Hugleiðingar um samvinnu, samkeppni og mannlegt eðli

Auglýsing

Þegar talað er um eðl­is­hyggju er verið að vísa til þeirrar hug­myndar að fyr­ir­bæri eru eins og þau eru vegna þess að þannig eru þau í eðli sínu og geta því ekki verið eða hagað sér öðru­vísi. Eðl­is­lægir eig­in­leikar eru því bæði nauð­syn­legir og algild­ir; þeir eiga við um öll slík fyr­ir­bæri í öllum mögu­legum til­fell­um.

Slíkt sjón­ar­horn er gagn­legt þegar verið er að rann­saka og útskýra nátt­úru­lög­mál eða atferli plantna og dýra. Ástæðan fyrir því að dýr athæf­ast með þeim hætti sem þau gera er vegna þess að það er í þeirra eðli. Það er ekki eins og hver ein­asta könguló fái „þá flugu í höf­uð­ið“ að búa til vef með þeirri marg­slungnu aðferð sem henni einni er lagið eða að hún þurfi að læra hæfn­ina af for­eldrum sín­um. Köngulær ein­fald­lega fylgja eðl­is­hvöt­inni. Sama á við um tún­fífla, bakt­er­í­ur, froska og nas­hyrn­inga.

En hvað með okkur mann­fólk­ið? Hvert er okkar eðli? Er eitt­hvað sem ein­kennir okkur öll, eitt­hvað sam-­mann­legt eðli sem skil­greinir og skýrir hvers vegna við erum eins og við erum og gerum það sem við gerum? Er t.d. mann­eskjan rétt­lát, umhyggju­söm og góð í eðli sínu eða er hún grimm, eig­in­gjörn og óvægin af nátt­úr­unnar hendi?

Auglýsing

Lík­lega er þessi spurn­ing of ein­föld til að skýra mann­legt eðli til fulls. Líkt og mörg önnur dýr getum við bæði sýnt öðrum ást og umhyggju en einnig harð­neskju og mis­kunn­ar­leysi: Ást­rík móðir getur t.d. breyst í brjál­aðan morð­ingja sé afkvæmum hennar ógn­að. Það er þó áhuga­vert að velta því fyrir sér hvort við séum að eðl­is­fari (A) frið­sam­legar verur sem þurfa stundum að beita ofbeldi eða (B) ofbeld­is­fullar og árása­gjarnar verur sem hafa þróað með sér það skyn­sama við­horf að það sé hag­stæð­ara að til­einka sér frið­sam­leg sam­skipti við aðra.

En hvað með alla grimmd­ina, græðgina og geð­veik­ina sem við sjáum gegn­um­gang­andi í sögu manns­ins. Eru stríð t.d. hluti af mann­legu eðli? Hvað með þjóð­ar­morð, hópnauðg­an­ir, sifja­spell og mann­át? Eru þeir sem stunda þræla­hald og man­sal ein­göngu að fylgja eðl­is­hvöt­inni?

Margir full­yrða að árás­argirni, græðgi og valda­fíkn séu ein­fald­lega þættir í nátt­úru­vali manns­ins þar sem hinir hæf­ustu gera það sem þeir þurfa til að lifa af. Þetta segja menn. Sam­keppni er okkur í blóð borin og „sig­ur­veg­ar­arn­ir“ eru þeir sterku sem eiga að leiða vagn sam­fé­lags­ins (teg­und­ar­inn­ar) í átt að fram­þróun og auk­inni vel­ferð. Þá er nauð­syn­legt að spyrja hvort slíkur eðl­is­þáttur eigi við um allar mann­eskjur á öllum tímum eða til­heyrir hann ein­göngu fáum sið­lausum, gráð­ugum og mik­il­mennsku­brjál­uðum ein­stak­ling­um?

Þegar maður skoðar þró­un­ar­sögu manns­ins er ein stað­reynd sem er eft­ir­tekt­ar­verð: Við fæðum afkvæmi okkar ófull­burða; þ.e. þau eru alger­lega ósjálf­bjarga og háð stöðugri umönnun svo árum skipt­ir. (Sér­stak­lega þegar hús­næð­is­mark­að­ur­inn er svona erf­ið­ur). Þetta er ein­stakt í nátt­úr­unn­i.i Helsta ástæðan fyrir þess­ari ótíma­bæru fæð­ingu er hlut­falls­lega stór heili mann­skepn­unn­ar. Ætti fóstrið að ná fullum þroska í með­göng­unni yrði höfuð þess svo stórt að móð­irin myndi ekki lifa fæð­ing­una af og teg­undin deyja út. En líkt og allar aðrar líf­verur leit­ast mann­veran við að tryggja áfram­hald­andi til­vist/til­veru teg­undar sinn­ar. Þessi langi umönn­un­ar­tími afkvæma er bæði orku- og tíma­frekur og hvílir álagið einkum á móð­ur­inni (for­eldrum). Á for­sögu­legum tíma er ólík­legt að móðir og barn gætu almennt lifað af nema með aðstoð fjöl­skyldu og nær­sam­fé­lagi. Þannig lærði mann­ver­an, í gegnum ára­þús­undir, að deila ábyrgð­inni á upp­eldi barn­anna og hjálp­ast að; þannig eru lífslíkur teg­und­ar­innar meiri. Af þess­ari rök­semd­ar­færslu má leiða þá ályktun að sam­vinna sé mun sterk­ari eðl­is­þáttur í nátt­úru­vali manns­ins en sam­keppni.

En sam­vinna er ekki bara for­senda þess að við lifum af sem dýra­teg­und heldur felur hún í sér þann þátt sem er nauð­syn­legur fyrir þróun vits­muna­legrar hugs­un­ar; hún felur í sér sam­skipti. Tungu­mál­ið, sem er hin hlut­læga birt­inga­mynd hugs­un­ar­inn­ar, er lík­lega það fyr­ir­bæri sem hvað mest hefur haft áhrif á hraða þróun manns­ins. Sam­skipti gera okkur kleift skilja og skynja hvað aðrir hugsa sem óhjá­kvæmi­lega þróar með okkur sam­kennd og sið­ferði. Sam­skipti ýtir undir sam­vinnu og skyn­semi með því að deila kunn­áttu og þekk­ingu. Sam­skipti eykur traust og styrkir frænd­semi sem má segja að sé grunn­stoð góðs sam­fé­lags. Tungu­mál sem sam­skipta­máti er for­senda allrar þró­un­ar; mennt­un­ar, menn­ing­ar, rök­vísi, fram­sýni, ímynd­un­ar, trú, for­vitni og fram­fara.

Ein merkasta upp­götvun sið­menn­ing­ar­innar er án efa vel­ferð­ar­ríkið en það er aug­ljós afrakstur þró­unar sem snýr að sam­vinnu og sam­skipt­um. Í vel­ferð­ar­rík­inu eru það hinir (fjár­)­sterku sem axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum til að bæta hag þeirra sem höllum fæti standa. Þessu fylgir vissu­lega meiri fjár­hags­leg byrgði í formi skatta en slík sam­vinna tryggir almenna lág­marks­vel­ferð og lífs­af­komu sam­fé­lags­ins alls. (Það er síðan önnur pæl­ing hvort vel­ferð­ar­kerfið sé skyn­sam­lega útfært og/eða hvort það ýti undir aum­ingja­væð­ing­u).

En ef sam­vinna og sam­skipti eru svona ríkj­andi þættir í þró­un­ar­sögu okkar – jafn­vel hægt að segja að þeir séu okkur eðl­is­lægir – hvaðan kemur þá þessi gíf­ur­lega áhersla á ein­stak­lings­hyggju og sam­keppni í vest­rænum nútíma­sam­fé­lög­um?

Það er alveg rétt að frjáls­hyggja upp­lýs­ing­ar­innar ýtti undir hraða fram­þróun sem grund­vall­að­ist á frelsi ein­stak­lings­ins undan oki valda­stétta og trú­ar­kredd­um. Hún byggir á skyn­semi, vís­indum og raun­hyggju og hefur aukið lífs­gæði okkar til muna: Við búum almennt við meira frelsi, aukin mann­rétt­indi, sam­fé­lags­legar stoðir á borð við vinnu­rétt­indi, mennt­un, hús­næð­is­mál, mat­væla­ör­yggi og betri heilsu­gæslu. En getum við eignað kap­ít­al­isma – hinni efna­hags­legu hlið frjáls­hyggj­unnar – heið­ur­inn af öllum þessum jákvæðu fram­förum eins og flestir frjáls­hyggju­menn (kap­ít­alist­ar) vilja gera? Jú, jú, við getum ferð­ast til sól­ar­landa, keypt okkur epli þegar okkur lang­ar, eða bíl, eða galla­bux­ur, við getum farið í bíó, étið ódýran skyndi­bita­mat og tekið mynd af okkur á sím­ann og deilt með vinum og allt þökk sé kap­ít­al­ism­an­um. Til eru hugs­uðir sem myndu ekki endi­lega til­greina slíkt sem vel­ferð og benda á að framþróun sé ekki nauð­syn­lega það sama og fram­för.

Í dag ein­kenn­ist til­vera okkar af gengd­ar­lausri tækni­væð­ingu og nýfrjáls­hyggju-kap­ít­al­isma; ein­stak­lings­mið­aðri fyr­ir­tækja­væð­ingu sem grund­vall­ast á nýklass­ískum hag­fræði­lík­önum þar sem þjóð­ar­fram­leiðsla og hag­vöxtur eru mæli­kvarðar á far­sæld. En sú far­sæld er bæði dýru verði keypt og nær alls ekki til allra. Fjölda­fram­leiðsla og ofur­neysla, sem oft eru rétt­lætt með „nátt­úru­lög­mál­inu“ um fram­boð og eft­ir­spurn, leiðir af sér risa­fyr­ir­tæki (ein­ok­un), aukin efn­is­legan ójöfn­uð, skamm­tíma­hugs­un, mark­aðs­hyggju, félags­lega fátækt og ein­angrun svo ekki sé minnst á þann umhverf­is­skaða sem kap­ít­al­ismi er ábyrgur fyr­ir; ofnýt­ingu nátt­úru­auð­linda og loft­lags­breyt­ing­ar.

En við teljum okkur samt trú um að allt sé á réttri leið; þetta er jákvæð þróun sem leiðir til „betra“ lífs. Þessir lífs­hættir nútím­ans þykja okkur eðli­legir vegna þess að kap­ít­al­ism­inn er búin að sann­færa okkur um að þeir séu það. Lífið er dásam­legt svona. Það eru e.t.v. ekki allir sem átta sig á því en kap­ít­al­ismi byggir á eðl­is­hyggju; á fyrir fram gefnum hug­myndum um mann­legt eðli. Sam­kvæmt kenn­ingum kap­ít­al­ism­ans er mað­ur­inn í eðli sínu eig­in­gjarn og gráð­ug­ur; hann fram­kvæmir ein­göngu með eig­in­hags­muni að leið­ar­ljósi og reynir alltaf að hámarka hag sinn. Sam­keppni er nátt­úru­legt ástand mann­eskj­unnar (ekki sam­vinna) og nauð­syn­leg fyrir fram­þróun og aukna vel­ferð.

En þetta er bara kenn­ing, því má ekki gleyma. Það er alveg rétt að mað­ur­inn til­heyrir nátt­úr­unni og þar er sam­keppni stór þáttur í nátt­úru­vali og aðlög­un­ar­hæfni líf­vera; þar sem hinir hæf­ustu gera allt sem þarf til að lifa og kom­ast af. Hæfni líf­ver­anna til þess að aðlag­ast (og sigra) eru samt ólíkar og mis­mun­andi. Hæfni hins viti borna manns var ekki lík­am­legur styrk­ur, hraði, kalt blóð eða beittar tennur heldur sam­vinna og sam­skipti; hug­vit, útsjón­ar­semi og skyn­semi.

Auð­vitað er sam­keppni einnig hluti af mann­legu eðli (sjáið bara vin­sældir íþrótta) enda höfum við í gegnum þró­un­ar­sög­una þurft að hafa fyrir hlut­un­um; keppa við önnur dýr um fæðu og land­svæði og aðlag­ast aðstæð­um. En við sigruð­um; urðum kóngar jarð­ar­inn­ar. Við sýndum fram á bestu aðlög­un­ar- hæfn­ina (upp­götvun og beislun elds­ins hafði sín áhrif) og þurfum því ekki lengur að keppa við aðrar líf­verur um vald eða stöðu í nátt­úr­unni. Nú bein­ist sam­keppnin fyrst og fremst að okkur sjálf­um.

Á þeim nótum er eitt sem áhuga­vert er að skoða. Sam­keppni sem nátt­úru­lög­mál grund­vall­ast á þeirri for­sendu að það sé skortur á lífs­nauð­synjum í vist­kerf­inu; fæðu, vatni, búsvæði og/eða mök­um. Ef ofgnótt er að slíkum gæðum er engin þörf fyrir átök. Hvað varðar stöðu okkar á jörð­inni þá er raun­veru­lega engin skortur á lífs­nauð­synjum – mjög, mjög ójöfn skipt­ing já, en ekki skort­ur.

Ef við ætlum að sam­þykkja að sam­keppni sé mann­inum eðl­is­læg þá verður hún að eiga við um alla menn á öllum tímum og þannig ein­skorð­ast hún ein­göngu við hæfni hans til að lifa af en ekki til að lifa vel. Sú þæg­inda­mið­aða sam­keppni sem við þekkjum í nútím­an­um; þar sem gott líf þarf alltaf að vera betra, er því betur flokk­uð/skil­greind sem lærð hegðun fremur en mann­legt eðli. Þetta er reyndar orðið frekar flók­ið.

En er skyn­sam­legt að byggja nán­ast alla til­veru manns­ins á þess­ari ein­hæfu og ófull­komnu hug­mynd kap­ít­al­ism­ans um mann­eðlið? Kannski ekki, en við gerum það samt. Kap­ít­al­ism­inn hefur gjör sigr­að. Ástæðan þarf ekki að vera sú að mað­ur­inn sé í eðli sínu gráð­ugur og valda­sjúkur heldur miklu fremur er hann er trú­gjarn og fylg­inn; hann er hjarð­dýr sem auð­velt er að stjórna og stýra. Þetta vita kap­ít­alist­arn­ir. Heim­spek­ing­ur­inn Slavoj Žižek sagði að það væri ein­fald­ara að hugsa sér enda­lok heims­ins heldur en enda­lok kap­ít­al­ism­ans. Lík­lega er eitt­hvað til í því. Kap­ít­al­ism­inn hefur leitt af sér fram­þróun með óend­an­lega mögu­leika. Hann hefur stór­aukið lífs­gæði ein­stak­linga í nútím­anum en hvort hann stuðli að vel­ferð kom­andi kyn­slóða og teg­und­ar­innar almennt verður tím­inn að leiða í ljós. Ég er ekki sann­færð­ur.

i) Vissu­lega eru afkvæmi ann­arra spen­dýra einnig háð upp­fóstrun við fæð­ingu en hreyfi­geta þeirra er oft­ast mun sjálf­bær­ari (simpans­ar, hestar og hval­ir) og/eða umönn­un­ar­tími styttri (úlf­ar, kind­ur, mýs). Yfir­leitt er umönn­un­ar­tími lengri hjá dýrum sem lifa í hjörð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None