Hugleiðingar í einangrun á bráðamóttöku Landspítalans

Ragnheiður H. Magnúsdóttir segir að hún hafi orðið fyrir hálfgerðu áfalli þegar hún var lögð inn á bráðadeil. Ástæðan hafi verið staðan á spítalanum. Hér leggur hún til lausnir á stöðunni.

Auglýsing

Ég fór á bráða­mót­tök­una nýverið eftir að hafa verið með óvenju slæma maga­kveisu. Kom í ljós að ég var með svæsna mat­ar­eitrun og mér skellt í ein­angrun inni á bráða­deild Land­spít­al­ans og lá þar í þrjár næt­ur.

Ég er ein af þessum heppnu sem hef verið heilsu­hraust og lítið þurft að leita á spít­ala um ævina. Ég verð að segja að ég varð fyrir hálf­geru áfalli yfir stöð­unni á spít­al­an­um, þrátt fyrir að vita tölu­vert um „kerf­ið” í gegnum ætt­ingja sem hafa þurft á lækn­is­þjón­ustu að halda síð­ustu ár.

Auglýsing
Öll þjón­usta sner­ist um að ég hringdi bjöll­unni og óskaði eftir aðstoð. Þegar mér fannst ég vera að skrælna að innan og orðin þurr í hálsi óskaði ég eftir að fá vökva í æð sem sam­þykkt var að ég fengi. Sama var uppi á ten­ingnum þegar krampa­verkirnir í mag­anum voru orðnir svo óbæri­legir að ég þurfti á verkja­lyfjum að halda, þá var ekk­ert annað en að ýta á hnapp­inn á bjöll­unni og þannig var þetta með flest ann­að. Ég var nagli (og svo­lítið út úr heim­in­um) og nennti ekki að vera bögga starfs­fólk með enda­lausum hring­ingum en af því að ég gerði það var talið að ég væri þá pott­þétt með minni verki og væri að verða betri sem var alls ekki raun­in.Af bráðadeild.

Ég geri mér grein fyrir að ég var á bráða­deild Land­spít­al­ans sem þýðir að þarna eru almest um að vera á öllum spít­al­anum og umönnun er ekki sam­bæri­leg og á sér stað á öðrum deildum spít­al­ans. En þarna var ég sett vegna pláss­leysis ann­ars staðar og satt best að segja var lítið pælt í mér sem inniliggj­andi sjúk­lingi nema það sem var gert reglu­lega til að athuga stöð­una á mér (án þess að ég bæði um það) var að mæla blóð­þrýst­ing, súr­efn­is­mettun og hita ásamt því að taka ein­staka blóðpruf­ur.

Það sem ég furð­aði mig mest á meðan ég var þarna, var þetta:

 • Fjöldi lækna sem ég hitti á þessum þremur dög­um, nán­ast aldrei sami lækn­ir­inn og þeir virt­ust ekki líta við nema að ég bæði um að fá að tala við þá
 • Hversu lítið var spáð í nær­ing­una sem ég ætti að fá eða hvað ég væri að fá mér að borða eða drekka í þessu ástandi
 • Hversu erfitt það var að fá upp­lýs­ingar úr blóðpruf­um. Það fór þannig fram að ég spurði hvernig blóðpru­fan hefði komið út og þá var læknir sóttur til að segja mér það
 • Að sjúkra­liðar og hjúkr­un­ar­fræð­ingar væru að skrifa niður blóð­þrýst­ings­gildin mín á blað, því að ég sá að græjan sem þau væru að nota var nettengd
 • Hversu fáir af lækn­um/hjúkr­un­ar­fræð­inum spurðu mig hvernig mér liði, allir voru ein­göngu að spá í töl­urnar sem þau fengu úr blóðpruf­um, von­ast til að sýk­ing­ar­gildi lækki svo hægt væri að útskrifa mig
 • Hversu skítugt ein­angr­un­ar­her­bergið var. Bæði gólf og rúllu­borð var með nýlegum slett­um, blóð­slettur voru á vegg nálægt rusli og nokkuð mikið af plast­drasli var á gólf­inu
 • Að her­bergið var aldrei þrifið á meðan ég var þar þessa þrjá daga, en skipt var um rusl dag­lega
 • Að mér var aldrei boðin hrein föt né hrein rúm­föt á þessum þremur dög­um, hvað þá að mér væri boðið að fara í sturtu
 • Að það voru engar þurrkur við vaskinn í her­berg­inu og það var ekki bætt úr því fyrr en að búið var að nefna það þrisvar
 • Hversu mörg rúm voru upp við veggi á göngum bráða­deild­ar­innar sem í mínum huga hlýtur að vera risa­stórt örygg­is­vanda­mál t.d. ef eldur kemur upp á spít­al­anum
 • Að þegar mann­eskja er með mat­ar­eitrun sem hugs­an­lega er smit­andi er hún sett í ein­angrun en þarf samt að fara úr her­berg­inu til að fara á sal­erni, yfir gang­inn og fram hjá tveimur rúmum þar sem yfir­leitt láu sjúk­lingar
 • Hvað maður finnur mikið fyrir fókus starfs­manna á að útskrifa mann eða flytja mann á aðra deild
 • Að mér væri sagt að ástæðan fyrir því að fólk „gleymd­ist svo­lít­ið” í ein­angr­un­ar­her­bergj­unum væri sú að fólk þyrfti að „galla sig upp” áður en það kæmi inn og það væri ákveð­inn þrösk­uldur
 • Hversu inn­greipt það er í hugum starfs­manna að það vanti svo sár­lega fjár­magn til spít­al­ans að það verði allir að láta sig ástandið linda (starfs­menn og sjúk­ling­ar) þar til rík­is­stjórnin taki við sér

Ok, nú veit ég að það vantar fjár­magn til spít­al­ans eins og fram hefur komið í víða und­an­farin ár, en ég verð að segja að mér finnst við líka vera að nota pen­ing­ana illa, því mér sýn­ist á öllu að hægt væri að spara þónokkuð með því að end­ur­skoða og bæta ferla og vinnu­lag.

En nú er ég mann­eskja sem er alin upp við að vera ekki alltaf að kvarta heldur reyna frekar að finna lausn­ir. Hér kemur til­raun til að koma með hug­mynd að mögu­legri lausn.

Nauð­syn­legt er að nýta upp­lýs­inga­tækn­ina til að styðja við þá ferla- og vinnu­lags­breyt­ingu sem þarf að eiga sér stað á land­spít­al­anum og rétt væri að allir ferlar væru skoð­aðir með því mark­miði að bæta þjón­ustu og stytta afgreiðslu­tíma.

Merki­legt fannst mér að öll sam­skipti á spít­al­anum eru „maður á mann” sam­töl — engin upp­lýs­inga­gjöf er í gegnum síma­skila­boð/app/vef. Getið þið ímyndað ykkur hvaða tími myndi spar­ast ef maður fengi ein­hverjar upp­lýs­ingar í gegnum slíkar leið­ir? Mig langar að styðja þessa pæl­ingu með dæm­um.

En horfum aðeins á hvað gæti verið í svona appi því þetta litla dæmi segir ekki alla sög­una. Þær spurn­ingar sem fóru í gegnum minn koll á meðan ég lá og hafði allan heims­ins tíma til að hugsa á spít­al­anum voru þess­ar:

 • Get ég fengið að vita hvað kom út úr blóðpruf­unni minni? (upp­lýs­ingar sýndar í appi í stað þess að starfs­menn spít­al­ans fari 2–3 ferðir fram og til baka til sjúk­lings)
 • Get ég fengið að vita þróun þess­arra blóð­gilda á meðan ég ligg inni? (upp­lýs­ingar sýndar í appi í stað þess að starfs­menn spít­al­ans fari 2–3 ferðir fram og til baka til sjúk­lings)
 • Hvað er nafnið á lækn­in­um/hjúkr­un­ar­fræð­ingn­um/­sjúkra­lið­anum sem er núna að sjá um mig? (upp­lýs­ingar gefnar í appi í stað tús­stöflu við rúm sjúk­lings)
 • Get ég fengið að tala við hana/hann? (fyr­ir­spurn send frá appi)
 • Get ég séð þróun blóð­þrýst­ings­/lík­ams­hita/súr­efn­is­mett­unar á meðan dvöl stend­ur? (upp­lýs­ingar birtar í appi í stað göngut­úra starfs­fólks)
 • Get ég fengið sokka? (fyr­ir­spurn send frá appi)
 • Get ég fengið hrein föt? (fyr­ir­spurn send frá appi)
 • Er hægt að skipta um á rúm­inu mínu? (fyr­ir­spurn send frá appi)
 • Get ég fengið vatn að drekka?
 • Get ég fengið tann­bursta?
 • Get ég fengið verkja­lyf?
 • Get ég fengið aðstoð við að fara í sturtu eða á sal­erni?
 • Það vantar þurrk­ur/­sápu/­sótt­hreins­andi gel á her­berg­inu mínu
 • Má ég fara heim?

… og svona mætti senni­lega lengi telja en þið skiljið von­andi hvað ég er að fara.

Hægt er að spara fullt af göngut­úrum og álagi á starfs­menn spít­al­ans ein­ungis með því að hætta að nota bjöllu fyrir sjúk­linga og gefa þeim auknar upp­lýs­ingar og tæki­færi til fyr­ir­spurna á spjald­tölvu eða síma. Þá gæf­ist starfs­fólki kannski líka tími til að staldra við, vera mann­legri og spyrja fólk um almenna líðan o.fl. í stað þess að vera á þessum þön­um.

Vissu­lega þarf að setja fjár­magn í að þróa svona þjón­ustu­vef eða -app og vanda til verka, en rétt eins og í mörgu öðru þá þarf oft fjár­fest­ingu til að sjá fram á sparnað seinna meir. Í mínum huga er þetta ákvörðun yfir­stjórnar spít­al­ans að verja pen­ingum í ferla (með stuðn­ingi hug­bún­að­ar) til að auð­velda líf sjúk­linga og starfs­manna, flókn­ara er það ekki.

Á næstu árum erum við að fara að sjá miklar tækni­breyt­ingar og heil­brigð­is­geir­inn mun ekk­ert vera und­an­skil­inn frekar en aðrar grein­ar. Ég sé fyrir mér að ekki eftir svo mörg ár getum ég sett inn púls, blóð­þrýst­ing, hita og fleiri raun­gögn úr úrinu mínu inn í svona þjón­ustu­vef eða app sem lækn­arnir hafa aðgang að og gætu jafn­vel nýtt til að skoða í sam­hengi við lyfja­gjöf og nið­ur­stöður blóð­gilda svo dæmi sé tek­ið. Væri það ekki snilld? Kannski er þegar kom­inn vísir að þessu á vefn­um Heilsu­ver­a.is, það er spenn­andi að sjá hvernig það þró­ast.

Það má vera að fullt sé í gangi til að bæta ástand­ið, ég þekki það ekki nægi­lega vel, en mikið rosa­lega vona ég það. Ef ekki, langar mig að fólk sé dug­legra að segja frá því sem það upp­lifir á spít­al­anum og ég hvet fólk til að hugsa í lausnum sem inni­fela ekki bara setn­ing­una „Rík­is­stjórnin þarf að setja meiri pen­ing í spít­al­ann”. Hægt væri að nota myllu­merkið #lög­um­spít­al­ann

Að lok­um. Þessi grein er álit mann­eskju sem hefur enda­lausan áhuga á nýsköpun og tækni, og er stjórn­andi sem er vanur að setja fókus á vinnu­lag og ferla. Mann­eskju sem á draum um að spít­ali lands­manna verði tækni­vædd­ur — al­menni­lega — helst í gær.

Það þarf að öllum lík­indum mun meira að gera en búa til smá sjálf­virkni­væð­ingu fyrir sam­skipti sjúk­lings og starfs­manna spít­al­ans (gott væri ef við sæjum tækja­kost spít­al­ans batna líka og að hann sendi frá sér gögn til lækna og jafn­vel sjúk­linga). En þetta er að minnsta kosti inn­legg inní umræð­una.

Dæmi um sjúkling sem vantar verkjalyf (í núverandi kerfi)

Sjúk­lingur er þjáð­ur, vantar verkja­lyf og hringir á bjöll­unni, sjúkra­liði kemur og sjúk­lingur óskar eftir verkja­lyfj­um. Sjúkra­liði fer og nær í hjúkr­un­ar­fræð­ing til að meta hvort sjúk­lingur megi fá verkja­lyf. Við­kom­andi kemur til sjúk­lings til að meta hvers konar verkja­lyf henti og hvort ofnæmi sé til stað­ar. Hjúkr­un­ar­fræð­ingur fer aftur og nær í verkja­lyfin fyrir sjúk­ling og gefur hon­um.

Þetta voru sam­tals fjögur sam­töl og þrjár ferðir fram og til­baka fyrir starf­menn spít­al­ans.

Sam­bæri­legt dæmi ef sjúk­lingur hefði aðgang að þjón­ustu­vef eða appi til að óska eftir þjón­ustu

Sjúk­lingur opnar þjón­ustu­app sjúkra­húss­ins á síma eða spjald­tölvu (sem gefur mun fleiri mögu­leika um upp­lýs­ingar en hefð­bundin bjalla getur nokkurn tíma gef­ið). Sjúk­lingur hakar við “Sjúk­lingur er þjáður og óskar eftir verkja­lyfi” og við það hak er hann spurður spurn­ing­una “Ertu með ofnæmi fyrir mor­fíni eða öðrum verkja­lyfj­u­m?”. Við­kom­andi svarar því og ýtir á senda. Þetta fer beint í síma eða spjald­tölvu hjúkr­un­ar­fræð­ings­ins sem metur fyr­ir­spurn­ina og kemur með það sem á þarf að halda.

Sam­tals ein ferð hjá einum starfs­manni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar