Sýnilega höndin

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fjallar um orð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem hún lét falla í pontu Alþingis í gær.

Auglýsing

Hver ætlar að axla ábyrgð­ina á þeirri sam­fé­lags­legu til­raun sem hér hefur verið sett á svið; að búa til upp­sveiflu í hag­kerf­inu án þess að tryggja vinnu­afl­inu við­un­andi lífs­gæði? Hver ætlar að axla póli­tísku ábyrgð­ina á því að atvinnu­rek­endum var talin trú um að hægt væri að neita að borga fólki laun með sann­girn­ina að leið­ar­ljósi?

Hver ætlar að við­ur­kenna: Það er ekki hægt að hafa hér hóp kvenna á svo lágum launum að þau dugi ekki til að tryggja að endar nái saman frá einum mánaðmótum til þeirra næstu? Hver ætlar að við­ur­kenna að það er ógeðs­legt að ætla fjölda kvenna að vinna baki brotnu fyrir launum sem duga þó ekki til að tryggja efna­hags­legt öryggi?

Ég býð spennt.

Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála fór með tölu í gær á Alþingi, ein­hvers­konar varn­ar­ræðu fyrir nýfrjáls­hyggj­una. Í henni beindi hún sjónum sínum eitt­hvað út í heim og mátti skilja mál­flutn­ing­inn svo­leiðis að hún teldi að ekki væri hægt að not­ast við hefð­bundna mæli­kvarða þegar kæmi að til­veru og lífs­skil­yrðum lág­launa­fólks heldur þyrfti að not­ast við „með­al­töl sem eng­inn étur en ég kýs að kalla stað­reynd­ir“, svo­kall­aða „upp­safn­aða raun­á­vöxtun ráð­stöf­un­ar­tekna“. Ráð­herra lýsti því svo yfir að „þró­unin væri á veg­ferð ein­hvers rétt­læt­is“ fyrir lág­launa­fólk.

Í ver­öld ráð­herr­ans eru málin ein­föld: Lág­launa­fólk getur ekki reiknað með „öflugu rétt­læt­i“, ekki hér og ekki þar, en lág­launa­fólk á mögu­lega mögu­leika á því að öðl­ast eitt­hvert rétt­læti. Rétt­læti er afstætt hug­tak á Íslandi; sum njóta mik­ils rétt­lætis á meðan önnur njóta miðl­ungs­rétt­lætis og svo enn önnur lít­ils rétt­læt­is. Rétt­læti er stétt­skipt hug­tak á Íslandi og það veit yngsta konan frá upp­hafi til að gegna ráð­herra­emb­ætti á Íslandi vel. Það ber kannski að óska henni til ham­ingju með að vera ung búin að átta sig á eðli mála.

Ég vann í 10 ár á einum af leik­skólum Reykja­vík­ur­borg­ar, sem ófag­lærð lág­launa­kona. Ég veit auð­vitað alveg, líkt og ráð­herrann, að rétt­læt­inu er ekki úthlutað af sann­girni á Íslandi. Ég hef upp­lifað það í eigin lífi og ég hef séð það í efna­hags­legum veru­leika þeirra kvenna sem ég starf­aði með, kvenna alstaðar að úr heim­in­um. Þannig að ég ætla bara að fagna því þegar hlut­irnir eru orð­aðir með eins skýrum hætti eins og þeir voru í gær hjá Þór­dísi. Því að það er gott þegar fólk talar hreint út. Það er gott þegar stétta­and­stæð­urnar verða öllum aug­ljós­ar, það er gott þegar línur skýr­ast. Það er gott þegar við losnum úr fjötrum orð­ræð­unnar um að öll hafi það æðis­lega gott og þau sem ekki sam­þykki það séu van­stilltir skemmd­ar­varg­ar. Það er gott þegar valda­stéttin fer að tala skýrt og fer að segja satt: Lág­launa­fólk á Íslandi nýtur ekki sam­bæri­legs rétt­lætis á við þau sem eru hærra í stig­veld­inu.

Sann­leik­ur­inn er jú sagna best­ur.

Því allt sem á okkur hefur dunið und­an­far­ið, allur áróð­ur­inn um að kata­st­rófa sé á næsta leiti fái fólk mann­sæm­andi laun fyrir unna vinnu, öll móð­ur­sýk­in, allt upp­nám­ið, öll harm­kvæl­in; þetta snérist aldrei um „stöð­ug­leika“. Raun­veru­legur stöð­ug­leiki byggir á rétt­læti, órétt­látt sam­fé­lag getur aldrei orðið sam­fé­lag stöð­ug­leika. Stöð­ug­leiki er bara orð sem fólk hefur fengið að fela sig bak við, orð sem fólk hefur notað til að breiða yfir kald­lyndi sitt í garð vinnu­aflsins. Stöð­ug­leik­inn á Íslandi er, eins og ég hef margoft bent á, stöð­ug­leiki hinna vel settu á kostnað þeirra illa stæðu. Stöð­ug­leik­inn er órétt­lát­ur. Hann er gjaf­mildur og í stuði gagn­vart sumum sem fá að borga sjálfum sér millj­ón­ir, jafn­vel millj­arða, nískur og grimmur gagn­vart öðrum sem þurfa að vinna og vinna fyrir næstum ekki neitt. Íslenski stöð­ug­leik­inn er ótta­legur drullu­sokk­ur. Stétt­skipt­ingin og mis­skipt­ingin er í kjarnsýr­unum hans, hann á öfl­ugt og mikið rétt­læti handa sum­um, veik­burða og tak­markað rétt­læti handa öðr­um. Og lág­launa­konur á íslenskum vinnu­mark­aði þekkja herra Stöð­ug­leika af vondu einu.

Þetta snérist og snýst um órétt­læti og rétt­læti. Um efna­hags­legt rétt­læti. Um rétt­læti í vell­auð­ugu sam­fé­lagi, um það hvort íslenskt sam­fé­lag ætlar að halda áfram að leyfa póli­tískri og efna­hags­legri yfir­stétt að ráða bók­staf­lega öllu, líka því hvernig rétt­læt­inu er úthlut­að. Um það hvort hægt sé að ætl­ast til þess að lág­launa­konan fái ekk­ert efna­hags­legt rétt­læti. Um það hvort við teljum gott og eðli­legt að millj­arða­mær­ingar fái að skil­greina inni­hald og eðli þeirra rétt­læt­is­hug­mynda sem eru við lýði á Íslandi. Um það hversu langt gengið hefur verið í því að beygja öll félags­leg við­mið undir ægi­vald auð­stétt­ar­inn­ar. Og um það hvort ekki sé afskap­lega tíma­bært að hefja gagn­sókn.

Að lok­um:

Und­an­farnir dagar hafa verið merki­legir og skemmti­legir og magn­að­ir. Við höfum farið um allan bæ á Efl­ing­ar-bíln­um. Við höfum boðið félags­mönnum að greiða atkvæði um það hvort farið verði í verk­fall, kvenna­verk­fall, lág­launa­kvenna­verk­fall, þann 8. mars. Við höfum hitt mik­inn fjölda lág­launa­kvenna sem koma til að kjósa í bíln­um, þrátt fyrir rign­ingu, þrátt fyrir að þær séu að nota kaffi­tím­ann sinn, þrátt fyrir að vakt­inni sé lok­ið. Við höfum hitt Freka kall­inn og rif­ist við hann. Við höfum hlustað á alla frétta­tíma og sagt Vúhú! í hvert skipti sem sagt er frá ferðum bíls­ins og Vúhú! í hvert skipti sem við stoppum á nýjum áfanga­stað. Vúhu!

Og vit­iði hvað? Hvernig sem fer erum við búin að senda skila­boð: Við ætlum að berj­ast fyrir því að fá meira en „eitt­hvert rétt­læt­i“. Við ætlum ekki að sætta okkur við að kald­lynt fólk geti eins og ekk­ert sé dæmt okkur til að lifa við skert kjör. Við ætlum ekki að sætta okkur við að fólk horfi á okkur í smá­stund, líti svo undan og segi: Æ, lág­launa­fólk hefur það bara all­staðar svo slæmt. Við ætlum að berj­ast sam­ein­uð, við rísum upp af því að við höfum engu að tapa og í það minnsta, í það minnsta eitt­hvað rétt­læti að vinna. Og er þá ekki öllum aug­ljóst að til ein­hvers er barist?

Og alveg að lok­um: Gangi tals­mönnum órétt­læt­is, mis­skipt­ingar og hins falska stöð­ug­leika bara vel að stoppa okk­ur. Gangi þeim vel að reyna að fá okkur til borða „upp­safn­aða raun­á­vöxtun ráð­stöf­un­ar­tekna“. Undrun þeirra á því að við séum ekki til í að halda áfram að þegja og vinna, und­ir­bún­ings­leysi þeirra gangvart upp­ris­unni okkar bók­staf­lega sannar að þau hugs­uðu aldrei um okk­ur, vissu ekk­ert um okk­ur, höfðu engan áhuga á okk­ur. Lág­launa­konur á íslenskum vinnu­mark­aði voru nákvæm­lega jafn jað­ar­settar og ósýni­legar og ég sagði að við vær­um. En við erum það ekki leng­ur. Og engar ósýni­legar hendur órétt­lætis og arð­ráns geta unnið slag­inn við allar sýni­legu hend­urnar okk­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Allt að tólf mánaða bið eftir sálfræðiviðtali fyrir börn
Mik­ill munur er á biðtíma eftir tíma með sálfræðing eftir lands­hlut­um. Á Suðurlandi getur biðin eftir tíma verið allt að tíu mánuðir en hjá geðheilsuteymum höfuðborgarsvæðisins er ekki bið eftir sálfræðiþjónustu.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Hraðhleðslustöðvum fjölgar um 40 prósent
Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Ísland er í öðru sæti í heiminum hvað varðar hlutfall rafbíla og tengiltvinnbíla af fjölda nýskráðra bifreiða.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Róbert Wessman
Róbert Wessman stækkar hlut sinn í Sýn
Félög sem Róbert Wessman fer með yfirráð yfir eiga nú 7,64 prósent hlut í fjar­skipta- og fjöl­miðla­fé­laginu Sýn.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Miðflokkurinn birti þessa mynd á meðan að málþófið stóð yfir.
Málþóf Miðflokksins og annað annríki kostaði 40 milljónir
Málþóf í vor gerði það að verkum að yfirvinna starfsmanna Alþingis í tengslum við þingsalinn var tvöfalt meiri en vanalega. Álagið var álíka mikið hjá þeim sem starfa á nefndarsviði. Afleiðingin var óvæntur kostnaður upp á tugi milljóna.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar