Vinnum við íslenskuslaginn?

…eða tekur enskan yfir?

taka2.jpg
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd eru með metn­að­ar­full áform um sókn íslensk­unnar á tækni­tím­um. Þau leggja umtals­vert fé í að þróa mál­tækni­lausnir, háskól­arnir bjóða uppá nám í mál­tækni og atvinnu­lífið hefur lýst yfir miklum vilja til þátt­töku í þessum slag. Þessi þróun er gríð­ar­lega jákvæð en stóra spurn­ingin er hvort við eigum mögu­leika á að vinna slag­inn við ensk­una, sem er að verða meira og meira tungu­mál tungu­mál­anna.

Ekki skal dregið á nokkurn hátt úr mik­il­vægi íslensk­unnar fyrir sam­fé­lag­ið, þjóð­ar­vit­und og sam­kennd okk­ar. Við erum stolt af því að eiga fjöl­breytt og fal­legt tungu­mál sem er miðja okkar sam­skipta, þar sem við finnum alltaf svar og getum tjáð til­finn­ingar okkar og leyst okkar þraut­ir. Við eigum tungu­mál með stór­kost­legum orðum eins og ljós­móð­ir, tölva, þyrla eða jóla­bóka­flóð. Við eigum tutt­ugu mis­mun­andi orð um snjó og annan eins fjölda um vind. Þetta segir okkur óþægi­lega mikið um veð­ur­farið en sýnir okkur líka að við höfum þróað og þroskað málið saman um langa hríð og af því getum við verið stolt.

Við stöndum samt sem áður frammi fyrir nokkrum vanda. Áhrif ensku eru orðin yfir­þyrm­andi þegar græjurnar í okkar umhverfi tala ensku, for­ritin eru á ensku, fjöl­miðlar eru á ensku og vinnu­mark­að­ur­inn stöðugt meira á ensku. Frek­ari rann­sóknir á mál­töku barna þarf að gera en vís­bend­ingar eru um að enska gegni stærra hlut­verki í mál­þroska þeirra en áður, tvö íslensk börn leiki sér jafn­vel saman á ensku og ömmur og afar sem tala ekki ensku þegar þau eru ávörpuð á ensku eru talin forn­ar, utan­gátta furðu­ver­ur.

Auglýsing

Íslenskan er númer þrjú hund­ruð

Í heim­inum talar fleira fólk um þrjú hund­ruð tungu­mál en talar íslensku. Til dæmis tala færri íslensku en hið smellna Xhosa tungu­mál í Suð­ur­-Afr­íku eða basknesku sem finna má í Baska­landi á mörkum Frakk­lands og Spán­ar. 

Ljóst er, þrátt fyrir glæsta sögu tungu­máls­ins okk­ar, að það er ekki eitt helstu tungu­mála heims­byggð­ar­inn­ar. Fá stór tungu­mál eru að taka yfir; kín­verska, spænska, og í okkar nærum­hverfi, enska.

Spár gera ráð fyrir því að stjórnun tækja með radd­stýr­ingu auk­ist um 20–40% á ári næstu árin og nú þegar eru snjall­há­tal­arar á þriðj­ungi heim­ila í Banda­ríkj­un­um. Röddin verður við­mótið í stað inn­sláttar í tækjum á heim­il­um, far­ar­tækjum og vinnu­stöð­um. Þessum vænt­ingum hefur fylgt mikil fjölgun tækja sem tala við okk­ur. Símar sem eru með tal­við­mót eru í vösum nán­ast allra og síð­asta árið seld­ust yfir 40 millj­ónir snjall­há­tal­ara í Banda­ríkj­unum og spáð er sölu um 60 millj­óna í ár.

Þessir hátal­arar sem hægt er að tala við eru til dæmis Google Home, með Google Assistant, og Amazon Alexa. Þá er hægt að spyrja um eig­in­lega allt; spyrja um veðrið, biðja um að leika tón­list eða stilla nið­ur­taln­ingu á tíu mín­útur svo mat­ur­inn brenni ekki við.

Þessar tal­græjur eru enn sem komið er ekki bestu vinir minni mál­svæða. Í dag talar Alexa, vin­sæl­asti snjall­hátal­ar­inn á mark­aðn­um, þrjú tungu­mál. Google Assistant talar sex tungu­mál og Siri frá Apple tutt­ugu. Við þurfum að geta svarað þessum fyr­ir­tækjum af hverju í ósköp­unum Amazon Alexa eða Google Home ætti að læra að tala íslensku, tungu­mál sem er ekki meðal þeirra þrjú hund­ruð stærstu. Sjón­vörp, ljós, ryksug­ur, glugga­tjöld, læs­ingar og ísskápar sem taka við radd­stýr­ingu eru nú þegar komin á mark­að. Far­ar­tæki og mót­or­hjóla­hjálmar eru einnig farin að hlusta og tala til að auka öryggi öku­manna.

Mál­tækni­á­ætlun markar kafla­skil

Íslend­ingar ætla þó að gera sitt til að draga úr lík­unum á staf­rænni andnauð tungu­máls­ins okk­ar. Í ágúst árið 2018 skrif­aði sjálfs­eign­ar­stofn­unin Almannarómur undir samn­ing við Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið um rekstur mið­stöðvar um mál­tækni næstu fimm árin. Að Almannarómi standa háskóla- og rann­sókn­ar­stofn­an­ir, fyr­ir­tæki og félaga­sam­tök sem öll brenna fyrir því brýna verk­efni að tryggja að íslenskan standi jafn­fætis öðrum tungu­málum í síbreyti­legum tækni­heimi. Mark­mið Almannaróms er að stuðla að aðgengi almenn­ings og atvinnu­lífs að nauð­syn­legri mál­tækni svo fram­tíðin hljómi vel á íslensku. Aðal­mark­mið mið­stöðvar mál­tækni­á­ætl­unar er að sjá til þess að verk­efni mál­tækni­á­ætl­un­ar­innar verði fram­kvæmd hjá þeim sér­fræð­ing­um, stofn­unum og fyr­ir­tækjum sem fengin eru til að útfæra þau. Almannarómur mun afla til­boða og gera samn­inga við þá sem vinna að verk­efnum á grund­velli verk­á­ætlunar­innar Mál­tækni fyrir íslensku 2018-2022.

Eitt af mark­miðum Almannaróms er að koma íslensku inn í þær mál­tækni­lausnir sem lík­legt er að verði á íslenskum heim­ilum hvort sem er í ísskáp­um, hátöl­urum eða öðrum tækj­um. Margar af þeim lausnum sem unnið verður að í gegnum íslensk mál­tækni­verk­efni verða svo þær tækni­legu und­ir­stöður sem erlend tækni­fyr­ir­tæki  geta notað til að íslenska kom­ist á dag­skrá inn­leið­ingar tungu­mála stærstu mál­tækni­lausna okkar tíma. Við þurfum að sjá til þess að lausnir fyrir íslensku verði not­aðar af stærstu tækni­fyr­ir­tækjum heims og þannig aðgengi­legar í tækj­unum sem við notum alla daga.

Þessi slagur er vissu­lega ekki ein­faldur en við getum nýtt styrk smæð­ar­inn­ar, hversu hvik við erum og hversu tækni­lega sterkar und­ir­stöður tungu­máls­ins eru með allt frá risa­mál­heild, beyg­ing­ar­lýs­ingu nútíma­máls og svo fram­veg­is.

Tökum slag­inn saman

Öruggt er að við þurfum að leggj­ast á eitt. Við þurfum áfram á hinni sterku þverpóli­tísku sátt að halda og til­heyr­andi stuðn­ingi stjórn­valda. Við þurfum tækni­legan slag­kraft úr mennta­kerf­inu. Við þurfum djörf­ung og fram­sýni atvinnu­lífs­ins til að tryggja að íslenskan verði um ókomna tíð full­gilt fyrsta val okkar í öllum okkar sam­skipt­um, hvort sem það er okkar í milli eða milli okkar og tækj­anna sem til verða og talað verður við.

Þetta er eitt af stórum mál­un­um. Nú er okkar allra að taka slag­inn.

Höf­undar eru í stjórn Almannaróms – Mið­stöðvar um mál­tækni

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar