Óverjandi herferð gegn hvölum

Formaður Dýraverndarsambands Íslands hvetur almenning til að láta sig dráp á hvölum varða.

Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hefur til­kynnt að úrskurður hans um að leyfa árlegar veiðar á hund­ruðum hvala sé byggð á vís­inda­legum rök­um. Að þessu sinni er þó farið að mestu grímu­laust með þá hags­muni sem liggja til slátr­unar hval­anna. Krist­ján Lofts­son hefur áður sýnt okkur ræki­lega með dæma­lausum ferli sínum hversu von­lítil sú við­skipta­hug­mynd er að reyna að veiða hvali og selja afurðir þeirra.

Almennt borða Íslend­ingar ekki hval­kjöt og enn verra er að koma því til útlanda. Ótalin er sú óvild og sá vandi sem hval­veiðar skapa okkur hjá öðrum þjóð­um. Raun­veru­legu hags­mun­irn­ir, þau vís­indi sem ráð­herra vísar til við ákvörðun sína, voru aftur á móti vel beraðir í alræmdri skýrslu hag­fræð­ings hjá Háskóla Íslands. Skýrslan var raunar með því­líkum ósköpum að vægur jarð­skjálfti mæld­ist við kjána­hroll­inn sem fór um meira og minna allar kreðsur í íslenskum vís­inda­heimi sem rýndu í hana og sem eitt­hvað þekkja til líf­ríkis sjáv­ar.

Ef skýrslan er skoðuð ofan í kjöl­inn sést að hún snýst fyrst og fremst um hags­muni þess fólks sem hefur tekjur af þeirri auð­lind þjóð­ar­innar sem er fisk­ur­inn í sjón­um. Gleymum því ekki að þær tekjur sem fisk­ur­inn gefur standa ágæti­lega undir því að borga jafnt hag­fræð­ing­um, lög­fræð­ingum og stjórn­mála­flokkum ágætar dúsur fyrir álit og laga­vafstur og jafn­vel nið­ur­stöð­ur. Til að setja punkt­inn yfir i-ið er álit hag­fræð­ings­ins hnýtt slaufum með orðum á borð við ,,þjóð­ar­hag” og það orð mikið not­að, enda verður að telja almenn­ingi í trú um að þetta sé góð hug­mynd. Svona er hátt­bund­inn hringdans hags­muna­að­ila og stjórn­valda og það er alltaf hálf neyð­ar­legt að horfa upp á hann. En í þessu til­felli verða hval­irnir und­ir.

Auglýsing

Mat hag­fræð­ings­ins snýst í grunn­inn um að sýna fram á að það borgar sig að veiða hvali ein­fald­lega af því hvalir borða svo mik­ið. Þar vísar hann til þess sem kallað er afrán hvala. Í þessu til­felli er ljóst að ekki er vísað til vana­bund­inna líf­fræði­legra skil­grein­inga á því þegar eitt dýr veiðir annað sér til nær­ing­ar, heldur leiðir hag­fræð­ing­ur­inn út þá nið­ur­stöðu sína að það sé hag­kvæmt að veiða hvali til þess að hval­irnir borði ekki fisk­inn í sjónum eða taki mat frá hon­um.

Undir þessu öllu liggur í raun ein­hvers­konar sjón­ar­mið um fiski­rækt í sjón­um, af því veiða megi fleiri fiska með því að ryðja hvölum frá. Það grund­vall­ar­sjón­ar­mið að hvalir eru hluti af vist­kerfi sjávar og með sjálf­stæðan til­veru­rétt sem slíkir er hrein­lega ekki til við­mið­un­ar. Dýra­vel­ferð er þannig að heita má skeyt­ing­ar­laust fórnað hér á alt­ari meiri gnægta. Til­urð, fer­ill og nið­ur­staða skýrsl­unnar lýsir að mínu mati gengd­ar­lausri sjálfsmiðun og algeru virð­ing­ar­leysi í garð líf­rík­is­ins sem við þó til­heyr­um. Þetta er nálgun og við­horf á grund­velli fjár­hags­legra hags­muna ein­göngu, allt í takti við þá ann­ars furðu­legu hag­fræði sem gerir ráð fyrir enda­lausum hag­vexti í ver­öld end­an­legra gæða. Ráð­herra nið­ur­lægir ber­lega emb­ætti sitt og umboð með því að vísa til þessa gagns sem vís­inda­legs grund­vallar ákvörð­unar sinn­ar. Enda blasir hags­muna­slag­síðan við. Og hval­ur­inn verður und­ir.

Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands hefur ekki lagst gegn veiðum á villtum dýrum til mat­ar, hvort sem það eru fugl­ar, fiskar eða spen­dýr á borð við til dæmis hrein­dýr eða hvali, nema á þeim grund­velli þar sem ekki er unnt að tryggja mann­úð­lega aflífun dýr­anna. Í til­felli hval­anna er það ekki hægt og sýnt hefur verið fram á að dauða­stríð þess­ara spen­dýra getur tekið langan tíma. Hér er því bæði um að ræða það að ryðja hvölum úr vegi í líf­ríki hafs­ins og einnig að aðferðin við drápin er óverj­andi frá dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið­um. Aðrir hafa bent á almenn og alþjóð­leg vernd­ar­sjón­ar­mið hvala­stofna. Höldum til haga að ef við­líka tíðni væri á til­vilj­ana­kenndum fram­lengdum kvala­fullum dauð­daga ein­hvers hlut­falls búfjár við slátrun þá yrði snar­lega brugð­ist við því. En við sýnum hvölum tóm­læti og látum þá líða þján­ing­ar­fullan dauð­daga. Í von um hagnað fyrir útgerð­ina.

Svona er leik­flétt­an. Hún er ljót. Það er bara hollt að setja hana í orð og íhuga málin bet­ur. Við hvetjum almenn­ing til að láta sig þessi dráp varða.

Von­andi ber íslenskri þjóð sem fyrst gæfa til hætta að standa fyrir því að leyfa örfáum aðilum að stunda kerf­is­bundin dráp á einni dýra­teg­und til að auka annan gróða. Það er skömm að þessu máli, hvernig sem á það er lit­ið. Við skorum á ráð­herra að end­ur­skoða ákvörðun sína nú þeg­ar.

Höf­undur er for­maður Dýra­vernd­ar­sam­bands Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar