Sýnilega höndin

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fjallar um orð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem hún lét falla í pontu Alþingis í gær.

Auglýsing

Hver ætlar að axla ábyrgð­ina á þeirri sam­fé­lags­legu til­raun sem hér hefur verið sett á svið; að búa til upp­sveiflu í hag­kerf­inu án þess að tryggja vinnu­afl­inu við­un­andi lífs­gæði? Hver ætlar að axla póli­tísku ábyrgð­ina á því að atvinnu­rek­endum var talin trú um að hægt væri að neita að borga fólki laun með sann­girn­ina að leið­ar­ljósi?

Hver ætlar að við­ur­kenna: Það er ekki hægt að hafa hér hóp kvenna á svo lágum launum að þau dugi ekki til að tryggja að endar nái saman frá einum mánaðmótum til þeirra næstu? Hver ætlar að við­ur­kenna að það er ógeðs­legt að ætla fjölda kvenna að vinna baki brotnu fyrir launum sem duga þó ekki til að tryggja efna­hags­legt öryggi?

Ég býð spennt.

Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála fór með tölu í gær á Alþingi, ein­hvers­konar varn­ar­ræðu fyrir nýfrjáls­hyggj­una. Í henni beindi hún sjónum sínum eitt­hvað út í heim og mátti skilja mál­flutn­ing­inn svo­leiðis að hún teldi að ekki væri hægt að not­ast við hefð­bundna mæli­kvarða þegar kæmi að til­veru og lífs­skil­yrðum lág­launa­fólks heldur þyrfti að not­ast við „með­al­töl sem eng­inn étur en ég kýs að kalla stað­reynd­ir“, svo­kall­aða „upp­safn­aða raun­á­vöxtun ráð­stöf­un­ar­tekna“. Ráð­herra lýsti því svo yfir að „þró­unin væri á veg­ferð ein­hvers rétt­læt­is“ fyrir lág­launa­fólk.

Í ver­öld ráð­herr­ans eru málin ein­föld: Lág­launa­fólk getur ekki reiknað með „öflugu rétt­læt­i“, ekki hér og ekki þar, en lág­launa­fólk á mögu­lega mögu­leika á því að öðl­ast eitt­hvert rétt­læti. Rétt­læti er afstætt hug­tak á Íslandi; sum njóta mik­ils rétt­lætis á meðan önnur njóta miðl­ungs­rétt­lætis og svo enn önnur lít­ils rétt­læt­is. Rétt­læti er stétt­skipt hug­tak á Íslandi og það veit yngsta konan frá upp­hafi til að gegna ráð­herra­emb­ætti á Íslandi vel. Það ber kannski að óska henni til ham­ingju með að vera ung búin að átta sig á eðli mála.

Ég vann í 10 ár á einum af leik­skólum Reykja­vík­ur­borg­ar, sem ófag­lærð lág­launa­kona. Ég veit auð­vitað alveg, líkt og ráð­herrann, að rétt­læt­inu er ekki úthlutað af sann­girni á Íslandi. Ég hef upp­lifað það í eigin lífi og ég hef séð það í efna­hags­legum veru­leika þeirra kvenna sem ég starf­aði með, kvenna alstaðar að úr heim­in­um. Þannig að ég ætla bara að fagna því þegar hlut­irnir eru orð­aðir með eins skýrum hætti eins og þeir voru í gær hjá Þór­dísi. Því að það er gott þegar fólk talar hreint út. Það er gott þegar stétta­and­stæð­urnar verða öllum aug­ljós­ar, það er gott þegar línur skýr­ast. Það er gott þegar við losnum úr fjötrum orð­ræð­unnar um að öll hafi það æðis­lega gott og þau sem ekki sam­þykki það séu van­stilltir skemmd­ar­varg­ar. Það er gott þegar valda­stéttin fer að tala skýrt og fer að segja satt: Lág­launa­fólk á Íslandi nýtur ekki sam­bæri­legs rétt­lætis á við þau sem eru hærra í stig­veld­inu.

Sann­leik­ur­inn er jú sagna best­ur.

Því allt sem á okkur hefur dunið und­an­far­ið, allur áróð­ur­inn um að kata­st­rófa sé á næsta leiti fái fólk mann­sæm­andi laun fyrir unna vinnu, öll móð­ur­sýk­in, allt upp­nám­ið, öll harm­kvæl­in; þetta snérist aldrei um „stöð­ug­leika“. Raun­veru­legur stöð­ug­leiki byggir á rétt­læti, órétt­látt sam­fé­lag getur aldrei orðið sam­fé­lag stöð­ug­leika. Stöð­ug­leiki er bara orð sem fólk hefur fengið að fela sig bak við, orð sem fólk hefur notað til að breiða yfir kald­lyndi sitt í garð vinnu­aflsins. Stöð­ug­leik­inn á Íslandi er, eins og ég hef margoft bent á, stöð­ug­leiki hinna vel settu á kostnað þeirra illa stæðu. Stöð­ug­leik­inn er órétt­lát­ur. Hann er gjaf­mildur og í stuði gagn­vart sumum sem fá að borga sjálfum sér millj­ón­ir, jafn­vel millj­arða, nískur og grimmur gagn­vart öðrum sem þurfa að vinna og vinna fyrir næstum ekki neitt. Íslenski stöð­ug­leik­inn er ótta­legur drullu­sokk­ur. Stétt­skipt­ingin og mis­skipt­ingin er í kjarnsýr­unum hans, hann á öfl­ugt og mikið rétt­læti handa sum­um, veik­burða og tak­markað rétt­læti handa öðr­um. Og lág­launa­konur á íslenskum vinnu­mark­aði þekkja herra Stöð­ug­leika af vondu einu.

Þetta snérist og snýst um órétt­læti og rétt­læti. Um efna­hags­legt rétt­læti. Um rétt­læti í vell­auð­ugu sam­fé­lagi, um það hvort íslenskt sam­fé­lag ætlar að halda áfram að leyfa póli­tískri og efna­hags­legri yfir­stétt að ráða bók­staf­lega öllu, líka því hvernig rétt­læt­inu er úthlut­að. Um það hvort hægt sé að ætl­ast til þess að lág­launa­konan fái ekk­ert efna­hags­legt rétt­læti. Um það hvort við teljum gott og eðli­legt að millj­arða­mær­ingar fái að skil­greina inni­hald og eðli þeirra rétt­læt­is­hug­mynda sem eru við lýði á Íslandi. Um það hversu langt gengið hefur verið í því að beygja öll félags­leg við­mið undir ægi­vald auð­stétt­ar­inn­ar. Og um það hvort ekki sé afskap­lega tíma­bært að hefja gagn­sókn.

Að lok­um:

Und­an­farnir dagar hafa verið merki­legir og skemmti­legir og magn­að­ir. Við höfum farið um allan bæ á Efl­ing­ar-bíln­um. Við höfum boðið félags­mönnum að greiða atkvæði um það hvort farið verði í verk­fall, kvenna­verk­fall, lág­launa­kvenna­verk­fall, þann 8. mars. Við höfum hitt mik­inn fjölda lág­launa­kvenna sem koma til að kjósa í bíln­um, þrátt fyrir rign­ingu, þrátt fyrir að þær séu að nota kaffi­tím­ann sinn, þrátt fyrir að vakt­inni sé lok­ið. Við höfum hitt Freka kall­inn og rif­ist við hann. Við höfum hlustað á alla frétta­tíma og sagt Vúhú! í hvert skipti sem sagt er frá ferðum bíls­ins og Vúhú! í hvert skipti sem við stoppum á nýjum áfanga­stað. Vúhu!

Og vit­iði hvað? Hvernig sem fer erum við búin að senda skila­boð: Við ætlum að berj­ast fyrir því að fá meira en „eitt­hvert rétt­læt­i“. Við ætlum ekki að sætta okkur við að kald­lynt fólk geti eins og ekk­ert sé dæmt okkur til að lifa við skert kjör. Við ætlum ekki að sætta okkur við að fólk horfi á okkur í smá­stund, líti svo undan og segi: Æ, lág­launa­fólk hefur það bara all­staðar svo slæmt. Við ætlum að berj­ast sam­ein­uð, við rísum upp af því að við höfum engu að tapa og í það minnsta, í það minnsta eitt­hvað rétt­læti að vinna. Og er þá ekki öllum aug­ljóst að til ein­hvers er barist?

Og alveg að lok­um: Gangi tals­mönnum órétt­læt­is, mis­skipt­ingar og hins falska stöð­ug­leika bara vel að stoppa okk­ur. Gangi þeim vel að reyna að fá okkur til borða „upp­safn­aða raun­á­vöxtun ráð­stöf­un­ar­tekna“. Undrun þeirra á því að við séum ekki til í að halda áfram að þegja og vinna, und­ir­bún­ings­leysi þeirra gangvart upp­ris­unni okkar bók­staf­lega sannar að þau hugs­uðu aldrei um okk­ur, vissu ekk­ert um okk­ur, höfðu engan áhuga á okk­ur. Lág­launa­konur á íslenskum vinnu­mark­aði voru nákvæm­lega jafn jað­ar­settar og ósýni­legar og ég sagði að við vær­um. En við erum það ekki leng­ur. Og engar ósýni­legar hendur órétt­lætis og arð­ráns geta unnið slag­inn við allar sýni­legu hend­urnar okk­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar