Smættunarárátta

Auglýsing

Ein­hverjum bregður kannski þau tíð­indi að til séu um fimmtán þús­und afbrigði af tómöt­um, en lík­lega er sú stað­reynd aug­ljós­ari eftir að afbrigðum tómata í mat­vöru­búðum á Íslandi fjölg­aði með til­komu buff­tómata og kirsu­berjatómata.

Að sama skapi dytti engum í hug í dag að leggja allar bíl­teg­undir að jöfnu; í það minnsta gerir fólk grein­ar­mun á jeppum og fólks­bíl­um, en svo þekkir fólk vöru­merkin í sund­ur. Ein­hverjir ganga svo langt að leggja djúpan skiln­ing í mis­mun­andi árgerð­ir.

Eftir því sem við þekkjum betur til mis­mun­andi fyr­ir­bæra öðl­umst við meiri virð­ingu fyrir fjöl­breyti­leik­anum og smá­at­riðin skipta okkur meira máli. En ákveðin ómeð­vituð eða jafn­vel með­vituð smættun á sér stað hjá þeim sem vita ekki af fjöl­breyti­leik­anum eða hafa ekki áhuga á því að vita á hvaða hátt tveir hlutir geta verið ólíkir þótt þeir séu af sama meiði.

Auglýsing

Ég vissi til dæmis ekki fyrr en nýlega að tún­fiskur væri sam­heiti, eins og bol­fiskur eða upp­sjáv­ar­fisk­ur. Ég smætt­aði því allan tún­fisk með þekk­ing­ar­leysi mínu. En van­þekk­ing á tún­fiski er kannski ekki alvar­legt vanda­mál. Alvar­legra mál er smættun á hús­næð­is­lánum eða hag­fræði­kenn­ing­um. Sér­stak­lega þegar þekk­ing­ar­leysi eða vondar sam­lík­ingar leiða fólk til þess að draga rangar álykt­anir á þann hátt að þær valda skaða.

Þú færð lík­lega það sem þú heldur að þú sért að biðja um

Flest fólk sem gengur inn í banka og biður um hús­næð­is­lán fær verð­tryggt jafn­greiðslu­lán til 40 ára mat­reitt ofan í sig, með vöxtum eftir vaxta­töflu og öll skil­yrðin for­bök­uð. Sífellt fleiri eru að verða með­vit­aðir um helstu val­kost­ina ─ að fara bland­aða leið eða að taka alveg óverð­tryggt lán; að vera með jafnar afborg­anir í stað jafnra greiðsla og að láns­tím­inn sé styttri. Reikni­vélar á net­inu með þægi­legum val­myndum hafa hjálpað þessum smá­at­riðum láns­fyr­ir­komu­lags að mjakast inn í und­ir­með­vit­und­ina.

En bankar munu selja fólki það sem fólk heldur að það sé að biðja um ─ þ.e., eitt­hvað sem upp­fyllir hug­myndir fólks um hvað "hús­næð­is­lán" sé ─ þangað til að því dettur í hug að inna bank­ann sinn eftir þeim val­kostum sem bjóð­ast. Og auð­vitað er það betra en að taka því sem bank­inn velur sjálf­virkt (sem eðli­legt er að áætla að sé sú teg­und lána sem þeir græða mest á því að veita). Á sama hátt og sumum þykir buff­tómatar betri en venju­legir tómat­ar.

Öll líkön eru röng

Ein upp­á­halds spak­mæli mín koma frá George Box, sem sagði að öll líkön væru röng, en sum líkön séu gagn­leg. Ef þú teiknar mynd af húsi er myndin í vissum skiln­ingi líkan af hús­inu; en það er aug­ljós­lega ekki nákvæmt lík­an. Það getur samt verið gagn­legt til að útskýra hvernig það á að vera mál­að.

En það gefur auga leið að flest líkön eru ógagn­leg. Mynd af húsi séð frá hlið er til dæmis ógagn­legt ef þú ert að sýna ein­hverjum hvar skólprörið er að finna í kjall­ar­an­um.

Ein afleið­ing smætt­unar er að ýmsar oft ómeð­vit­aðar ákvarð­anir eru teknar um á hvaða hátt líkön verða óná­kvæm. Séu ákvarð­an­irnar ómeð­vit­aðar getur óná­kvæmnin leitt til þess að fólk telji líkan gagn­legt þegar það er raun­veru­lega að afvega­leiða hugsun og valda kol­rangri nið­ur­stöðu.

Heim­il­is­bók­haldið

Ég heyri allt of reglu­lega fólk úr æðstu emb­ættum Íslenska rík­is­ins líkja rík­is­rekstri við heim­il­is­bók­hald. Það er auð­vitað eitt það fyrsta sem fólk lærir í hag­fræði, að rekstr­ar­hag­fræði og þjóð­hag­fræði séu ólík, en ein­hverra hluta vegna þrá­lát­ast fólk við að nota þessa sam­lík­ingu. Heim­il­is­bók­haldið verður þannig líkan sem fólk notar til að hugsa um eignir og skuldir rík­is­ins, en þetta er stór­hættu­legt.

Einn mik­il­væg­asti mun­ur­inn á heim­il­is­bók­haldi og rík­is­rekstri er að ríki geta ákveðið að pen­ingar séu til. Þeir gera það auð­vitað með ein­hverjum til­teknum hætti, til dæmis með lögum sem heim­ila bönkum að búa þá til í formi skulda­bréfa, en ef ég myndi ákveða upp úr þurru að ég ætti fullt af pen­ingum þá ætti ég senni­lega erfitt með að finna ein­hvern sem myndi taka mark á þeim full­yrð­ing­um.

Heim­il­is­bók­hald gerir hvorki ráð fyrir til­vist Seðla­banka né því sem næst ótak­mark­aðs láns­trausts. Þegar heim­ili eru búin með pen­ing­ana sína hefur fólk tvo val­kosti: að hætta að kaupa hluti eða að taka lán af ein­hverju tagi. Ríki hafa ýmsa val­kosti í við­bót, svo sem útgáfu rík­is­skulda­bréfa, geng­is­fell­ing­ar, breyt­ingar á stýri­vöxt­um, og þar fram eftir göt­un­um.

Lang­flest verk­færin sem ríki hafa eru ansi flókin og fræði­leg. Það er því alveg skilj­an­legt að fólki langi til að grípa í leti­legt heim­il­is­bók­halds­líkan til að sann­reyna hugsun sína eða útskýra hana fyrir öðrum, en með því er ekki bara verið að afvega­leiða alla hugs­un, heldur bein­línis að rugla saman tveimur mjög ólíkum greinum hag­fræð­inn­ar.

Kálum vondum lík­önum

Mér finnst stór­merki­legt að blóm­kál og kína­kál sé sama teg­und­in. Mis­mun­andi afbrigði, vissu­lega, en þau eru sama teg­und: Brassica oler­acea. Vit­andi að þau eru sama teg­undin er samt léleg afsökun fyrir því að kaupa blóm­kál ef beðið var um kína­kál.

Þetta er samt það sem er stöðugt verið að gera í sam­fé­lag­inu okk­ar. Vond lík­ön, lélegar sam­lík­ing­ar, smætt­un­ar­árátta og hunsun mik­il­vægra stað­reynda er útbreitt vanda­mál sem er nauð­syn­legt að upp­ræta.

Auð­vitað á fólk áfram að nota mynd­lík­ing­ar. Það er ekk­ert að því að nota græn­meti og ávexti sem tákn­mynd fjöl­breyti­leika, sem dæmi. En vörumst ein­fald­anir sem kunna að vera að valda okkur tjóni, hvort sem það er í heim­il­is­bók­hald­inu, í rík­is­rekstri, eða ann­ars­staðar í líf­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None