Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum þrátt fyrir skilnað

Auglýsing

Kjarna­fjöl­skyldan var einu sinni karl, kona, þrjú börn og hundur en getur í dag verið alls­kon­ar. Það geta verið karl, karl, barn/­börn, hundur og kött­ur, þið skiljið hvert ég er að fara. Fjöl­skyldur eru alls­konar og í vax­andi mæli búa börn á tveimur heim­il­um. Enda er það svo að kerfið okkar gerir ráð fyrir að for­eldrar fari sam­eign­lega með for­sjá barna sinna eftir skilnað nema annað sé ákveð­ið. 

Í sam­eig­in­legri for­sjá eiga for­eldrar að hafa sam­ráð um allar meiri­háttar ákvarð­anir er varða barn­ið. Eðli­lega því skylda for­eldra hverfur ekki við skiln­að. Þá er gert ráð fyrir að for­eldra sam­mælist um lög­heim­ili barns­ins. Það er þáttur sem vissu­lega veldur oft vand­kvæðum og árekstrum for­eldr­anna á milli enda ótelj­andi rétt­indi og skyldur tengdar lög­heim­ili, tvö­falt lög­heim­ili væri efni í heila ef ekki nokkrar grein­ar. En það ekki það sem ég ætla að fjalla um hér. Heldur hvaða upp­lýs­ingar fá for­ræð­is­for­eldrar um börn sín og hvernig geta þeir sinnt skyldu sinni sem for­eldri sé barnið ekki með lög­heim­ili hjá þeim.

Rétt­indi og skyldur for­eldra eftir skilnað

For­eldrar bera ábyrgð á börnum sínum þrátt fyrir skiln­að. Það hlýtur að vera eðli­legt að báðir for­sjár­for­eldrar hafi aðgengi að upp­lýs­ingum um barn sitt og geti fylgt eftir ýmiss konar þjón­ustu er barnið varðar t.d að stofna banka­reikn­ing, panta tíma hjá lækni, fá upp­lýs­ingar frá Sjúkra­trygg­ing­um, kaupa trygg­ingar o.s.frv. En stað­reyndin er sú að for­sjá­for­eldri sem ekki er með lög­heim­ili barns er gert mjög erfitt fyrir við að sinna slíkum verk­um.

Auglýsing

Ég hef vakið athygli á þessu í þing­ræð­um, lagt fram fyr­ir­spurnir og óskað eftir sér­stakri umræðu um mál­ið. Í svari heil­brigð­is­ráð­herra til mín (þingskjal 819/149) kemur í ljós að með fram­kvæmd sinni brjóta Sjúkra­trygg­ingar Íslands á per­sónu­vernd barna í ein­hverjum til­fell­um. Þrátt fyrir að Per­sónu­vernd hafi gert athuga­semdir við fram­kvæmd­ina og komið með til­lögu að lausn.

Leyfið mér að útskýra út á hvað þetta geng­ur.

Ég spurði hverjir fengju bréf þegar um væri að ræða mál­efni barna og hvort þau væru stíluð á báða for­ráða­menn eða ein­göngu á lög­heim­ili barns­ins og þá hvern. Svar ráð­herra byggir á upp­lýs­ingum frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands en þeir not­ast við gagna­grunn Þjóð­skrár og þegar verið er að senda út upp­lýs­ingar vegna barns er ekki sent á báða for­ráða­menn barns­ins heldur er sent á fjöl­skyldu­númer barns­ins en það ræð­ast af elsta ein­stak­ling fjöl­skyld­unnar sem skil­greind er á lög­heim­ili barns­ins. Þannig er ekki einu sinni víst að annar for­ráða­maður barns­ins fái bréfið ef for­eldrið er í sam­búð eða gift eldri ein­stak­ling. Í slíkum til­fellum berst til­kynn­ing fóst­ur­for­eldri sem ekki hefur for­ræði yfir barn­inu.

Ráðu­neytið hefur nú í kjöl­far fyr­ir­spurnar minnar áréttað athuga­semd­irnar við Sjúkra­trygg­ingar Íslands. En ég hygg að vanda­málið sé kerf­is­lægt og liggi víðar en hjá Sjúkra­trygg­ing­um.

Kerfin eiga að vinna með og fyrir okkur

Núver­andi þjóð­skrár­kerfi var tekið í notkun árið 1986 en með því eru ein­stak­lingar tengdir saman í þjóð­skrá með svoköll­uðu fjöl­skyldu­núm­eri. Á heima­síðu Þjóð­skrár segir m.a „Fjöl­skyldu­núm­erið hefur verið notað á marg­vís­legan hátt í gegnum tíð­ina, t.d. við töl­fræði­úr­vinnslu hjá Hag­stofu Íslands og í tengslum við skatta- og almanna­trygg­inga­mál.

Fjöl­skyldu­núm­erið þjónar enn í dag þeim til­gangi sem því var upp­haf­lega ætlað þ.e. að vera sam­teng­ing á milli ein­stak­linga á lög­heim­ili, en því var aldrei ætlað að veita upp­lýs­ingar um hverjir væru for­eldrar barns né hverjir fara með for­sjá þess.“ Hvaða kerfi á þá að veita slíkar upp­lýs­ing­ar?

Þjóð­skrá hlýtur að fá ítrek­aðar spurn­ingar og kvart­anir vegna mála af þessu tagi enda er fjöl­skyldu­núm­era­kerf­inu lýst sér­stak­lega á heima­síðu stofn­unn­ar­innar með dæmisögu um Jón og Gunnu. Þar eru líka spurn­ingar og svör við t.d. af hverju er ég ekki skráð sem for­eldri barns míns í þjóð­skrá? Af hverju sjá opin­berar stofn­anir og t.d. bankar ekki að ég fer með for­sjá barns míns? Og af hverju fær stjúp­for­eldri mark­póst og til­kynn­ingar um barn mitt en ekki ég sem er for­eldri og fer með for­sjá? Svörin eru öll á þá leið að kerfið not­ist við fjöl­skyldu­númer og að kerfið skrái vensl á milli ein­stak­linga með tak­mörk­uðum hætti og taki t.a.m. ekki til fjöl­skyldu- og skyld­leika­tengsla né veiti upp­lýs­ingar um for­sjá barna.

Lausnin er að hægt sé að sækja um vott­orð hjá Þjóð­skrá um að þú sért í raun móðir eða faðir barns og farir með for­sjá og svo skaltu gjöra svo vel og hafa á þér vott­orðið og mæta með það í banka­úti­bú­ið, nú eða bara þegar þú þarft að sanna það að þú eigir nú eitt­hvað í þessu barni og berir skyldu til að sinna því.

Kerfin eru ekki til fyrir kerfið sjálft heldur okk­ur. Kerfið á að vinna með og fyrir fjöl­skyldur í land­inu. Stór hluti fjöl­skyldna eru nú sam­settar og stór­hluti barna býr í raun á tveimur heim­il­um. Þrátt fyrir að margir telji að lausnin á þessum vanda sé tvö­föld lög­heim­ilis skrán­ing þá fylgja því ýmis vanda­mál sem við höfum enn ekki náð að leysa. En hversu erfitt getur verið fyrir Þjóð­skrá að halda utan um hverjir hafi for­ræði yfir börnum og að miðla þeim upp­lýs­ingum eins og öðrum upp­lýs­ingum sem Þjóð­skrá miðl­ar?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None