrir söm­u ­ferð til að mæta sliti á veg­in­um. Ljóst er af þessu að sann­gjörn gjald­taka af ­fólks­bílum verður að vera engin ef ekki á að rukka hund­ruð þús­unda fyrir hverja ­ferð þyngri öku­tækja.

Búnaður til að mæla áhrif öxulþunga á slit vega.

Greiði sem njóta

Af þessu er ljóst að áhrif fólks­bíla þegar kemur að sliti á vegum eru hverf­andi miðað við áhrif þyngri öku­tækja s.s. vöru­bif­reiða eða hóp­ferða­bif­reiða. Ef veggjöld ættu að vera sann­gjörn ættu þau að bein­ast að þessum öku­tækjum ein­göngu og fólks­bif­reiðar ættu að sleppa algjör­lega við ­veggjöld­in. Ef ráða­menn vilja hafa þetta sann­gjarnt. En ekki bara enn eina ­leið­ina til að skatt­pína almenn­ing.

 Leyfilegur öxulþungi á borgarlínuvagni myndi eyða malbiki á hátt í 300þúsund falt meira en hjá fólksbíl. Jafnvel þó hann væri ekki full lestaður. Úr reglugerð Samgönguráðuneytis.

Með nútíma tækni er auð­velt að útfæra sann­gjarna gjald­töku ­sem þessa. Mynda­vélar skrá niður bíl­númer þeirra bif­reiða sem fara hjá gjald­töku­staðn­um. Í gagna­grunni er svo hægt að fletta upp sjálf­vikt hvaða gerð af öku­tæki ­fer þar hjá og út frá því hver leyfi­legur öxul­þungi er á öku­tæk­inu. Þannig er hægt að rukka sann­gjörn afnot af veg­inum miðað við teg­und bif­reið­ar. Þannig gæt­i líka mynd­ast hvati til að flytja þyngri hluti í fleiri ferðum eða á öku­tækj­u­m ­sem hafa yfir að búa fleiri öxlum og þar með betri dreif­ingu þunga. Allt til að hlífa við­kvæmum vegum fyrir skemmdum og sliti.

Afleið­ingar fjórða veldis veggjalds­ins

Stóra málið við að hafa veggjöld hlýtur að vera að greiða upp­ ­kostnað við veg­inn og við­hald. Ef við­halds­kostn­aður myndi helm­inga­st, t.d. með­ því að stærri hluti þunga­flutn­inga færi fram með strand­flutn­ing­um, eða öku­tækjum sem hlífa vegum bet­ur, þá væri hægt að lækka veggjöldin um helm­ing. Væri það ekki æski­leg afleið­ing? Erum við mögu­lega í dag að greiða nið­ur­ þunga­flutn­inga um land­leið­ina með við­halds­kostn­aði á veg­um?

Hópferðabíll fyrir skemmtiferðir.

Að sama skapi, erum við mögu­lega að greiða niður skemmti­ferð­ir ­fyrir erlenda ferða­menn með fram­tíðar við­halds­kostn­aði á vega­kerf­ið? Ekki vilj­u­m við banna túristum að fara um landið á níð­þungum hóp­ferða­bílum sem spæna upp­ ­veg­ina. En er ekki sann­gjarnt að þeir greiði fyrir það slit sem þeir sann­ar­lega ­valda á veg­unum okk­ar?

Umhverf­is­mál

Þetta snýst heldur ekki ein­ungis um pen­inga.  Rann­sókn á vegum sænskra ferða­mála­yf­ir­valda komst að þeirri nið­ur­stöðu að því meira sem ­slit á vegum er, þeim mun meiri svifryks­mengun hlýst af því. 5% allrar eyð­ing­ar á götum verður að svifryki. Sænskir skoð­un­ar­menn hafa líka kom­ist að því að ­götum sem er illa við­haldið menga enn meira. Því þar getur rykið safn­ast fyr­ir í meira magni og slit á hjól­börðum verður mun meira.

Helmingur alls svifryks er í raun sarg úr veginum

Áhrif þyngri öku­tækja umfram létt­ari má glöggt sjá á Miklu­braut í Reykja­vík. Þar eru sér­stakar akreinar sem eru ætl­aðar fyr­ir­ ­stræt­is­vagna. Þar má sjá hvernig sér­a­krein strætó er umtals­vert meira slit­in heldur en akrein­arnar við hlið­ina á sem ætl­aðar eru fólks­bílum og annarri umferð. ­Þrátt fyrir að þar fari um marg­falt fleiri bif­reið­ar.

Strætóakrein er mikið verr farin, þrátt fyrir minni umferð

Enda er venju­legur stræt­is­vagn, líkt og þeir sem ganga um ­götur borg­ar­innar um 18 tonn að þyngd með 86 far­þegum inn­an­borðs. Er þá öx­ul­þung­inn að aftan 11,5 tonn. Sjá má á graf­inu hér að ofan hversu miklu mal­biki slíkur vagn slítur miðað við léttan ein­menn­ings vagn. Þetta skýrir hvers vegna strætó akreinin er svo slitin í sam­an­burði við aðrar akreinar við Miklu­braut. Þetta er nokkuð sem gleymst hefur að taka til­lit til þegar umhverf­is­á­hrif hóp­ferða­bif­reiða eru borin saman við fólks­bíla.



Loka­orð

Tölum bara hreint út. Við viljum helst láta túrista borga meira fyrir afnot af veg­un­um. Þess vegna er þessi umræða um veggjöld. Það er því ágætis hlið­ar­-af­leið­ing af því að rukka eftir veg­sliti að það myndi leggj­ast þungt á hóp­ferða­bif­reiðar um leið.  Þetta eru líka bílar sem eru  skemmtun fyrir ferða­menn. Öfugt við t.d. nauð­syn fyrir íbúa þessa lands. Sem eru fólks­bíl­ar. Venju­legt fólk að kom­ast leiðar sinn­ar. Til vinnu og ann­að. Ég veit fyrir mitt leiti hvort er mik­il­væg­ara. Þannig að það er engin ástæða til að nið­ur­greiða þessa notkun á vega­kerf­inu með fram­tíðar við­halds­kostn­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None